mánudagur, febrúar 27, 2006

Bara svo allir sjái

Af því að ég er búin að vera einstaklega dugleg við að skrifa á kjallararottur þá vil ég vekja athygli á færslunni hér nokkru fyrir neðan um hugsanlega stofnun félags sálfræðimenntaðra á Íslandi. Mér, Vöku, Bogga og líklega Andra líst allavega vel á að láta af þessu verða.

14 ummæli:

Lilja sagði...

Mér líst líka voða vel á þetta. Þetta er fyrirtaks vettvangur bæði fyrir skoðanaskipti og skemmtilegheit einstöku sinnum. Hvernig fer maður að því að stofna svona félag?

Heiða María sagði...

Já, það er nú góð spurning :)

Borgþór sagði...

tja það er lítið mál að stofna félag.. spurning um hversu stórt það eigi að vera og hvort það eigi að vera þannig að það standi undir eigin fjármálum..

Það kostar amk ekki nema 5000 krónur að fá kennitölu á nýtt félag en það er á ábyrgð einhvers... Við í VKB erum t.d með kennitölu :)

Andri Fannar sagði...

Við þurfum að fá kennara upp í HÍ með okkur og flott nöfn á öðrum stöðum svo við getum þetta - þá getum við gert þetta vel - annars verður þetta bara kjallararottur 2

Heiða María sagði...

Sammála Andra

Lilja sagði...

Það er líka spurning hvert hlutverk félagsins myndi vera. Ættum við að gefa út blað, halda fræðakvöld, halda fundi þar sem fólk kæmist ekki inn nema að kunna leynilegt handtak, halda yfirlit yfir ráðstefnur í útlöndum o.s. frv.?

Andri Fannar sagði...

hafa netsíðu og ráðstefnur - og svoleiðis. Við þyrftum samt eiginlega að fá kennarana upp í HÍ í að skipuleggja þetta með okkur - enn og aftur við þurfum að hafa PhD fólk í stjórn og ráðum

baldur sagði...

Mér finnst þetta fín hugmynd. Held jafnvel að vert væri að íhuga hvort sálfræðingafélagið ætti einhvern stað innan þessa félags. Það gegnir auðvita mjög sértæku hlutverki. Ef ég skil hugmyndina rétt erum við að tala um félag af meira akademískum toga. Væru þetta tvö aðskilin félög værum við sennilega með svipaða stöðu eins og þegar APA splitaði í tvennt. Er það góð hugmynd? Bara pæling.

Annað, hefur einhver einhverja hugmynd um hvar ætti að leita að kapítali fyrir þessu. Útgáfa tímarita og svoleiðis kostar. En það er kannski seinni tíma vandi.

Heiða María sagði...

Ég gæti hugsað mér að félagið hefði líka það hlutverk (auk fræðilegs hlutverks) að gera almenning meðvitaðri um hvað sé að gerast í sálfræði og að reyna að agítera fyrir því að tekið sé tillit til rannsókna í sálfræði þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar, t.d. varðandi menntamál.

Heiða María sagði...

Svo varðandi Sálfræðingafélag Íslands þá er örugglega best að gera þetta með vitund og samþykki þess.

baldur sagði...

Fór líka að spá í hvort það væri betri strategía að beyta sér fyrir því að skilgreina hlutverk sálfræðingafélagsins upp á nýtt í staðinn fyrir að stofna nýtt félag. Þó er hætt við því að færri sálfræðimenntaðir hefðu góð tækifæri til þess þar sem aðeins klínískt menntaðir sálfræðingar hafa aðgang að sálfræðingafélaginu. Spurning hvort of fáar raddir fengu hljómgrunn ef sú leið væri farin. Engu að síður held ég að þetta sé möguleiki sem þyrfti að íhuga.

Jón Grétar sagði...

Mér finnst þetta líka helvíti fín hugmynd. Sálfræðingafélagið er úrelt núna og mjög lélegur málsvari allra sálfræðimenntaðra á Íslandi. Finnst hins vegar ða við ættum frekar að reyna að ná okkur í íslenska hliðstæðu APA eða BPS, það er félag sem er í senn akademíkst og hagsmunafélag allra sem hafa gráðu í sálfræði, þar með talið BA nema. Að hafa BA fólk er nauðsyn, þó ekki nema bara til þess að fá peningana frá þeim í félagsgjöld.
Hef líka á tilfinningunni að APS sé orðið svolítið eins og einhverjir spekingar í fílabeinsturni, með litla tilfinningu fyrir raunveruleikanum og gefi sig lítið fyrir það sem kallast hagnýting eða praktík (já, þetta kemur frá mér!).

Kveðja frá Írlandi

Vaka sagði...

Sammála síðasta ræðumanni :)

Heiða María sagði...

Já, ég er eiginlega sammála því að B.A.-fólk fái að vera með.