laugardagur, apríl 01, 2006

Pjúff!

Þetta er búinn að vera erfiður dagur. Fór í GRE-prófið í sálfræði í morgun, og gekk held ég bara nokkuð ágætlega. Hélt síðan strax eftir það fyrirlesturinn Undur skynjunarinnar í Orkuveitu Reykjavíkur. Hann féll bara vel í kramið, held ég, mikið spurt og spekúlerað.

Nú er ég alveg uppgefin eftir að hafa í margar, margar vikur gert fátt annað en að vinna og læra, ALLAN daginn, ALLA daga. Því miður er ég ekki búin að losna við allt, ég þarf að skila stóru verkefni í tölvunarfræði á mánudaginn. Úff. Ég á afar bágt með að hugsa mér að byrja á einhverju slíku.

Ætti kannski að fara að leggja mig bara...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit alveg hvernig þér líður. Mínus læri dótið... því ég er nú ekki kennd mikið við það þessa dagana. Jú, ég er reyndar búin að vera að læra smá á gítarinn. Djöfull er það hresst. Mæli með því.
En... hvenær er næsta GRE próf. Það sá bara að það ætti að vera næsta haust. En hvað þýðir það? Er ekki átt við september? Hmmmf...

Heiða Dóra

Heiða María sagði...

ER ekki viss, þyrftir að spyrja Fulbright