sunnudagur, apríl 30, 2006

Málfræði söngfuglar

Sá afar sniðuga grein framan á Fréttablaðinu í dag.. Þar var verið að tala um söngfugla sem lærðu málfræði.. Menn eru svakalega æstir yfir þessu og eru nú loks búnir að finna dýr í náttúrunni sem lærir málfræði.. Fuglarnir þekktu semsagt muninn á vennulegum "fuglasettningum" og settningar sem innihélt innskotssetningu... Frábært er það ekki?

Eða kannski ekkert nýtt hér á ferðinni...

Því að í lok fréttarinnar stendur að 9 af 11 störrum sem tóku þátt í ransókninni fengu matarverðlaun fyrir rétta svörun í 90% tilvika... hmmmm

Fleiri sniðugir fyrirlestrar um taugavísindi

Becoming Human: Brain, Mind and Emergence (Stanford University 2003)

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Hver er flottasti múmínálfurinn?

Múmínálfarnir eru náttúrulega langflottastir. Rakst á þessa skemmtilegu grein á Múrnum.

Why we can't all be divas

Af hverju heldur fullkomlega laglaust fólk stundum að það geti orðið næsta Idol-stjarna, bara ef það vildi? Skemmtileg grein í Cognitive Daily, einu af mínum uppáhalds vísindabloggum.

Þess má geta að ég heyrði strax hver munurinn á tóndæmunum tveimur var :D

Dómari með kímnigáfu

Af mbl.is:
Breskur dómari sem stýrði réttarhöldum vegna meints ritstuldar rithöfundarins Dan Brown við ritun Da Vinci lykilsins virðist hafa samið sitt eigið dulmál. Dómarinn, Peter Smith, skáletraði stafi í einstökum orðum í dómsúrskurðinum og breytti einstaka litlum staf í stóran... „Ég get ekki rætt dómsúrskurðinn en ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að menn skemmti sér yfir honum,“ sagði Smith...

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Merkilegar fréttir!

Morgunblaðið segir frá því í dag á bls. 21 að "Sjálfstraust hjálpar nemendum". Mikið er nú skemmtilegt að Málgagnið sé farið að flytja fréttir af svona merkilegum vísindarannsóknum! Go Mogginn!!

Hér er fréttin í heild sinni:
Trú á eigin getu hjálpar nemendum
með dyslexíu á háu
stigi, að því er rannsókn við
Háskólann í Stavanger bendir til. Á
vefnum forskning.no er greint frá því
að tveimur þriðju þátttakendanna í
rannsókninni gekk betur ef þeir
höfðu trú á sjálfum sér.
Dyslexía lýsir sér m.a. þannig að
fólk á erfitt með að tengja saman
hljóð og viðeigandi bókstaf, lestrarvandkvæði
og erfiðleikar við að
muna hvernig á að stafsetja orð
fylgja einnig. Dyslexía er arfgeng en
þeir sem þjást af henni eiga ekki erfitt
með að læra almennt. Dyslexía
getur verið á misháu stigi og lítill
hópur á í mjög miklum vandræðum
með að lesa og skrifa.
Til að koma til móts við þann hóp í
Noregi var honum veitt aðstoð við
Lestrarmiðstöðina við Háskólann í
Stavanger og rannsóknin gerð í
tengslum við það. 65 nemendur tóku
þátt í rannsókninni og það sem kom
skýrast í ljós var að sjálfstraust og
trú nemendanna á því að þeim tækist
að komast yfir vandamálið skipti
sköpum. Starfsfólk Lestrarmiðstöðvarinnar
gat hvatt nemendurna til að
takast á við vandamálið en beita öðrum
aðferðum en áður. Einnig kom í
ljós að mikilvægt var að nemendur
öðluðust þekkingu á dyslexíu og aðferðunum
sem beitt er við að ná árangri,
þ.e. þeir þurftu að skilja hvað
var verið að gera og til hvers.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Björn og Heiða


Hún Ingaló vinkona okkar og ljósmyndari tók þessa mynd um áramótin og mér fannst hún svo skemmtileg að ég ákvað að skella henni hér inn.

föstudagur, apríl 21, 2006

Optical illusion



Svona í tilefni þess að fólk er að læra undir skynjun..
góðar stundir

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Consciousness and Neuroscience

Ég á eftir að lesa þessa grein en hún á víst að vera klassísk. Eftir þá félaga Francis Crick og Christof Koch.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Heiða mælir með...

Wyndham Estate Bin 555 Shiraz, árgangur 2002. Ástralskt gæðavín, margverðlaunað, ekki svo dýrt, fer örugglega vel með mat og kemur skemmtilega á óvart með súkkulaði.

Guevedoces hæna?

Hæna sem breyttist í hana.

Bwahahahahahahaha

Jæja, dúllurnar mínar, nú er búið að vísindalega sanna það að karlmenn geta ekki ákveðið sig á meðan þeir horfa á fallegar konur. Engin furða þó að karlmenn séu ekki viðræðuhæfir oft á tíðum!
Híhíhí
Vitleysingurinn

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Hversu langt eru 5 mílur?

Þessi síða sýnir þér hvernig breyta skal mismunandi mælikerfa, gjaldmiðla, ummáls o.s.frv. Gæti komið sér ve. :)

mánudagur, apríl 17, 2006

Eeeeeewwww!

OK, þetta er eitt það ógeðslegasta sem ég hef nokkurn tíma séð. Síðan er um gaur sem gerir tilraunir á sjálfum sér með því að éta mat sem ætti best heima í einhverri hrollvekjunni. Lýsandi dæmi er súrsað svínaskinn. Það versta er að þetta er allt matur sem er í alvörunni seldur í matvöruverslunum. Pant ekki kaupa!

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Þetta er geðveik ljósmynd

Skoðið þetta

Mestu hugsuðir samtímans

Whenever I watch TV and see those poor starving kids all over the world, I can't help but cry. I mean, I'd love to be skinny like that, but not with all those flies and death and stuff.

--Mariah Carey--


Meira svona hér.

Húmor

sunnudagur, apríl 09, 2006

Enn og aftur verið að taka fé frá öldruðum

Af mbl.is:
„Frá árinu 1998 hafa allir landsmenn undir 70 ára aldri greitt nefskatt upp á 4,8 milljarða í Framkvæmdasjóð aldraðra. Fjármálaráðherra hefur einungis varið rúmum helmingi þess fjár til uppbyggingar í þágu aldraðra eins og til er ætlast. Afgangurinn hefur farið í rekstur. Samfylkingin fordæmir þessa misnotkun á skattfé almennings,“ segir í tilkynningunni.

Sjá nánar hér.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Voru sögurnar af Jesú kjellinum soldið ýktar?

Úr Family Guy. Verðið að horfa.

Kráka og köttur

Sniðugt myndband um kráku og kött sem verða vinir :)

og flughræðslan bara hvarf...

Mér fannst þetta myndband bara alltof fyndið að ég bara varð að setja það hingað inn..

Gagnfræðakverið

Hefur einhver af ykkur flett almennilega í gegnum Gagnfræðakverið hans Friðriks og Sigurðar?

Ég er búin að skoða það dálítið og það er alveg heilmikill húmor í því (a.m.k. þriðju útgáfu). Til dæmis:

Boring, R. V. (2001). I am not afraid to speak my mind. Óútgefið handrit (bls. 88 í Gagnfræðakveri)

Ætli það handrit sé skemmtilegt??

Parker, P. (2001). Are spiders acrophobic? [Útdráttur). Society for Insects Abstracts, 2, 323.

Ja, Peter Parker öskraði ansi mikið þegar hann sveif á milli húsanna í myndinni. Ætli það hafi verið lofthræðsla?

Lane, L. og Kent, C. (2000). Effets of PMT development on organized crime. Japanese Journal of Experiental Social Psychology, 21, 67-97. (Úr Pschological Abstracts, 2000, 68, Útdráttur nr. 11473).

Ætli Lois Lane hafi sparkað Clark Kent oft út þegar hún var með fyrirtíðaspennu, þannig að hann hafði ekkert betra að gera en að handtaka glæpamenn sem Súperman?

Eins má finna tilbúna töflu um hversu mörg hugskeyti komast í mark eftir árstíma (bls. 102-3 fyrir þá sem vilja kíkja).

Það er greinilegt að það getur verið ansi skemmtilegt að skrifa sína eigin bók.

mánudagur, apríl 03, 2006

Hvað ætti ég að lesa næst?

Þeir sem sjá fram á að hafa kannski tíma til að lesa eitthvað annað en skólabækur ættu að kíkja á þessa síðu. Þar er hægt að skrá hvaða bækur maður hefur lesið. Út frá því stingur tölvan upp á nýjum áhugaverðum bókum.

Góði Guð

Dear God.

If you let The dinasor not exstinct we would not have a country. You did the right thing.

Jonathan


Krakkar skrifa Guði hér.

laugardagur, apríl 01, 2006

Pjúff!

Þetta er búinn að vera erfiður dagur. Fór í GRE-prófið í sálfræði í morgun, og gekk held ég bara nokkuð ágætlega. Hélt síðan strax eftir það fyrirlesturinn Undur skynjunarinnar í Orkuveitu Reykjavíkur. Hann féll bara vel í kramið, held ég, mikið spurt og spekúlerað.

Nú er ég alveg uppgefin eftir að hafa í margar, margar vikur gert fátt annað en að vinna og læra, ALLAN daginn, ALLA daga. Því miður er ég ekki búin að losna við allt, ég þarf að skila stóru verkefni í tölvunarfræði á mánudaginn. Úff. Ég á afar bágt með að hugsa mér að byrja á einhverju slíku.

Ætti kannski að fara að leggja mig bara...