þriðjudagur, júní 20, 2006

Jafnrétti

Ég fór á mjög skemmtilegan en þó heldur niðurdrepandi fyrirlestur Önju Andersson stjarneðlisfræðings um jafnréttismál í vísindum. Hún sýndi svart á hvítu (eða í raun með Bombubendilssýningu) að konur eiga mjög erfitt uppdráttar í vísindasamfélaginu og eru ekki að spila við karlana á jafnréttisgrundvelli.

Eitt lítið dæmi er að gerð var rannsókn þar sem stærðfræðigrein var send út til mörghundruð yfirlesara og þeir beðnir um að gefa henni einkunn. Og þá skipti sko miklu máli hvort höfundurinn var John McKay eða Joan McKay; John skrifaði góða grein að mati yfirlesaranna, en greinin hennar Joan var bara svona í meðallagi. Samt var þetta nákvæmlega sama greinin! Eini munurinn var eitt stykki typpi.

Ég vissi svo sem af svona rannsóknum, en þetta gerir mig samt sorgmædda, að ég þurfi að vera tvöfalt duglegri en einhver karlmaður til að fá sömu viðurkenningu fyrir mín vísindastörf.

6 ummæli:

Árni Gunnar sagði...

Til hamingju með gærdaginn. Þú, og þið allar, hafið alla mína samúð þó svo að nauðungarráðningar kvenna séu að mínu mati slæm lausn sem gerir konur að einhvers konar fatlafólum. Ímyndið ykkur bara ef það mætti ekki gera rannsóknir án þess að bæði a.m.k. 40% rannsóknarteymisins væru karlar/konur. Á sumum sviðum væru ekki til hæfir karlar/konur og því þyrfti að bæta óhæfu fólki í teymið eins og um atvinnubótavinnu í kreppunni væri að ræða.

Ég held samt að sú kynslóð sem er að mennta sig núna hljóti að fara að átta sig á gæðum kvenna, sérstaklega þar sem við höfum horft upp á yfirburði stelpna í flestum fögum alla skólagönguna.

Hér er próf sem á að upplýsa okkur um kynbundna fordóma okkar.

Heiða María sagði...

Þetta er nokkuð sniðugt próf, en það er þó gallað að vissu leyti; það byrjar alltaf á steríótýpusamsetningunum. Það er vitað að response prevention er erfitt þegar maður er búinn að læra að svara á ákveðinn hátt. Þegar skipt er um hvað er tengt saman getur orðið erfiðara að svara einungis vegna þess að skipt var um, óháð því hvernig skipting var gerð.

Árni Gunnar sagði...

Nei, það byrjar ekki alltaf eins, en auðvitað virkar það bara á hópa, ekki einstaklinga, vegna þess að það verður að byrja á öðrum aðstæðunum.

Árni Gunnar sagði...

Nei, það byrjar ekki alltaf eins, en auðvitað virkar það bara á hópa, ekki einstaklinga, vegna þess að það verður að byrja á öðrum aðstæðunum

Árni Gunnar sagði...

Ég hata blogger

Heiða María sagði...

Hehe, ok ;)