mánudagur, október 31, 2005
miðvikudagur, október 26, 2005
Lordosis í kvöld
Sælar, dúllurnar mínar
Ég vildi bara minna kvennahópinn á að það verður Lordosis í kvöld hjá mér kl. 8
Endilega látið vita ef þið komist ekki.
Ég vildi bara minna kvennahópinn á að það verður Lordosis í kvöld hjá mér kl. 8
Endilega látið vita ef þið komist ekki.
laugardagur, október 22, 2005
fimmtudagur, október 20, 2005
Útskriftarboðið er í KVÖLD!
Bara svo það sé á hreinu fyrir alla þá er útskriftarboðið hennar Sigrúnar Sifjar í kvöld heima hjá Vöku. Ég skal reyna að koma, en þarf samt að undirbúa kennslu fyrir morgundaginn. Ég sleppi bara leikfimi eða eitthvað :-/
Þar sem ég er bíllaus óska ég eftir einhverri góðhjartaðri manneskju sem væri til í að sækja mig.
Þar sem ég er bíllaus óska ég eftir einhverri góðhjartaðri manneskju sem væri til í að sækja mig.
þriðjudagur, október 18, 2005
Playstation: nýtt vinnuæki
Playstation leikjatölva er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður talar um vinnutæki sálfræðinga.. en það gæti svosem orðið framtíðin. Á næsta ári kemur ný kynslóð leikjatölva í playstation röðinni, Playstation 3 sem er mun hraðvirkari og betri tölva og í raun mun meira en bara leikjatölva, því hana er hægt að tengja við internetið og margt fleira sem ég ætla ekki mikið að fara út í, enda er þetta ekki einhver GameTV síða..
Það sem er athyglisvert með nýju tölvuna er EyeToy. En EyeToy er í raun bara stafræn myndavél sem færir samstundis myndefnið inn í tölvuna, svipað og Webcam, en eins og venjulega þá þróast tækni yfirleitt hraðast þegar hún nýtist í leikjum eða einhverju tómstundargamani (eins og klámi og internetið hehe). Hraðinn og geta nýju tölvunar verður það mikil að þú getur veifað út höndunum og stjórnað því sem er að gerast í tölvuleik eða á skjánum bara, allt á rauntíma svona eins og meðalmaður (ekkert skítkast varðandi skilgreiningu Andri!!)
Ok þá að pointinu! Þessa tækni má nota að sjálfsögðu í einhverju öðru en leikjum, núna nýlega hefur komið "leikur" í Playstation sem virkar þannig að þú getur látið tölvuna vakta herbergi og þegar einhver hreyfing kemur inn á svið myndavélarinnar lætur tölvan vita.. mjög einfalt og alls ekkert nýtt í öryggismiðstöðvarheiminum.. En það væri hægt að forrita EyeToy þannig að það nýtist í hagnýtri atferlisgreiningu, t.d að silgreina hvaða hreyfingu eða hegðun á að taka eftir og merkja við, þetta myndi að sjálfsögðu einskorðast við hreyfingu eins og er, en í framtíðnni væri ekkert vitlaust að athuga hvort það væri hægt að þróa þetta lengra.
Forrita tövuna að "taka eftir" svipbrigðum og hljómburði raddar o.s.frv.
Heiða held að ég sé bara kominn með mastersverkefni handa þér þegar þú kemur út í MIT.. ég fæ svo bara 10% af öllum gróða þegar þetta fer á markað.. díll?
Boggi reddar málunum
Það sem er athyglisvert með nýju tölvuna er EyeToy. En EyeToy er í raun bara stafræn myndavél sem færir samstundis myndefnið inn í tölvuna, svipað og Webcam, en eins og venjulega þá þróast tækni yfirleitt hraðast þegar hún nýtist í leikjum eða einhverju tómstundargamani (eins og klámi og internetið hehe). Hraðinn og geta nýju tölvunar verður það mikil að þú getur veifað út höndunum og stjórnað því sem er að gerast í tölvuleik eða á skjánum bara, allt á rauntíma svona eins og meðalmaður (ekkert skítkast varðandi skilgreiningu Andri!!)
Ok þá að pointinu! Þessa tækni má nota að sjálfsögðu í einhverju öðru en leikjum, núna nýlega hefur komið "leikur" í Playstation sem virkar þannig að þú getur látið tölvuna vakta herbergi og þegar einhver hreyfing kemur inn á svið myndavélarinnar lætur tölvan vita.. mjög einfalt og alls ekkert nýtt í öryggismiðstöðvarheiminum.. En það væri hægt að forrita EyeToy þannig að það nýtist í hagnýtri atferlisgreiningu, t.d að silgreina hvaða hreyfingu eða hegðun á að taka eftir og merkja við, þetta myndi að sjálfsögðu einskorðast við hreyfingu eins og er, en í framtíðnni væri ekkert vitlaust að athuga hvort það væri hægt að þróa þetta lengra.
Forrita tövuna að "taka eftir" svipbrigðum og hljómburði raddar o.s.frv.
Heiða held að ég sé bara kominn með mastersverkefni handa þér þegar þú kemur út í MIT.. ég fæ svo bara 10% af öllum gróða þegar þetta fer á markað.. díll?
Boggi reddar málunum
föstudagur, október 14, 2005
Svar Sigursteins (ef svar á að kalla)
Ný tækifæri í Háskóla Íslands
Þau Baldur Heiðar, Ella Björt, Heiða María, Sigrún Sif og Vaka, núverandi og fyrrverandi nemendur við sálfræðiskor Háskóla Íslands, bætast í hóp þeirra Andra Fannars og Kjartans og telja sig þess umkomin að gagnrýna fyrirlestur minn um geðheilbrigðismál í Háskólanum opinberlega án þess að hafa heyrt hann. Í grein fimmmenninganna í Morgunblaðinu 12. október byrja þau á því að fara rangt með heiti fyrirlestursins sem var "Háskóli Íslands - gróðrarstía geðraskana?" en þau taka ekki eftir spurningarmerkinu og telja því að um fullyrðingu hafi verið af minni hálfu að ræða. Þeir sem voru á fyrirlestrinum í HÍ vita að svo var ekki. Annað er eftir þessu í grein þeirra og því einfaldlega ekki svaravert. Það sem máli skiptir er að síðan fyrirlestur minn var fluttur og að honum gerður góður rómur af viðstöddum, m.a. forseta læknadeildar og starfsmönnum námsráðgjafar, hafa verulegar breytingar orðið í Háskólanum til hins betra. Gagnrýni mín snerist fyrst og fremst um skort á stuðningi við nýnema í HÍ, sérstaklega í fjölmennum deildum, og ég kallaði eftir geðheilbrigðisáætlun. Þetta hafa sumir viljað afbaka með þeim hætti að um persónulegar árásir á kennara hefði verið að ræða sem er gjörsamlega út í hött. Ég er þess meðvitaður að til eru kennarar sem vilja með öllu halda í óbreytt ástand og það er mér í sjálfu sér að meinalausu ef þeir taka gagnrýni mína persónulega til sín. Háskólarektor hefur nú í tvígang opinberlega lýst yfir vilja sínum að koma á geðheilbrigðisáætlun við stofnunina. 9.000 nemendur auk starfsmanna eiga kröfu á því að geðheilbrigðismál og viðbrögð við geðheilsuvanda séu til sífelldrar skoðunar. Ég fagna stuðningi rektors við þetta mál og treysti því að það hafi skjótan og öruggan framgang. Mánudaginn 10. október, á Alþjóðageðheilbrigðisdaginn, urðu einnig þau merku tímamót að stofnað var félag fólks innan HÍ með geðraskanir og áhugafólks um málefnið. Því er ætlað að vinna með háskólayfirvöldum að framförum á sviði geðheilbrigðismála, veita aðhald og annast hagsmunagæslu fyrir háskólafólk með geðraskanir. Þar með skapast ný tækifæri innan Háskólans að fylgjast með aðstæðum nemenda og leggja mat á ástandið í einstaka skorum. Ég treysti því að hið nýja félag, sem hlotið hefur nafnið Manía, verði haft með í ráðum við mótun geðheilbrigðisáætlunar í Háskólanum. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að sú tíð er liðin að mótuð sé stefna í málefnum sjúkra og fatlaðra án beinnar þátttöku þeirra sjálfra. Þetta hefur verið tryggt í löggjöf sumra Norðurlandanna og það þarf að gerast hér líka en þangað til á Háskólinn að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er von mín og trú að námsmenn framtíðarinnar muni njóta góðs af þeim nýju tækifærum sem nú blasa við í Háskóla Íslands og að þau leiði til meiri stuðnings og nýrra manneskjulegra viðhorfa.
SIGURSTEINN MÁSSON,
formaður Geðhjálpar.
Þau Baldur Heiðar, Ella Björt, Heiða María, Sigrún Sif og Vaka, núverandi og fyrrverandi nemendur við sálfræðiskor Háskóla Íslands, bætast í hóp þeirra Andra Fannars og Kjartans og telja sig þess umkomin að gagnrýna fyrirlestur minn um geðheilbrigðismál í Háskólanum opinberlega án þess að hafa heyrt hann. Í grein fimmmenninganna í Morgunblaðinu 12. október byrja þau á því að fara rangt með heiti fyrirlestursins sem var "Háskóli Íslands - gróðrarstía geðraskana?" en þau taka ekki eftir spurningarmerkinu og telja því að um fullyrðingu hafi verið af minni hálfu að ræða. Þeir sem voru á fyrirlestrinum í HÍ vita að svo var ekki. Annað er eftir þessu í grein þeirra og því einfaldlega ekki svaravert. Það sem máli skiptir er að síðan fyrirlestur minn var fluttur og að honum gerður góður rómur af viðstöddum, m.a. forseta læknadeildar og starfsmönnum námsráðgjafar, hafa verulegar breytingar orðið í Háskólanum til hins betra. Gagnrýni mín snerist fyrst og fremst um skort á stuðningi við nýnema í HÍ, sérstaklega í fjölmennum deildum, og ég kallaði eftir geðheilbrigðisáætlun. Þetta hafa sumir viljað afbaka með þeim hætti að um persónulegar árásir á kennara hefði verið að ræða sem er gjörsamlega út í hött. Ég er þess meðvitaður að til eru kennarar sem vilja með öllu halda í óbreytt ástand og það er mér í sjálfu sér að meinalausu ef þeir taka gagnrýni mína persónulega til sín. Háskólarektor hefur nú í tvígang opinberlega lýst yfir vilja sínum að koma á geðheilbrigðisáætlun við stofnunina. 9.000 nemendur auk starfsmanna eiga kröfu á því að geðheilbrigðismál og viðbrögð við geðheilsuvanda séu til sífelldrar skoðunar. Ég fagna stuðningi rektors við þetta mál og treysti því að það hafi skjótan og öruggan framgang. Mánudaginn 10. október, á Alþjóðageðheilbrigðisdaginn, urðu einnig þau merku tímamót að stofnað var félag fólks innan HÍ með geðraskanir og áhugafólks um málefnið. Því er ætlað að vinna með háskólayfirvöldum að framförum á sviði geðheilbrigðismála, veita aðhald og annast hagsmunagæslu fyrir háskólafólk með geðraskanir. Þar með skapast ný tækifæri innan Háskólans að fylgjast með aðstæðum nemenda og leggja mat á ástandið í einstaka skorum. Ég treysti því að hið nýja félag, sem hlotið hefur nafnið Manía, verði haft með í ráðum við mótun geðheilbrigðisáætlunar í Háskólanum. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að sú tíð er liðin að mótuð sé stefna í málefnum sjúkra og fatlaðra án beinnar þátttöku þeirra sjálfra. Þetta hefur verið tryggt í löggjöf sumra Norðurlandanna og það þarf að gerast hér líka en þangað til á Háskólinn að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er von mín og trú að námsmenn framtíðarinnar muni njóta góðs af þeim nýju tækifærum sem nú blasa við í Háskóla Íslands og að þau leiði til meiri stuðnings og nýrra manneskjulegra viðhorfa.
SIGURSTEINN MÁSSON,
formaður Geðhjálpar.
fimmtudagur, október 13, 2005
Jafnréttisfulltrúi fór út fyrir svið sitt
Af heimasíðu Röskvu:
Viðbót: Þetta er alveg rétt hjá Baldri, ég er sammála því að störf jafnréttisfulltrúa eigi að vera víkkuð út. Ég er bara ekki sammála hvernig hann skipti sér af því hvað færi inn á Animusíðuna og hvað ekki, það kom jafnrétti ekkert við.
Þegar lög Stúdentaráðs eru skoðuð nánar kemur ákveðið misræmi í ljós. Það misræmi ber þó keim af orðræðu fyrri tíma um jafnréttismál. Starf jafnréttisfulltrúa er nefnilega einskorðað við jafnrétti kynjanna eða eins og segir orðrétt "[h]lutverk hans skal vera að fylgjast með stöðu og framgangi í jafnréttismálum kynjanna innan Stúdentaráðs og Háskólans."
Viðbót: Þetta er alveg rétt hjá Baldri, ég er sammála því að störf jafnréttisfulltrúa eigi að vera víkkuð út. Ég er bara ekki sammála hvernig hann skipti sér af því hvað færi inn á Animusíðuna og hvað ekki, það kom jafnrétti ekkert við.
miðvikudagur, október 12, 2005
Er ekki mál að linni?
Hér birtist grein Baldurs, Ellu, Heiðu, Sigrúnar og Vöku í heild sinni:
Í MORGUNBLAÐINU laugardaginn 1. október svaraði Sigursteinn Másson gagnrýni Andra Fannars Guðmundssonar og Kjartans Smára Höskuldssonar á fyrirlestur hans, "Háskóli Íslands, gróðrarstía geðraskana". Ef marka má umfjöllun fjölmiðla hélt Sigursteinn því fram að hroki og mannfjandsemi kennara við sálfræðiskor Háskóla Íslands valdi geðröskunum nemenda.
Umræðan eins og hún snýr að þjóðinni
Í svari sínu dregur Sigursteinn upp skopmynd af Andra og Kjartani og gefur í skyn að þeir séu andsnúnir því að HÍ taki málefni geðfatlaðra til umfjöllunar. Heldur hann virkilega að ágreiningur sé um hvort eigi að leitast við að hjálpa nemendum sem stríða við andlega vanheilsu? Nú standa yfir geðhjálpardagar og við HÍ hefur verið stofnað félag fólks með geðraskanir og áhugamanna um málefnið. Við fögnum því heilshugar. En við vekjum athygli á að gagnrýni Andra og Kjartans beindist aðeins að þeirri vafasömu fullyrðingu að kennarar orsaki geðraskanir og að HÍ sé "gróðrarstía geðraskana". Þetta er einfaldlega ekki rétt. Formaður Geðhjálpar á að vita betur en svo að tala um orsakasamband og að fella allar geðraskanir undir sama hatt.
Sigursteinn segir að gagnrýni Andra og Kjartans byggist á afbökun fjölmiðla á orðum hans; hann hafi til dæmis slegið nokkra varnagla. Hvort þetta er rétt skiptir ekki máli. Sigursteinn, sem er sjálfur fjölmiðlamaður, átti að sjá sóma sinn í að leiðrétta umfjöllun fjölmiðla. Það hefur hann ekki gert og ber því að hluta ábyrgð á þeirri umræðu sem hér hefur hafist. Óeðlilegt væri ef hann leiðrétti ekki misskilninginn og gerði grein fyrir samhenginu og þeim varnöglum sem hann talar um. Hvað er átt við með því að andlegri velferð nemenda "sé kerfisbundið stefnt í voða"? Er virkilega sanngjarnt að halda því fram að HÍ ýti beinlínis undir geðsjúkdóma eins og Vísir.is hefur eftir Sigursteini? Á þeim árum sem við höfum verið hér höfum við aldrei þolað eða orðið vitni að slíkri meðferð.
Hvað er hroki og mannfjandsemi?
Af umfjöllun Morgunblaðsins og Stöðvar 2 að dæma virðist Sigursteinn tala um kröfur til nemenda um talsvert vinnuframlag og ákveðin vinnubrögð. Sálfræði leggur áherslu á agaðar aðferðir til skýringar á mannlegri hegðun, hugsun og skynjun. Að ætlast til að nemendur tileinki sér þessi vinnubrögð er ekki hroki heldur eðlileg og nauðsynleg krafa. Það er sérstaklega til bóta fyrir geðsjúka að þeir nemendur sem stefna að klínískum starfsframa fái viðunandi undirbúning til að fást við geðraskanir.
Nemendur eru strax á fyrsta degi varaðir við álaginu og þeim sagt að námið sé erfitt, enginn komist létt frá þessu, og já, margir falla. Nemendur vita að hverju þeir ganga og það er gott. Ímyndum okkur fallhlutfallið og vonbrigðin ef allir héldu að þetta væri auðvelt. Í svargrein Sigursteins virðist hann vera sammála því að eðlilegt sé að gera kröfur, en í hverju felst þá hrokinn og sú óeðlilega kröfuharka sem hann talar um?
Sé þessi túlkun afbökun á orðum hans er rétt að hann leiðrétti það, því málefnaleg gagnrýni á uppbyggingu námsins á fullan rétt á sér. En persónuárásir tökum við nærri okkur fyrir hönd kennara. Þeir hafa reynst okkur vel og við þekkjum þá bara sem vandað fólk.
Hvernig á að haga eftirliti með andlegri líðan nemenda?
Sigursteinn nefnir skeytingarleysi kennara gagnvart andlegri velferð nýnema. Kennarar hafa engin tök á að kynnast hundruðum nemenda persónulega og fylgjast með líðan þeirra. Hvernig ætti slíkt eftirlit að fara fram? Tillögur að lausnum væru mun uppbyggilegri en persónuárásir.
Sumum okkar hefur liðið illa hér eða átt í persónulegum vanda og þá voru það einmitt þeir kennarar sem sakaðir eru um mannfjandsemi og hroka sem reyndust okkur vel. Okkur sárnar umræða þar sem ráðist er á skor sem við erum ánægð með og þykir vænt um.
Kennarar hafa augljóslega ekki leyft sér að verjast ásökunum með vísun í hjálp og stuðning sem þeir hafa veitt nemendum sínum; enda eru ásakanirnar þess eðlis að ekki er hægt að svara þeim öðruvísi en að játa hroka eða lýsa yfir eigin ágæti sem væri kjánalegt og jafnvel hrokafullt. Þeir hafa heldur aldrei att neinum af sínum nemendum á foraðið til að taka upp hanskann fyrir þá. Við finnum þá hvöt algjörlega hjá sjálfum okkur.
Hvers konar umræðu viljum við?
Sigursteinn vísar í nafnlausa tölvupósta sem þola ekki dagsljós og einstök atvik máli sínu til stuðnings. Því er sú ályktun, að reglan í sálfræðiskor HÍ sé hroki og mannfjandsemi, hæpin. Kennurum við sálfræðiskor getur auðvitað orðið á eins og öðrum og auðvitað semur mönnum misvel án þess að við neinn sé að sakast. Það réttlætir ekki opinberar ásakanir um að hroki og mannfjandsemi ríki við skorina og að það sé viðvarandi. Er einhver kennari við HÍ sem allir eru ánægðir með?
Við óskum eftir sanngjarnri umræðu um málefni geðsjúkra og að málflutningur sé ekki byggður á útúrsnúningum, sleggjudómum og persónuárásum. Slíkt eru engum til bóta og við tökum ekki þátt í því. Sú umræða sem á undan hefur gengið er ekki boðleg.
Höfundar eru nemendur og fyrrverandi nemendur við sálfræðiskor HÍ.
Í MORGUNBLAÐINU laugardaginn 1. október svaraði Sigursteinn Másson gagnrýni Andra Fannars Guðmundssonar og Kjartans Smára Höskuldssonar á fyrirlestur hans, "Háskóli Íslands, gróðrarstía geðraskana". Ef marka má umfjöllun fjölmiðla hélt Sigursteinn því fram að hroki og mannfjandsemi kennara við sálfræðiskor Háskóla Íslands valdi geðröskunum nemenda.
Umræðan eins og hún snýr að þjóðinni
Í svari sínu dregur Sigursteinn upp skopmynd af Andra og Kjartani og gefur í skyn að þeir séu andsnúnir því að HÍ taki málefni geðfatlaðra til umfjöllunar. Heldur hann virkilega að ágreiningur sé um hvort eigi að leitast við að hjálpa nemendum sem stríða við andlega vanheilsu? Nú standa yfir geðhjálpardagar og við HÍ hefur verið stofnað félag fólks með geðraskanir og áhugamanna um málefnið. Við fögnum því heilshugar. En við vekjum athygli á að gagnrýni Andra og Kjartans beindist aðeins að þeirri vafasömu fullyrðingu að kennarar orsaki geðraskanir og að HÍ sé "gróðrarstía geðraskana". Þetta er einfaldlega ekki rétt. Formaður Geðhjálpar á að vita betur en svo að tala um orsakasamband og að fella allar geðraskanir undir sama hatt.
Sigursteinn segir að gagnrýni Andra og Kjartans byggist á afbökun fjölmiðla á orðum hans; hann hafi til dæmis slegið nokkra varnagla. Hvort þetta er rétt skiptir ekki máli. Sigursteinn, sem er sjálfur fjölmiðlamaður, átti að sjá sóma sinn í að leiðrétta umfjöllun fjölmiðla. Það hefur hann ekki gert og ber því að hluta ábyrgð á þeirri umræðu sem hér hefur hafist. Óeðlilegt væri ef hann leiðrétti ekki misskilninginn og gerði grein fyrir samhenginu og þeim varnöglum sem hann talar um. Hvað er átt við með því að andlegri velferð nemenda "sé kerfisbundið stefnt í voða"? Er virkilega sanngjarnt að halda því fram að HÍ ýti beinlínis undir geðsjúkdóma eins og Vísir.is hefur eftir Sigursteini? Á þeim árum sem við höfum verið hér höfum við aldrei þolað eða orðið vitni að slíkri meðferð.
Hvað er hroki og mannfjandsemi?
Af umfjöllun Morgunblaðsins og Stöðvar 2 að dæma virðist Sigursteinn tala um kröfur til nemenda um talsvert vinnuframlag og ákveðin vinnubrögð. Sálfræði leggur áherslu á agaðar aðferðir til skýringar á mannlegri hegðun, hugsun og skynjun. Að ætlast til að nemendur tileinki sér þessi vinnubrögð er ekki hroki heldur eðlileg og nauðsynleg krafa. Það er sérstaklega til bóta fyrir geðsjúka að þeir nemendur sem stefna að klínískum starfsframa fái viðunandi undirbúning til að fást við geðraskanir.
Nemendur eru strax á fyrsta degi varaðir við álaginu og þeim sagt að námið sé erfitt, enginn komist létt frá þessu, og já, margir falla. Nemendur vita að hverju þeir ganga og það er gott. Ímyndum okkur fallhlutfallið og vonbrigðin ef allir héldu að þetta væri auðvelt. Í svargrein Sigursteins virðist hann vera sammála því að eðlilegt sé að gera kröfur, en í hverju felst þá hrokinn og sú óeðlilega kröfuharka sem hann talar um?
Sé þessi túlkun afbökun á orðum hans er rétt að hann leiðrétti það, því málefnaleg gagnrýni á uppbyggingu námsins á fullan rétt á sér. En persónuárásir tökum við nærri okkur fyrir hönd kennara. Þeir hafa reynst okkur vel og við þekkjum þá bara sem vandað fólk.
Hvernig á að haga eftirliti með andlegri líðan nemenda?
Sigursteinn nefnir skeytingarleysi kennara gagnvart andlegri velferð nýnema. Kennarar hafa engin tök á að kynnast hundruðum nemenda persónulega og fylgjast með líðan þeirra. Hvernig ætti slíkt eftirlit að fara fram? Tillögur að lausnum væru mun uppbyggilegri en persónuárásir.
Sumum okkar hefur liðið illa hér eða átt í persónulegum vanda og þá voru það einmitt þeir kennarar sem sakaðir eru um mannfjandsemi og hroka sem reyndust okkur vel. Okkur sárnar umræða þar sem ráðist er á skor sem við erum ánægð með og þykir vænt um.
Kennarar hafa augljóslega ekki leyft sér að verjast ásökunum með vísun í hjálp og stuðning sem þeir hafa veitt nemendum sínum; enda eru ásakanirnar þess eðlis að ekki er hægt að svara þeim öðruvísi en að játa hroka eða lýsa yfir eigin ágæti sem væri kjánalegt og jafnvel hrokafullt. Þeir hafa heldur aldrei att neinum af sínum nemendum á foraðið til að taka upp hanskann fyrir þá. Við finnum þá hvöt algjörlega hjá sjálfum okkur.
Hvers konar umræðu viljum við?
Sigursteinn vísar í nafnlausa tölvupósta sem þola ekki dagsljós og einstök atvik máli sínu til stuðnings. Því er sú ályktun, að reglan í sálfræðiskor HÍ sé hroki og mannfjandsemi, hæpin. Kennurum við sálfræðiskor getur auðvitað orðið á eins og öðrum og auðvitað semur mönnum misvel án þess að við neinn sé að sakast. Það réttlætir ekki opinberar ásakanir um að hroki og mannfjandsemi ríki við skorina og að það sé viðvarandi. Er einhver kennari við HÍ sem allir eru ánægðir með?
Við óskum eftir sanngjarnri umræðu um málefni geðsjúkra og að málflutningur sé ekki byggður á útúrsnúningum, sleggjudómum og persónuárásum. Slíkt eru engum til bóta og við tökum ekki þátt í því. Sú umræða sem á undan hefur gengið er ekki boðleg.
Höfundar eru nemendur og fyrrverandi nemendur við sálfræðiskor HÍ.
Fanney Dóra gagnrýnir skrif okkar
Þessi stelpa er í stjórn Röskvu og að ég held líka í nýstofnaðri Maníu. Sjá blogg hér.
þriðjudagur, október 11, 2005
Blokkakerfi
Í læknisfræði er notað svokallað blokkakerfi, ég verð að byrja á því að lýsa samt yfir fáfræði minni á hvernig kerfið virkar en ég ætla koma með pælingar mínar um það sem ég veit...
Ég hef heyrt að þetta virki þannig að eitt fag er kennt í ákveðin tíma, segjum í einn og hálfan mánuð og síðan er tekið próf úr því námskeiði og þar með er því lokið, ekkert jólapróf.. og menn snúa sér að næsta námskeiði.
Ég spyr þá, er ekki sniðugt að athuga hvort þetta kerfi eigi ekki vel við sálfræðina.Það hefur verið talað um að þetta kerfi ætti að virka vel í skorum þar sem mörg stór námskeið séu eins og t.d í læknisfræði, lögfræði og sálfræði.. Það væri mjög þægilegt að klára eitt námskeið og fara svo yfir í næsta í staðinn fyrir að vera hringlast úr einu í annað og lenda svo í því (eins og svo oft gerist) að fá jólapróf 9 des og svo næsta 10 des bæði klukkan 9-12!
Þetta myndi breyta náminu mikið ég viðurkenni það, og ég er reyndar sjálfur efins um hvernig til dæmis hægt væri að setja Söguna eða Perran inn í þetta kerfi.. En það er samt þess virði að skoða að minnsta kosti..
Ég hef heyrt að þetta virki þannig að eitt fag er kennt í ákveðin tíma, segjum í einn og hálfan mánuð og síðan er tekið próf úr því námskeiði og þar með er því lokið, ekkert jólapróf.. og menn snúa sér að næsta námskeiði.
Ég spyr þá, er ekki sniðugt að athuga hvort þetta kerfi eigi ekki vel við sálfræðina.Það hefur verið talað um að þetta kerfi ætti að virka vel í skorum þar sem mörg stór námskeið séu eins og t.d í læknisfræði, lögfræði og sálfræði.. Það væri mjög þægilegt að klára eitt námskeið og fara svo yfir í næsta í staðinn fyrir að vera hringlast úr einu í annað og lenda svo í því (eins og svo oft gerist) að fá jólapróf 9 des og svo næsta 10 des bæði klukkan 9-12!
Þetta myndi breyta náminu mikið ég viðurkenni það, og ég er reyndar sjálfur efins um hvernig til dæmis hægt væri að setja Söguna eða Perran inn í þetta kerfi.. En það er samt þess virði að skoða að minnsta kosti..
Að rottast saman
Hvaða rottur/rottuvinir styðja hitting laugardaginn 22. október yfir mat (sting upp á Andra læri og kartöflum)? Allir skjóta saman í matinn. Er einhver til í að halda þetta heima hjá sér? Sigga? Lilja? Kjartan?
mánudagur, október 10, 2005
Free books
Datt í hug að fólk gæti nýtt sér þessa síðu.. yfir 16 þúsund bókartitlar frítt...
Alltaf að spara
Alltaf að spara
föstudagur, október 07, 2005
fimmtudagur, október 06, 2005
Oktoberfest
Ef Öl er böl
og ef Öl lýsir innri manni
hlýtur þá ekki innri maður að vera böl?
Gleðilega hátíð!
Skál
og ef Öl lýsir innri manni
hlýtur þá ekki innri maður að vera böl?
Gleðilega hátíð!
Skál
Leiðinlegasta blogg í heimi
Nýjustu færslurnar:
Standing in the middle of the room
I was standing at a central point in the room. The walls were all at approximately the same distance from me. I continued to stand there for a few moments.
Scratching my knee
My knee had a slight itch. I reached out my hand and scratched the knee in question. The itch was relieved and I was able to continue with my activities.
Moving an item from one place to another
There was an object occupying a space on my table. Using my hand I picked up the item from its place. Having considered my options for a moment I placed the object on a different area of the table.
Leiðinlega bloggið
Standing in the middle of the room
I was standing at a central point in the room. The walls were all at approximately the same distance from me. I continued to stand there for a few moments.
Scratching my knee
My knee had a slight itch. I reached out my hand and scratched the knee in question. The itch was relieved and I was able to continue with my activities.
Moving an item from one place to another
There was an object occupying a space on my table. Using my hand I picked up the item from its place. Having considered my options for a moment I placed the object on a different area of the table.
Leiðinlega bloggið
Geðveikin og Háskóli Íslands
Af bloggi Hörpu Hreinsdóttur. Harpa er íslenskukennari, gift Atla Harðarsyni heimspekingi.
Fyrir tilviljun slæddist ég inn á blogg gegnum RSS hvar frændi minn (ungur og óséður) rökræddi fyrirlestur Sigursteins Mássonar við ritstjóra þess bloggs. Hefði annars sennilega misst af þeirri frétt að Sigursteinn flutti víst reiðilestur við Háskóla Íslands, um sama háskóla, í hádeginu í dag. Nú þekki ég Sigurstein svo sem ekki neitt (utan þess að muna eftir honum sem ferlega óþægum þriggja ára krakka, leikandi við enn óþægari þriggja ára bróður minn og verð að segja, miðað við hvers lags bestíur þetta voru, að ótrúlega mikið hefur ræst úr þeim báðum síðan). Mér hefur hins vegar fundist margt gott sem Sigursteinn hefur gert í málefnum geðsjúkra ... en eitthvað hefur slegið út í fyrir honum ef Bylgjan hefur rétt eftir honum.
Fyrir það fyrsta finnst mér ansi ótrúlegt að um 22% nemenda við HÍ séu geðveik. Ég væri til í að trúa að 22% væru alkar, miðað við 25% karlmanna (rauntölur frá SÁÁ) og síhækkandi hlutfall kvenna (jafnréttið sýnir í þessu líka), má ætla að hluti sé þegar búinn að fara í meðferð og sjúkdómurinn ekki kominn á alvarlegt stig hjá stórum hluta ... en 22% allra handa geðveik? Ég held ekki. (Sigursteinn telur að a.m.k. 2.000 nemendur í HÍ séu geðveikir, skv. tölum Hagstofunnar stunduðu 8.932 nám við HÍ árið 2004 og þeim hefur varla fjölgað neitt gífurlega milli ára.) Aftur á móti kann að vera að 22% kennaranna séu geðveik, það er a.m.k. spennandi að velta því fyrir sér ;)
Við HÍ er engin geðheilbrigðisáætlun. Sjálfsagt er til bóta að hafa svoleiðis áætlun þótt ég eigi mjög erfitt með að sjá fyrir mér hvernig hún ætti að vera. Mér þykja þetta þó ekki fréttir því eftir því sem ég best veit er heldur engin meðgöngu- eða barnsfæðingaáætlun við HÍ, sennilega engin fíkla-meðferðar-áætlun, engin áætlun fyrir nemendur með brjósklos og vöðvabólgu o.s.fr. Má þó ætla að talsvert sé um óléttar konur, sniffandi fíkla eða bakveika nemendur innan HÍ. Hvaða ástæða er fyrir HÍ að hafa geðheilbrigðisáætlun, fremur en aðrir skólar hafa slíka áætlun? Eða vinnustaðir almennt?
Það að HÍ ýti undir geðsjúkdóma með óvingjarnlegu umhverfi og síum (numerus clausus) finnst mér tóm tjara. Ef nemandi höndlar ekki að sitja í stórum nýnemahóp af því kennarinn þekkir hann ekki og kennaranum virðist nokk sama um hann (sem er nokkuð augljóst ef kennarinn kennir 500 manns í einu í Háskólabíó) þá hlýtur sá nemandi að vera talsvert veikur fyrir. Það er varla á ábyrgð HÍ að passa slíkan nemanda (auk þess sem það er augljóslega ekki hægt). Mundi svoleiðis nemandi höndla að vinna í stóru frystihúsi? Mundi nemandinn ekki brotna jafn mikið og jafn auðveldlega niður ef hann þyrfti að vinna í bónusvinnu, þar sem greiðslur fara eftir afköstum? Mundi svoleiðis nemandi höndla það að kenna óþægum nemendum? Hvað mundi svoleiðis nemandi eiginlega höndla?
Sigursteinn gleymir því að HÍ tekur reyndar fjarskalega vel á móti nýnemunum sínum miðað við margan framhaldsskólann. Síðast þegar ég vissi þótti t.d. ekki við hæfi að hafa busavígslur í HÍ, slíkar eru vitaskuld misjafnar eftir skólum og eru ósköp meinlausar í mínum eigin skóla en ég gæti nefnt gjörsamlega nafnleyndan menntaskóla þar sem ég sá nemendur mæta með alvöru ljái og keðjusagir til að busa almennilega!
Í framhaldsskólum eru margir aðilar sem bera hag nemenda fyrir brjósti og reyna að liðsinna þeim í vanda, einnig vanda vegna geðraskana. Má nefna námsráðgjafa, forvarnarfulltrúa, e.t.v. félagsmálastjóra, heimavistarverði, almenna kennara, stjórnendur o.s.fr. Ekkert af þessu fólki er sérmenntað til handleiðslu geðsjúkra. Í framhaldsskólum eru engir skólasálfræðingar og reyndar hafa skólasálfræðingar í grunnskólum fæstir réttindi í klínískri sálfræði. Mér vitanlega reyna aðilar í framhaldsskólum að vísa verulega veikum nemendum á göngudeild Geðdeildar eða bráðamóttöku sömu deildar. Þegar fólk er komið í háskóla ætti það nú að hafa vit á að leita þangað sjálft, má líka nefna að Geðdeild Landspítalans (sem rekur göngudeild og bráðamóttöku) er í göngufæri við HÍ. Það eru betri aðstæður en flestir framhaldsskólar geta boðið upp á.
Nú er ég hreint ekkert á móti því að geðsjúkum sé hjálpað, fjarri því, enda er ég oft geðveik sjálf. Hver maður verður þó að taka ábyrgð á eigin heilsu að svo miklu leyti sem hann er fær um slíkt. Ef Sigursteini er mjög í mun að bæta aðbúnað geðsjúkra við HÍ, væri þá ekki snjallast að beita sér fyrir stofnun sjálfshjálparhópa innan stofnunarinnar? Víða í framhaldsskólum eru slíkir hópar starfræktir, líkast til oftast sjálfshjálparhópa alka og fíkla í bata en einnig eru til jafningjahópar nemenda með geðraskanir í sumum skólum. Langbesta stuðninginn er einmitt að fá frá þeim sem reynt hafa krankleikann á eigin kroppi og sál. Löðurmannlegar síur í námi eða móttaka nýnema með rós og saft mun engu breyta til eða frá fyrir hina sjúku.
Fyrir tilviljun slæddist ég inn á blogg gegnum RSS hvar frændi minn (ungur og óséður) rökræddi fyrirlestur Sigursteins Mássonar við ritstjóra þess bloggs. Hefði annars sennilega misst af þeirri frétt að Sigursteinn flutti víst reiðilestur við Háskóla Íslands, um sama háskóla, í hádeginu í dag. Nú þekki ég Sigurstein svo sem ekki neitt (utan þess að muna eftir honum sem ferlega óþægum þriggja ára krakka, leikandi við enn óþægari þriggja ára bróður minn og verð að segja, miðað við hvers lags bestíur þetta voru, að ótrúlega mikið hefur ræst úr þeim báðum síðan). Mér hefur hins vegar fundist margt gott sem Sigursteinn hefur gert í málefnum geðsjúkra ... en eitthvað hefur slegið út í fyrir honum ef Bylgjan hefur rétt eftir honum.
Fyrir það fyrsta finnst mér ansi ótrúlegt að um 22% nemenda við HÍ séu geðveik. Ég væri til í að trúa að 22% væru alkar, miðað við 25% karlmanna (rauntölur frá SÁÁ) og síhækkandi hlutfall kvenna (jafnréttið sýnir í þessu líka), má ætla að hluti sé þegar búinn að fara í meðferð og sjúkdómurinn ekki kominn á alvarlegt stig hjá stórum hluta ... en 22% allra handa geðveik? Ég held ekki. (Sigursteinn telur að a.m.k. 2.000 nemendur í HÍ séu geðveikir, skv. tölum Hagstofunnar stunduðu 8.932 nám við HÍ árið 2004 og þeim hefur varla fjölgað neitt gífurlega milli ára.) Aftur á móti kann að vera að 22% kennaranna séu geðveik, það er a.m.k. spennandi að velta því fyrir sér ;)
Við HÍ er engin geðheilbrigðisáætlun. Sjálfsagt er til bóta að hafa svoleiðis áætlun þótt ég eigi mjög erfitt með að sjá fyrir mér hvernig hún ætti að vera. Mér þykja þetta þó ekki fréttir því eftir því sem ég best veit er heldur engin meðgöngu- eða barnsfæðingaáætlun við HÍ, sennilega engin fíkla-meðferðar-áætlun, engin áætlun fyrir nemendur með brjósklos og vöðvabólgu o.s.fr. Má þó ætla að talsvert sé um óléttar konur, sniffandi fíkla eða bakveika nemendur innan HÍ. Hvaða ástæða er fyrir HÍ að hafa geðheilbrigðisáætlun, fremur en aðrir skólar hafa slíka áætlun? Eða vinnustaðir almennt?
Það að HÍ ýti undir geðsjúkdóma með óvingjarnlegu umhverfi og síum (numerus clausus) finnst mér tóm tjara. Ef nemandi höndlar ekki að sitja í stórum nýnemahóp af því kennarinn þekkir hann ekki og kennaranum virðist nokk sama um hann (sem er nokkuð augljóst ef kennarinn kennir 500 manns í einu í Háskólabíó) þá hlýtur sá nemandi að vera talsvert veikur fyrir. Það er varla á ábyrgð HÍ að passa slíkan nemanda (auk þess sem það er augljóslega ekki hægt). Mundi svoleiðis nemandi höndla að vinna í stóru frystihúsi? Mundi nemandinn ekki brotna jafn mikið og jafn auðveldlega niður ef hann þyrfti að vinna í bónusvinnu, þar sem greiðslur fara eftir afköstum? Mundi svoleiðis nemandi höndla það að kenna óþægum nemendum? Hvað mundi svoleiðis nemandi eiginlega höndla?
Sigursteinn gleymir því að HÍ tekur reyndar fjarskalega vel á móti nýnemunum sínum miðað við margan framhaldsskólann. Síðast þegar ég vissi þótti t.d. ekki við hæfi að hafa busavígslur í HÍ, slíkar eru vitaskuld misjafnar eftir skólum og eru ósköp meinlausar í mínum eigin skóla en ég gæti nefnt gjörsamlega nafnleyndan menntaskóla þar sem ég sá nemendur mæta með alvöru ljái og keðjusagir til að busa almennilega!
Í framhaldsskólum eru margir aðilar sem bera hag nemenda fyrir brjósti og reyna að liðsinna þeim í vanda, einnig vanda vegna geðraskana. Má nefna námsráðgjafa, forvarnarfulltrúa, e.t.v. félagsmálastjóra, heimavistarverði, almenna kennara, stjórnendur o.s.fr. Ekkert af þessu fólki er sérmenntað til handleiðslu geðsjúkra. Í framhaldsskólum eru engir skólasálfræðingar og reyndar hafa skólasálfræðingar í grunnskólum fæstir réttindi í klínískri sálfræði. Mér vitanlega reyna aðilar í framhaldsskólum að vísa verulega veikum nemendum á göngudeild Geðdeildar eða bráðamóttöku sömu deildar. Þegar fólk er komið í háskóla ætti það nú að hafa vit á að leita þangað sjálft, má líka nefna að Geðdeild Landspítalans (sem rekur göngudeild og bráðamóttöku) er í göngufæri við HÍ. Það eru betri aðstæður en flestir framhaldsskólar geta boðið upp á.
Nú er ég hreint ekkert á móti því að geðsjúkum sé hjálpað, fjarri því, enda er ég oft geðveik sjálf. Hver maður verður þó að taka ábyrgð á eigin heilsu að svo miklu leyti sem hann er fær um slíkt. Ef Sigursteini er mjög í mun að bæta aðbúnað geðsjúkra við HÍ, væri þá ekki snjallast að beita sér fyrir stofnun sjálfshjálparhópa innan stofnunarinnar? Víða í framhaldsskólum eru slíkir hópar starfræktir, líkast til oftast sjálfshjálparhópa alka og fíkla í bata en einnig eru til jafningjahópar nemenda með geðraskanir í sumum skólum. Langbesta stuðninginn er einmitt að fá frá þeim sem reynt hafa krankleikann á eigin kroppi og sál. Löðurmannlegar síur í námi eða móttaka nýnema með rós og saft mun engu breyta til eða frá fyrir hina sjúku.
miðvikudagur, október 05, 2005
Vitsmunalegur óskapnaður
Ef það kæmi að mér stór og stekur maður með krumlur á stærð við hafnaboltahanska og bæði mig um að reyna lýsa því í einni settningu hvernig maður ég væri orðinn eftir 2 ára háskólanám væri lýsingin á þessa leið:
"Ég er hálfviti sem lærir aldrei af reynslunni!" Og mig langar til að fara í framhaldsnám í atferlisfræði.. pælí Íróníunni þar...
En af hverju segi ég svona hluti? já ég skal sko koma með gott dæmi um hálfvitaskap Bogga.. Boggi fékk 5.0 í vinnulagi þegar hann var á 1.ári, það er kannski vegna þess að Boggi hafði mjög takmarkaðan tíma til að sinna þeim áfanga og einbeitti sér að almennunni! En þessi fimma var að gera ljótan blett á afreksskránna svo Boggi skráir sig í vinnulag aftur núna! ótrúlega er það sniðugt.. ég klára bara ritgerðina og skýrsluna í ágúst og er þar með búin með þetta fag..
Í gær átti að skila ritgerðinni.. kl:17:00 í dag skila ég ritgerðinni...
Hvernig er þetta hægt?
"Ég er hálfviti sem lærir aldrei af reynslunni!" Og mig langar til að fara í framhaldsnám í atferlisfræði.. pælí Íróníunni þar...
En af hverju segi ég svona hluti? já ég skal sko koma með gott dæmi um hálfvitaskap Bogga.. Boggi fékk 5.0 í vinnulagi þegar hann var á 1.ári, það er kannski vegna þess að Boggi hafði mjög takmarkaðan tíma til að sinna þeim áfanga og einbeitti sér að almennunni! En þessi fimma var að gera ljótan blett á afreksskránna svo Boggi skráir sig í vinnulag aftur núna! ótrúlega er það sniðugt.. ég klára bara ritgerðina og skýrsluna í ágúst og er þar með búin með þetta fag..
Í gær átti að skila ritgerðinni.. kl:17:00 í dag skila ég ritgerðinni...
Hvernig er þetta hægt?
mánudagur, október 03, 2005
Hvað í fjandanum er málið??????
Orðrétt af Animusíðunni:
Jafnréttisfulltrúi er nota bene Kristín Tómasdóttir sem er með Sigursteini Mássyni í Röskvu. Röskva er klárlega ekki hlutlaus í þessu máli, sjá hér: Er Háskólinn gróðrarstía geðraskana?
--------------
Viðbót, Kristín Tómasdóttir skrifaði:
Skráning til stuðnings kennurum fjarlægð
Jafnréttisfulltrúi stúdentaráðs skoraði á stjórn Animu að fjarlægja yfirlýsingu við stuðning á kennurum í sálfræðiskor og hætta skráningu vegna hennar. Stjórn Animu tók þá ákvörðun að fjarlægja yfirlýsinguna og skráninguna af síðunni.
Stjórn Animu
Jafnréttisfulltrúi er nota bene Kristín Tómasdóttir sem er með Sigursteini Mássyni í Röskvu. Röskva er klárlega ekki hlutlaus í þessu máli, sjá hér: Er Háskólinn gróðrarstía geðraskana?
--------------
Viðbót, Kristín Tómasdóttir skrifaði:
Þessi aðgerð er ekki á nokkurn hátt ætluð til þess að vega að jafnrétti Heiðu Maríu eða annarra. Jafnréttisfulltrúa bárust ábendingar frá nemendum í sálfræðiskor sem fannst umræðan vera andsnúin þeirra skoðunum. Þeim fannst jafnframt erfitt að skrifa aðra yfirlýsingu og starta þannig kappræðum um viðkvæmt málefni sem myndi ekki enda í neinni niðurstöðu. Það er ekkert nema jákvætt að fólk taki þátt í málefnalegri umræðu og segi sína skoðun, en á Animu síðunni sem á að vera nemendafélag sálfræðinemanna ALLRA fannst mér þessi undirskrifasöfnun ekki eiga heima. Það er heila málið. Á listann gat hver sem er undirritað og ekki víst að hann endurspeglaði nemendur í sálfræðiskor. Ég vill líka taka það fram að það var stjórn Animu sem tók þess ákvörðun í kjölfar ábendinga.
Umræður á kappræðustiginu um þetta mál eiga litlu eftir að skila okkur. Ef einhverjum finnst ástæða til gagnrýni á einstaka þætti í skólastarfinu, má ekki líta á það sem yfirlýsingu um að námið í heild sinni sé slæmt og mæta umræðunni í varnarstellingum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)