þriðjudagur, júní 27, 2006

GRE sálfræðiprófið

Nú eru niðurstöðurnar úr sálfræði-GRE loksins komnar, eftir að hafa einu sinni týnst í pósti. Mér gekk sem betur fer vel:

Sálfræði: 99% fólks eru með lægri einkunn
Tilraunasálfræði: 99% fólks eru með lægri einkunn
Félagssálfræði: 94% fólks eru með lægri einkunn

Þá er bara reyna að massa GRE almenna prófið í október (yeah right, hef ekkert allt of mikla trú á mér þar, vonandi hef ég rangt fyrir mér) eftir að hafa gengið ekkert sérstaklega vel í því í fyrra skiptið.

4 ummæli:

Lilja sagði...

Vááá, innilega til hamingju með þetta. Það var ekki við öðru að búast af þér :o)

Árni Gunnar sagði...

Úff, til hamingju. Hvað kostar svona próf annars?

Heiða María sagði...

Alveg fáránlega mikið, 15.000-18.000 kr minnir mig, jafnvel meira. Fer held ég eftir gengi dollarans.

Heiða María sagði...

En já, takk bæði tvö annars :)