fimmtudagur, október 05, 2006

Smá infó frá rottunum

Sælt veri fólkið

Hér í sumar sköpuðust smá umræður um lélega umfjöllun Morgunblaðsins um vísindi og benti Heiða (held ég) á grein eftir Árna Gunnar sem birtist í mogganum þann 12. júní. Ég hef bara aðgang að blaði dagsins á netinu en ekki gagnasafninu og get því ekki lesið þetta. Getur einhver nálgast þessa grein og sent mér á tölvutæku?

Ástæðan fyrir þessu er sú að ég er að skiptast á tölvupósti við ritstjóra tækni og vísinda hjá Mogganum og er að týna til rök fyrir því sem mér finnst léleg, eða að minnsta kosti ekki nógu góð, blaðamennska í vísindum og sérstaklega um okkar fag og áhugamál sálfræði og taugavísindi.

Vill líka benda ykkur á að í frétt á vef Morgunblaðsins í dag segir að tveir háskólar á norðurlöndunum komist á topp 100 listann yfir skóla í heiminum. Fyrr í morgun var bara minnst á einn (einhver nennti ekki að lesa listann almennilega). Hins vegar er ekki búið að breyta fréttinni og segja fólki að listinn er í raun topp 200 listi og í sætum 101-200 er þó nokkuð af skólum frá Skandinavíu (10 alls) sem verður að teljast ágætis árangur fyrir þetta svæði. Ef skoðaður er árangur eftir raunvísindum annars vegar og félags-og hugvísindum hinsvegar koma Skandinavíuskólarnir líka ágætlega út. Einnig er áhugavert að Evrópskir háskólar eru að narta verulega í hælana á Bandaríkjunum og Oxford og Cambridge eru komnir í 3. og 4. sæti en voru í 5. og 6. í fyrra. Þetta allt saman finnst hins vegar vísindaritstjóra Morgunblaðsins ekkert sérlega merkilegt.

kv frá Írlandi
Jón

4 ummæli:

Lilja sagði...

Ég get sent þér greinina, vantar bara tölvupóstfangið þitt. :)

Árni Gunnar sagði...

http://josef-k.blogspot.com/2006/06/lleg-umfjllun-prentmila-um-vsindi-essi.html

Það væri gaman að heyra hvað kemur út úr þessu spjalli, ef ekki er um trúnaðarmál að ræða.

Nafnlaus sagði...

Þar var líka sagt að HARWARD væri í fyrsta sæti.

Hvaða skóli er það? Og hvað varð um Harvard, er hann alveg hættur?

Hversu pathetic vísindablaðamennska er stunduð á íslandi þegar menn geta ekki einu sinni skrifað nafnið á frægasta háskóla í heimi rétt.

Heiða María sagði...

Vil þá að gamni benda á litla grein eftir mig um bestu háskóla í heimi.