Djöfull er þetta flottur titill á bloggfærslu.. kom on ég fæ "five" fyrir þetta
En annars átti þetta ekki að byrja alveg svona frjálslega enda um alvarlegt mál að ræða! En mér finnst það mjög skrítið að það skuli vera kennd trúabragðafræði og eða eins og í gamla daga var bara kennd kristinfræði í grunnskólum en heimspekin er annars bara látin alveg í friði þó að sú fræði komi fólki til að hugsa almennilega um það hvað við erum að gera hér og hvaðan komum við eða svona um það bil! Ég hafði mjög gaman af sögu sálfræðinnar og ef það væri eitthvað notagildi í henni út á vinnumarkaðnum myndi ég alveg örugglega læra meiri heimspeki og þá sérstaklega vísindaheimspeki en núna er ég kominn út fyrir efnið...
Er það kannski vegna þeirra hugmynda sem komu mikið frá Kennaraháskólanum að börn eigi ekki að læra ákveðna hluti fyrr en þau eru orðin x gömul að heimspekin sé ekki kennd ennþann daginn í dag? Þegar námskrá grunnskólanna tók mið af skrumskældum hugmyndum Piaget? Ég held það að þó svo að margt hafi lagast frá þeim tíma þá sé ennþá það viðhorf að heimspeki þyki of erfið fyrir börn, þó svo að hér árum, áratugum og árhundruðum áður voru börn að lesa gömlu góðu grísku heimspekingana eins og að drekka vatn!
Ég veit ekki, það er kannski kominn tími til að athuga hvort heimspekin eigi ekki bara rétt á sér inn í grunnskóla landsins, þannig að þegar krakkarnir fara í framhaldsskóla og háskóla séu þetta algerir snillingar og vitna í gamla meistara sér til vitnisburðar
eða er þetta bara fúl hugmynd og á ég bara að þegja en ekkert segja?
5 ummæli:
Five
word
Ég var nú ekki búinn að spá svo mikið í að börnin hefðu verið að lesa Grikkina eins og að drekka vatn hér áður fyrr. Áhugaverður vinkill. Ég hef nú reyndar smá efasemdir um að það hafi verið mjög útbreitt, þótt einhverjar heimildir séu fyrir því að John Stuart Mill hafi lesið þá alla á grísku og latínu um 6 ára eða á einhverjum þaðan af fáránlegri aldri. Mill var náttúrulega ekki eins og börn eru flest.
Hins vegar held ég að það sé vel hægt að kenna börnum heimspeki, án þess að fara út í frumeimdakenningu Demókrítusar í smáatriðum eða hvað hafi verið svona ground breaking við hellislíkingu Platons. Vaka talaði einhvern tímann um að heimspekikennsla í grunnskólum ætti að miða að því að kenna börnum skynsamleg alternative til að hugsa um heiminn, en ekki endilega að kenna þeim hvernig einhverjir aðrir hafa hugsað um heiminn. Ég held það sé rétt hjá Vöku. Það er vel hægt að gera svoleiðis skiljanlegt fyrir börn á grunnskóla aldri.
já ég vildi nú bara taka smá róttækan pól í hæðina .. meina maður gerir það almennilega víst maður er að þessu annars vegar hehe
en auðvitað hafði ég hugsað mér þetta sem grunn fyrst og fremst sem hægt er að byggja ofan á svo meira og meira eftir því sem þú kemur ofar í skólastiginu.. alveg eins og það er ekki byrjað á því aðkenna liðinu að diffra og tegra í fyrsta stærðfræðitímanum
Ég er sammála, það á að vera heimspekikennsla í skólum, meira samt á þeim grunni að kenna gagnrýna hugsun og fá krakka til að pæla í heiminum.
Skrifa ummæli