Þetta er framhald af færslunni um daginn.
Eflaust er það rétt að það eigi líka að bera meiri virðingu fyrir "karlastörfum". Mér finnst samt sérstaklega áberandi LAUNALEGA að fólk er ekki að fatta hversu mikilvægt fyrir samfélagið t.d. umönnunarstörf eru.
Ég var að vinna á leikskóla fyrir nokkrum árum og fékk 90.000 kr. fyrir fullt starf, FYRIR skatta, þar sem ég var bitin, klóruð, rifin, kölluð hóra, hrækt var á mig o.s.frv.
Ég var líka að vinna sem liðsmaður fatlaðra unglinga aðeins seinna og fékk einhver svipuð laun. Takið bit, klór, rif, blót og hrækingar og bætið við að vera kýld í andlitið af stálpuðum strák, passa að strákur sjálfsskaði sig ekki og að sjá um fjölfatlaðan dreng sem gat ekki séð um sig sjálfur að neinu leyti og var að auki með flogaveiki.
Ég er bara að nefna sumt af því sem á daga mína dreif. Þetta er ógeðslega erfið vinna og hún er ömurlega borguð. Svo ég vitni nú í Heiðu Dóru þá er alltaf verið að tala um "gefandi vinnu", en þeir hljóta að vera að meina að "gefa vinnu sína".
5 ummæli:
Vandinn er auðvitað sá að þessi gefandi störf eru störf sem fólk er tilbúið að vinna þrátt fyrir lág laun. Starfsfólkið er ekki ánægt með launin en heldur samt áfram. Ríki og sveitarfélög hafa vitað af þessu frá örófi alda, eða áratuga, og því geta þeir drullað yfir heilu stéttirnar án þess að verði krísa. Það var ekki fyrr en í fyrra að raunverulega krísa kom upp hjá leikskólakennurum. Þá fór allt í rassgat og launin hækkuðu meira en í nokkrum hefðbundnum kjaraviðræðum.
Þessi vandi á líklega eftir að færast yfir á kennara fljótlega. Nú er ekki lengur eftirspurn eftir kennurum og leiðbeinendur í skólum heyra (nánast) sögunni til. Kennaraháskólinn þarf að neita fleiri hundruð nemendum um inngöngu á hverju ári. Það er auðvitað gott að eiga nóg af vel menntuðum kennurum en við þetta versnar samningsstaða þeirra vegna þess að það er alltaf einhver til að hlaupa í skarðið ef kennari segir upp.
Vinnumarkaðurinn er markaður eins og hver annar, þó það kunni að vera sorglegt í mörgum tilfellum.
Leiðrétting: Krísan var ekki hjá leikskólakennurum heldur starfsfólki á leikskólum almennt.
"Vandinn er auðvitað sá að þessi gefandi störf eru störf sem fólk er tilbúið að vinna þrátt fyrir lág laun."
Konur láta bjóða sér verri kjör en karlar. Ég vil samt ekki benda á konur og segja að þetta sé "þeim að kenna", vandamálið er mun fjölþættara en svo. Það er innbyggt í margar konur, þar á meðal mig, að maður eigi að vera hógvær og ekki búast við of miklu. Maður á ekki að vera frekur og biðja um of mikið. Ég geri mér grein fyrir þessu, en þetta er það "hardwired" að mér finnst óþægilegt að berjast gegn slíkum hugsunum, þá fæ ég samviskubit. Ég veit um fullt af konum sem hugsa svona.
Það þarf að herða konur upp, en ekki bara það. Sömuleiðis þarf að koma á kerfi þar sem komið er sem mest í veg fyrir að laun byggist á hversu harður maður er og fari að byggjast meira á því hversu hæfur maður er.
Þetta hljómar kannski eins og meiri frjálshyggja en ég er tilbúinn til að fallast á sjálfur, en ég er ekki tilbúinn til að fallast á kerfi þar sem einstakir naglar geta ekki selt vinnu sína dýrara en staðlaðir kjarasamningar segja til um. Ef þeim tekst að selju vinnuveitendum þá hugmynda að þeim sé hagur í því að borga honum hærra kaup því annars fari hann eitthvert annað, þá erum við pínulítið að gefa skít í öll lögmál um framboð og eftirspurn. Þá erum við komin í dáltið kommúnískt samfélag.
Pointið er það að þó ég hafi vissulega samúð með því sjónarmiði heiðu að hæfni eigi að skipta öllu máli, þá er ég ekki viss um að harka, í þeim skilningi sem Heiða virðist vera að tala um þ.e. einurð og staðfesta, sé ekki eftirsóknarverður eiginleiki í nánast öll störf og því óaðskiljanleg frá hæfni. Ef þær konur sem bera ábyrgð á kjarasamningum kennara og hjúkrunarfræðinga ná ekki nógu góðum samningum, þá er kannski ráð að fá aðeins meiri nagla til að semja fyrir þessar stéttir.
Ég er ekki alfarið að tala um hvernig mér finnist að heimurinn eigi að vera, heldur að ég held að heimurinn geti bara ekki verið öðruvísi nema við skuldbindum okkur kommúnisma eða eitthvað álíka. Er einhver tilbúinn til þess.
"Ef þeim tekst að selju vinnuveitendum þá hugmynda að þeim sé hagur í því að borga honum hærra kaup því annars fari hann eitthvert annað, þá erum við pínulítið að gefa skít í öll lögmál um framboð og eftirspurn. Þá erum við komin í dáltið kommúnískt samfélag."
Ok. Þessi setning var ekki hugsuð svona. Aðstæðurnar sem ég vísa í eiga auðvitað að vera í lagi, ANNARS erum við komin í dálítið kommúnískt samfélag.
Skrifa ummæli