miðvikudagur, apríl 26, 2006

Merkilegar fréttir!

Morgunblaðið segir frá því í dag á bls. 21 að "Sjálfstraust hjálpar nemendum". Mikið er nú skemmtilegt að Málgagnið sé farið að flytja fréttir af svona merkilegum vísindarannsóknum! Go Mogginn!!

Hér er fréttin í heild sinni:
Trú á eigin getu hjálpar nemendum
með dyslexíu á háu
stigi, að því er rannsókn við
Háskólann í Stavanger bendir til. Á
vefnum forskning.no er greint frá því
að tveimur þriðju þátttakendanna í
rannsókninni gekk betur ef þeir
höfðu trú á sjálfum sér.
Dyslexía lýsir sér m.a. þannig að
fólk á erfitt með að tengja saman
hljóð og viðeigandi bókstaf, lestrarvandkvæði
og erfiðleikar við að
muna hvernig á að stafsetja orð
fylgja einnig. Dyslexía er arfgeng en
þeir sem þjást af henni eiga ekki erfitt
með að læra almennt. Dyslexía
getur verið á misháu stigi og lítill
hópur á í mjög miklum vandræðum
með að lesa og skrifa.
Til að koma til móts við þann hóp í
Noregi var honum veitt aðstoð við
Lestrarmiðstöðina við Háskólann í
Stavanger og rannsóknin gerð í
tengslum við það. 65 nemendur tóku
þátt í rannsókninni og það sem kom
skýrast í ljós var að sjálfstraust og
trú nemendanna á því að þeim tækist
að komast yfir vandamálið skipti
sköpum. Starfsfólk Lestrarmiðstöðvarinnar
gat hvatt nemendurna til að
takast á við vandamálið en beita öðrum
aðferðum en áður. Einnig kom í
ljós að mikilvægt var að nemendur
öðluðust þekkingu á dyslexíu og aðferðunum
sem beitt er við að ná árangri,
þ.e. þeir þurftu að skilja hvað
var verið að gera og til hvers.

2 ummæli:

Lilja sagði...

Mér finnst seinasti hlutinn merkilegastur, þ.e. að fólk þurfti að skilja hvað það var að gera og til hvers til þess að ná árangri. Ætli þeir hafi haft samanburðarhóp sem vissi ekki neitt og athugað hvort hann náði árangri?

baldur sagði...

Ég var nú samt alveg viss um að þetta atriði hafði verið Jón að smedda síðari part greinarinnar. Ég vildi bara ekki trúa því að neinn hafi í raun skrifað þetta með þessum hætti í fyllstu alvöru. Nema blaðamenn moggans séu svona naskir á hvernig eigi að leysa upp jarg.

En það er nú gott að þessar niðurstöður skuli liggja fyrir. Núna skiljum við miklu betur hvernig eigi að hjálpa lesblindum. Við þurfum bara að segja þeim að þeir geti víst lesið. Merkilegt að það skuli ekki hafa verið reynt áður. Hér er tilraun til hagnýtinar. Vaka, þú getur víst skrifa þetta rétt.