fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Sáuð þið Law&Order:SVU í gær?

Þáttaframleiðendurnir hafa tekið söguna um John/Joan í heild sinni upp úr Gleitman og búið til sakamál úr því. Ég ætla ekki að eyðileggja plottið í þættinum, en fyrir þau sem muna ekki eftir John/Joan þá var það drengur sem missti getnaðarlim sinn í brunaslysi með þeim afleiðingum að foreldrarnir ákváðu að ala hann upp sem stúlku. Þegar sannleikurinn kom svo í ljós ákvað Joan að fara aftur í kynskiptaaðgerð.
Ég mæli með þessum þætti sem heitir Identity (fyrir þá óþolinmóðu sem kíkja á þættina fyrirfram á netinu) fyrir þá sálfræðinema sem fannst John/Joan málið athyglisvert. Þátturinn verður endursýndur á Skjá einum eftir miðnætti í kvöld og eftir miðnætti á laugardaginn.

Engin ummæli: