föstudagur, nóvember 25, 2005

Grein í vaktinni

Það birtist grein í Vaktinni sem er annað af tveimur fréttablöðum í Eyjum (Já við eigum tvö fréttablöð).. en allavega þá er þetta grein eftir Rope Yoga kennara sem er að fara halda heilsuræktarnámskeið í eyjum 2-4 desember... þar sem verður unnið fyrir líkama, huga og sál.. Ég er ekkert að fara gagnrýna Yoga enda er það (að mér skilst) mjög góð líkamsæfing.. fannst bara ótrúlega fyndið þessi hluti greinarinnar...

Flest erum við föst í ómeðvituðum ferlum sem byggjast á neikvæðu hugarfari og hegðun gagnvart okkur sjálfum. Við beitum okkur ofbeldi og ásökunum frá morgni til kvölds, dag eftir dag og skiljum ekkert í vanlíðan okkar og máttleysi. Þessari hegðun má breyta á einfaldan hátt.


Góða helgi

2 ummæli:

Sigga sagði...

hegðún :)

Nafnlaus sagði...

Er pylsa að mér skilst... eða var það eitthvað annað??