sunnudagur, apríl 30, 2006

Málfræði söngfuglar

Sá afar sniðuga grein framan á Fréttablaðinu í dag.. Þar var verið að tala um söngfugla sem lærðu málfræði.. Menn eru svakalega æstir yfir þessu og eru nú loks búnir að finna dýr í náttúrunni sem lærir málfræði.. Fuglarnir þekktu semsagt muninn á vennulegum "fuglasettningum" og settningar sem innihélt innskotssetningu... Frábært er það ekki?

Eða kannski ekkert nýtt hér á ferðinni...

Því að í lok fréttarinnar stendur að 9 af 11 störrum sem tóku þátt í ransókninni fengu matarverðlaun fyrir rétta svörun í 90% tilvika... hmmmm

2 ummæli:

Heiða María sagði...

Nákvæmlega, ég tók einmitt eftir þessu! Málfræði, my ass, þetta hefur væntanlega verið einföld skilyrðing þar sem greina átti á milli tveggja hljóðmynstra.

Borgþór sagði...

Hehe.. jamm þetta er nokkuð spes.. á forsíðu meira segja..