Ég vil benda ykkur á grein um það sem höfundur kallar
Tree of Knowledge. Ég hef ekki lesið þetta allt í þaula, en kenningin er nokkuð áhugaverð, þó ekki væri nema fyrir þær sakir einar að reyna að samþætta mismunandi sálfræðiskóla sem hingað til hafa þróast svo að segja óháð hvor öðrum.
5 ummæli:
Þrátt fyrir að ég sé nú allur í þessu samþættingardótarýi þá finnst mér þetta nú bara lykta af vitleysisgangi. Samþætta Freud og Skinner... aha, þannig að núna erum við bara að skilyrða Öddann í fólk á fullu. Skil ekki alveg gott... minns vera sljór. Kannski ég ekki tala gott íslensk eða eitthvað.
Heiða María: Piss og kúkur.
Ég verð nú eiginlega að segja "selection by consequenses" eftir Skinner er mun skýrari framsetning á nokkurnveginn sömu hugmynd (ef ég er að skilja báðar hugmyndirnar rétt). Molecular flækjustig í þróunarsögunni, tiltekin operant hegðun á flækjustigi sálrfæðinnar (sem hægt er að gera grein fyrir með styrkingum taugamóta o.fl.) og svo menningarbundin hegðun sem velst úr í hópum og miðlast milli kynslóða vegna þess að hún hafði aðlögunargildi fyrir hópinn (t.d. motkun eldavéla). Sú eining er á flækjustigum annarra félagsvísinda en eiga væntalega líka molecular rætur þótt við séum kannski ekki góð í að útskýra það þannig ennþá - og verðum kannski aldrei).
Pointið er s.s. það að síðustu nokkra áratugi hefur ekki verið neinn skortur á samþættingu í sálfræði að mínu viti. Behaviorisminn er ótrúlega samþættingarsinnuð (ógeðslegt orð maður) stefna sem telur að tungumál og menning séu verðug skýringarefni, en þar sem grunnhugtakið sem allt hangir á er einmitt selection by consequenses, þá liggur svolítið beint við að reyna áfram og sjá hvað hægt er að komast langt með það hugtak á efri flækjustigum. Það breytir því ekki að hörðustu atferlissinnar, sem eru að fást við flóknari hegðun nú til dags en fyrir 50 árum síðan, eru ótrúlega hugrænt þenkjandi þótt þeir tali áfram sitt tungumál.
Þetta er ekki lengur þannig að atferlissinnar séu alltaf bara að telja opperanta og gefa smartís.
Baldur: Einmitt!
En afhverju eru þá allar þessar rangtúlkanir - afhverju höldum við ekki áfram að reyna í þessu "paradigm" (sorrí, ég veit ekki um annað orð).
Ég ætla að svara mér: Vegna þess að fólki þykir það, a priory, logical (eða empirical) ómögulegt að skýra "flókið" sálarlíf - því að þetta er svo "smættunarlegt".
Kannski er það vegna ranghugmynda um vísindi. Auðvitað getur atferlissinni ekki spáð fyrir um hvað e-r gerir í daglegu lífi, án þess að vita styrkingarsögu og með óvissu um 100þ breytur. En hvað með eðlisfræði (eða líffræði ef því er að skipta). Er líffræði "of einföld eða smættunarsinnuð því þeir geta ekki skýrt hvort að Heiða komist í Harvard eingöngu út frá erfðum (eða uppbyggingu DNA, whatever)
Takk fyrir síðast Baldur. Gott viskí eh?
Sumir í sálfræði virðast dáldið nota það, að fyrirbæri séu flókin, sem afsökun fyrir að reyna ekki að leita skýringa. En það er nú samt einmitt það sem þarf að skýra. Smá mótsagnarkennt ef þú spyrð mig.
Jú frábært viský. Takk fyrir mig.
Skrifa ummæli