miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Vafasöm Vísindakirkja

Sá fína grein á deiglunni sem ber nafnið vafasöm vísindakirkja.. Ég verð að viðurkenna að ég hef afar lítið vit á því hverskonar kirkja þetta er en ég hafði heyrt að nafnið er bara eitthvað út úr kú, að kirkjan heiti þetta því að vísindakirkja væri nafn sem heillaði fólk.. Og hver myndi ekki heillast að þessu:
Samkvæmt kenningum Vísindakirkjunnar samanstendur einstaklingurinn af líkama, hug og anda. Andinn er það sem mestu máli skiptir en hann skiptist í tvennt, rökvitund og undirvitund. Áföll, erfiðleikar og vandamál sem mæta manninum á lífsleiðinni skilja eftir sig ör á undirvitundinni og til þess að losna við örin fara safnaðarmeðlimir í gegnum ákveðið viðtalsferli sem stýrt er af sérfræðingi í kennisetningum Vísindakirkjunnar. Viðtalsferlið er fyrirfram ákveðið og sérfræðingurinn spyr tiltekinna spurninga sem leiða eiga til þess að einstaklingurinn finni sjálfur lausn vandamála sinna. Í viðtalsferlinu er notaður sérstakt tæki, svokallaður E-mælir, sem sagður er nema vanlíðan einstaklingsins með því að mæla rafsegulviðnám líkamans. Markmið viðtalsferlisins er að losa einstaklinginn við örin á undirvitundinni þannig að hann geti komist á æðstu stig trúarinnar og náð fullkomnun.


Hverjum langar að skrá sig? hehe

3 ummæli:

Heiða María sagði...

Já, þetta er mjög vafasamur söfnuður...

Nafnlaus sagði...

Ég held ég verði að taka undir það. Ég hef reyndar verið fordæmdur af Vísindakirkjunni og skilgreindur sem "Suppressive Person" fyrir að dreifa staðreyndum um þá á netinu. Um tíma dreifðu þeir sérstökum netbúnaði til fylgismanna sinna sem filteraði út sérstök tiltekin orð og orðasambönd. Meðal annars nafn mitt ... sjá http://www.google.com/search?q=scientology+elias+halldor+agustsson

Heiða María sagði...

Jahá, Elías :D hehe