miðvikudagur, apríl 19, 2006

Heiða mælir með...

Wyndham Estate Bin 555 Shiraz, árgangur 2002. Ástralskt gæðavín, margverðlaunað, ekki svo dýrt, fer örugglega vel með mat og kemur skemmtilega á óvart með súkkulaði.

7 ummæli:

baldur sagði...

Er kjallararottur orðin svona "Sírrý mælir með" síða?

Heiða María sagði...

Ég hef alltaf af og til komið með svona Heiða mælir með... og það hef ég gert síðan fyrir daga kjallararottna, eða síðan ég var með mína eigin bloggsíðu.

Guðfinna sagði...

Ummm namm..Hlakka til að prófa það :P Væri nú ekki verra að vera ekki í prófum og geta rölt niður í bæ í góða veðrinu og fengið sér eitt vínglas :)
Gleðilegt sumar elskan :D

Heiða María sagði...

Sömuleiðis allir, gleðilegt sumar!

Borgþór sagði...

Gleðilegt sumar ya'll

Lilja sagði...

Gleðilegt sumar, öll :)

Nafnlaus sagði...

Vildi að ég væri það mikil klassapía að ég þekkti í sundur bragðið á mismunandi rauðvíni... en, tja... allt endar þetta á sama stað... ælupollur á götuhorni :)

Heiða gleiða