fimmtudagur, október 19, 2006

Vísindablaðamenska á háu stigi

Sko, ég bara nenni þessu ekki. Eins og einhverjir tóku kannski eftir þá var ég að byrja á smá orðahnippingum við vísindaritstjóra Morgunblaðsins, Kristján G. Arngrímsson. En ég bara nenni því ekki. Í fyrsta lagi vegna þess að ég hef þarfari verk á dagskránni hjá mér eins og að drulla doktorsverkefninu mínu áfram, þýða Skinner og koma honum til Bókmenntafélagsins og koma þessu íslenska atferlilsjournali af stað (óska hér með eftir nafni á blaðið). En önnur ástæða sem ég nenni ekki að standa í bréfaskriftum við manninn er að ég held að honum sé bara ekki við bjargandi. Kíkið á bloggið hans http://www.kga.blog.is/blog/kga/ og lesið þar færsluna um leik barna. Samkvæmt hæstvirtum ritstjóra vísindagreina á Morgunblaðinu gáfu "Bandarískir barnalæknar" út skýrslu og í henni er sagt að foreldrar þurfi að leyfa börnum sínum að leika sér meira til þess að heilinn í þeim þroskist.
Tökum nú aðeins eftir.
1. Hvað er átt við með "Bandarískir barnalæknar"? Eru þetta samtök barnalækna í USA? Eru þetta mikilsvirtir vísindamenn og rannsakendur á sviði barnalækninga? Eru þetta kannski nokkrir krumpaðir gamlir læknar sem eru alveg vissir um hvað börn þurfa af því að þeir hafa verið svo lengi barnalæknar? Þetta ætti að vera skýrt fyrir lesendum þegar um ræðir penna sem er hæfur til að skrifa um vísindi.
2. Penninn sem um ræðir er heimspekingur. Má ég bara spyrja hæstvitan heimspeking hvaða heilsatöðvar það eru sem eiga að þroskast? Hvaða heilastarfsemi er það sem á að þroskast við það að börn leiki sér? Ekki það að ég sé að mótmæla þessum staðhæfingum heldur finnst mér þetta bara vera nokkuð sem skiptir máli. Gæti jafnvel verið að hér séu hinir frábæru barnalæknar að falla í þá gryfju að tæta í sundur heila og hegðun á frekar ósmekklegan hátt? Það er að segja: Auðvitað læra börn meira í félagslegum samskiptum ef þau fara út að leika sér heldur ef þau hanga heima í tölvunni. Auðvitað læra þau frekar að takast á við heiminn ef þau fara út að leika sér heldur en hanga heima í tölvunni. Auðvitað þroska þau hreyfigetu sína meira ef þau eru úti að leika sér en ef þau eru í tölvunni. En þetta er ekki beint heilastarfsemi er það? Ég vill ekki vera eins og snargeðveikur atferlissinni frá 1950 og halda því fram að allt sé skilyrðing og heilinn skipti ekki máli, það er auðvitað bábylja og vitleysisgangur. Heilinn þroskast með breytingum í hegðun og er jafn háður umhverfinu og hvaða annað líffæri. Það er það sem ég á við þegar ekki ætti að slíta sundur hegðun og heilastarfsemi algerlega hugsunarlaust.
3. Eftir að tala um þessa skýrslu í einhverjar 20 línur fara næstu 50-100 (hafði ekki fyrir því að telja) línur í það að tala um hamingjuna og hvað sé hamingja og að börn eigi rétt á hamingju. Má ég spyrja: Hvað í fjáranum kemur þetta skýrslunni við, innihaldi hennar og hugsanlegum viðbrögðum við ábendingunum? Ekkert? Ekki nokkurn skapaðann hlut.

Þetta er helsta ástæðan fyrir því að ég nenni ekki að hafa fyrir því að standa í bréfaskriftum um gæði vísindagreina við þennan mann. Hann færi eflaust að tjá sig um the contextual theory of truth eða eitthvað álíka gáfulegt. Einmitt, sannleikurinn er aðstæðubundinn, þyngdaraflið er ekkert annað en stafir á blaði. Ég mæli þá með prófinu sem Sokal mælti með handa pómóum og contextualistum. Opnaðu gluggann á skrifstofunni þinni sem er væntanlega ekki á jarðhæð. Stígðu upp í gluggasilluna og stökktu. Gáðu hvað gerist.

7 ummæli:

Heiða María sagði...

Ég er sammála þér að vísindablaðamennsku er yfirleitt mjög ábótavant. En ég held nú samt að það sé hálfósanngjarnt að dæma manninn út frá því hvað hann skrifar á persónulega bloggið sitt. Hugsaðu þér til dæmis vitleysuna sem rennur úr okkur hér í stríðum straumum.

Að því sögðu þá er náttúrulega klárt mál að það á að láta vísindamann skrifa um vísindi í Mogganum. Það myndi ef til vill sleppa ef maðurinn væri vísindaheimspekingur, sem ég veit ekki hvort hann sé.

Varðandi nafnið á blaðinu, þá sting ég upp á: Hegðun, atferli, framkoma. Hehehe. Ef einhverjir muna ekki þá var þetta nafn á gamanþætti á RÚV hér í denn.

Nafnlaus sagði...

Um hvað er doktorsverkefnið þitt?

Nafnlaus sagði...

Heiða, það þarf ekki vísindamann eða vísindaheimspeking til að skrifa um vísindi.

Það þarf mann sem kann að skrifa um vísindi, hvort sem hann hafi gráðu í því eða ekki.

Heiða María sagði...

Það þarf einhvern sem kann skil á hinni vísindalegu aðferð, og það hafa vísindamenn og vísindaheimspekingar. Aðrir mögulega líka, en ég hefði haldið að það væri sjaldgæfara.

Jón Grétar sagði...

Takk fyrir þetta Heiða, nokkuð góður titill :p Andri, titillinn á verkefninu er Electrophysiological Activity During Stimulus Class Formation. Held það súmmeri nokkuð vel um hvað það er.

Nafnlaus sagði...

Það gerir það.

Hljómar mjög áhugavert reyndar þar sem stimulus class hlýtur að vera grunnur "æðri" cognition, og þegar b-modararnir rústa þessu geta mentalistarnir þurrkað brundið af fmri skönnunum hjá sér.

Jón Grétar sagði...

Takk fyrir það Andri, vonandi kemur eitthvað gagnlegt út úr þessu og við getum hjálpað mentalistunum að þrífa vélarnar sínar svo hægt sé að nota þær í eitthvað gagnlegt. Tékkaðu á Donahoe, J. W., Burgos, J. E., & Palmer, D. C. (1993). A selectionist approach to reinforcement. Journal of the Experimental Analysis of Behavior, 60, 17-40. JEAB er frítt á netinu hérna: http://www.pubmedcentral.nih.gov/
tocrender.fcgi?journal=299&action=
archive
Fantagóð grein sem skýrir af hverju við þurfum að hafa heilaskýringar byggðar á vallögmálinu. donahoe, J. W., Palmer, D. C., & Burgos, J. E. (1997)
The S-R issue: Its status in behavior analysis and in Donahoe and Palmer’s Learning and Complex Behavior. Journal of the Experimental Analysis of Behavior, 67, 193-211. Þessi grein er svo líka góð, þeir eru svo grófir að segja að við eigum bara að gera behaviour analysis að S-R sálfræði aftur og færa alveg hreint ágætis rök fyrir því að mínu mati. Betra en pómóar og mentalistar gera að minnsta kosti.