Allavega þá var Anima að senda mér þetta í pósti
Fyrsta vísindaferðin verður á föstudaginn 15.september.
Farið verður í Landsbankann og verður þetta án efa mjög vegleg ferð. Með
okkur í ferðinni verður Mímir, félag íslenskunema. Fjöldi sálfræðinema sem
komast með er 50. Eftir ferðina verður farið á Pravda þar sem kosið verður
í hin ýmsu embætti animu.
Skráning fyrir Animu-meðlimi hefst í dag, þriðjudag, kl 19 á anima.hi.is.
Þeir sem enn hafa ekki greitt félagsgjöld geta skráð sig eftir kl 19 á
miðvikudag, eða bara borgað félagsgjöldin og skráð sig í dag ;0)
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á föstudag
Kveðja
Stjórnin
Eru þið með?
3 ummæli:
Ég væri alveg til. En þyrfti maður að borga í Animu?
Virðist vera einhver ný regla hjá þeim.. samkvæmt þessu megum við ekki skrá okkur fyrr en á morgun, er þá ekki orðið allt fullt :S
eða bara kannski ætti maður að skrá sig í animu.. hvað kostar það annars?
Ég er reyndar að muna eftir því að á laugardag er Nick Cave. Það eru því minni líkur á að ég komi á fös.
Skrifa ummæli