föstudagur, júní 09, 2006

Áhugaverður fyrirlestur

Ég leyfi mér að afrita eftirfarandi texta af vefsíðu Háskóla Íslands. Ég veit því miður ekki alveg hvort ég komist, en þetta er áhugavert engu að síður:

Edward Witherspoon: Hume og Wittgenstein um trú og skynsemi (16.06.2006)

Samræður um trúarbrögðin eftir David Hume eru samfelld árás á möguleika skynseminnar til að komast að niðurstöðum um tilveru Guðs eða eðli. En í lokakaflanum virðist Hume, þótt undarlegt sé, veita svigrúm fyrir trú á grundvelli opinberunar þar sem skynsemin bregst. Hume virðist letja til slíkrar trúar en Wittgenstein, samkvæmt ýmsum túlkunum, hefði fúslega lagt blessun sína yfir hana. Í fyrirlestrinum verður reynt að leggja mat á þessa mismunandi afstöðu Humes og Wittgensteins.

Edward Witherspoon kennir heimspeki við Colgate University í Hamilton, New York, Bandaríkjunum, og hefur verið gestaprófessor við University of St Andrews í Skotlandi. Hann fæst einkum við málspeki, þekkingarfræði og heimspekisögu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Staður: Árnagarður, stofa 201
Vefslóð: http://www.hug.hi.is/page/heim_dagskra

2 ummæli:

baldur sagði...

Þetta er á föstudaginn í næstu viku er það ekki? vestu klukkan hvað hann ætlar að tala?

Heiða María sagði...

Samkvæmt síðunni sem ég vísaði í er málstofan haldin á föstudögum kl. 12:15-13:00 í stofu 201 Árnagarði nema annað sé tilgreint.