Í dag var ég að vinna í svari um sögu brjóstahaldarans, og las þá einhvers staðar að amerískar konur ættu að jafnaði sex brjóstahaldara, þar af einn sem ekki væri hvítur.
Ég held að íslenskar konur hljóti að vera eitthvað öðruvísi, maður sér eiginlega aldrei hvíta brjóstahaldara. Ég átti lengi vel engan slíkan, en nú á ég reyndar þrjá.
Svo hvað segið þið, hver er ykkar reynsla? Það er mikilvægt að komast til botns í þessu máli. Hehe.
P.S. Útsölurnar eru byrjaðar, vúbbí! Ég ætla sannarlega að kaupa mér brjóstahaldara!
5 ummæli:
Hmm, þetta fer reyndar algerlega eftir skilgreiningu. Ef þú átt við alveg hvítan brjóstahaldara, þá á ég einungis einn, en ef það má vera eitthvað með lit á honum þá á ég nokkra (þ.e. grunnurinn er hvítur en svo er litaður útsaumur).
En ég held að ég missi af útsölunum á næstunni, miðað við það að ég er að fara til lands sem er öllu ódýrara eftir rúmlega tvær vikur ;)
Ég á held ég einn hvítann. Sem ég keypti eimitt þegar ég var að fara að vera í hálfgegnsæjum hvítum bol ;) Ég er yfirleitt með svarta. Þeir passa yfirleitt betur undir. en kannski er það eimitt málið það er meiri sól í BNA þannig að þær eru í ljósari fötum og þá passar betur að vera með ljósa BH... Meðan allt er dimmt og grámyglulegt hér... pæling... :)
Ef ég hef skilið allar útþynntu gamanmyndirnar um unglinga í kynlífsleit rétt, þá eru litaðir brjóstahaldarar, einkum rauðir og svartir, einhvers konar klámvarningur í BNA.
algengasti litur á brjóstahaldara sem karlmenn gefa sínum konum er rauður og algengasti litur á brjóstahaldara sem konur hata er rauður..
skemmtilegar upplysingar í boði Bogga
Ég á svona 50/50 hvíta og svarta og einn svona húðlitan. Málið er kannski það að undanfarið er ég farin að eigna mér meira af ljósum og hvítum toppum, og þá er ekkert voðalega flott að vera í svörtum bh undir.
Skrifa ummæli