fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Ljótufatapartý...


Sælar, dúllurnar mínar
Hvenær eigum við að fara að halda ljótufatapartý?? Ég er með heilan lítra af tekíla inni í skáp sem ég verð að fara að losna við, og ég vil helst gera það fyrir jól! Er einhver sem getur haldið partýið 19. nóv?

Fyrir þá sem ekki vita um hvað málið snýst, þá var sem sagt ákveðið að hafa ljótufatapartý, þ.e. partý þar sem fólk á að mæta í ljótustu/púkalegustu fötunum sínum, helst ómálað/illa málað (strákum er frjálst að mæta málaðir). Tilgangur partýsins er sá að halda fólki á sama stað allt kvöldið og helst alla nóttina í staðinn fyrir að hópurinn skiptist þegar í bæinn er komið.

Ég vona að einhver sjái sér fært að halda partýið, í versta falli held ég það í minni litlu íbúð. Hvað segið þið, eigum við ekki að drífa í þessu?

[Lilja skrifaði, Heiða setti inn mynd til að skreyta póst]

10 ummæli:

Heiða María sagði...

Ég myndi halda það ef ég byggi ekki í kústaskáp...

Heiða María sagði...

Mér líst annars vel á dagsetninguna.

Annað: Þeir sem voru í nefndum Animu, ætlið þið að mæta í nefndapartýið á laugardaginn?

baldur sagði...

Ég segi að við gerum þetta að jólaglöggi í leiðinni og höldum þetta þegar allir eru búnir í prófum.

Heiða María sagði...

Það er ekkert jólalegt við ljótufatapartý. Mér finnst kjörið að gera þetta strax.

Borgþór sagði...

Gróa var að tala um að henni langaði að halda partý og er það ekki mjög sniðugt að hafa það ljótufatapartýið?
Hvað segiði um það?

baldur sagði...

Hver sagði að jólaglögg væri jólalegt?

Heiða María sagði...

Jú, af hverju ekki Boggi? Ef hún er til í það. Viltu bera það undir hana? Svo er ég reyndar bara líka til í að hafa jólaglögg. ALVÖRU jólaglögg sem er jólalegt. Hvað með jólaföndur, rottur? Eða jólakonfektgerð?

Lilja sagði...

Mér líst vel á ljótufatapartý, jólaglögg og jólakonfektgerð.

Og já, ég ætla í nefndapartýið annað kvöld!

Nafnlaus sagði...

Þeir sem ætla í nefndarpartýið eru velkomnir í smá fyrirteiti heim til mín um 7 leitið :-)
kv.
Guðfinna

Sigga sagði...

Ég kemst ekki 19.nóv :(
En 18.nóv eru persónleikar!! Eigum við ekki að fara og skoða hvernig ættleidda barninu okkar vegnar???
Mér finnst að ég eigi að halda ljótufatapartý við fyrsta tækifæri eftir jól! Hvað er meira viðeigandi en að halda ljótufata partý í sveit!!!?? Allt sveitafólk svo lummó!!