miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Hossabossar og aftaníossar

Baggalútsmenn gagnrýna kvikmyndina Bakeymslaheiði (Crouchback Mountain) hér.

Þarna birtast á tjaldinu tveir bráðhuggulegir kúrekar. Gott og vel. Til í tuskið. Þess albúnir að lumbra á indíánum og þeysa yfir gresjurnar. En neinei. Þá eru þetta bara einhverjir hommar! Ójá. Bossahossandi, flennihýrir og öfugyggðir - og kindasmalar í ofanálag!

1 ummæli:

baldur sagði...

Já, það er ekki að undra að farið hafi um nokkra fjölskyldufeður sem fóru á síðdegissýningu til að eiga svona father-son moment með strákunum sínum á cowoy-mynd. Maður lifandi hvað það hlýtur að hafa verið neyðarlegt. Eflaust ófáir krísufundir með mæðrum eftir þá sýningu.

Vel að merkja, þessa sögu hef ég heyrt úr fleiri en einni átt.