mánudagur, nóvember 21, 2005

Hver ert þú?

Ég stal þessu af heimasíðunni hennar Ásdísar.

Settu nafnið þitt í komment hjá mér og:
1. Ég segi þér eina tilgangslausa staðreynd um þig
2. Ég segi hvaða lag/kvikmynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér eitthvað sem aðeins við skiljum
4. Ég segi þér fyrstu eða skýrustu minningu mína um þig
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem mig hefur alltaf langað til að vita um þig

(svo er ekki úr vegi að þið fyllið út listann um mig líka...)

10 ummæli:

Asdis sagði...

Já, endilega segðu mér eitthvað um mig: Ásdís!!
P.S. Þú svaraðir ekki spurningunni minni ;-)

Heiða María sagði...

1. Þú hlærð ótrúlega smitandi hlátri
2. Öll Duran Duran lög :)
3. Maggi og tímasetningarnar hans
4. Þú í rauðum kjól með rauðan varalit á jólunum, skælbrosandi
5. Skræpótta risaeðlan sem ýlir þegar maður ýtir á magann á henni ;) Manstu eftir henni?
6. Ertu alltaf prjónandi og saumandi?

P.S. svar: Það kemur að því ;)

Nafnlaus sagði...

Jiii... en skemmtilegt. Gerðu mig. En ég fyrirgef þér alveg ef þú svarar ekki öllum liðunum. Enda eiga þeir kannski ekki allir við.

Heiða Dóra

Heiða María sagði...

Heiða Dóra:
1. Þú sómir þér vel innan um alla hina frontal lobe deficiency sjúklingana hérna :P
2. Arabic Chillout tónlistin mín og öll slík lög sem hægt er að dansa magadans við
3. Við skiljum báðar hvernig það er að vera Heiða
4. Man fyrst eftir þér svona að ráði þegar þú komst heim til Dags og varst að staupa með mér tequila
5. Páfugl (allavega þegar þú ert í bláa gliturbúningnum þínum)
6. Ertu með einhverjum gaur núna?

Asdis sagði...

Hahahaha.. Maggi og tímasetningarnar hans, já! Einhvern veginn get ég ekki munað eftir að hafa verið í rauðum kjól á jólunum.. þarf að grafa upp gamlar myndir og athuga málið ;) Það er sko ekki hægt að gleyma skræpóttu risaeðlunni, ÓSM var næstum búin að éta hana þegar hún var lítill ormur! Já, ég er dálítið mikið að sauma og prjóna, reyndar minna núna þegar ég er í skólanum, en mig dreymir um að geta eytt ca. viku í það að sitja á rassinum og sauma út...

Nafnlaus sagði...

Tequila bom bom. Já, fyrsta tequila fylleríið mitt. Wú wú. Það var nú gert með stæl.
Nei, nei, enginn gaur núna. Enda á maður í fullu fjöri með að hlaupa af sér einvhern nauðgaralýð. (Sjá,betur á blogginu mínu). Annars þakka ég áhugavert pennavinadót :) Heiða, nei... hin Heiða

Heiða María sagði...

Já, þetta með nauðgarann, dæsus! (eins og Guðfinna myndi orða það)

Heiða María sagði...

1. Love your hair, daaarling ;-)
2. Alls konar glam rokk
3. Brandarinn sem þú sagðir um post hoc stjörnuspána (held allavega að fáir aðrir skilji hann, b.t.w. mér fannst hann mjög fyndinn)
4. Þú í gráu hettupeysunni þinni með hettuna niður fyrir augu, niðri í kjallara Odda, muldrandi
5. Eru vélmenni dýr? Allavega, þú minnir mig á vélmennið Marvin í Hitchhiker's Guide to the Galaxy ("Oh, I'm so depressed!")
6. Hvenær ætlarðu að fara út í nám?

Borgþór sagði...

út í nám? er það ekki alltof langt frá kjallaranum??


En mátt endilega segja mér eitthvað um mig :)

Heiða María sagði...

Jú, Boggi, ég held að Vaka fengi aðskilnaðarkvíða frá kjallaranum. En hér kemur þetta:

1. Það er greinilegt á öllu að þú ert Vestmannaeyjingur [hvernig skrifar maður þetta eiginlega?!?] í húð og hár
2. Skrípalætiskvikmyndir og þættir, eins og Southpark
3. Mmmm... pie
4. Þú með hormottuna þína. Er samt ekki alveg viss hvort ég sá það bara á mynd
5. Þú minnir mig á furðufugl, allavega á ýmsum myndum sem þú notar á bæði netinu og MSN
6. Af hverju ertu svona mikill sjálfstæðiskall?