President George W Bush has kept his promise to veto a bill supporting stem cell research.
Ég verð bara reið þegar ég les um þetta og finnst hræsni að vísa í að "lífið sé heilagt" þegar um er að ræða fósturvísa sem hvort sem er yrði HENT ef ekki væru notaðar stofnfrumur úr þeim sem gætu mögulega bjargað mannslífum.
6 ummæli:
Það er einföldun að segja að Bush sé að banna stofnfrumurannsóknir á fósturvísum sem á að henda hvort sem er. Ég ætla að segja smá dæmisögu:
Ég hef unnið á pizzustað þar sem starfsfólk mátti borða pizzur sem mistókust. Á sama tíma vann vinur minn á dómínós þar sem harðbannað er að borða mistökin. Þeim er hent. Ég átti mjög erfitt með að skilja þetta þar til ég áttaði mig á því að leyfi til að borða mistök = fleiri mistök! Ef menn voru svangir gerðu þeir einfaldlega mistök.
Nú er ég ekki að segja að þetta eigi eftir að gerast í sambandi við fóstureyðingar, en þetta er klárlega eitt af atriðunum sem hræðir Bush-stjórnina. Manni finnst fáránlegt að hugsa til þess að til verði markaður fyrir fóstureyðingar, en hugmyndin er ekki endilega svo fjarlæg (sjá t.d. líffæraþjófnað í S-Ameríku og víðar).
Annað atriði er að viðhorf til fóstureyðinga geta mildast þar sem sumir gætu hugsað ,,tja, þetta er nú gott málefni og ég hef eiginlega ekki tíma til að eignast börn núna." Aftur er þetta mjög ógeðfelld tilhugsun en ekkert mjög fjarlæg (sbr. foreldra sem selja börnin sín, jafnvel án þess að vera í raunverulegri neyð).
Ég er hlynntur stofnfrumurannsóknum á fósturvísum en tel að gríðarlega vönduð og mikil umræða þurfi að fara fram áður en leyfi eru gefin, þar sem farið er yfir möguleikana og hætturnar sem fylgja.
Eins og stendur verða vísindamenn í BNA að halda áfram að rannsaka stofnfrumur í öðrum dýrategundum, enda margt ólært í þeim efnum.
Jæja, þetta er orðið of langt...
Eins og ég skildi málið var reyndar aðallega verið að tala um fósturvísa úr glasafrjóvgunum en ekki úr fóstureyðingum.
"Eins og stendur verða vísindamenn í BNA að halda áfram að rannsaka stofnfrumur í öðrum dýrategundum, enda margt ólært í þeim efnum."
Svo er líka annað, þetta snerist ekki um að banna/banna ekki rannsóknir á stofnfrumum, heldur hvort ríkið mætti styrkja slíkt. Þetta er ekki bannað, held ég, sem gerir þessa ákvörðun ennþá skrýtnari.
Jæja, ég er greinilega ekki nógu vel lesinn í þessum efnum. Þá hlýtur að mega skýra stefnu Bush frá trúarlegu sjónarmiði eingöngu (þar eð siðferði hans og trú verða ekki aðskilin). Þess vegna get ég auðvitað ekki þóst skilja hann þar sem eina bókin sem ég hef fylgt var kennslubók í umferðarreglunum á meðan ég tók bílprófið.
Soldið spes fyrir stríðsforseta og mann sem er fylgjandi dauðarefsingu að segja að lífið sé heilagt.. hehe..
Vissulega. Var það ekki aðalatriði í kosningabaráttu Bush að Kerry væri alltaf úr samræmi við sjálfan sig, skipti um skoðun og svoleiðis.
Það væri gaman að sjá einhvern rökfræðing reyna að verja ,,samræmið" hjá Bush.
Skrifa ummæli