föstudagur, ágúst 19, 2005

Dýrasta sítróna allra tíma!

Var á Óliver í gær með Siggu, Lilju og einhverjum. Ákvæð svona rétt undir lokun að fá mer tvöfaldan gin í tonik og fór á barinn. Tvöfaldur Tanquerei í tonic kostaði 1200 kall á þessum bar, sem er allt að því eðlilegt. En ekki var hægt að fá sítrónu með þessu. Ég sagðist vera til í að borga 1000 kall fyrir það þar sem sítrónuna vantaði en mér kurteislega sagt að hoppa upp í rassgatið á mér.

Ég fór á næsta bar í húsinu þar sem sítróna var til og bað um tvöfaldan gin í tonic. Dar var Tanquerei ekki til þannig að ég bað um það næst besta, Bombey.
Tvöfaldur Bombey í tonik með sítrónu kostaði þarna 2000 kall!

Ég borgaði 800 kall fyrir eina sneið af sítrónu. Geri aðrir betur.

12 ummæli:

Heiða María sagði...

Úff, áfengi er dýrt á Íslandi :-Þ

Nafnlaus sagði...

Brennivínið er dýrt. En sítrónan er dýrari.

Eins gott að vera ekki Sítróni.


með kveðju
Dr confabulation

alina727jonah sagði...

damn good blog, check out mine http://juicyfruiter.blogspot.com, comments always welcome!

Nafnlaus sagði...

I enjoy reading the stories on your site. Keep up the super articles!

I have been working on a content site on coin for sale
It covers coin for sale related stuff for the avid collector.

Check it out if you have some time :-)

Nafnlaus sagði...

WiFi Finds An Old Kentucky Home
The city of Lexington, Kentucky has signed a one-year agreement with SkyTel to bring broadband wireless Internet service to it's downtown business district.
Nice blog. I'm impressed!
"pancreatic cancer" site covering "pancreatic cancer" related stuff.

Heiða María sagði...

Finnst engum öðrum en mér þetta skrýtin skilaboð hér að ofan?

baldur sagði...

Jú mér er fyrirmunað að skilja hvernig fólk sem kann ekki einu sinni íslensku getur yfir höfuð myndað sér skoðun á þessu.

Og hvernig villtust þeir inn á þessa síðu?

Heiða María sagði...

Þar er oft svona banner á blogspot þar sem maður getur ýtt á takka og fer þá á einhverja tilviljanakennda síðu. Þetta fólk virðist annars aðallega vera að auglýsa sínar eigin síður. Þeim er örugglega slétt sama um okkar.

baldur sagði...

Já, en afhverju þessi flóðbylgja akkurat núna? Það hefur ekkert borið á þessu áður.

Vaka sagði...

Humm... ættum við að skilja eftir e-h skíta-comment á íslensku á síðunum þeirra og gá hvort þau þakka fyrir sig? He he "comments always welcome!"

Borgþór sagði...

Held þau séu bara auglýsa.. svona nýjasta spamið í dag..

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ahugaverd blog