Nú er sumt fólk að fjasast yfir þáttunum um mun kynjanna sem sýndir hafa verið á Rúv og segja að þeir ali á fordómum um að grundvallarmunur sé á kynjunum tveimur.
Ég verð að segja að það fer mikið í taugarnar á mér þegar fólk heldur fram afdráttarlausri reynsluhyggju, sérstaklega þegar sú hugsun virðist einungis byggð á pólitískri rétthugsun. Það er alveg ljóst mál að við fæðumst ekki í þennan heim sem óskrifað blað! Strákar og stelpur eru mismunandi að upplagi. Þetta upplag ræður að einhverju leyti mismunandi umhverfi kynjanna sem aftur hefur áhrif á persónuleika þeirra. Það er ekki hægt að kenna annað hvort bara genum um, eða bara uppeldi eða einhverju slíku.
Svo langar mig líka að fjasast yfir því að það þyki neikvætt að kynin séu ólík. Mig langar ekkert að leika mér í bíló eða byssó, og hefur alltaf fundist það leiðinlegt. Af hverju má ég ekki bara vera stelpuleg í friði? Mikilvægast er að tryggja kynjunum sömu tækifæri, og gera fólk jákvæðara í garð "kvennastarfa" og "kvenlegra persónueinkenna".
4 ummæli:
Í þessu ljósi langar mig til að benda á að tvenns konar hugmyndafræði hefur ríkt í feminisma. Annars vegar umhverfishyggja og hins vega eðlishyggjan. Eðlishyggjan fer að vísu ekki mjög hátt þessa dagana, sennilega út af pólítískum rétttrúnaði eins og þú bendir á. Eðlishyggja er allt að því blótsyrði nú til dags. Hún felur hins vegar í sér að kvennleikinn sé raunverulegur og að sér kvenlegir eiginleikar séu eitthvað sem konur ættu að bera höfuðið hátt út af. Þeir ættu ekki að vera eitthvað sem nota megi gegn konum heldur fremur eitthvað sem þær ættu sjálfar að nota sér til framdráttar. Eða eitthvað á þessa leið. Er þetta eitthvað sem þú getur samþykkt?
Hmm, þetta fer nokkuð nærri lagi, en ég geng samt ekki svo langt að segja að allar konur eigi að vera kvenlegar, eða að "kvenleiki" sé að öllu leyti meðfæddur. Allir ættu að hafa frelsi til að vera eins og þeir vilja, en vissulega ættu "kvenlegir eiginleikar" að vera metnir að verðleikum.
"Mikilvægast er að tryggja kynjunum sömu tækifæri, og gera fólk jákvæðara í garð "kvennastarfa" og "kvenlegra persónueinkenna"."
Og karlastörf. Eða störf almennt.
Segi þetta vegna þess að ég þekki menn í "karlastörfum" sem fá á sig slæma stimpla vegna vinnu sinnar.
Skrifa ummæli