Til stendur að skipta Háskólanum upp í nokkra skóla sem hver um sig hefur undir sér nokkrar deildir. Það er áhugavert að í tillögum verður sálfræðideild ekki undir félagsvísindaskóla heldur undir heilbrigðis- og lífvísindaskóla. Svona væru deildirnar líklega innan síðarnefnda skólans. Athugið að líka er talið koma til greina að sálfræði verði innan félagsvísinda.
-geisla- og lífeindafræði
-hjúkrunarfræðideild
-lyfjafræðideild
-læknadeild
-matvæla- og næringarfræðideild
-sálfræðideild
-sameindalífvísindadeild (með lífefnafræði)
-sjúkraþjálfunardeild
-tannlæknadeild
Mér finnst þetta nokkuð áhugavert og ég hef blendnar tilfinningar til þessarar skiptingar. Þetta gæti ýtt undir þá hugmynd að sálfræði sé bara klínísk sálfræði, en á hinn bóginn gæti verið að hún fái meiri peninga til að athafna sig þegar hún er í skóla með þessum greinum.
5 ummæli:
Er þetta samt ekki það sem allir voru að bíða eftir? vera í hópi alvöru vísinda :) hehe
En já þetta er samt spurning.. ætli það verði gerð þá einhver ofuráhersla á klíníska sálfræði
Held það sé fínt að fara inn í heilbrigðis- og lífvísindaskóla. Sálfræði á náttúrulega heima bæði undir heilbrigðis og lífvísindum. Frábært, loksins losnar deildin frá þessum pómóum, síkkóanalistum og cultural relativistum. Kannski Magnús geti farið að anda léttar bráðlega :)
Stendur til? Er búið að ákveða? Voru þetta ekki hugmyndir?
Þetta eru hugmyndir, en ég sé ekki að eitthvað standi því til fyrirstöðu að þær verði samþykktar.
varðandi það að festa þá ímynd að sálfræði sé bara klínísk, þá hlýt ég að vera ósammála því þar sem skólinn á þá að heita heilbrigðis- OG LÍF-vísindaskóli. Hvað er það í nafni skólans sem bendir eitthvað frekar til þess að þetta sé eintóm heilbrigðisvísind frekar en lífvísindi?
Mér finnst þetta í fljótu bragði frábært þar sem þetta undirstrikar þá skoðun mína, og vonandi fleiri, að sálfræði fjallar um hegðun og hugsun lífvera og engra annarra. Með því að fella þetta undir bæði líf- og heilbrigðisvísindi er verið að skerpa á því að þetta fjallar um bæði normal og abnormal hegðun og hugsun lífvera.
Hins vegar dreg ég í efa að þessi áætlun fjarlægi sviðið nokkuð frá pómóum og öðrum vitleysingum. Þeir eru nefnilega líka til í bæði hjúkrunar- og læknisfræði.
Skrifa ummæli