fimmtudagur, mars 30, 2006

Stúdentagarðar

Fengum inni á stúdentagörðum :) Íbúðin er að vísu pínulítið, hugsanlega jafnvel minni en okkar núna. En hún er í göngufæri við Háskólann, sem munar ótrúlega miklu fyrir okkur. Og hún er með baðkari. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu mikill munur það verður fyrir mig að þurfa ekki alltaf að fara í sturtu, ég hata sturtu. Ég fer nokkrum sinnum í viku til ma og pa, stundum bara til að geta farið í bað, heh.

En ef við segjum já flytjum við sem sagt bara eftir tvær vikur eða svo.

Og já, ég verð í sjónvarpinu á morgun, nánar tiltekið í Íslandi í bítið. Þarf að mæta kl. 07:15 um morguninn :S Úff og púff, það er ekki beint "my thing" að vakna snemma.

8 ummæli:

Lilja sagði...

Til hamingju með nýja "pleisið". Það er greinilegt að það stefna allir í vesturbæinn. Þið látið vita ef þið þurfið hjálp við að flytja.

Nafnlaus sagði...

hvað ertu að bauka í Ísland í bítið?

Heiða María sagði...

Takk Lilja.

Og Orri, ég var að kynna námskeiðið Undur skynjunarinnar sem við Árni Kristjáns verðum með á morgun. Þið getið horft á þetta á visir.is ef þið viljið. Mér finnst ég náttúrulega hræðilega asnaleg í sjón, svona í sjónvarpinu, hehe.

Lilja sagði...

Þú varst ekkert hræðilega asnaleg, Heiða, bara pínulítið ;o) Nei, nei, þú varst mjög fín, útlitslega og í hegðun, bara alveg eins og þú átt að þér að vera :o)

Nafnlaus sagði...

Ég tek undir með Lilju, til hamingju , ég er til að hjápa ykkur að flytja

Heiða María sagði...

Flott að allir eru svona jákvæðir :) Gott er að eiga góða að.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með baðið. Það er sko búbót í lagi! -En til hvers ertu að fara að flytja á stúdentagarða núna ef þú ert að spá í að fara út í nám?

Heiða plank

Heiða María sagði...

Fer ekki út fyrr en á næsta ári