þriðjudagur, janúar 30, 2007
Óuppgerð mál
Good times.
mánudagur, janúar 29, 2007
Fyrir um tveimur árum síðan...
Andri, ég sakna þín. Hættu að rotna í Glitni og komdu að rottast.
P.S. Við erum hætt að vera fyndin. Hvar er allt fyndna fólkið?!?
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Enn ein spurning til rottanna
Man einhver eftir stúlku sem sagt var frá í því gæðavísindariti Morgunblaðinu um daginn sem var að klára doktorsnám í sálfræði frá Lübeck í Þýskalandi? Hafði örvað heilabylgjur fólks í djúpsvefni sem virtist bæta frammistöðu þeirra á minnisprófum (skv Mogganum allavega). Man einhver eftir þessari stúlku og hvað hún heitir?
miðvikudagur, janúar 24, 2007
Breyting á saumaklúbb.
Það er smá húsnæðisbreyting. Sökum þess að Heiða er að fara í Ísland í býtið á föstudaginn verður Lordosis + haldið í Rituhólum 9, 111 Reykjavík, en þangað ættu flestir að hafa komið. Sem áður verður saumaklúbburinn haldinn klukkan 20. Þið látið það berast til þeirra sem vilja vita.
Sjáumst þá.
mánudagur, janúar 22, 2007
OK, vá!
sunnudagur, janúar 21, 2007
Lordosis extended útgáfa
Sjáumst!
P.S. Ég er jafnvel að hugsa um að prjóna, megið taka með ykkur alvöru handavinnu ef ykkur sýnist svo.
föstudagur, janúar 19, 2007
Heitar umræður
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Boðin skólavist hjá Brown :-)
þriðjudagur, janúar 16, 2007
Alvöru blaðamennska
Postmodernism Critics claim the term postmodern is merely a polite substitute for "smart-arsed". Post-modernists simultaneously agree and disagree with this analysis in a morally relativistic, smart-arsed sort of way, before disappearing in a puff of irony and reappearing on the panel of a pointless late-night cultural review show aimed at the sort of simpering dick who chuckles politely in theatres each time one of the characters cracks a joke about King Lear or Nietzsche or the French or criticism or politics or architecture or any of the other subjects playwrights like to crack miserably piss-weak jokes about for an audience of several dozen tittering eggheads. In summary, the single most important function of post-modernism is to give medium-wave intellectuals a clever-sounding phrase to masturbate with while the rest of us get on with our lives and ignore them. |
mánudagur, janúar 15, 2007
Fyrir fundinn
Umsókn um skráningu í fyrirtækjaskrá og úthlutun á kennitölu til aðila samkvæmt
4. tl. 2. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá.
Sýnishorn af lögum/samþykktum fyrir félagasamtök.
Sjá nánar á vef Ríkisskattstjóra.
Einnig þurfið þið helst að hafa upphugsað einhvers konar hugmyndir eða drög að reglum félagsins, allavega hugleiða með sjálfum ykkur hvað þið viljið að svona félag geri.
laugardagur, janúar 13, 2007
Fann fjandi góða tónlist
Ég minni að lokum á fundinn á þriðjudag.
fimmtudagur, janúar 11, 2007
Fundarboð
Loksins! Vei!
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Tilvitnun dagsins
~ Will Cuppy, The Decline and Fall of Practically Everybody, 1950
Gunga
Jæja, ég ætla að reyna að hætta þessum veimiltítustælum og hætta að vera hrædd við stóru, ljótu háskólana. Nenni því ekki, er of orkufrekt. Ætla þó að áskilja mér rétt til þess að kvarta undan óþolandi flóknu, dýru og tímafreku umsóknarferli.
Tjú tjú litla lest! I-think-I-can-I-think-I can-I-think-I can...
sunnudagur, janúar 07, 2007
Og Brown
laugardagur, janúar 06, 2007
Hittingur heima
Jú, maður á víst afmæli á sunnudaginn og í tilefni af því verður smá hittingur heima hjá mér á laugardagskvöldið 6. janúar. Ekkert fansí, bara kjallararotturnar í kósífíling heima hjá mér. Ég býð upp á osta og eitthvað fleira sem ég finn í ísskápnum, kannski líka bollu ef ég finn hráefnin í hana. Annars er ykkur velkomið að koma með ykkar eigin drykki.
Það er þá um níu-leytið, laugardagskvöldið 6. janúar að Rituhólum 9 í Breiðholti. Mér þætti vænt um að fá einhverjar upplýsingar um hverjir ætla að mæta, en það er ekki skylda.
Afsakið hvað ég er sein að láta vita, ég er bara nýkomin heim frá Lúxemborg og var varla tengd við netið alla vikuna.
Ég hlakka til að sjá ykkur.
Lilja
föstudagur, janúar 05, 2007
Jæja, smá góðar fréttir
Já, er það?
Maður einbeitir sér á ákveðinn hátt áður en ferlið hefst. Að því loknu tekur við slökun og efnið myndlesið án þess að horfa skýrt á það og augunum er beitt á ákveðinn hátt. Undirmeðvitundin er þannig notuð á meðvitaðan hátt.
Krakkar, þið þurfið bara að fara að verða meðvituð um undirmeðvitundina. Kannski ættu giftir piparsveinar að gera slíkt hið sama, sömuleiðis sofandi uppvakningar...
Undirmeðvitundin notuð á meðvitaðan hátt til lesturs í Fréttablaðinu.
Finndu fimm villur!
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Lag dagsins
þriðjudagur, janúar 02, 2007
Úr Hávamálum
Hrörnar þöll
sú er stendur þorpi á.
Hlýr-at henni börkur né barr.
Svo er maður
sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?
mánudagur, janúar 01, 2007
Ruslpóstur
Annars bara gleðilegt ár allar rottur. Sú fyrsta ykkar til að svíkja nýársheit fær bjór í verðlaun. Nema sigrún sif. Hún fær lífrænt ræktaðan ávöxt ef hún vinnur.
Hið árlega LOTR maraþon
Sjáumst vonandi, og gleðilegt ár :-)