föstudagur, júní 09, 2006

Erlendir gestafyrirlesarar

Svo ég bæti nú við póstinn hér fyrir neðan; af hverju er nær daglegt brauð í heimspekiskor að fá erlenda gestafyrirlesara til landsins þegar slíkt gerist nær aldrei í sálfræði? Þetta er nokkuð sem mér finnst að sálfræðiskor mætti athuga.

4 ummæli:

Árni Gunnar sagði...

Þetta er góð spurning, og skemmtilegt að þú skulir kasta henni fram daginn sem J.J. Arnett var með fyrirlestur í Odda.
Ég komst ekki. Mætti einhver? Og var þá eitthvað varið í þetta?

Heiða María sagði...

Ég hef reyndar ekki græna glóru um hver þessi Arnett er, en OK, fínt mál að þau séu að fá hann hingað.

baldur sagði...

Gabríela hefur staðið að tveimur heimsóknum að utan síðan ég byrjaði að læra hér við skorina. Catania kom til landsins fyrir... var það fyrir tveimur árum? Mjög áhugavert erindi þar á ferð. Og svo kom kona sem heitir Monica McCoy (held þetta sé rétt skrifað) sem hélt þriggja eininga námskeið við sálfræðiskor núna í vor um misnotkun og vanrækslu barna (reyndar frekar lögfræðilegt en ég held að það sé hollt fyrir okkur að spá aðeins í sjónarhorn annara fagstétta líka) og flutti í leiðinni fyrirlestur á tveimur málstofum. 2003 eða 4 kom líka kona sem ég því miður man ekki hvað heitir en Sigurður kynnti hana sem frekar mikilvæga rannsóknarkonu í þroskasálfræði. Jón og Jara fluttu líka inn mann, á ráðstefnuna sína, sem þykir flottur í atferlisfræðunum. Man því miður ekki heldur í augnablikinu hvað hann heitir. Þetta eru bara nokkrir sem ég tók eftir og hlustaði á. Er fjöldi erlendra heimspekinga sem hefur komið hingað til lands á sama tíma eitthvað mikið meiri? Ég spyr ekki til að draga athugasemd Heiðu í efa, heldur vegna þess að ég hef því miður ekki fylgst nógu mikið með þessu. Ég man bara eftir jafn mörgum heimspekingum. Davidson kom hingað skömmu áður en hann dó og svo þessi núna? Þeir voru tveir í viðbót á fyrirlestrar-röðinni "veit efnið af andanum?" í haust.

Heiða María sagði...

Ef þú skoðar þessa dagskrá sérðu að þeir eru allnokkrir:

http://www.hug.hi.is/page/heim_dagskra