mánudagur, febrúar 06, 2006

Ljótufatapartý!!!!

Sælar allar rottur
Nú er loks komið að því... Ljótufatapartýið margumtalaða verður haldið heima hjá mér næstkomandi föstudagskvöld:) það er þá 10. feb. Er ekki fínt að byrja um 21?

Þetta partý gengur út á það að vera eins hallærislegur og maður mögulega getur. Það verða meira að segja veitt verðlaun fyrir hallærislegustu múnderinguna svo endilega kafið djúpt í fataskápana. Heyrst hefur að Heiða sé nú þegar búin að velja sér galla og að Guðfinna sé að hugsa um að mæta í Cheerios bolnum...
Ef þið vitið ekki hvar ég á heima þá annað hvort spyrjið næstu rottu eða hringið í mig í síma 8226608:)
Hlakka til að sjá ykkur...!
Helga

5 ummæli:

Lilja sagði...

Hljómar vel :o) Sjáumst þá!

Sigga sagði...

Töff :) Ég ætla sko að vinna verðlaunin!!!

Heiða María sagði...

*töff töff töff*

Ssif sagði...

Á ég sem sagt að koma bara í mínum fötum???

Heiða María sagði...

Hahaha :D En ætlarðu sem sagt að koma, Sigrúnsif?