Málstofa sálfræðiskorar verður haldin miðvikudaginn 27. september kl. 12.20 - 13.15 í stofu 201 í Odda.
Karl Ægir Karlsson flytur erindið „The Neural Substrates of Sleep in Infant Rats“ sem fjallar um taugafræðilegar orsakir svefns hjá nýburum.
Taugafræðilegar orsakir svefns hjá nýburum hafa verið umdeildar og því hefur meðal annars verið haldið fram að svefn nýbura eigi sér aðrar taugafræðilegar orsakir en svefn fullorðinna. Í fyrirlestrinum verður sagt frá aðferðum sem voru þróaðar í þeim tilgangi að hægt væri að beita hefðbundnum aðferðum taugalífeðlisfræði á nýfædd tilraunadýr og bera saman og raunprófa mismunandi tilgátur um nýburasvefn. Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir tilgangi og niðurstöðu rannsóknanna ásamt fyrirhuguðum rannsóknum.
Karl lauk BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og doktorsgráðu í taugavísindum frá sálfræðideild University of Iowa árið 2005. Að námi loknu fékkst Karl við rannsóknir á taugalífeðlisfræði svefns við University of California Los Angeles og var ráðinn aðjúnkt við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík árið 2006.
Málstofan er öllum opin.
sunnudagur, september 24, 2006
Taugafræðilegur grunnur svefns
Ég leyfi mér að klippa og líma inn texta sem ég fékk í HÍ-starf póstinum:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
taugafræðilegur grunnur svefns í nýburarottum, ég er að pissa á mig úr spenningi.
Það er enginn að neyða þig...
Skrifa ummæli