miðvikudagur, apríl 19, 2006

Bwahahahahahahaha

Jæja, dúllurnar mínar, nú er búið að vísindalega sanna það að karlmenn geta ekki ákveðið sig á meðan þeir horfa á fallegar konur. Engin furða þó að karlmenn séu ekki viðræðuhæfir oft á tíðum!
Híhíhí
Vitleysingurinn

8 ummæli:

Lilja sagði...

Erm, smella á titilinn til að sjá fréttina

Vaka sagði...

Humm... Getur maður þá ályktað sem svo að rökföstum karlmönnum finnist ég ljót?

Lilja sagði...

Nei, alls ekki. Það er hins vegar spurning hvort þú gætir ætlast til þess að þeir ákveddu hvað þið ættuð að borða rétt eftir að þeir sæju þig á nærfötunum, eða hvort þeir ættu að kaupa eða selja fyrirtæki eftir sömu aðstæður. Hefurðu kannski heyrt: "En hvað vilt ÞÚ gera?" tvisvar eða þrisvar í röð? ;o)

baldur sagði...

Ég velti samt fyrir mér ekológískt réttmæti þessarar rannsóknar. Bendi á að þetta var kaupsýsluLEIKUR. Er endilega víst að þeir væru jafn næmir fyrir þessum "myndrænu áreitum" ef raunveruleg verðmæti væru í húfi? Á þetta kannski bara við um myndir úr klámblöðum. Hafa raunverulegar konur kannski engin áhrif? Og hversu góð mæling er þetta eiginlega á testósteron magni?

Mér virðist vera dálítill sexismi í því að draga jafn afdráttarlausar ályktanir og þær að nú sé "vísindalega sannað" að karlmenn geti ekki tekið eina einustu skynsamlega ákvörðun í návist fallegra kvenna. Ég held að Donald Trump vaði í kellingum en það virðist ekki há honum neitt sérstaklega. Hann hlýtur að vera með lengri vísifingur en baugfingur.

Smá hugleiðing í framhaldinu (sennilega það sama og Vaka hugsaði). Er ekki drauma karlmaðurinn sá ákveðni og staðfasti í augum ykkar flestra? Karlmaður sem veit hvað hann vill? Er þetta nú allt að breytast? Munuð þið skilja ákveðni sem svo í framhaldinu að gæjanum þyki þið ljótar?

Lilja sagði...

Uss, þú ert að taka þetta alltof alvarlega, Baldur. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að það séu sennilega einhverjir gallar á þessari rannsókn, og að það sé ekki fjallað um réttmæti eða áreiðanleika í þessum athugunum, enda átti þetta að vera eingöngu til gamans. Auðvitað gerir maður ekki ráð fyrir því að allir karlmenn verða ósjálfrátt heilalausir þegar þeir sjá konurnar sínar á nærfötunum.
Hins vegar er sagt að þeir eiga erfiðara með það að taka ákvarðanir og tek ég það frekar trúanlegt heldur en að þeir hætti alveg að geta tekið ákvarðanir, þegar þeir sjá fallegar konur á undirfötunum.
En það má líka taka tillit til þess að fréttin er sett upp á kómískan hátt, þannig að maður veit ekki hvernig rannsóknin er í reynd (nema maður leiti að henni, sem ég nenni ekki að gera núna).
Frekari rannsóknir gætu þá athugað alhæfingargildi rannsóknarinnar, með því að nota venjulegar konur á nærfötunum, fallegar konur á nærfötunum og athugað áhrifagildi kvenna á nærfötunum á ákvarðanir sem eru annaðhvort stórar eða litlar.

baldur sagði...

Hvað með ljótar konur á nærfötunum?

Vaka sagði...

Úr texta: "Rannsóknin var gerð með þeim hætti að körlum sem voru að hefja kaupsýsluleik voru sýndar myndir af kynþokkafullum konum OG undirfötum."
Voru undirfötin kannski bara ein og sér og verið að höfða til einhvers konar blætis (fetish)? Í hverju voru konurnar, engu? Eða var þetta kannski ungfrú 66° Norður og andlit Kraftgalla 2005? Hver veit?

Og jú Lilja "Auðvitað gerir maður ekki ráð fyrir því að allir karlmenn verða ósjálfrátt heilalausir þegar þeir sjá konurnar SÍNAR á nærfötunum." ;)

Vaka sagði...

Annars ætla ég alls ekki að setja út á þessa rannsókn heldur eins og góður sálfræðinemi ætla ég að hagnýta hana. Núna get ég nefnilega brostið í grát og stunið upp með ekka: "Þér finnst ég ljót er það ekki?" í hvert sinn sem ég kemst í rökþrot í samræðum við karlmenn og þar með beint umræðunni annað :D
Svo væri líka hægt að taka "bílskúrsmyndir" karlmanns inn í eldhús og segja "Nú kastar þú þessum teningi og ef þú færð 6 þá þvæ ég upp en ef einhver önnur tala kemur þá sérð þú um uppþvottinn alla vikuna" ;)