miðvikudagur, september 12, 2007

Kveðjubjór

Sæl, öllsömul.

Ég ætlaði bara að láta vita að ég verð á Café Victor í kvöld (miðvikudag) kl. 7, þannig að þeir sem vilja koma og kveðja mig, eða bara fá sér bjór með mér, eru velkomnir.

Hlakka til að sjá ykkur.
Lilja

miðvikudagur, september 05, 2007

Gullni lundinn

Er þetta ekki aðeins einum of? Fínt og frábært að hér sé kvikmyndahátíð en að kalla verðlaunin gullna lundan er nú eiginlega bara asnalegt. Alveg pínlega augljóst hvað þetta fólk er að reyna að apa eftir Gullna ljóninu í Feneyjum og Gyllta birninum í Berlín. Ég er viss um að The Golden Puffin á eftir að verða jafn eftirsóttur verðlaunagripur og hin dýrin!

mánudagur, júlí 30, 2007

Landflótti

Sælar dúllurnar mínar,

fyrst það brostinn landflótti í liðið fannst okkur Siggu tilvalið að reyna nú að hittast aðeins áður en Rotturnar halda á brott. Því ætlum við að stinga upp á því að halda sameinaðan Lordosis/Pelvic Thrusting fund á Café Victor fimmtudaginn 2. ágúst. Endilega látið vita ef þið komist þann dag og látið fagnaðarerindið berast til þeirra sem ættu að heyra um það.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Mögnuð mynd

Ég ráðlegg öllum sem kíkja á þessa síðu að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Þá komið þið að fyrsta hluta heimildamyndar um það sem er að gerast í múslímaveldinu (hlutarnir eru átta).

Ég er nýbúin að horfa á alla hlutana og er orðlaus. Einnig getið þið smellt hér.

þriðjudagur, júní 12, 2007

Liverpool baby!!

Hæ, hæ

ég vildi bara láta vita að ég er loksins, LOKSINS komin með svar frá Liverpool.

ÆM IN!!

Áætluð brottför, 16. september!!

mánudagur, júní 04, 2007

þriðjudagur, maí 29, 2007

Fyrst ég er að blogga

Var að sjá þetta á Moggavefnum.

Spurning um að taka svona kapphlaup niður Esjuna?

Fólk er ekki í lagi!

GAHHHHHH!

Hva, eru bara allir dauðir á þessari síðu??

Ég hef svo sem ekki frá neinu merkilegu að segja, mér datt bara í hug að bæta við nýju bloggi til að sýna að síðan er ekki alveg dauð.

Ein fullkomlega tilgangslaus staðreynd:

Ég dýrka Top Gear þættina. Finnst alveg yndislegt að þarna úti í Bretlandi eru þrír karlmenn sem geta eytt smá formúgu í að búa til sex sæta blæjubíl, fótboltalið með 22 bílum og risastórum bolta, límosínu búna til úr smábíl og alls kyns vitleysu tengda bílum.

Koma svo, hverjir eru lifandi?

miðvikudagur, maí 16, 2007

Kirk Cameron sannar tilvist Guðs

Þetta er nokkuð athyglisvert...

Frjáls vilji fundinn!

Takið eftir þessu:
"Brembs segir að í ljós hafi komið að hreyfingar fluganna hafi ekki verið algjörlega tilviljanakenndar, heldur hafi ferðir þeirra fylgt mynstri sem hljóti að eiga rætur í uppbyggingu heilans."

Samt segir nokkrum línum ofar:
"Án nokkurra ytri áreita breytir ávaxtafluga um stefnu, og segir vísindamaður að þetta bendi til þess að frjáls vilji sé til"

Vona að manninum sé ekki illt í andanum líka!

laugardagur, maí 12, 2007

Viðtal við Moggann

Það er viðtal við mig í Mogganum í dag út af Fulbright-styrknum, alveg ágætt viðtal, nema að undir myndinni stendur að ég heiti Heiða Sigrún. Gah!

Til hamingju

Til hamingju með afmælið Andri klandri. Ég var aðeins of sein að skrifa þennan póst, komið yfir miðnætti, en allavega til lukku.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Holl lesning á Krebinu

Raggi fjallar um syndir ríkisstjórnarinnar á Krebinu.

Spálíkan Heiðu Maríu


Þetta er gert út frá könnunum Fréttablaðsins, Capacent og Félagsvísindastofnunar síðustu daga; tölurnar frá 9. eru meðaltal úr tveimur könnunum. Trendlínan er eftir annars stigs jöfnu. Töff og nördó í boði Heiðu.

Rottugleði

Frá Andra Fannari tæknifatlaða:

Kosningagleði hjá Andra á laugardaginn, komið að rottast.

Sála

þriðjudagur, maí 08, 2007

Crazy

Inspector gadget?

Veistu ekki hvað þú átt að kjósa?

Stutt könnun

http://xhvad.bifrost.is/

Ég fékk að skoðanir mínar væru í mestu samræmi við Vinstri Græna, sem er niðurstaða sem ég bjóst ekki við. Hvað segið þið hin?

mánudagur, maí 07, 2007

Imogen Heap tekur sóló

Töff sóló með söng- og klapplúppum.

Tilvitnun dagsins

The fact that a believer is happier than a skeptic is no more to the point than the fact that a drunken man is happier than a sober one.
-- George Bernard Shaw

Michael Shermer frá Sceptic Society

Why do people see the Virgin Mary on cheese sandwiches or hear demonic lyrics in "Stairway to Heaven"? Using video, images and music, professional skeptic Michael Shermer explores these and other phenomena, including UFOs and alien sightings. He offers cognitive context: In the absence of sound science, incomplete information can combine with the power of suggestion (helping us hear those Satanic lyrics in Led Zeppelin). In fact, he says, humans tend to convince ourselves to believe: We overvalue the "hits" that support our beliefs, and discount the more numerous "misses."

Á TED Talks.

föstudagur, maí 04, 2007

Skottulækningar

Ég verð nú bara hrædd þegar ég les svona. Það er sök sér að fólk láti glepjast af skottulækningum ýmiss konar en annað að leggja til að almennar skatttekjur fari í svoleiðis rugl.

fimmtudagur, maí 03, 2007

SATÍS Journal

Eins og einhverjir vita eru Samtök áhugafólks um atferlisgreiningu á Íslandi (Satís) að plana ritrýnt tímarit um atferlisgreiningu á íslensku og ég er einn af þeim sem er að koma þessu á koppinn. Stefnt er á að koma blaðinu út í lok ársins eða byrjun næsta og gefa það á netinu eins og tíðkast núna hjá Cambridge Center for Behavioral Studies, sjá http://www.behavior.org/journals%5FBP/

Var því að pæla hvort einhver rottanna eða aðrir lesendur þessarar síðu hefðu ábendingar um greinar eða höfunda sem við gætum leitað til (so far höfum við the Usual Suspects í sigtinu, kennarana við deildina en viljum fara víðar). Þannig ef einhvert ykkar er með atferlisrannsókn, lokaverkefni eða annað þvíumlíkt sem mætti birta þarna, endilega látið mig vita annað hvort hér á kjallararottum eða sendið mér mail.

Langar líka sérstaklega að biðja Baldur um að skrifa grein sem á að vera í lið sem við viljum kalla „Um hugtök" eða eitthvað álíka. Gætir þú Baldur lagt út frá færslunni frá 9. mars 2006 þar sem þú svarar snilldarlega gagnrýni á skilgreiningunni á hugtakinu styrkir?
http://kjallararottur.blogspot.com/2006/03/rkvillur.html#comments
Greinin þarf ekki að vera löng, tvær til þrjár blaðsíður geta dugað í svona lið í þessum blöðum en henni er velkomið að vera lengri og viðameiri.

Allar aðrar ábendingar og athugasemdir eru einnig vel þegnar.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Eftirlit með fréttum

Sælt veri fólkið

Eins og svo oft áður og svo margir aðrir þá er ég frekar pirraður á fréttaflutningi af vísindum á mbl.is og Morgunblaðinu. Við höfum reynt að kommenta á fréttirnar, senda bréf til ritstjórans en ekkert virðist duga og ekki er þetta að batna eins og sjá má á viðhorfi KGA um gen. Þar hélt hann því fram að norskir vísindamenn hefðu uppgötvað að kannski væru ekki til gen. Það sem hann gerði var að mislesa norska vefinn þaðan sem hann virðist fá allar sínar upplýsingar. Ég ætla ekki að fara í smáatriði, skoðið frekar athugasemdirnar á vefnum hans. http://kga.blog.is/blog/kga/

Nýjasti pistillinn er svo um "ritskoðun" en það er álit hans á því að vísindamenntað fólk ætti að skrifa um vísindi. Það er nokkuð ljóst að KGA fylgir þeirri ágætu heimspekistefnu póst módernisma sem því miður hefur verið nær algerlega gerð brottræk úr vísindum (undantekninguna er því miður að finna í sálfræði, atferlisfræði nánar tiltekið, í því sem kallast Relational Frame Theory).

Ég vill leggja eftirfarandi tillögu fyrir rotturnar: Við stofnum moggablogg og í hvert sinn sem inn dettur dularfull frétt um vísindi tengjum bloggið við fréttina eins og hægt er að gera. Allir sem áhuga hefðu myndu vera með aðgang að moggablogginu. Fyrirkomulagið yrði þá þannig að ef ég myndi vilja svara ákveðinni frétt myndi ég búa til svarið, senda á þá sem taka þátt, þeir myndu svara (peer review/ritskoðun) og eftir það myndi ég pósta svarið við greininni á bloggið. Það sem helst þyrfti að gera væri að benda á aðferðafræðilega galla í rannsóknum eða fréttum af rannsóknum, misskilning á hugtökum sem fram koma í fréttinni og svo túlkanir á afleiðingum tilraunanna eða næstu skrefum ("kortlagning ástarinnar lokið innan 5 ára").

Allavega, látið mig vita hvað ykkur finnst. Kannski er þetta bara eins og lemja hausnum við steininn og algerlega tilgangslaust :p

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Í nafni trúarinnar

Hvernig haldið þið að lífið væri ef allir höguðu sér eins fáránlega og mennirnir í þessari frétt?

Ég yrði brjáluð að þurfa að sitja aftast í strætó, bara út af einhverri trúarskoðun. Síðan segir fólk að það sé komin 21. öldin!

Það er greinilegt að sumir búa ennþá á miðöldum.

föstudagur, apríl 13, 2007

Afmælispartý...

Rottumyndband fyrir kjallararotturnar

Rakst á þetta á CuteOverload, sem er snilldarsíða líka á svona dimmum og drungalegum dögum.

Kv.

Fræðakvöld Res Extensa 17. apríl

Res Extensa, félag um hug, heila og hátterni, býður alla velkomna á fyrsta fræðakvöld félagsins. Fræðakvöldið verður haldið þriðjudaginn 17. apríl á efri hæð Café Victor (Hafnarstræti 1-3), og hefst það kl. 20:00. Á fræðakvöldinu getur fólk hlýtt á áhugaverða fyrirlestra í afslappaðri stemmningu. Þeir sem vilja geta að sjálfsögðu keypt sér mat og drykk á Café Victor.

Fyrirlesarar að þessu sinni eru þau Karl Ægir Karlsson og Margrét Dóra Ragnarsdóttir. Karl Ægir er Ph.D. í hugrænum taugavísindum og atferlistaugavísindum (e. Cognitive and Behavioral Neuroscience), og er lektor við Háskólann í Reykjavík. Hann flytur fyrirlesturinn: "Er svefn nauðsynlegur?" Margrét Dóra er B.A. í sálfræði og M.Sc. í tölvunarfræði. Hún starfar sem nytsemisfræðingur og er aðjúnkt í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Fyrirlestur Margrétar Dóru nefnist: "Að vera notalegur: Hvað gera nytsemisfræðingar?"

Við vonumst til að sjá sem flesta á Café Victor næsta þriðjudag.

Reimar

Rakst á síðuna hans Reimars á Moggablogginu ef þið viljið kíkja.

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Hálfvitar og aðrir hörmungaaðilar

Ég fékk ábendingu um að kíkja á þessa síðu.

Athyglisverðar setningar á síðunni eru t.d.:

"HIV er skaðlaus farþegavírus!" (ætli alnæmissjúklingar séu sammála?)

"Kvef, flensa, hiti eru afleiðing af skyndilegri eitrun úr umhverfinu þar sem hvítur sykur er algengasti sökudólgurinn." (Já, þess vegna geymi ég sykurkarið í skápnum með varúðarmerkingunni "Varúð, gæti valdið veikindum!")

Ég ráðlegg öllum sem hafa snefil af skynsemi og skopskyni að kíkja á þetta og endilega koma aftur hingað og ræða málið. Við höfum ekki haft almennilegar umræður hérna á síðunni í lengri tíma.

miðvikudagur, apríl 11, 2007

AMMLI AMMLI AMMLI

Kæru rottur.
Mér sýnist ekki ætla að verða af endurfundunum hjá Andra núna um helgina :(
En það þýðir ekki að helgin verði alslæm!!! Ég ætla nefnilega að halda upp á ammlið mitt á sunnudaginn og ykkur kæru rottur er boðið :)
Partýið byrjar kl. 16.00 og verður haldið hjá móður minni í Grafarvoginum (hún er með betri bökunaraðstæðu).
Það er í fínasta lagi að mæta þunnur og ógeðslegur, en sjaldan er eins gott að borða vöfflur og kökur og þegar maður er þunnur :)

Sjáumst á sunnudaginn.
Sigga

þriðjudagur, apríl 10, 2007

13th European Skeptics Congress 2007

Hélt kannski að rotturnar hefðu áhuga á þessu. Hinir rammkaþólsku írar eru gestgjafar ráðstefnu efasemdarmanna. Skemmtilega kaldhæðið. Held að þetta gæti orðið hreint ágætis afsökun fyrir hópferð til Írlands, ég skal vera fararstjóri!

föstudagur, apríl 06, 2007

Framskein, jaðarmarktekt og frontal

Þessi færsla er sett inn fyrir Andra Fannar þar sem hann er eitthvað tæknifatlaður, hehehe. ;-)


Ágætu rottur

Það eru margir mánuðir síðan ég skrifaði eitthvað á síðuna (æji eitthvað skemmtilegt...deilur, fatlaði satan, karlamál lilju, friðsöm móðir í breiðholti).

Það eru e-veginn eins og það séu tíu ár (eða e-ð af þeim toga)...

-síðan við Vaka vorum blindfull heima að drekka rauðvín, hlutsta á Led Zeppelin og flott rok (Ok, það var Sher*l Cr*w, álfurinn setta hana á, ) og elda stolnum kjúklingi (úr partýi hjá nemenda mínum - annað mál, Vaka, mannstu eftir self-efficacy lagið sem ég samdi um álfinn minn þegar við lærðum fyrir vinnusálfræði?) Og ætli myndalegi HAGFRÆÐINGURINN sé enn með pýramida Maslows í rassgatinu? Þú og Austuríski Beckham geta þakkað mér fyrir að þið séuð saman þar sem ég sá um að eyðileggja alla sénsa hjá.

- síðan maður kom með "djöfull tók ég stóran frontal, ég geri þetta aldrei aftur" sögu á hverjum mánudegi til Magga Blö, sem ráðlagði manni alltaf að gera það sem maður svo gerði ekki (Það er enn lengra síðan maður hefur séð Blöndahlin á Blöndahlnum...)

- síðan maður heyrði Jón Grétar tjá ást sína á mentalískri sálfræði (fyrirsögnin "rúnk" styrkti jákvæða hjartsláttarHEGÐÚÚÚN hjá mér)

-Síðan við Sigga var í bolnum með engum brjóstarhaldara heima í tvo daga þangað til frontalinn hann kjartan eyðilagði það með því að segja henni það

-Síðan við Heiða María unnum saman í rannsókn í félagslegri og þáttagreindum runkið okkar í 2 vikur án þess að fá nokkurn skapaða hlut (við redduðum því með aðhvarfsgreiningarlíkani sem hafði skýrða dreifingu upp á fylgi framsóknar (5%) og þúsund samvirknibreytum) Og rifumst allan tímann...

-Síðan við Baldur ræddum um intentionality. (Og hittum Ölfu, brandarinn - Alfa, ertu ekki áreiðanleg , var jafn fyndinn í 10 skiptið, í alvöru - við verðum að hringja í allar Ölfur og spyrja að þessu).

-Síðan að Lilja var með gaurnum sem sat í hugleiðslu í Animu-herbergi (og var DJ í ónefndri stúlku sem var ekki í ónefndum brjóstarhaldara) og ætlaði að gerast draugasálfræðingur.

-Síðan maður heyrði ýmislegt af hæðinni fyrir ofan (helvítis barþjónninn af Rauða ljóninu, svo hitti maður kvikindið daginn eftir í lyftunni, brosandi.) og Amma kvartaði undan látum þegar við vorum þrjú að læra fyrir klínuna.

-Síðan Boggi talaði við fólk um alvöru peyja og lundaveiðar á 19,3 glasi - og ætlaði bjóða manni með sér (klikkaði aldrei).

-Síðan FATLAÐI SATAN var íbyggið skákforrit (í Dennettískum skilningi)...Og það var kattarhland í konfektkassa sem helltist yfir allt gólfið og kattaskítur í rúminu (í viðbjóðslegum skilningi)

-Síðan Binni bauð mér Malibu í kók á árshátíðinni...Og benti á 2 lítra kók flösku í kennslutíma.

-Síðan Guðfinna slökkti alltaf á Fatty til að setja Britney Spears á (hvað var það?)

-Síðan Helga var þunglynd í prófunum (klikkaði aldrei, alltaf í prófunum)

-Síðan "þú stekkur ekki á mig og kyssir mig núna, kisi" (greimó...)

-Síðan Kjartan Smári fékk snípatuttan gullkjól og kollu - og var meiri leoncie en leoncie sjálf - að syngja í þætti hjá Dr. Fífli. Síðan fundurinn var um heiðursgestinn á árshátíðinni (dorritt)

-Síðan hugtökin: Snjalli Mongolíti, rjómaterta, frontal, ÁLFURINN, rúnk, mong, S-Delta (hver man ekki eftir henni) HEGÐÚÚÚN, HNEYYYYKSLI, skeina sér, Líður illa INNNN Í MÉÉÉR, Smá Bónus og framskein voru hluti af daglegum orðaforða.

-Síðan maður heyrði "hver kenndi þroskaheftum að reima skóna" ræðuna í 10 skiptið í sögunni (og Kjartan spurði, munið, í síðastu tímanum, "voru það húmanistar") Því fékk sá kennari réttilega nafnið Reimar.

Nú er það e-veginn þannig að maður er orðinn gamall og þarf að haga sér (og skeina sér). Maður hættur að geta sagt rúnk þegar fólk er að bullshita (rúnk er nú orðið "þetta er mjög áhugavert sjónarmið. Ég vil endilega heyra frá þér frekar um þetta við tækifæri ....). Nú getur maður ekki mætt þunnur eða fullur í vinnu (eða haft viskí í skápnum sínum). Maður er orðinn eins og viðskiptafræðingarnir með pýramída maslows í rassgatinu (eða þar um bil). Svona einskonar viðbjóður sem fer í vinnu í jakkafötum, kaupir sér jeppa, hlustar a fm og heldur að helstu heimspekilegar hugsanir allra tíma séu "hver vinnur x-factor?" "hvort kom á undan, hænan eða kjúklingabringa í Bónus?" "er homeblest virkilega jafngott báðu megin?"

Ágætu rottur. Það er einungis til ein lausn á þessu. Í apríl mun ég halda rottupartý. Það verður einungis rætt um sálfræði. Álfurinn verður á staðnum. Skilyrði að við verðum viðbjóðslega full og horfum á Dr. Fífl myndbandið. Allar rottur mæta.

Dagskrá:
1) Fordrykkur: Volgur Tuborg úr Animu Skápnum
2) Skemmtiatriði: Heiða María tekur atriðið "ég hef ekki lært neitt" fyrir utan prófstofu í lokaprófi. Vaka tekur "Catonic" dans með póstmódernísku ívafi.
3) Aðalréttur: Jumbó Samloka, með klesstum majones viðbjóði í miðjunni úr Kaffistofu odda eða "Stóri Snæðingur" með kjötfarsi, ónýtu káli og ókrydduðum frönskum úr BSÍ.
4) Skemmtiatriði: Jörgen Pind tekur lagið: "Sá-Sá-Sá-Sáli" (kjallara rem-ix með miðlægum loknefhljóðum, uþb 1500h)
5) Skemmtiatriði: "Villtu sjá outputið mitt?" Valin leikþáttur úr "Marktekt, hözzlaðferðir fyrir fyrsta árs nema".
6) Eftirréttur: Fyrrnefnd samloka hituð upp í örbylgjuofninum sem var "efni til frekari rannsókna: 9,5" í mannfræði.
7) Skemmtiatriði: Amma kvartar undan látum um 10:30.

Eigum við ekki að kýla á þetta?

þriðjudagur, apríl 03, 2007

TEDTalks

Frábær síða sem ég var að finna:
Each year, TED hosts some of the world's most fascinating people: Trusted voices and convention-breaking mavericks, icons and geniuses... Each week, we'll release a new talk, in audio and video, to download or watch online.

fimmtudagur, mars 29, 2007

Seinni tónleikarnir

Minni á að seinni Ljóslifandi tónleikarnir eru í kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík og byrja þeir kl:20:00. Þar spila Múm, Pétur Ben og Ólög Ragnars.
Miðaverð er 1200 krónur

Sjá auglýsingu hér

miðvikudagur, mars 28, 2007

Ze Frank

Hafið þið heyrt um hann? Maðurinn er einhvers konar latent snillingur, kann ekki að skilgreina það nánar. Sjáið þið bara sjóvið:

the show with zefrank

the show with zefrank

Meira á ZeFrank.com.

mánudagur, mars 26, 2007

Tilvitnun dagsins

My name is Inigo Montoya. You killed my father. Prepare to die!
Úr The Princess Bride.

föstudagur, mars 23, 2007

Rúnk

Þakka Jöru fyrir að benda á þetta...

Enn og aftur um fréttaflutning Moggans

Á mbl.is í dag má sjá þessa frétt um áhrif kaffineyslu á blóðþrýsting:
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1260560
Þarna segir að ný rannsókn bendi til að koffínneysla auki ekki blóðþrýsting hjá hraustu fólki. Þar sem prófessor deildarinnar hér er mikill kaffirannsóknarmaður vakti þetta áhuga minn og ég fann abstraktinn af þessari grein í The American Journal of Clinical Nutrition hér:
http://www.ajcn.org/cgi/content/abstract/85/3/718

Áður en ég fer að röfla vill ég benda á að fréttamaður Moggans segir að rannsóknin „bendi til" og forðast staðhæfingar um algild sannindi sem er gott og virðist vera breyting frá því sem áður var. Einnig segir að höfundar rannsóknarinnar hafi tekið fram að „áhrifin hafi verið lítil". Veit ekki hvað er átt við þessu, hvort þetta sé yfir höfuð lítil áhrif eða hvort að þetta sé tölfræðilega marklaust. Þetta gæti verið einhver villa úr norskri þýðingu.

Endilega leiðréttið mig ef ég tók vitlaust eftir, en mér sýnist sem þessi rannsókn sé algerlega bandspólandihandónýt ef litið er til aðferðafræðinnar rétt eins og flestar kaffi/koffín greinar og rannsóknir sem við sjáum. Þeir taka grunnlínu sem er gott og gilt en venja fólk aldrei af kaffinu áður en þeir mæla :„Nú er mál að mæla".
Þetta er álíka aðferðafræði eins og að vera með hóp af kókaínfíklum, mæla líðan þeirra, taka svo af þeim kókaínið og sjá hvað þeim líður illa, láta þá aftur fá kókaín og segja: „Vá, kókaín er hollt!!" En þetta er víst viðvarandi vandi í koffínrannsóknum, flestar eru fjármagnaðar af Nestlé eða álíka koffínrisum og þá vill stundum rétt aðferðafræði gleymast.

Kannski hefði ég átt að setja þetta inn á res extensa, en ég man ekki lykilorðið mitt og get ekki sett þetta þar.

mánudagur, mars 19, 2007

Topp 3 tónlistarmyndir


  1. Almost Famous: Þegar ég sé þessa mynd langar mig að a) vera í hljómsveit og b) hafa verið uppi á mitt besta á 8. áratugnum.
  2. High Fidelity: Myndin er góð, bókin er jafnvel betri. Bókin skal lesin með klassískt rokk í bakgrunni, algjört möst. Bresk kaldhæðni í hæsta gæðaflokki.
  3. School of Rock: Pjúra feel-good mynd. Manni líður vel INNI Í SÉR eftir að hafa horft á þessa mynd. Jack Black fer á kostum.

Ef þið hafið aðra skoðun eða finnst ég vera að gleyma einhverju, endilega látið vita.

þriðjudagur, mars 13, 2007

Boðspenna

Afar skemmtilegt myndband um boðspennu



Hey svo var ég að spá í að halda upp á sameiginlegt afmælið mitt og Skinners á laugardaginn næsta með smá teiti hérna heima á görðunum! það væri gaman að fá rottur í það partý! svo ykkur er formlega boðið!

Heyrðu já mæting bara upp úr átta eða níuleytið... og það væri ljúft ef fólk myndi kannski staðfesta komu sína hérna í kommentinu.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Fleiri gullaldarlög

Fyrirgefiði að ég sé að yfirflæða bloggið með lögum. Svona er það þegar maður á að vera að lesa greinar...







Nokkur lög af Woodstock








Hey Joe var síðasta lagið á Woodstock '69.

föstudagur, febrúar 16, 2007

Lag dagsins

Reyndar var ég eiginlega búin að velja lag dagsins, en hér er annað sem ég vissi hreinlega ekki að væri með Jefferson Airplane. Frábært lag engu að síður. Stundum vildi ég óska þess að ég hefði verið uppi á þessum tíma, hefði örugglega misst mig í tónlist.

Stalker í afneitun

Heiða Dóra/Heiða hin/LHD samdi, spilaði og söng skemmtilegt lag sem mig langar að benda fólki á, og má finna á MySpace-síðunni hennar. Þetta er ég búin að vera sönglandi í allan dag. Ekki laust við að hún taki nokkra Súkkat-takta þarna. Smá brot svo úr textanum:
Heimasíðan þín er ekkert fyndin.
Ég veit það -- ég les hana oft á dag.
Hlæ að bröndurunum fyrstu sjö skiptin,
en síðan alls ekkert eftir það.
Ég held að þú sért hommi
fyrst að þú vilt mig ekki.

Vonandi fer ég rétt með þetta.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Til að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll

Það var ekki ég sem kærði prófið í lífeðlislegri sálfræði fyrir nokkrum árum, og það var heldur ekki Heiða Dóra. Ég er enn að heyra þessa sögu af og til og ég skil ekkert hvaðan hún kom.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Ég og heilinn minn


Þetta er uppáhaldslagið mitt í undankeppni Júróvisjón, enda heitir söngkonan Heiða og syngur um heilann. Þarf varla að koma á óvart, er það?

Good Day, Mr. Kubrick...


Meira sækó stöff.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Orðið snar hefur öðlast nýja merkingu.

Ég veit ekki um ykkur, en ég held það sé full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af þessu fólki. Það er ekki fullfrískt.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Komin með síma!!!

Loksins, loksins, segja eflaust sumir. Margir búnir að kvarta og skamma mig fyrir að hafa engan síma í margar vikur. Númerið er hið sama: 695-6845. Einnig vil ég biðja fólk um að senda mér sms með númerunum sínum þar sem ég hef engin númer í minninu lengur.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Heilaþveginn af sníkjudýri

The carpenter ant in the picture on the left (genus Campanotus), and the bullet ant in the first film clip below (Paraponera clavata), have fallen victim to parasitic fungi of the genus Cordyceps, which manipulate the behaviour of their host in order to increase their own chances of reproducing.

Sjá meira á Neurophilosophy.

Þar hafið þið það

You scored as Scientific Atheist. These guys rule. I'm not one of them myself, although I play one online. They know the rules of debate, the Laws of Thermodynamics, and can explain evolution in fifty words or less. More concerned with how things ARE than how they should be, these are the people who will bring us into the future.


Scientific Atheist

83%

Agnostic

58%

Apathetic Atheist

42%

Spiritual Atheist

33%

Militant Atheist

25%

Angry Atheist

25%

Theist

17%

What kind of atheist are you?
created with QuizFarm.com

laugardagur, febrúar 03, 2007

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Alltaf stutt i húmorinn

Hvað segiru Heiða mín vantar alveg glens á síðuna?

Óuppgerð mál

Nú eru liðin tvö ár og ég held að Heiða Dóra og Andri Fannar hafi aldrei klárað umræðuefnið hvort fatlaðra-satan sé íbygginn og ef svo er hvort hann sé góður í skák. Og er Andri farinn að lykta eins og Aszit? Ég er líka alltaf að bíða eftir bókinni hans: "I Found Spinoza: Urine and negative emotions.

Good times.

mánudagur, janúar 29, 2007

Fyrir um tveimur árum síðan...

Hér er eldgömul færsla frá Andra Fannari og hún er bara einum of fyndin. Mæli með að allir kíki á.

Andri, ég sakna þín. Hættu að rotna í Glitni og komdu að rottast.

P.S. Við erum hætt að vera fyndin. Hvar er allt fyndna fólkið?!?

Áhrif eiturlyfja á heilann

Fært í teiknimyndabúning hér.

Bestu greinarnar

Vísindamenn kjósa bestu greinarnar á síðunni BioWizard.

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Enn ein spurning til rottanna

Sælt veri fólkið.

Man einhver eftir stúlku sem sagt var frá í því gæðavísindariti Morgunblaðinu um daginn sem var að klára doktorsnám í sálfræði frá Lübeck í Þýskalandi? Hafði örvað heilabylgjur fólks í djúpsvefni sem virtist bæta frammistöðu þeirra á minnisprófum (skv Mogganum allavega). Man einhver eftir þessari stúlku og hvað hún heitir?

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Breyting á saumaklúbb.

Sælar kjallararottur.

Það er smá húsnæðisbreyting. Sökum þess að Heiða er að fara í Ísland í býtið á föstudaginn verður Lordosis + haldið í Rituhólum 9, 111 Reykjavík, en þangað ættu flestir að hafa komið. Sem áður verður saumaklúbburinn haldinn klukkan 20. Þið látið það berast til þeirra sem vilja vita.

Sjáumst þá.

mánudagur, janúar 22, 2007

OK, vá!

Þetta er svo yndislega asnalegt og æðislegt í senn. Neurotree: The Neuroscience Family Tree. Þarna getur maður rakið "ættir" fræðimanna, það er X lærði hjá Y sem lærði hjá Z o.s.frv. Brill.

sunnudagur, janúar 21, 2007

Lordosis extended útgáfa

Það er alveg kominn tími á saumaklúbbinn okkar, Lordosis. Þar sem við erum voða fáar núna rottustelpurnar langar mig gjarnan að bjóða strákarottum líka. Þetta verður þá heima hjá mér í Miðhúsum 42 á fimmtudaginn kl. 20:00. Látið vita hér hvort þið komist.

Sjáumst!

P.S. Ég er jafnvel að hugsa um að prjóna, megið taka með ykkur alvöru handavinnu ef ykkur sýnist svo.

föstudagur, janúar 19, 2007

Heitar umræður

Ég bendi að gamni á að heitar umræður eru í svörum við færslunni hér fyrir neðan um "almennilega blaðamennsku".

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Boðin skólavist hjá Brown :-)

Með einu skilyrði: Að ég heimsæki prógrammið. Hehe. Ég fer út í lok febrúar, verður örugglega bara skemmtilegt.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Alvöru blaðamennska

Rosalega væri gaman ef það væri almennilegt dagblað á Íslandi eins og Guardian í Bretlandi. Þar birtist þessi færsla í IgnopediA, pistli sem birtist reglulega í G2 (það sem Tímarit Morgunblaðsins er að rembast við að herma eftir):


Postmodernism
Everyone vaguely understands what "postmodernism" is, yet no one actually knows what it means. Close your eyes and toss a shoe across the room and the chances are you'll hit something postmodern, especially if you're a saddo with a house full of po-faced furnishings.

Critics claim the term postmodern is merely a polite substitute for "smart-arsed". Post-modernists simultaneously agree and disagree with this analysis in a morally relativistic, smart-arsed sort of way, before disappearing in a puff of irony and reappearing on the panel of a pointless late-night cultural review show aimed at the sort of simpering dick who chuckles politely in theatres each time one of the characters cracks a joke about King Lear or Nietzsche or the French or criticism or politics or architecture or any of the other subjects playwrights like to crack miserably piss-weak jokes about for an audience of several dozen tittering eggheads.

In summary, the single most important function of post-modernism is to give medium-wave intellectuals a clever-sounding phrase to masturbate with while the rest of us get on with our lives and ignore them.

mánudagur, janúar 15, 2007

Fyrir fundinn

Allir sem vilja eru velkomnir á fundinn á morgun. Ég býst við að hann verði frekar afslappaður. Ég vil þó biðja ykkur um að kynna ykkur aðeins þessi eyðublöð um stofnun félagasamtaka:

Umsókn um skráningu í fyrirtækjaskrá og úthlutun á kennitölu til aðila samkvæmt
4. tl. 2. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá.


Sýnishorn af lögum/samþykktum fyrir félagasamtök.

Sjá nánar á vef Ríkisskattstjóra.

Einnig þurfið þið helst að hafa upphugsað einhvers konar hugmyndir eða drög að reglum félagsins, allavega hugleiða með sjálfum ykkur hvað þið viljið að svona félag geri.

laugardagur, janúar 13, 2007

Fann fjandi góða tónlist

Hraun heitir hljómsveitin og ég rakst á hana á MySpace. Spila kokkteil af Nick Drake, Will Oldham og einhvers konar pönki. Reyndar ekki allt í sama laginu. Mæli með "Clementine".

Ég minni að lokum á fundinn á þriðjudag.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Fundarboð

Boðað er til fundar kl. 20 á Café Victor, þriðjudaginn 16. janúar. Markmiðið með fundinum er að ganga frá stofnun nýs félags um hug, heila og hátterni. Ræðið endilega í athugasemdum við þessa færslu.

Loksins! Vei!

Á næstu fimm árum munu framlög ríkisins til rannsókna í Háskóla Íslands þrefaldast. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum samningi HÍ og menntamálaráðuneytisins sem undirritaður var í dag. Sjá nánar í vísindafréttum á Vísindavefnum.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Tilvitnun dagsins

"Aristotle taught that the brain exists merely to cool the blood and is not involved in the process of thinking. This is true only of certain persons."

~ Will Cuppy, The Decline and Fall of Practically Everybody, 1950

Gunga


Jæja, ég ætla að reyna að hætta þessum veimiltítustælum og hætta að vera hrædd við stóru, ljótu háskólana. Nenni því ekki, er of orkufrekt. Ætla þó að áskilja mér rétt til þess að kvarta undan óþolandi flóknu, dýru og tímafreku umsóknarferli.

Tjú tjú litla lest! I-think-I-can-I-think-I can-I-think-I can...

sunnudagur, janúar 07, 2007

Og Brown

Brown University vill líka fá mig í viðtal :-) Gott mál. Vilja líka fá mig í símaviðtal eða einhvern fjandann á næstu dögum. Andskotinn. Stundum langar mig bara að leggjast undir sæng og fara ekkert þaðan aftur. É'hrædd :-(

laugardagur, janúar 06, 2007

Hittingur heima

Hellúú, allir

Jú, maður á víst afmæli á sunnudaginn og í tilefni af því verður smá hittingur heima hjá mér á laugardagskvöldið 6. janúar. Ekkert fansí, bara kjallararotturnar í kósífíling heima hjá mér. Ég býð upp á osta og eitthvað fleira sem ég finn í ísskápnum, kannski líka bollu ef ég finn hráefnin í hana. Annars er ykkur velkomið að koma með ykkar eigin drykki.

Það er þá um níu-leytið, laugardagskvöldið 6. janúar að Rituhólum 9 í Breiðholti. Mér þætti vænt um að fá einhverjar upplýsingar um hverjir ætla að mæta, en það er ekki skylda.

Afsakið hvað ég er sein að láta vita, ég er bara nýkomin heim frá Lúxemborg og var varla tengd við netið alla vikuna.

Ég hlakka til að sjá ykkur.
Lilja

föstudagur, janúar 05, 2007

Jæja, smá góðar fréttir

Columbia (Neurobiology & Behavior) vill fá mig í viðtal. Yfir 300 sóttu um en aðeins 30 eru boðaðir í viðtal, svo þetta er áfangi út af fyrir sig. Lítur því út fyrir að ekki sé allt of langt í aðra ferð mína til Bandaríkjanna.

Já, er það?

Jóna Björg Sætran, M.Ed. segir:
Maður einbeitir sér á ákveðinn hátt áður en ferlið hefst. Að því loknu tekur við slökun og efnið myndlesið án þess að horfa skýrt á það og augunum er beitt á ákveðinn hátt. Undirmeðvitundin er þannig notuð á meðvitaðan hátt.

Krakkar, þið þurfið bara að fara að verða meðvituð um undirmeðvitundina. Kannski ættu giftir piparsveinar að gera slíkt hið sama, sömuleiðis sofandi uppvakningar...
Undirmeðvitundin notuð á meðvitaðan hátt til lesturs í Fréttablaðinu.

Finndu fimm villur!

Þegar ég var lítil fannst mér rosa gaman að leysa svona þrautir þar sem maður átti að finna villurnar. Nú er komin önnur útgáfa af þessu sívinsæla viðfangsefni. Taktu bara einhverja frétt íslenskra fjölmiðla um vísindi og reyndu að finna fimm villur. Og vittu til, þú munt að öllum líkindum finna þær ef þú leggur þig fram!

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Lag dagsins

Fyrir þá sem ekki vita var Róisín Murphy söngkona Moloko en sú hljómsveit er því miður liðin undir lok. Við tók sólóferill Róisínar og lag hennar Ramalama er allt í senn furðulegt, frumstætt og kynþokkafullt. Hlustið og njótið.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Úr Hávamálum

Hrörnar þöll
sú er stendur þorpi á.
Hlýr-at henni börkur né barr.
Svo er maður
sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?

mánudagur, janúar 01, 2007

Ruslpóstur

Langaði bara til að deila með ykkur smá fróðleik sem mér var sagður hér um jólin. Í Keflavík ku sorphirðugjöld hafa verið hækkuð sökum þess að sorphirða kostar sveitafélagið meiri pening nú útaf öllum ruslpóstinum sem fólk fær inn um bréfalúfuna sína. Er eitthvað rökrétt við það að keflvíkingar þurfi að borga fyrir dominos bæklinga sem þeir báðu aldrei um?

Annars bara gleðilegt ár allar rottur. Sú fyrsta ykkar til að svíkja nýársheit fær bjór í verðlaun. Nema sigrún sif. Hún fær lífrænt ræktaðan ávöxt ef hún vinnur.

Hið árlega LOTR maraþon

Verið öll velkomin til okkar Björns í hið árlega Lord of the Rings maraþon í dag, 1. janúar 2007. Horft verður á allar myndirnar í lengdri útgáfu og verður því sýningin í gangi í allan dag. Fólk getur komið og farið eins og því sýnist. Gott getur verið að taka eitthvað með til að maula og súpa.

Sjáumst vonandi, og gleðilegt ár :-)