fimmtudagur, apríl 06, 2006

Gagnfræðakverið

Hefur einhver af ykkur flett almennilega í gegnum Gagnfræðakverið hans Friðriks og Sigurðar?

Ég er búin að skoða það dálítið og það er alveg heilmikill húmor í því (a.m.k. þriðju útgáfu). Til dæmis:

Boring, R. V. (2001). I am not afraid to speak my mind. Óútgefið handrit (bls. 88 í Gagnfræðakveri)

Ætli það handrit sé skemmtilegt??

Parker, P. (2001). Are spiders acrophobic? [Útdráttur). Society for Insects Abstracts, 2, 323.

Ja, Peter Parker öskraði ansi mikið þegar hann sveif á milli húsanna í myndinni. Ætli það hafi verið lofthræðsla?

Lane, L. og Kent, C. (2000). Effets of PMT development on organized crime. Japanese Journal of Experiental Social Psychology, 21, 67-97. (Úr Pschological Abstracts, 2000, 68, Útdráttur nr. 11473).

Ætli Lois Lane hafi sparkað Clark Kent oft út þegar hún var með fyrirtíðaspennu, þannig að hann hafði ekkert betra að gera en að handtaka glæpamenn sem Súperman?

Eins má finna tilbúna töflu um hversu mörg hugskeyti komast í mark eftir árstíma (bls. 102-3 fyrir þá sem vilja kíkja).

Það er greinilegt að það getur verið ansi skemmtilegt að skrifa sína eigin bók.

2 ummæli:

Heiða María sagði...

Já, þetta er ótrúlega fyndið og greinilegt að maður hefur ekki alltaf verið með hugann við efnið þegar maður gluggaði í gegnum þessa bók.

Svo er reyndar fyndið að Boring er raunverulegur karl og skrifaði heilmikið um sögu sálfræðinnar.

Ég man líka að þegar ég las Gleitman sem mest fann ég ýmis skrýtin nöfn, svo sem Heman og M.E. Lamb.

Nafnlaus sagði...

Já, mér fannst æðislegt fyrst þegar ég sá vitnað í Boring. Mjög skondið.