fimmtudagur, janúar 25, 2007

Enn ein spurning til rottanna

Sælt veri fólkið.

Man einhver eftir stúlku sem sagt var frá í því gæðavísindariti Morgunblaðinu um daginn sem var að klára doktorsnám í sálfræði frá Lübeck í Þýskalandi? Hafði örvað heilabylgjur fólks í djúpsvefni sem virtist bæta frammistöðu þeirra á minnisprófum (skv Mogganum allavega). Man einhver eftir þessari stúlku og hvað hún heitir?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var þetta kannski Halla Helgadóttir? Ég las að vísu ekki þennan umrædda Mogga en Halla var í taugasálfræði í Þýskalandi veit ég og þetta gæti vel átt við um hana.
Kv. Vala.

Nafnlaus sagði...

"Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Hægar bylgjur djúpsvefns styrkja minnið, samkvæmt niðurstöðum mastersverkefnis Höllu Helgadóttur í sálfræði. Niðurstöður hennar birtust nýlega í nýjasta tölublaði fræðiritsins Nature."

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1119249

Etv. þessi? Ég amk. sá ekki meira gagnlegt í gagnasafninu...

Jón Grétar sagði...

Takk fyrir þetta, er á leiðinni á bókasafnið að ljósrita greinina hennar úr Nature. Hljómar verulega áhugavert!