þriðjudagur, september 05, 2006

Hressandi hroki

Ég las ansi hressandi pistil hjá honum Orra um allt sem fer í taugarnar á honum: Bowen-tækni, reiki, vitræn hönnun, sjálfshjálparbækur o.s.frv.

Mikið var þetta yndisleg lesning. Ég tek heilshugar undir með honum að fólk sem finnst allt svo frábært sé óþolandi. Það er ekki allt frábært. Það er aftur á móti margt óþolandi. Að minnsta kosti ætti fólk ekki að vera skoðunarlaust. Það er nett ógeð, finnst mér.

Ég sakna gamla góða sálfræðihrokans. Hlakka til að fara í skóla og vona að ég finni einhverja hressandi hrokagikki. Svona smá.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe...

Það er ekki hroki ef maður hefur rétt fyrir sér.....eða hvað?

:)

Heiða María sagði...

Einmitt! Og við höfum rétt fyrir okkur um allt! Hehe.

baldur sagði...

Augljóslega ekki um allt. Ég held að við teljum okkur nú vera í sama liðinu, en erum samt ósammála um margt. Ég er sammála orra um allt nema eigindlegar rannsóknaraðferðir. Eigindlegar rannsóknaraðferðir eru ekki húmbúkk og kjaftæði. Langt í frá. Það er sumt sem megindlegar aðferðir geta ekki náð utan um fyrr en búið er að skoða það eigindlega. Hvaða eiginleikar eru það sem við viljum mæla? Eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir eiga að styðja hvorar við aðra. Þau eru ekki í samkeppni um rannsóknarefni heldur henta ólíkum hlutum eða sömu hlutum á ólíkum stigum þekkingaröflunar. Þarna hef ég á tilfinninguna að "mæla mæla mál er að mæla" hugsunin sé komin upp í gagnrýna manninum. Þ.e. sálfræðinámið virðist hafa verið gleypt að einhverju leiti gagnrýnislaust. Verið áfram hrokafull, en haldið ykkur á jörðinni. Annars er hætta á því að maður verði það sem maður er að gagnrýna.

Heiða María sagði...

Já, Baldur, ég er líka nokkuð á því að eigindlegar rannsóknaraðferðir eigi stundum rétt á sér, enda var ég ekki að segja að ég væri á móti þessu öllu, heldur bara að það er gott að maður MEGI vera á móti þessu og taka afstöðu til þess.

baldur sagði...

Þetta beindist ekki gegn þér. Ég tók eftir "flestu" í þinni athugasemd. Ég er líka sammála um það er hressandi að lesa þetta. Sérstaklega punktinn um að sumir skilja ekki rök og hafna því jafnvel alfarið að maður þurfi yfir höfuð að rökstyðja mál sitt. Það er sennilega rétt hjá Orra að það þýði ekkert að tala um þetta nema við þá sem hvort sem er skilja mann og eru þess vegna sammála manni.

Ég var að vinna með konu í sumar sem er frekar höll undir póststrúktúralisma og var tíðrætt um kynjun í máli og kynbundna þekkingu. Hún virtist vera þeirrar skoðunar að vegna þess að konur tali öðruvísi en karlar þá sé heimur kvenna öðruvísi en karla. Og þess vegna geti konur og karlar verið ósammála en samt allir haft rétt fyrir sér. Ég komst fljótlega að því að það þýddi lítið að benda henni á að þessi svokallaða kynjun væri til marks um skort á þekkingu en ekki kynbundna þekkingu. Ég hef líka prófað að spyrja að því hvernig póststrúktúralistar og póstmódernistar (afstæðissinnar lýsir kannski betur hópnum sem ég er tala um) geti hafnað heimsmynd pósítívista og vísindamanna ef hún hlýtur að vera jafn sönn og afstæðishyggjan allt eftir því frá hvaða sjónarhorni maður sér hlutina. Hef ég þá ekki líka rétt fyrir mér? Það að þeir láti narra sig út í þras um þetta finnst mér benda til þess að þeir telji sína heimsmynd og sína þekkingarfræði vera sú eina rétta (eða "sanna"). Eru þeir ekki komnir svolítið í mótsögn við sjálfa sig?

Ekki svo að skilja að ég kunni vel við hana og mér þótt mjög gott að vinna með henni. Ágætis fagkona þar á ferð.

baldur sagði...

Annars langar mig til að segja ykkur frá svolitlu skemmtilegu sem ég heyrði í gær. Í síðustu viku bárust um 40 milljón atkvæði í Rockstar: Supernova. 20 milljón atkvæði bárust frá Íslandi. Áfram Magni.

Nafnlaus sagði...

Baldur: Ég segi í þessari færslu minni að ég efist stórlega um réttmæti og gagnsemi þessara hluta, ekki að ég sé á móti þeim. Ég er því ekki að afskrifa eigindlegar rannsóknir né að segja að þær eigi aldrei rétt á sér, ég er bara gagnrýninn á þær. Það hlýtur að mega?

Best að fara að mæla eitthvað.

Nafnlaus sagði...

Félagsvísindamönnum virðist tamt að skipta rannsóknum eftir því hvort þær séu eigindlega eða megindlegar - eins og að það sé spurning um forsetningu eða vísindaheimspeki (Magnús hefur oft sagt söguna um félagsráðgjafann sem byrjar fyrirlestrana sína þannig að hún segir "ég heiti Gunna og er eigindleg")

Vandinn í sálfræði er að það er alltof lítið notað af eigindlegum aðferðum þegar þær eiga fullan rétt á sér - menn reyna að láta allt snúast um marktektarrúnk

Eitt versta dæmið sem ég man eftir var í félagssálfræði þegar e-r var að kanna groupthink í sögulegu samhengi (kennedy og svo framvegis) og tróð gögnunum í kíkvaðrat töflu. (niðurstaðan var kannski að kúbudeilan leiddi næstum því til kjarnorkustyrjaldar, p<0,05)

baldur sagði...

Það er svoldið þetta sem ég er að tala um og mér finnst glæfralegt að fella þessa aðferðafræði undir sama hatt og sálgreining og heildrænar lækningar. Það er eitt að efast um gildi einhvers í ákveðnum tilfellum eða almennt, en það er svoldið önnur afstaða sem við höfum til kuklsins.

Nafnlaus sagði...

Marktektarrúnk og "mæla, mæla mál er að mæla" eru öfgar sem sálfræðinni hættir til. Það eru rök fyrir vandaðri vinnubrögðum, ekki eigindlegum rannsóknaraðferðum.

Og ég er ekkert að flokka þessar rannsóknaraðferðir með kukli eða tómri þvælu, var bara að telja upp nokkra hluti sem ég hef efasemdir um. Marktektarpróf, aðgerðarbinding og marklausar mælingar hefði alveg eins getað verið í þeirri upptalningu....