föstudagur, apríl 29, 2005

Ég hef áhyggjur af Heiðu

Þetta er Kjartan sem skrifar, mér var svo órótt að ég fékk að nota tölvuna hjá Brynjólfi:
Heiða mín, ég vona að það allt í lagi með þig. Að allt gangi vel hjá þér og Birni, og að þú sért sátt við lífið og hvert þú ert að stefna.
Mig dreymdi svo flókinn draum um þig í nótt, þú varst farin frá Birni og búin að hefja samband með öðrum manni. Þú virtist reyndar vera ánægð með hann, en mér finnst þú þurfa að hugsa þetta vel, okkur hinum finnst þetta svo skrítið. Gunnar Eyjólfsson er svo mikið eldri en þú. Þó þú sérð þroskuð stelpa og finnist þið eiga margt sameiginlegt þá þarftu að hugsa um framtíðina.
Ég vona að þú náir aftur sambandi við sjálfa þig.

Kjartan

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, hvað kom eiginlega fyrir þig? Skeit fjölskylda álfsins í cortexinn þinn?
Eða er lögð áhersla á draumatúlkanir í fjármálaráðgjöf í KB banka og þetta fyrsti hlutinn af námi þínu í háskólanum í Reykjavík?

Og hvað er þetta hnélík í retínu sem árni er alltaf að tala um? Og hvað með þessar keilur þarna í basilar membrane í tungunni - afhverju fara þær í hnéiið á fólki? Þetta er nú meira ruglið!

Heiða María sagði...

Gunnar Eyjólfsson? Ertu að meina gaurinn sem lék pabbann í Hafinu? Takk annars fyrir hugulsemina, mér líður bara ágætlega, og ég vona að þú náir líka sambandi við sjálfan þig fljótlega :-)

Nafnlaus sagði...

Kjartann minn! þótt svo ég hafi hellt mér yfir þig í gær þá grunaði mig ekki að þú myndir taka það út á Heiðu, nú finnst mér ég bera aldeilis ábyrgð á þessu.....er sakbitin og áhyggjufull

Nafnlaus sagði...

Ha? Hellti húsmóðirin sér yfir mig, Kjartan? Um hvað er verið að tala? Þetta hefur alveg farið fram hjá mér...

Hins vegar kom upp smávægilegur "faglegur ágreiningur" í símtali mínu við drottningu Breiðholtsins í gær.
Kosturinn við að vinna með alvöru fólki er tvímælalaust sá að geta útkljáð málin án þess að æsa sig, enda endaði umrætt símtal í bullandi sleik, ef ég man rétt....

En hegðun mín er í vanda:
Ég var að klára síðasta prófið mitt í HÍ! Það gefur tilefni til fagnaðarhegðunar (S-dé).

Ég heyrði áðan að Andri hefði ekki mætt í prófið. Það dregur úr fagnarhegðun (S-delta) því nú óttast ég að skróphegðun Andra muni öðlast virkni forvera fyrir Andra til að klára ekki BA ritgerðina á réttum tíma.

ANDRI HVAÐ ERTU AÐ SPÁ??????

Kjartan

Ps. Prófið var létt!

Nafnlaus sagði...

Selja-drottning Kjartan, eða Sellery-drottning. Og Andri, þú varst ekki veikur, þú sýndir forðunarhegðun. Ertu nokkuð að flýja því að fara frá Odda og hefja lífið eftir sálfræðinám?
Móðir í Breiðholti

Borgþór sagði...

Þú ert best geymdur þar held ég hehe