þriðjudagur, júní 06, 2006

Góð grein frá honum Geir kunningja mínum

Á blogginu sínu fjallar Geir um rekstrarfyrirkomulag háskólanna. Hér er smá tilvitnun, en ég legg til að fólk lesi greinina í heild sinni:
En aðalatriðið er þetta, að ef ekki er settur töluvert meiri peningur í rekstur háskólanna, þá munu þeir aldrei verða fyllilega samkeppnishæfir við þá erlendu háskóla sem við vildum helst miða okkur við. Og það myndi engu breyta hvort þeir væru hlutafélög eða sjálfseignarstofnanir eða bara ríkisskólar áfram. Án nægilegs fjármagns mega skólarnir sín lítils hvort sem þeir eru sjálfseignarstofnanir eða hlutafélög. Ef yfirvöld ákveða hins vegar að hætta að fjársvelta skólana, þá mun samkeppnisstaða þeirra batna, þótt þeir séu ríkisskólar áfram...

Engin ummæli: