þriðjudagur, september 12, 2006

Vafasöm fullyrðing

Ég fékk inn um lúguna til mín blað sem kallast Heilsufréttir. Það er stútfullt af fæðubótarefnum, blómadropum, nálastungum, grasalæknum og fæðuþerapistum.

Í blaðinu segir Hallgrímur Magnússon læknir:
Hægt er að lækna flesta þá sjúkdóma sem við þekkjum með complimentary læknisfræði en það gerir oft þá kröfu til sjúklingsins að hann verður að hætta að sækja í þá hefðbundnu læknisfræði sem hann hefur oftast leitað í.


Þetta finnst mér vægast sagt vafasöm fullyrðing, og jafnvel hættuleg, en dæmi nú hver fyrir sig.

7 ummæli:

baldur sagði...

Þetta blað er líka alveg stútfullt af húmbúkki. Ég held ég hafi aldrei séð annað eins samsafn af vitleysingum. Einhver nálastungugella sem læknaði kornabarn af langvarandi svefnleysi með aðeins einni stungu. EFTIR SEX SÓLARHRINGA VÖKU! Það hvarflaði ekki að henni að krakkinn gat kannski ekki haldið sig vakandi lengur.

Borgþór sagði...

Þetta er orðið of algengt á Íslandi, af hverju? Jú það er enginn að mótmæla þessu! Það virðist ekki vera neitt félag hafa þann metnað að standa sig í að mótmæla svona kjaftæði, berjast fyrir reglugerðum eða neinu slíku...

Og fjölmiðlar.. guð minn góður, þetta eru mestu aparassarnir, engin rannsóknarmennska og jafnvel bjóða bara þessum mongólítum í viðtöl!

Ég er að verða meira og meira heitari fyrir þessu félagi!

Árni Gunnar sagði...

Þetta er áhugaverð blaðamennska. Einhver að segja að eitthvað sé ekki eins og sagt var (leiðréttingar og þess háttar) er vægast sagt óáhugaverð blaðamennska. Aðeins þegar maður sýnir fram á að krabbameinslyf séu global scam og að bólusetningar séu lyfleysur fær andmælandinn tíma í fréttunum.

Svo er það auðvitað þannig að þegar hálfvitar eru settir í sjónvarp verður að ræða málin á hálfvitalegum nótum. Ragnheiður Guðfinna og Hálfdán hafa ekkert við lækna að tala. Þau skilja þá ekki. Þau skilja hins vegar hvað það er þegar steinar hreinsa árur og grænt te lætur vonda skapið hverfa. Það skilja allir hókus pókus.

Árni Gunnar sagði...

Annars er ein hugmynd til. Þ.e. að stofna fjölmiðlavakt í kringum svona. Það er nóg af fólki sem heldur fjölmiðlavaktina þegar verið er að ræða um stjórnmál og viðskipti, en þessi málaflokkur er hundsaður. Það þyrfti bara að búa til tengslanet (póstlista) sem hefur nokkra ritstjóra (t.d. 3). Þeir sem taka þátt í þessu neti skrifa uppköst að athugasemdum um hvað það sem amar að í fjölmiðlum. Það sem er mest afgerandi er síðan valið úr af ristjórum, ritað á sæmilegan hátt og sent út sem veftímarit á pdf-skjali einu sinni í mánuði.

Hver nennir að byggja svona upp... það er allt annað mál.

Borgþór sagði...

Það er spurning.. góð hugmynd samt

En hey já Baldur þetta er það sem ég var að nefna áðan niðrí Kjallara
www.fortuna.is

Nafnlaus sagði...

Hugmynd Árna Gunnars er virkilega áhugaverð.

Mér leiðist sjálfum ótrúlega kjaftæðið sem er í gangi alla daga í fjölmiðlum, birt gagnrýnislaust. Eitthvað movement sem krítiserar svona á vitrænum nótum hljómar mjög interesting.

Árni Gunnar sagði...

Já, mér fannst hugmyndin mín líka mjög góð, en hún hefur svona "fatal flaw" eins amerísku kennslubækurnar kalla það.

Þeir sem myndu lesa svona pakka væru líklega að lang mestum hluta þeir sem nú þegar skoða fréttirnar á gagnrýnan hátt. Vissulega mætti styrkja þá enn frekar í efahyggjunni, en ég hugsa að erfitt væri að snúa mörgum algerlega til betri vegar.
Fjölmiðlar eru oft mjög uppteknir af eigin ágæti, og það væri auðvitað mikilvægast að fá þá til að lesa um eigin mistök og læra þá af þeim. Ég hef litla trú á að margir fjölmiðlamenn myndu skrá sig á póstlistann, jafnvel þó þeir vissu af honum.
Og af því leiðir síðasta vandamálið. Hvernig á að fá dreifingu (og lesningu) á svona plagg? Varla gætum við spammað hvern einasta fjölmiðlamann á Íslandi. Ef engin er dreifingin er erfitt að fá verkefnið styrkt. Auðvitað var það aldrei hugmyndin að hafa þetta eitthvað gróðafyrirtæki, en það væri ákjósanlegt að geta borgað þeim sem taka tíma í útgáfuna (þá ritsjórum, ekki hverjum einasta "contributor") einhverja lágmarks summu fyrir störfin.

En auðvitað eru leiðir til að takast á við vandamál. Ef ritstjórar stærri fjölmiðla væru tilbúnir að sætta sig við gagnrýnina gætu þeir auðvitað komið því í gegn að plagginu yrði dreift til starfsmanna í gegnum innan-fyrirtækis póstlista. Um leið og fjölmiðlafólk sér að svona snepill er til, og honum er dreift til kollega, hlýtur það að fara að passa sig. Ekki vilja þeir verða næsta fórnarlamb.

Og á þessum nótum væri auðvitað gaman að fá Gunna og Felix til að elta uppi klaufskt fjölmiðlafólk með myndavél og öskra ,,you've been (de)bunk'd" á alla sem enda í ritinu.