miðvikudagur, júní 07, 2006

Vísindablaðamennska

Mér blöskrar alloft umfjöllun íslenskra fjölmiðla um vísindi og fræði, hún er allt of lítið og oft hræðilega illa fram sett og jafnvel röng. Það sem vantar sárlega er nýtt eins árs framhaldsnám í vísindablaðamennsku þar sem fólk með B.A. eða B.S. getur bætt við sig fjölmiðlanámi eða fjölmiðlafræðingar bætt við sig námi í vísindum. Ég skil raunar ekki af hverju þetta er ekki komið í gang og legg til að úr því verði bætt hið snarasta.

7 ummæli:

Boggi sagði...

Það sem vantar líka er bara einhverja útgáfu eða skemmtilega heimasíðu! aðgengilega og þar sem fólk hefur áhuga á að lesa.. koma vísindum nær fólkinu.. maður verður oft að hugsa til þess að þó manni finnst eitthvað gríðarlega spennandi í fræðunum finnst hinum almenna lesanda hver svo sem það er ekkert eins spennandi.. Eins og kannski sumir kannast við þegar á að ræða sálfræði í partýum sem meginuppistaðan er ekki sálfræðipakk :)

Heiða María sagði...

Augljóslega verð ég náttúrulega að benda á Vísindavefinn, vinnustað minn :) http://visindavefur.hi.is/

Árni Gunnar sagði...

Það væri mjög sniðugt að hafa slíka viðbót. Slíkt nám er þó ekki nauðsynlegt til að framfarir verði í vísindablaðamennsku.
Eins og er virðast allir prentmiðlar á Íslandi, þar með talið morgunblaðið, nota sömu vinnubrögð við vísindaskrif og slúður. Greinar eru einfaldlega þýddar beint upp eftir vefútgáfum erlendra blaða.
Sem dæmi um þetta sá ég grein á á mbl.is fyrir skömmu sem hafði verið þýdd beint upp úr vefútgáfu Jyllands Posten. Sú grein var stytting á grein í norsku popp-vísindatímariti og þaðan hafði verið skrifað upp úr rannsóknargrein. Þannig var mbl.is farið að birta flökkusögu fremur en vísindafréttir til að spara sér lestur 300 orða.
Um leið og einhver nennir a.m.k. að lesa útdrátt rannsóknargreina skánar blaðamennskan umtalsvert.

Boggi sagði...

já reyndar er vísindavefurinn mjög góður vefur og skemmtilegur.. en útlitslega seð er hann ekki mjög aðgengilegur og ef ég má sletta með kjánalegu orði ekki mjög User friendly...

með smá lagfæringum á útliti síðunnar held ég að aðsókn muni aukast

Heiða María sagði...

Þetta er góð athugasemd hjá þér, Árni Gunnar. Hvernig rakstu annars á síðuna okkar, ef ég má forvitnast?

Boggi: Það er rétt hjá þér, það þarf verulegar útlitsbreytingar. Það er verið að vinna í því, vonandi allavega. Notendavænn er íslenska orðið, annars :)

Árni Gunnar sagði...

Ég er bara vesæll sálfræðinemi og það hefur örugglega vísað mér veginn.

Heiða María sagði...

Já, vertu velkominn vesæli sálfræðinemi :) Við vorum öll vesælir sálfræðinemar, og erum sum enn (en úr því á að bæta í júní).