Eruð þið búin að sjá þættina á Ríkissjónvarpinu sem heita Secret of the sexes? Þetta eru rosalega skemmtilegir þættir um sálfræðirannsóknir sem voru gerðar á muninum milli kynjanna. Þetta er sagt á ruv.is
Leyndarmál kynjanna
Secret of the Sexes
Leyndarmál kynjanna (Secret of the Sexes) er nýr og forvitnilegur breskur heimildamyndaflokkur um þann grundvallarmun sem sagður er vera á körlum og konum. Í fyrsta þættinum er fjallað um muninn á heilastarsfemi kynjanna og hvernig karlar og konur bregðast við við mismunandi aðstæður. Í öðrum þætti er rætt um þá þætti sem ráða því hvort karlar laðast að komnum og öfugt og því svarað hvort líkur sæki líkan heim. Í þriðja og síðasta þættinum er fjallað um ástina og þá lífefna- og sálfræðilegu þætti sem þar koma við sögu.
Seinasti þáttur er næsta mánudag, og fyrir þá vísindalega sinnuðu (lesist, allir sem sækja þessa síðu) ættu að kíkja til þess á fá staðfestingu á því að munurinn á milli kynjanna er allt öðruvísi en maður bjóst við!
1 ummæli:
Já ég er búin að horfa á þessa þætti og þeir eru ekkert smá áhugaverðir. :) Ætla sko pottþétt að horfa á síðasta þáttinn. :)
Skrifa ummæli