fimmtudagur, júní 29, 2006

Brjóstahaldarar

Í dag var ég að vinna í svari um sögu brjóstahaldarans, og las þá einhvers staðar að amerískar konur ættu að jafnaði sex brjóstahaldara, þar af einn sem ekki væri hvítur.

Ég held að íslenskar konur hljóti að vera eitthvað öðruvísi, maður sér eiginlega aldrei hvíta brjóstahaldara. Ég átti lengi vel engan slíkan, en nú á ég reyndar þrjá.

Svo hvað segið þið, hver er ykkar reynsla? Það er mikilvægt að komast til botns í þessu máli. Hehe.

P.S. Útsölurnar eru byrjaðar, vúbbí! Ég ætla sannarlega að kaupa mér brjóstahaldara!

þriðjudagur, júní 27, 2006

GRE sálfræðiprófið

Nú eru niðurstöðurnar úr sálfræði-GRE loksins komnar, eftir að hafa einu sinni týnst í pósti. Mér gekk sem betur fer vel:

Sálfræði: 99% fólks eru með lægri einkunn
Tilraunasálfræði: 99% fólks eru með lægri einkunn
Félagssálfræði: 94% fólks eru með lægri einkunn

Þá er bara reyna að massa GRE almenna prófið í október (yeah right, hef ekkert allt of mikla trú á mér þar, vonandi hef ég rangt fyrir mér) eftir að hafa gengið ekkert sérstaklega vel í því í fyrra skiptið.

laugardagur, júní 24, 2006

Bombay TV

Starring: Heidi Maria and Bjorn Levi
Director: Lilja systir

Best viewed in Internet Explorer.

See Movie.

föstudagur, júní 23, 2006

fimmtudagur, júní 22, 2006

Tölfræðilúðum eins og mér finnst þetta megafyndið


I'm a college student, one of my psychology classes at the University of Oregon is taught by a rather interesting GTF, one section of the class is a refresher of statistical methodology, he thought a rap video would be interesting, watch for statistical references, and it's quite funny.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Útskriftarveislan

Hæ hó
Ég ætlaði bara að minna fólk á útskriftarveisluna mína sem verður á laugardaginn kl. 17. Ég held að ég sé búin að senda öllum sms um hana, en er búin að fá svör frá frekar fáum. Hverjir ætla að mæta í þetta svaka partý?

Kv.Lilja

þriðjudagur, júní 20, 2006

Tenglalistinn

Vek athygli á nýjum tenglum í tenglalistanum: Science Blogs: Brain & Behavior, Conscious Entities, Mind Hacks og svo má ekki gleyma honum Gesti.

Jafnrétti

Ég fór á mjög skemmtilegan en þó heldur niðurdrepandi fyrirlestur Önju Andersson stjarneðlisfræðings um jafnréttismál í vísindum. Hún sýndi svart á hvítu (eða í raun með Bombubendilssýningu) að konur eiga mjög erfitt uppdráttar í vísindasamfélaginu og eru ekki að spila við karlana á jafnréttisgrundvelli.

Eitt lítið dæmi er að gerð var rannsókn þar sem stærðfræðigrein var send út til mörghundruð yfirlesara og þeir beðnir um að gefa henni einkunn. Og þá skipti sko miklu máli hvort höfundurinn var John McKay eða Joan McKay; John skrifaði góða grein að mati yfirlesaranna, en greinin hennar Joan var bara svona í meðallagi. Samt var þetta nákvæmlega sama greinin! Eini munurinn var eitt stykki typpi.

Ég vissi svo sem af svona rannsóknum, en þetta gerir mig samt sorgmædda, að ég þurfi að vera tvöfalt duglegri en einhver karlmaður til að fá sömu viðurkenningu fyrir mín vísindastörf.

mánudagur, júní 19, 2006

sunnudagur, júní 18, 2006

Hin klassíska spurning

"Prófessor Waldorf" fræðir okkur um hvort sálfræði sé raunverulega vísindagrein. Frekar furðulegt allt saman...

þriðjudagur, júní 13, 2006

Það getur komið sér vel að hafa góða heyrn

Nú eru víst unglingar farnir að notfæra sér að hinir fullorðnu heyra illa eða ekkert tóna af mjög hárri tíðni:
Teens are taking their ingenuity to a new level by installing a ring tone with a high-frequency buzz that most adults can't hear so they can use their phones to text-message in classrooms, according to reports in England.


lesa grein|heyra tón

Þrítugsafmæli!

Björn er þrítugur gamall karlfauskur og vill því bjóða öllum sem þekkja hann, þar á meðal rottur, til afmælisteitis á Klúbbnum, Grafarvogi, föstudaginn 16. júní.

Fjölmennum og sýnum gömlum manni stuðning í verki.

mánudagur, júní 12, 2006

Takk Árni Gunnar

...fyrir að skrifa í Moggann í dag um skort á góðri umfjöllun um vísindi í íslenskum fjölmiðlum.

föstudagur, júní 09, 2006

Erlendir gestafyrirlesarar

Svo ég bæti nú við póstinn hér fyrir neðan; af hverju er nær daglegt brauð í heimspekiskor að fá erlenda gestafyrirlesara til landsins þegar slíkt gerist nær aldrei í sálfræði? Þetta er nokkuð sem mér finnst að sálfræðiskor mætti athuga.

Áhugaverður fyrirlestur

Ég leyfi mér að afrita eftirfarandi texta af vefsíðu Háskóla Íslands. Ég veit því miður ekki alveg hvort ég komist, en þetta er áhugavert engu að síður:

Edward Witherspoon: Hume og Wittgenstein um trú og skynsemi (16.06.2006)

Samræður um trúarbrögðin eftir David Hume eru samfelld árás á möguleika skynseminnar til að komast að niðurstöðum um tilveru Guðs eða eðli. En í lokakaflanum virðist Hume, þótt undarlegt sé, veita svigrúm fyrir trú á grundvelli opinberunar þar sem skynsemin bregst. Hume virðist letja til slíkrar trúar en Wittgenstein, samkvæmt ýmsum túlkunum, hefði fúslega lagt blessun sína yfir hana. Í fyrirlestrinum verður reynt að leggja mat á þessa mismunandi afstöðu Humes og Wittgensteins.

Edward Witherspoon kennir heimspeki við Colgate University í Hamilton, New York, Bandaríkjunum, og hefur verið gestaprófessor við University of St Andrews í Skotlandi. Hann fæst einkum við málspeki, þekkingarfræði og heimspekisögu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Staður: Árnagarður, stofa 201
Vefslóð: http://www.hug.hi.is/page/heim_dagskra

fimmtudagur, júní 08, 2006

Belle & Sebastian + Emilíana Torrini

Ég var rétt í þessu að kaupa miða á tónleika þessara snilldartónlistarmanna á NASA 27. júlí. Endilega komið með og drífið ykkur í að kaupa miða.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Vísindablaðamennska

Mér blöskrar alloft umfjöllun íslenskra fjölmiðla um vísindi og fræði, hún er allt of lítið og oft hræðilega illa fram sett og jafnvel röng. Það sem vantar sárlega er nýtt eins árs framhaldsnám í vísindablaðamennsku þar sem fólk með B.A. eða B.S. getur bætt við sig fjölmiðlanámi eða fjölmiðlafræðingar bætt við sig námi í vísindum. Ég skil raunar ekki af hverju þetta er ekki komið í gang og legg til að úr því verði bætt hið snarasta.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Góð grein frá honum Geir kunningja mínum

Á blogginu sínu fjallar Geir um rekstrarfyrirkomulag háskólanna. Hér er smá tilvitnun, en ég legg til að fólk lesi greinina í heild sinni:
En aðalatriðið er þetta, að ef ekki er settur töluvert meiri peningur í rekstur háskólanna, þá munu þeir aldrei verða fyllilega samkeppnishæfir við þá erlendu háskóla sem við vildum helst miða okkur við. Og það myndi engu breyta hvort þeir væru hlutafélög eða sjálfseignarstofnanir eða bara ríkisskólar áfram. Án nægilegs fjármagns mega skólarnir sín lítils hvort sem þeir eru sjálfseignarstofnanir eða hlutafélög. Ef yfirvöld ákveða hins vegar að hætta að fjársvelta skólana, þá mun samkeppnisstaða þeirra batna, þótt þeir séu ríkisskólar áfram...

föstudagur, júní 02, 2006

Þróun dansins

Þetta er æði.
Djöfulli gott

Nick Cave er á leið til landsins. Skrýtið hvernig hann nær að vera svona sexí, þessi ljóti andskoti.