Ég er alveg komin með nóg af vondum fréttaflutningi af vísindum og fræðum og skrifaði því þetta bréf og sendi til Fréttablaðsins. Birti það hér á Kjallararottum fyrir þá sem hafa áhuga. Fréttin sem ég tala um er á blaðsíðu 8 í Fréttablaðinu 31.12.06. og birtist þar undir fyrirsögninni "Skammdegisþunglyndi er mýta". Ég fer bráðum að skrifa um þetta í blöðin, þetta er orðið rosalega pirrandi.
Komiði öll sæl.
Mig langar aðeins að koma á framfæri athugasemdum varðandi fréttaflutning Fréttablaðsins af vísindum og fræðum. Það má ýmislegt gott um hann segja; ég vinn til dæmis hjá Vísindavefnum og vil fyrir hans hönd þakka ykkur fyrir gott samstarf. Einnig er ég ánægð með að þið skulið nokkuð oft taka viðtöl við sérfræðinga um ýmis málefni. Til að mynda sá ég að þið töluðuð við Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, um sögu áramótanna, og er það mjög til fyrirmyndar þar sem Árni er einna fróðastur allra Íslendinga um sögu jólanna og annarra hátíða.
Það er þó líka margt sem betur mætti fara. Til dæmis ætla ég að taka pistil sem birtist í dag um skammdegisþunglyndi. Ég vil strax taka fram að það er ekki ætlun mín að ráðast persónulega á þann sem skrifaði þá frétt; hún er ekkert einsdæmi og ég gæti eflaust tekið fyrir aðra frétt. Það sem er ábótavant í fyrrnefndri frétt er aðallega tvennt: Heimildanotkun og alhæfingar.
==Heimildanotkun==
Varðandi heimildanotkun þá tekur greinarhöfundur vissulega fram að samtalið við viðkomandi vísindamenn hafi upphaflega birst í Aftenposten. En Aftenposten er ekki vísindarit; menn þar á bæ geta verið góðir blaðamenn en þeir eru samt sem áður ekki sérfræðingar á viðkomandi sviði og eru þar af leiðandi ekki í mjög góðri stöðu til að ritrýna eða gagnrýna það sem kemur fram í viðtalinu. Í fræðaheiminum er venjan að ekki er "tekið mark" á rannsóknum öðrum en þeim sem farið hafa í gegnum strangt ferli ritrýningar og gagnrýni, svokallað jafningjamat (e. peer review), en þetta er ávallt gert áður en rannsóknargrein fæst birt í viðurkenndu fræðiriti. Verið getur að norsk-ítalska rannsóknin hafi farið í gegnum slíkt ferli, en það er aldrei tekið fram í grein Fréttablaðsins. Vilji maður því fletta upp fræðigreininni til að meta sjálfur sannleiksgildi þess sem haldið er fram er það enginn hægðarleikur, maður veit ekkert hvert skal leita.
Ég vona að þið sjáið af þessu að í fréttaflutningi af vísindum og fræðum er afar mikilvægt að nota alltaf frumheimildir ef hægt er, það er rannsóknargrein sem birtist í vísindariti eftir jafningjamat. Annars er hætta á maður api eftir misskilningi annarra á upphaflegu greininni eða að fréttaflutningurinn verði ónákvæmur, rétt eins og saga bjagast sífellt meira eftir því sem hún gengur oftar mann fram af manni. Í þeim tilvikum sem þetta er ekki mögulegt vil ég samt biðja ykkur um að geta þó frumheimildarinnar, eða allavega leiðar til að nálgast hana, svo maður geti sjálfur athugað sannleiksgildi staðhæfinga.
==Alhæfingar==
Flestir vísinda- og fræðimenn fara afar varlega í alhæfingar og hafa oft varúðarorð með staðhæfingum, svo sem "Eftir því sem við best vitum..." eða "Túlkun okkar á gögnunum er því þessi..." Það heyrir sömuleiðis til algjörra undantekninga að ein rannsókn umbylti viðteknum hugmyndum innan fræðasviðs. Þegar rannsókn stangast á við það sem menn telja sig vita, til dæmis að skammdegisþunglyndi stafi raunverulega af lítilli birtu, getur verið að niðurstöður rannsóknarinnar þýði að niðurstöður allra hinna hafi verið rangar. En það eru ótal aðrar skýringar á af hverju þessi eina rannsókn gaf aðrar niðurstöður, til að mynda að aðferðafræði vísindamannanna hafi verið ábótavant, að niðurstöðurnar hafi fengist vegna tilviljunar, að þeir hafi ekki verið að mæla nákvæmlega sama hlutinn og aðrir og svo framvegis.
Það er því afar varhugavert að skella upp fyrirsögnum eins og "Skammdegisþunglyndi er mýta" þegar sú niðurstaða er byggð á a) einni rannsókn og b) ekki er farið í frumheimildir til að athuga aðferðafræði og annað sem gæti gefið tilefni til annarrar túlkunar. Ég tek það fram að auðvitað getur verið að þetta sé fullkomlega rétt hjá þessu norsk-ítalska rannsóknarteymi. En út frá einu viðtali sem tekið var við vísindamennina í erlendu dagblaði má ekkert fullyrða um það. Skömminni skárra hefði verið að hafa titilinn "Skammdegisþunglyndi gæti mögulega verið mýta" eða eitthvað í þá átt til að gefa fólki ekki þá ranghugmynd að þetta sé fullkomlega viðurkennd staðreynd.
Það er afar jákvætt að fjölmiðlar sýni vísindum og fræðum athygli, og þeir mættu raunar gera enn meira af því en þeir hafa gert hingað til. Mig langar samt svo innilega að það sé aðeins betur að þessu staðið, til dæmis að hugað sé að því að nota góðar heimildir og alhæfa ekki þegar slíkt á illa við. Þessum markmiðum mætti líklega helst ná með því að Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar réðu til sín fólk sem menntað er í vísindum og fræðum, sem er læst á fræðigreinar og veit hvað skal varast þegar sagt er frá niðurstöðum rannsókna.
Bestu kveðjur,
Heiða María Sigurðardóttir
sunnudagur, desember 31, 2006
laugardagur, desember 30, 2006
Jólafærsla
Svona í tilefni 2006 ára afmælispartý Sússa, þá er hérna afar skemmtileg heimildarmynd sem sýnir arfleiðina
Reynið í alvöru að horfa á þetta án þess að fyllast reiði
Reynið í alvöru að horfa á þetta án þess að fyllast reiði
föstudagur, desember 29, 2006
föstudagur, desember 22, 2006
Sköpum smá umræður
Í tilefni af því að nú eru heilir tveir dagar til jóla, fannst mér góð hugmynd að fá smá umræður um jólahátíðina sjálfa.
Eins og allir vita, eru jólin upprunalega byggð á ljósahátíð þar sem fólk fagnaði endurkomu ljóssins. Rannsóknir hafa svo sýnt að Jesús Kr. Jósefsson fæddist líklegast ekki í desember, heldur í apríl. Með nútímajólabrjálæði, trúleysi og skorti á kirkjumætingu virðist grundvöllur þess að halda upp á fæðingu Jesú vera að hverfa og því spyr ég: Fyndist ykkur réttlætanlegt að hætta að halda upp á fæðingu Krists og taka í staðinn upp fögnuð yfir "endurkomu ljóssins"?
Eins og allir vita, eru jólin upprunalega byggð á ljósahátíð þar sem fólk fagnaði endurkomu ljóssins. Rannsóknir hafa svo sýnt að Jesús Kr. Jósefsson fæddist líklegast ekki í desember, heldur í apríl. Með nútímajólabrjálæði, trúleysi og skorti á kirkjumætingu virðist grundvöllur þess að halda upp á fæðingu Jesú vera að hverfa og því spyr ég: Fyndist ykkur réttlætanlegt að hætta að halda upp á fæðingu Krists og taka í staðinn upp fögnuð yfir "endurkomu ljóssins"?
miðvikudagur, desember 20, 2006
föstudagur, desember 15, 2006
Starfræn segulómmyndun á Íslandi
Það er vel mögulegt að einhverjir lesendur þessa bloggs hafi áhuga á fundi um uppbyggingu á aðstöðu til starfrænnar segulómunar (fMRI) á Íslandi. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til þess að mæta.
Fundurinn er í dag kl. 14 í fundarherbergi 532 á fimmtu hæð í aðalbyggingu HR, Ofanleiti 2.
Fundurinn er í dag kl. 14 í fundarherbergi 532 á fimmtu hæð í aðalbyggingu HR, Ofanleiti 2.
fimmtudagur, desember 14, 2006
Atferlisfræðingur
Sá frétt á Rúv áðan þar sem Cliff Dixon Atferlisfræðingur (tja.. prófæler eða?) var að tala um fórnarlömb morðingjans í Bretlandi...
mér þótti þetta mjög góðar lýsingar og mikar upplýsingar komu þarna fram auk þess sem það þurfti greinilega sérfræðing til að komast að þessu:
Þetta er beint orðað úr viðtalinu við Cliffy boy
p.s Kaldhæðni skilar sér illa á bloggi
mér þótti þetta mjög góðar lýsingar og mikar upplýsingar komu þarna fram auk þess sem það þurfti greinilega sérfræðing til að komast að þessu:
Þetta er beint orðað úr viðtalinu við Cliffy boy
"Þær eru mjög berskjölduð fórnarlömb, væntanlega meðal berskjölduðustu fórnarlamba samfélagsins því staðreyndin er sú að þær eru auðveld bráð. Það er auðvelt að nálgast konurnar vegna eðlis starfa þeirra þess vegna eru þær auðveld bráð"
p.s Kaldhæðni skilar sér illa á bloggi
miðvikudagur, desember 13, 2006
Samtal í Boston
Eins og þið kannski vitið er ég í Bandaríkjunum að hitta prófessora. Svona byrjar týpískt samtal við mig í Boston:
Þau: Hi, nice to meet you.
Ég: Hi, it's nice to meet you too. I'm Heiða.
Þau: He... [stórt spurningarmerki í framan]
Ég: Heiða [sagt m-j-ö-g h-æ-g-t]
Þau: Heather? [allir halda að ég heiti Heather]
Ég: No. Heiða. Heiða María Sigurðardóttir
Þau: Is that a name?
Þau: Hi, nice to meet you.
Ég: Hi, it's nice to meet you too. I'm Heiða.
Þau: He... [stórt spurningarmerki í framan]
Ég: Heiða [sagt m-j-ö-g h-æ-g-t]
Þau: Heather? [allir halda að ég heiti Heather]
Ég: No. Heiða. Heiða María Sigurðardóttir
Þau: Is that a name?
miðvikudagur, desember 06, 2006
Já, þannig
Jæja, félagar.
Nú er svo komið að ég er að hugleiða nám í þróunarlegri sálfræði, og hafa þónokkrir mælt með því að ég sé mjög gagnrýnin á það sem ég er að fara að lesa. Í framhaldi af því datt mér í hug að spyrja ykkur Kjallararotturnar hvort það séu einhverjar bækur eða greinar sem hjálpuðu til við að þróa þennan eiginleika (þ.e. gagnrýna hugsun) hjá ykkur.
Koma svo með hugmyndir.
Nú er svo komið að ég er að hugleiða nám í þróunarlegri sálfræði, og hafa þónokkrir mælt með því að ég sé mjög gagnrýnin á það sem ég er að fara að lesa. Í framhaldi af því datt mér í hug að spyrja ykkur Kjallararotturnar hvort það séu einhverjar bækur eða greinar sem hjálpuðu til við að þróa þennan eiginleika (þ.e. gagnrýna hugsun) hjá ykkur.
Koma svo með hugmyndir.
sunnudagur, desember 03, 2006
10 ár á 90 sek
10 ár af Friends sett uppá 90 sek... ekki amalegt það... annars er þetta mjög sniðug síða hjá þessum gaurum.. sniðug vídjóin hjá þeim...
Þeir eru líka með pilot þátt á Youtube sem lofar bara nokkuð góðu!
Þeir eru líka með pilot þátt á Youtube sem lofar bara nokkuð góðu!
föstudagur, desember 01, 2006
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Mólekúlajólakúla
Skemmtilegt orð, ekki satt? Einhvern tímann minntist ég hér á sameindaeyrnalokka, með uppáhalds taugaboðefninu manns. Nú er sama fólk farið að framleiða mólekúlajólakúlur. Sú í ár er helguð serótóníni, og við fylgjumst svo spennt með á næsta ári! Mér finnst þetta yndislega nördalegt og skemmtilegt, og hefði reyndar ekkert á móti því að eignast eina svona.
sunnudagur, nóvember 26, 2006
Tornado named Love
Baldur, hvernig er það, ætluðuð þið Bjarki ekki að taka upp snilldarslagarann A Tornado Named Love??! Ef þið hafið þegar gert það finnst mér að við kjallararottur ættum að fá að njóta þess ;)
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
mánudagur, nóvember 20, 2006
Þreyttur nemandi
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Þakka ykkur fyrir rottur
Ég átti alltaf eftir að þakka rottum formlega fyrir frábæra afmælisgjöf, svo kærar þakkir, vinir mínir. Ég þurfti að skipta bolnum þar sem hann passaði ekki og enginn var til í staðinn, en ég fékk í staðinn rosa fínan svartan og Heiðulegan bol sem smellpassar.
föstudagur, nóvember 17, 2006
Bókabrjálæði
Hef neyðst til þess að kaupa mér bækur undanfarið sem tengjast náminu og er að taka eftir því að þær virðast verða dýrari og dýrari eftir því sem lengra gengur í náminu. Hér er partur af innkaupalistanum mínum undanfarnar vikur
The War Between Mentalism and Behaviorism: On the Accessibility of Mental Processes (eftir William Uttal) sem var bara til í hardcover, er heilar 216 bls og kostar á amazon.co.uk 45.50 pund plús sendingarkostnaður.
Psychomythics: Sources of Artifacts and Misconceptions in Scientific Psychology (líka eftir Uttal). Sú bók kostar ekki nema 42 pund plús sendingarkostnaður, er bara til í hardcover og er heilar 205 bls.
Fisch and Spehlmann's EEG Primer: Basic Principles of Digital and Analog EEG. Þarna erum við með value, 642 bls af paperback á 55 pund plús sendingarkostnaður.
The New Phrenology: The Limits of Localizing Cognitive Processes in the Brain. Einungis 16 pund plús sendingarkostnaður og meira að segja 276 bls í paperback.
Þetta gera 158 pund plús sendingarkostnaður. Frrrábært. Hér eru heldur ekki taldar bækur sem ég keypti á fyrstu mánuðunum hérna en það er örugglega nær 300 pundum þar.
Langar samt að monta mig af því að ég borga enga skatta eða gjöld hér. Naní naní púpú!!
En eftir því sem maður fer lengra í náminu kosta bækurnar meira og minni líkur eru á því að bókasöfn hafi þær í hillu. Jafnvel þó að bókasöfnin hafi þær er betra að eiga þær sjálfur til að nota sem uppflettirit og tilvísanir. Það fylgir líka að eftir því sem bækurnar verða sérhæfðari verða þær líka dýrari af því að markaðurinn er minni fyrir þær og það þýðir meiri peningaútlát fyrir fólk eins og okkur. Rosalega er ég feginn að LÍN setur heilar 14000 kr í bókakaupalán á önn! Veit ekki af hverju ég er að deila þessum upplýsingum með ykkur, fannst þetta bara áhugavert... djöfull er ég sad!
Jæja gott fólk, er ykkur ekki farið að hlakka til að fara í rannsóknarnám :D
The War Between Mentalism and Behaviorism: On the Accessibility of Mental Processes (eftir William Uttal) sem var bara til í hardcover, er heilar 216 bls og kostar á amazon.co.uk 45.50 pund plús sendingarkostnaður.
Psychomythics: Sources of Artifacts and Misconceptions in Scientific Psychology (líka eftir Uttal). Sú bók kostar ekki nema 42 pund plús sendingarkostnaður, er bara til í hardcover og er heilar 205 bls.
Fisch and Spehlmann's EEG Primer: Basic Principles of Digital and Analog EEG. Þarna erum við með value, 642 bls af paperback á 55 pund plús sendingarkostnaður.
The New Phrenology: The Limits of Localizing Cognitive Processes in the Brain. Einungis 16 pund plús sendingarkostnaður og meira að segja 276 bls í paperback.
Þetta gera 158 pund plús sendingarkostnaður. Frrrábært. Hér eru heldur ekki taldar bækur sem ég keypti á fyrstu mánuðunum hérna en það er örugglega nær 300 pundum þar.
Langar samt að monta mig af því að ég borga enga skatta eða gjöld hér. Naní naní púpú!!
En eftir því sem maður fer lengra í náminu kosta bækurnar meira og minni líkur eru á því að bókasöfn hafi þær í hillu. Jafnvel þó að bókasöfnin hafi þær er betra að eiga þær sjálfur til að nota sem uppflettirit og tilvísanir. Það fylgir líka að eftir því sem bækurnar verða sérhæfðari verða þær líka dýrari af því að markaðurinn er minni fyrir þær og það þýðir meiri peningaútlát fyrir fólk eins og okkur. Rosalega er ég feginn að LÍN setur heilar 14000 kr í bókakaupalán á önn! Veit ekki af hverju ég er að deila þessum upplýsingum með ykkur, fannst þetta bara áhugavert... djöfull er ég sad!
Jæja gott fólk, er ykkur ekki farið að hlakka til að fara í rannsóknarnám :D
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Uss, uss, uss, vantar meiri umræður!
Nú hef ég verið að lesa bók sem heitir Visible Thought eftir Geoffrey Beattie. Þar er talað um að líta megi á handahreyfingar sem tungumál út af fyrir sig, og er þá átt við ósjálfráðar handahreyfingar sem eru gerðar þegar fólk er að tala. Beattie segir í bókinni að þær gegni því hlutverki að leggja áherslu á, skýra eða jafnvel neita orðunum sem verið er að segja. Nú beini ég spurningu til ykkar hinna, hvaða afstöðu þið hafið í þessu máli. Teljið þið að handahreyfingar segi eitthvað meira en orðin sem þið eruð að segja?
Ég vil jafnframt leggja áherslu á að hér er ekki átt við líkamstjáningu, sem almenningssálfræðin segir að gefi til kynna samband á milli fólks, og ekki táknmál heldur.
Ég vil jafnframt leggja áherslu á að hér er ekki átt við líkamstjáningu, sem almenningssálfræðin segir að gefi til kynna samband á milli fólks, og ekki táknmál heldur.
mánudagur, nóvember 13, 2006
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Fylgst með innanfrumuferlum
föstudagur, nóvember 10, 2006
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Enn um þýðingar
Sælt veri fólkið. Aftur vantar mig þýðingaruppástungur. Skinner gerir greinarmun á mentalistum og cognitivistum í grein sinni "Why I am not a Cognitive Psychologist" (ekki alveg víst af hverju hann gerir þennan greinarmun) en mig minnir að bæði þessi hugtök, mentalist og cognitivist séu þýdd sem hugfræðingur. Er þetta misminni hjá mér? Ef svo er hafið þið hugmyndir að nýrri þýðingu á öðru hvoru hugtakinu?
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Deep Thoughts Contest
I gaze at the brilliant full moon. The same one, I think to myself, at which Socrates, Aristotle, and Plato gazed. Suddenly, I imagine they appear beside me. I tell Socrates about the national debate over one's right to die and wonder at the constancy of the human condition. I tell Plato that I live in the country that has come the closest to Utopia, and I show him a copy of the Constitution. I tell Aristotle that we have found many more than four basic elements and I show him a periodic table. I get a box of kitchen matches and strike one. They gasp with wonder. We spend the rest of the night lighting farts.
Deep Thoughts Contest.
mánudagur, nóvember 06, 2006
Nákvæmlega mín skoðun
Ég hef oft hugsað þetta en ekki komið almennilega orðum að því:
Ward, J. (2006). The student's guide to cognitive neuroscience. Hove og New York: Psychology Press.
Given that the whole brain is capable of [plasticity], one could regard learning and memory to be a feature of the brain as a whole rather than a specialized module or faculty.
Ward, J. (2006). The student's guide to cognitive neuroscience. Hove og New York: Psychology Press.
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Myndir:)
Jæja ég er búin að setja myndirnar síðan í gær inn í möppuna okkar:) endilega skoðið þær http://public.fotki.com/Boggi/kjallararottur/afmli-heiu-maru/
Eins og sést hér að ofan má búast við öllu þegar rottunum er hleypt úr kjallaranum, hehe.
Kv Helga rebell
laugardagur, nóvember 04, 2006
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Rannísblaðið
Rannísblaðið er komið út. Ég hvet fólk til að renna í gegnum það, ýmislegt áhugavert leynist inn á milli.
Ný skipting Háskóla Íslands
Til stendur að skipta Háskólanum upp í nokkra skóla sem hver um sig hefur undir sér nokkrar deildir. Það er áhugavert að í tillögum verður sálfræðideild ekki undir félagsvísindaskóla heldur undir heilbrigðis- og lífvísindaskóla. Svona væru deildirnar líklega innan síðarnefnda skólans. Athugið að líka er talið koma til greina að sálfræði verði innan félagsvísinda.
-geisla- og lífeindafræði
-hjúkrunarfræðideild
-lyfjafræðideild
-læknadeild
-matvæla- og næringarfræðideild
-sálfræðideild
-sameindalífvísindadeild (með lífefnafræði)
-sjúkraþjálfunardeild
-tannlæknadeild
Mér finnst þetta nokkuð áhugavert og ég hef blendnar tilfinningar til þessarar skiptingar. Þetta gæti ýtt undir þá hugmynd að sálfræði sé bara klínísk sálfræði, en á hinn bóginn gæti verið að hún fái meiri peninga til að athafna sig þegar hún er í skóla með þessum greinum.
-geisla- og lífeindafræði
-hjúkrunarfræðideild
-lyfjafræðideild
-læknadeild
-matvæla- og næringarfræðideild
-sálfræðideild
-sameindalífvísindadeild (með lífefnafræði)
-sjúkraþjálfunardeild
-tannlæknadeild
Mér finnst þetta nokkuð áhugavert og ég hef blendnar tilfinningar til þessarar skiptingar. Þetta gæti ýtt undir þá hugmynd að sálfræði sé bara klínísk sálfræði, en á hinn bóginn gæti verið að hún fái meiri peninga til að athafna sig þegar hún er í skóla með þessum greinum.
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
þriðjudagur, október 31, 2006
Af Vantrú: Ráð gegn kvefi
Það er ótrúlegt hvað fjölmiðlar virðast enn og aftur ætla að vera svo "hlutlausir" að þeir geri heilbrigðismenntuðum og kuklurum jafnhátt undir höfði. Hér er áhugaverð grein á Vantrú.is um "ráð gegn kvefi".
sunnudagur, október 29, 2006
Afmælisinnflutningspartý á LAUGARDAG
Föstudaginn 3. nóvember verð ég 24 ára gömul. Við eigum líka alltaf eftir að halda innflutningspartý. GRE er búið. Ég fæ styrk. Og svo framvegis. Ég held að þetta sé alveg næg ástæða fyrir partýi.
Allir sem þekkja okkur Björn eru velkomnir í partý á NÆSTA LAUGARDAG. Mætið snemma, rétt eftir kvöldmat. Fólkið fyrir ofan okkur er búið að leggja blessun sína yfir þetta, en á samt sem áður krakka og við viljum ekki vera langt fram eftir nóttu.
Þema kvöldsins er gull. Takið þennan heiðursmann hér til hliðar til fyrirmyndar og mætið í einhverju gylltu eða með eitthvað gyllt. Bolla verður í boði, en fyrstur kemur fyrstur fær. Eflaust gott að taka með sér aukadrykki.
Sjáumst hress og glöð á laugardag ! Gengið er inn hjá bílskúr. Hægt er að ná í mig í síma 695-6845 og í Björn í síma 699-3595.
ATH: Breytt dagsetning! Þetta verður á laugardag en ekki föstudag, sökum þess að Björn þarf að halda erindi á ráðstefnu á laugardagsmorgunn og má ekki vera þunnur.
Allir sem þekkja okkur Björn eru velkomnir í partý á NÆSTA LAUGARDAG. Mætið snemma, rétt eftir kvöldmat. Fólkið fyrir ofan okkur er búið að leggja blessun sína yfir þetta, en á samt sem áður krakka og við viljum ekki vera langt fram eftir nóttu.
Þema kvöldsins er gull. Takið þennan heiðursmann hér til hliðar til fyrirmyndar og mætið í einhverju gylltu eða með eitthvað gyllt. Bolla verður í boði, en fyrstur kemur fyrstur fær. Eflaust gott að taka með sér aukadrykki.
Sjáumst hress og glöð á laugardag ! Gengið er inn hjá bílskúr. Hægt er að ná í mig í síma 695-6845 og í Björn í síma 699-3595.
ATH: Breytt dagsetning! Þetta verður á laugardag en ekki föstudag, sökum þess að Björn þarf að halda erindi á ráðstefnu á laugardagsmorgunn og má ekki vera þunnur.
föstudagur, október 27, 2006
Þjóðarspegillinn í beinni á RÚV
Ég leyfi mér að vitna í póst frá Guðrúnu Bachmann:
Þátturinn SAMFÉLAGIÐ Í NÆRMYND á Rás 1 verður sendur út beint frá Odda
föstudagsmorguninn 27. október kl. 11 - 12.
Stjórnandi þáttarins, Leifur Hauksson, segir frá ráðstefnunni og ræðir við
nokkra fyrirlesara um rannsóknir þeirra.
Rás 1 í beinni
fimmtudagur, október 26, 2006
Þýðingarvesen
Sælt veri fólkið
Man einhver hvað er enska orðið yfir "stök" eins og orðið er notað í heimspeki? Hef ekki lesið neina heimspeki nýlega og er orðinn alvarlega ryðgaður í þessum heimspekiorðaforða.
Man einhver hvað er enska orðið yfir "stök" eins og orðið er notað í heimspeki? Hef ekki lesið neina heimspeki nýlega og er orðinn alvarlega ryðgaður í þessum heimspekiorðaforða.
miðvikudagur, október 25, 2006
Hrekkjavökupartý....
Hvernig líst ykkur á að hafa hrekkjavökupartý um næstu helgi? Ég veit að fyrirvarinn er stuttur, og það er margt að skipuleggja, en ég skal bjóða fram húsnæði ef einhver sýnir áhuga?
Látið mig vita.
Látið mig vita.
þriðjudagur, október 24, 2006
Fyrsta greinin mín í alþjóðlegu tímariti
Var að fá þær góðu fréttir að greinin okkar Árna og Jons Drivers hefur verið samþykkt til birtingar í Visual Cognition. Þetta hefur eflaust mikið að segja þegar kemur að því að sækja um skóla. Reyndar mun IIE, sem stendur fyrir styrknum sem ég fæ, velja skóla í samráði við mig og sækja um fyrir mína hönd. Svo ég veit ekki alveg hvernig ferlið verður.
Við erum síðan að leggja lokahönd á aðra grein sem við fáum vonandi birta líka.
Við erum síðan að leggja lokahönd á aðra grein sem við fáum vonandi birta líka.
Aðstoð óskast
Sæl öllsömul
Jóa Wium vantar nokkra þátttakendur til þess að taka þátt í könnun á netinu sem tekur ekki lengri tíma en fimm mínútur. Þar sem við höfum svo gaman af því að taka þátt datt mér í hug að setja þetta hér.
http://www.zoomerang.com/survey.zgi?p=WEB225SJAPBCV5
Allir að svara sem vilja þátttakendur í sína könnun seinna meir.
Jóa Wium vantar nokkra þátttakendur til þess að taka þátt í könnun á netinu sem tekur ekki lengri tíma en fimm mínútur. Þar sem við höfum svo gaman af því að taka þátt datt mér í hug að setja þetta hér.
http://www.zoomerang.com/survey.zgi?p=WEB225SJAPBCV5
Allir að svara sem vilja þátttakendur í sína könnun seinna meir.
mánudagur, október 23, 2006
Ekki kennd heimspeki, arfleifð gamallar kreddu
Djöfull er þetta flottur titill á bloggfærslu.. kom on ég fæ "five" fyrir þetta
En annars átti þetta ekki að byrja alveg svona frjálslega enda um alvarlegt mál að ræða! En mér finnst það mjög skrítið að það skuli vera kennd trúabragðafræði og eða eins og í gamla daga var bara kennd kristinfræði í grunnskólum en heimspekin er annars bara látin alveg í friði þó að sú fræði komi fólki til að hugsa almennilega um það hvað við erum að gera hér og hvaðan komum við eða svona um það bil! Ég hafði mjög gaman af sögu sálfræðinnar og ef það væri eitthvað notagildi í henni út á vinnumarkaðnum myndi ég alveg örugglega læra meiri heimspeki og þá sérstaklega vísindaheimspeki en núna er ég kominn út fyrir efnið...
Er það kannski vegna þeirra hugmynda sem komu mikið frá Kennaraháskólanum að börn eigi ekki að læra ákveðna hluti fyrr en þau eru orðin x gömul að heimspekin sé ekki kennd ennþann daginn í dag? Þegar námskrá grunnskólanna tók mið af skrumskældum hugmyndum Piaget? Ég held það að þó svo að margt hafi lagast frá þeim tíma þá sé ennþá það viðhorf að heimspeki þyki of erfið fyrir börn, þó svo að hér árum, áratugum og árhundruðum áður voru börn að lesa gömlu góðu grísku heimspekingana eins og að drekka vatn!
Ég veit ekki, það er kannski kominn tími til að athuga hvort heimspekin eigi ekki bara rétt á sér inn í grunnskóla landsins, þannig að þegar krakkarnir fara í framhaldsskóla og háskóla séu þetta algerir snillingar og vitna í gamla meistara sér til vitnisburðar
eða er þetta bara fúl hugmynd og á ég bara að þegja en ekkert segja?
En annars átti þetta ekki að byrja alveg svona frjálslega enda um alvarlegt mál að ræða! En mér finnst það mjög skrítið að það skuli vera kennd trúabragðafræði og eða eins og í gamla daga var bara kennd kristinfræði í grunnskólum en heimspekin er annars bara látin alveg í friði þó að sú fræði komi fólki til að hugsa almennilega um það hvað við erum að gera hér og hvaðan komum við eða svona um það bil! Ég hafði mjög gaman af sögu sálfræðinnar og ef það væri eitthvað notagildi í henni út á vinnumarkaðnum myndi ég alveg örugglega læra meiri heimspeki og þá sérstaklega vísindaheimspeki en núna er ég kominn út fyrir efnið...
Er það kannski vegna þeirra hugmynda sem komu mikið frá Kennaraháskólanum að börn eigi ekki að læra ákveðna hluti fyrr en þau eru orðin x gömul að heimspekin sé ekki kennd ennþann daginn í dag? Þegar námskrá grunnskólanna tók mið af skrumskældum hugmyndum Piaget? Ég held það að þó svo að margt hafi lagast frá þeim tíma þá sé ennþá það viðhorf að heimspeki þyki of erfið fyrir börn, þó svo að hér árum, áratugum og árhundruðum áður voru börn að lesa gömlu góðu grísku heimspekingana eins og að drekka vatn!
Ég veit ekki, það er kannski kominn tími til að athuga hvort heimspekin eigi ekki bara rétt á sér inn í grunnskóla landsins, þannig að þegar krakkarnir fara í framhaldsskóla og háskóla séu þetta algerir snillingar og vitna í gamla meistara sér til vitnisburðar
eða er þetta bara fúl hugmynd og á ég bara að þegja en ekkert segja?
föstudagur, október 20, 2006
Ég fékk styrkinn!
Vúhú!!! Þetta er ótrúlega gaman. Það sem þetta þýðir:
Þetta þýðir í raun líka að ég kemst inn í hvaða prógramm sem ég vil.
Aðeins meira um styrkinn.
OMG, ég fann skjal þar sem stendur:
Þetta eru rúmar 12 milljónir! Sjitt. Nú verð ég að standa mig.
International Fulbright Science and Technology Award for Outstanding Foreign Students
All grantees receive tuition, a monthly stipend for up to 36 months, health and accident coverage, a book and equipment allowance, research allowance, professional conference allowance, travel support, and specially tailored enrichment activities. After three years, U.S. universities will be expected to cover the remaining expenses toward completion of a PhD.
Þetta þýðir í raun líka að ég kemst inn í hvaða prógramm sem ég vil.
Aðeins meira um styrkinn.
OMG, ég fann skjal þar sem stendur:
Designed to be among the most prestigious international scholarships in science and technology, the award carries a value of, on average, US$180,000 over three years.
Þetta eru rúmar 12 milljónir! Sjitt. Nú verð ég að standa mig.
fimmtudagur, október 19, 2006
Vísindablaðamenska á háu stigi
Sko, ég bara nenni þessu ekki. Eins og einhverjir tóku kannski eftir þá var ég að byrja á smá orðahnippingum við vísindaritstjóra Morgunblaðsins, Kristján G. Arngrímsson. En ég bara nenni því ekki. Í fyrsta lagi vegna þess að ég hef þarfari verk á dagskránni hjá mér eins og að drulla doktorsverkefninu mínu áfram, þýða Skinner og koma honum til Bókmenntafélagsins og koma þessu íslenska atferlilsjournali af stað (óska hér með eftir nafni á blaðið). En önnur ástæða sem ég nenni ekki að standa í bréfaskriftum við manninn er að ég held að honum sé bara ekki við bjargandi. Kíkið á bloggið hans http://www.kga.blog.is/blog/kga/ og lesið þar færsluna um leik barna. Samkvæmt hæstvirtum ritstjóra vísindagreina á Morgunblaðinu gáfu "Bandarískir barnalæknar" út skýrslu og í henni er sagt að foreldrar þurfi að leyfa börnum sínum að leika sér meira til þess að heilinn í þeim þroskist.
Tökum nú aðeins eftir.
1. Hvað er átt við með "Bandarískir barnalæknar"? Eru þetta samtök barnalækna í USA? Eru þetta mikilsvirtir vísindamenn og rannsakendur á sviði barnalækninga? Eru þetta kannski nokkrir krumpaðir gamlir læknar sem eru alveg vissir um hvað börn þurfa af því að þeir hafa verið svo lengi barnalæknar? Þetta ætti að vera skýrt fyrir lesendum þegar um ræðir penna sem er hæfur til að skrifa um vísindi.
2. Penninn sem um ræðir er heimspekingur. Má ég bara spyrja hæstvitan heimspeking hvaða heilsatöðvar það eru sem eiga að þroskast? Hvaða heilastarfsemi er það sem á að þroskast við það að börn leiki sér? Ekki það að ég sé að mótmæla þessum staðhæfingum heldur finnst mér þetta bara vera nokkuð sem skiptir máli. Gæti jafnvel verið að hér séu hinir frábæru barnalæknar að falla í þá gryfju að tæta í sundur heila og hegðun á frekar ósmekklegan hátt? Það er að segja: Auðvitað læra börn meira í félagslegum samskiptum ef þau fara út að leika sér heldur ef þau hanga heima í tölvunni. Auðvitað læra þau frekar að takast á við heiminn ef þau fara út að leika sér heldur en hanga heima í tölvunni. Auðvitað þroska þau hreyfigetu sína meira ef þau eru úti að leika sér en ef þau eru í tölvunni. En þetta er ekki beint heilastarfsemi er það? Ég vill ekki vera eins og snargeðveikur atferlissinni frá 1950 og halda því fram að allt sé skilyrðing og heilinn skipti ekki máli, það er auðvitað bábylja og vitleysisgangur. Heilinn þroskast með breytingum í hegðun og er jafn háður umhverfinu og hvaða annað líffæri. Það er það sem ég á við þegar ekki ætti að slíta sundur hegðun og heilastarfsemi algerlega hugsunarlaust.
3. Eftir að tala um þessa skýrslu í einhverjar 20 línur fara næstu 50-100 (hafði ekki fyrir því að telja) línur í það að tala um hamingjuna og hvað sé hamingja og að börn eigi rétt á hamingju. Má ég spyrja: Hvað í fjáranum kemur þetta skýrslunni við, innihaldi hennar og hugsanlegum viðbrögðum við ábendingunum? Ekkert? Ekki nokkurn skapaðann hlut.
Þetta er helsta ástæðan fyrir því að ég nenni ekki að hafa fyrir því að standa í bréfaskriftum um gæði vísindagreina við þennan mann. Hann færi eflaust að tjá sig um the contextual theory of truth eða eitthvað álíka gáfulegt. Einmitt, sannleikurinn er aðstæðubundinn, þyngdaraflið er ekkert annað en stafir á blaði. Ég mæli þá með prófinu sem Sokal mælti með handa pómóum og contextualistum. Opnaðu gluggann á skrifstofunni þinni sem er væntanlega ekki á jarðhæð. Stígðu upp í gluggasilluna og stökktu. Gáðu hvað gerist.
Tökum nú aðeins eftir.
1. Hvað er átt við með "Bandarískir barnalæknar"? Eru þetta samtök barnalækna í USA? Eru þetta mikilsvirtir vísindamenn og rannsakendur á sviði barnalækninga? Eru þetta kannski nokkrir krumpaðir gamlir læknar sem eru alveg vissir um hvað börn þurfa af því að þeir hafa verið svo lengi barnalæknar? Þetta ætti að vera skýrt fyrir lesendum þegar um ræðir penna sem er hæfur til að skrifa um vísindi.
2. Penninn sem um ræðir er heimspekingur. Má ég bara spyrja hæstvitan heimspeking hvaða heilsatöðvar það eru sem eiga að þroskast? Hvaða heilastarfsemi er það sem á að þroskast við það að börn leiki sér? Ekki það að ég sé að mótmæla þessum staðhæfingum heldur finnst mér þetta bara vera nokkuð sem skiptir máli. Gæti jafnvel verið að hér séu hinir frábæru barnalæknar að falla í þá gryfju að tæta í sundur heila og hegðun á frekar ósmekklegan hátt? Það er að segja: Auðvitað læra börn meira í félagslegum samskiptum ef þau fara út að leika sér heldur ef þau hanga heima í tölvunni. Auðvitað læra þau frekar að takast á við heiminn ef þau fara út að leika sér heldur en hanga heima í tölvunni. Auðvitað þroska þau hreyfigetu sína meira ef þau eru úti að leika sér en ef þau eru í tölvunni. En þetta er ekki beint heilastarfsemi er það? Ég vill ekki vera eins og snargeðveikur atferlissinni frá 1950 og halda því fram að allt sé skilyrðing og heilinn skipti ekki máli, það er auðvitað bábylja og vitleysisgangur. Heilinn þroskast með breytingum í hegðun og er jafn háður umhverfinu og hvaða annað líffæri. Það er það sem ég á við þegar ekki ætti að slíta sundur hegðun og heilastarfsemi algerlega hugsunarlaust.
3. Eftir að tala um þessa skýrslu í einhverjar 20 línur fara næstu 50-100 (hafði ekki fyrir því að telja) línur í það að tala um hamingjuna og hvað sé hamingja og að börn eigi rétt á hamingju. Má ég spyrja: Hvað í fjáranum kemur þetta skýrslunni við, innihaldi hennar og hugsanlegum viðbrögðum við ábendingunum? Ekkert? Ekki nokkurn skapaðann hlut.
Þetta er helsta ástæðan fyrir því að ég nenni ekki að hafa fyrir því að standa í bréfaskriftum um gæði vísindagreina við þennan mann. Hann færi eflaust að tjá sig um the contextual theory of truth eða eitthvað álíka gáfulegt. Einmitt, sannleikurinn er aðstæðubundinn, þyngdaraflið er ekkert annað en stafir á blaði. Ég mæli þá með prófinu sem Sokal mælti með handa pómóum og contextualistum. Opnaðu gluggann á skrifstofunni þinni sem er væntanlega ekki á jarðhæð. Stígðu upp í gluggasilluna og stökktu. Gáðu hvað gerist.
miðvikudagur, október 18, 2006
þriðjudagur, október 17, 2006
Greind vs. sjálfsagi
Both IQ and self-discipline are correlated with GPA, but self-discipline is a much more important contributor... Further, the study found no correlation between IQ and self-discipline—these two traits varied independently. Sjá hér.
mánudagur, október 16, 2006
Nokkuð fyrir áhangendur Magnúsar
Kristján Kristjánsson heimspekingur fjallar um pómó í grein sinni: PÓSTMÓDERNISMI: RÖKLEYSISHYGGJA Í MENNTAMÁLUM.
laugardagur, október 14, 2006
Myndasíða Kjallararottna
Sælar kæru rottur
Ég gerðist svo tæknileg að ég stofnaði myndasíðu fyrir okkur rotturnar og skellti inn myndunum frá stjórnarfundinum síðustu helgi:) linkurinn er http://public.fotki.com/Kjallararottur endilega kíkið á það... Næsta skref er svo að fá myndirnar úr ljótufatapartýinu fræga hjá Gróu og skella þeim líka inn...
Svo svona smá í fréttum þá ætla ég að skella mér til útlanda á fimmtudaginn... ég er að verða netvæddur heimsborgari:)
Kveðja Helga felga
Ég gerðist svo tæknileg að ég stofnaði myndasíðu fyrir okkur rotturnar og skellti inn myndunum frá stjórnarfundinum síðustu helgi:) linkurinn er http://public.fotki.com/Kjallararottur endilega kíkið á það... Næsta skref er svo að fá myndirnar úr ljótufatapartýinu fræga hjá Gróu og skella þeim líka inn...
Svo svona smá í fréttum þá ætla ég að skella mér til útlanda á fimmtudaginn... ég er að verða netvæddur heimsborgari:)
Kveðja Helga felga
föstudagur, október 13, 2006
Orð dagsins
Gimbrarbót: Pjatla fest aftan á gimbrar til að varna því að þær lembist um fengitímann.
Úr Íslenskri orðabók (2002). Ristjóri er Mörður Árnason.
Úr Íslenskri orðabók (2002). Ristjóri er Mörður Árnason.
fimmtudagur, október 12, 2006
miðvikudagur, október 11, 2006
laugardagur, október 07, 2006
White & Nerdy
They see me mowin'... my front lawn
I know they're all thinkin' I'm so white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Can't ya see I'm white & nerdy?
Look at me, I'm white & nerdy
I wanna roll with... the gangstas
But so far they all think I'm too white and nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
I'm just too white & nerdy
Really, really white & nerdy
First in my class there at MIT
Got skills, I'm a champion at D&D
MC Escher, that's my favorite MC
Keep your 40, I'll just have an Earl Grey tea
My rims never spin - to the contrary
You'll find that they're quite stationary
All of my action figures are cherry
Stephen Hawking's in my library
My MySpace page is all totally pimped out
Got people beggin' for my Top 8 spaces
Yo, I know pi to a thousand places
Ain't got no grills, but I still wear braces
I order all of my sandwiches with mayonnaise
I'm a whiz at Minesweeper, I could play for days
Once you see my sweet moves, you're gonna stay amazed
My fingers movin' so fast, I'll set the place ablaze
There's no killer app I haven't run
At Pascal, well, I'm number one
Do vector calculus just for fun
I ain't got a gat but I got a soldering gun
"Happy Days" is my favorite theme song
I could sure kick your butt in a game of ping pong
I'll ace any trivia quiz you bring on
I'm fluent in JavaScript as well as Klingon
Here's the part I sing on...
They see me roll on... my Segway
I know in my heart they think I'm white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Can't ya see I'm white & nerdy?
Look at me, I'm white & nerdy
I'd like to roll with... the gangstas
Although it's apparent I'm too white and nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
I'm just too white & nerdy
How'd I get so white & nerdy?
I've been browsin', inspectin'
X-Men comics, you know I collect 'em
The pens in my pocket, I must protect 'em
My ergonomic keyboard never leaves me bored
Shoppin' online for deals on inscribable media
I edit, Wikipedia
I memorized "Holy Grail" really well
I can recite it right now and have you ROTFLOL
I got a business doin' web sites
When my friends need some code, who do they call?
I do HTML for 'em all
Even made a home page for my dog
Yo, I got myself a fanny pack
They were havin' a sale down at The Gap
Spend my nights with a roll of bubble wrap
Pop pop, hope no one sees me... gettin' freaky
I'm nerdy in the extreme and whiter than sour cream
I was in A/V Club and Glee Club and even the chess team
Only question I ever thought was hard
Was, do I like Kirk or do I like Picard?
Spend every weekend at the Renaissance Fair
Got my name on my underwear
They see me strollin'... they laughin'
And rollin' their eyes 'cause I'm so white & nerdy
Just because I'm white & nerdy
Just because I'm white & nerdy
All because I'm white & nerdy
Holy cow, I'm white & nerdy
I wanna bowl with... the gangstas
But oh well, it's obvious I'm white and nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
I'm just too white & nerdy
Look a' me, I'm white & nerdy
They see me mowin'... my front lawn
I know they're all thinkin' I'm so white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Can't ya see I'm white & nerdy?
Look at me, I'm white & nerdy
I wanna roll with... the gangstas
But so far they all think I'm too white and nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
I'm just too white & nerdy
Really, really white & nerdy
First in my class there at MIT
Got skills, I'm a champion at D&D
MC Escher, that's my favorite MC
Keep your 40, I'll just have an Earl Grey tea
My rims never spin - to the contrary
You'll find that they're quite stationary
All of my action figures are cherry
Stephen Hawking's in my library
My MySpace page is all totally pimped out
Got people beggin' for my Top 8 spaces
Yo, I know pi to a thousand places
Ain't got no grills, but I still wear braces
I order all of my sandwiches with mayonnaise
I'm a whiz at Minesweeper, I could play for days
Once you see my sweet moves, you're gonna stay amazed
My fingers movin' so fast, I'll set the place ablaze
There's no killer app I haven't run
At Pascal, well, I'm number one
Do vector calculus just for fun
I ain't got a gat but I got a soldering gun
"Happy Days" is my favorite theme song
I could sure kick your butt in a game of ping pong
I'll ace any trivia quiz you bring on
I'm fluent in JavaScript as well as Klingon
Here's the part I sing on...
They see me roll on... my Segway
I know in my heart they think I'm white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Can't ya see I'm white & nerdy?
Look at me, I'm white & nerdy
I'd like to roll with... the gangstas
Although it's apparent I'm too white and nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
I'm just too white & nerdy
How'd I get so white & nerdy?
I've been browsin', inspectin'
X-Men comics, you know I collect 'em
The pens in my pocket, I must protect 'em
My ergonomic keyboard never leaves me bored
Shoppin' online for deals on inscribable media
I edit, Wikipedia
I memorized "Holy Grail" really well
I can recite it right now and have you ROTFLOL
I got a business doin' web sites
When my friends need some code, who do they call?
I do HTML for 'em all
Even made a home page for my dog
Yo, I got myself a fanny pack
They were havin' a sale down at The Gap
Spend my nights with a roll of bubble wrap
Pop pop, hope no one sees me... gettin' freaky
I'm nerdy in the extreme and whiter than sour cream
I was in A/V Club and Glee Club and even the chess team
Only question I ever thought was hard
Was, do I like Kirk or do I like Picard?
Spend every weekend at the Renaissance Fair
Got my name on my underwear
They see me strollin'... they laughin'
And rollin' their eyes 'cause I'm so white & nerdy
Just because I'm white & nerdy
Just because I'm white & nerdy
All because I'm white & nerdy
Holy cow, I'm white & nerdy
I wanna bowl with... the gangstas
But oh well, it's obvious I'm white and nerdy
Think I'm just too white & nerdy
Think I'm just too white & nerdy
I'm just too white & nerdy
Look a' me, I'm white & nerdy
föstudagur, október 06, 2006
fimmtudagur, október 05, 2006
Beam me up Scotty!
The experiment involved for the first time a macroscopic atomic object containing thousands of billions of atoms. They also teleported the information a distance of half a meter but believe it can be extended further.
Sjá meira hér.
Smá infó frá rottunum
Sælt veri fólkið
Hér í sumar sköpuðust smá umræður um lélega umfjöllun Morgunblaðsins um vísindi og benti Heiða (held ég) á grein eftir Árna Gunnar sem birtist í mogganum þann 12. júní. Ég hef bara aðgang að blaði dagsins á netinu en ekki gagnasafninu og get því ekki lesið þetta. Getur einhver nálgast þessa grein og sent mér á tölvutæku?
Ástæðan fyrir þessu er sú að ég er að skiptast á tölvupósti við ritstjóra tækni og vísinda hjá Mogganum og er að týna til rök fyrir því sem mér finnst léleg, eða að minnsta kosti ekki nógu góð, blaðamennska í vísindum og sérstaklega um okkar fag og áhugamál sálfræði og taugavísindi.
Vill líka benda ykkur á að í frétt á vef Morgunblaðsins í dag segir að tveir háskólar á norðurlöndunum komist á topp 100 listann yfir skóla í heiminum. Fyrr í morgun var bara minnst á einn (einhver nennti ekki að lesa listann almennilega). Hins vegar er ekki búið að breyta fréttinni og segja fólki að listinn er í raun topp 200 listi og í sætum 101-200 er þó nokkuð af skólum frá Skandinavíu (10 alls) sem verður að teljast ágætis árangur fyrir þetta svæði. Ef skoðaður er árangur eftir raunvísindum annars vegar og félags-og hugvísindum hinsvegar koma Skandinavíuskólarnir líka ágætlega út. Einnig er áhugavert að Evrópskir háskólar eru að narta verulega í hælana á Bandaríkjunum og Oxford og Cambridge eru komnir í 3. og 4. sæti en voru í 5. og 6. í fyrra. Þetta allt saman finnst hins vegar vísindaritstjóra Morgunblaðsins ekkert sérlega merkilegt.
kv frá Írlandi
Jón
Hér í sumar sköpuðust smá umræður um lélega umfjöllun Morgunblaðsins um vísindi og benti Heiða (held ég) á grein eftir Árna Gunnar sem birtist í mogganum þann 12. júní. Ég hef bara aðgang að blaði dagsins á netinu en ekki gagnasafninu og get því ekki lesið þetta. Getur einhver nálgast þessa grein og sent mér á tölvutæku?
Ástæðan fyrir þessu er sú að ég er að skiptast á tölvupósti við ritstjóra tækni og vísinda hjá Mogganum og er að týna til rök fyrir því sem mér finnst léleg, eða að minnsta kosti ekki nógu góð, blaðamennska í vísindum og sérstaklega um okkar fag og áhugamál sálfræði og taugavísindi.
Vill líka benda ykkur á að í frétt á vef Morgunblaðsins í dag segir að tveir háskólar á norðurlöndunum komist á topp 100 listann yfir skóla í heiminum. Fyrr í morgun var bara minnst á einn (einhver nennti ekki að lesa listann almennilega). Hins vegar er ekki búið að breyta fréttinni og segja fólki að listinn er í raun topp 200 listi og í sætum 101-200 er þó nokkuð af skólum frá Skandinavíu (10 alls) sem verður að teljast ágætis árangur fyrir þetta svæði. Ef skoðaður er árangur eftir raunvísindum annars vegar og félags-og hugvísindum hinsvegar koma Skandinavíuskólarnir líka ágætlega út. Einnig er áhugavert að Evrópskir háskólar eru að narta verulega í hælana á Bandaríkjunum og Oxford og Cambridge eru komnir í 3. og 4. sæti en voru í 5. og 6. í fyrra. Þetta allt saman finnst hins vegar vísindaritstjóra Morgunblaðsins ekkert sérlega merkilegt.
kv frá Írlandi
Jón
þriðjudagur, október 03, 2006
Stjórnarfundur coming up....
Við Sigríður skemmtanastjóri höfum nú skipulagt föstukvöldið fram í fingurgóma.
Fundarstaður verður Látraströnd 30, 170 Seltj.nesi og er mæting sem hér segir.
Stjórnarlimir: 18:30
Makar og rottur: 21:00
Dagskrá:
18:30 Fundur settur með fordrykk
19:00 Ávarp formanns
19:30 Kvöldverður
20:30 Önnur mál
21:00 Stjórnarfundi slitið
Pælingin er að stjórnin sameini fjárhag í mat og drykk en að annars sjái hver um sig.
Þar sem dóttir mín verður heima vil ég biðja fólk um að mæta ekki í flegna bolnum....
Eru ekki annars allir í stuði og til í tuskið? Ég sendi mail útaf matnum.
Chiao,
Hr. Formand
Fundarstaður verður Látraströnd 30, 170 Seltj.nesi og er mæting sem hér segir.
Stjórnarlimir: 18:30
Makar og rottur: 21:00
Dagskrá:
18:30 Fundur settur með fordrykk
19:00 Ávarp formanns
19:30 Kvöldverður
20:30 Önnur mál
21:00 Stjórnarfundi slitið
Pælingin er að stjórnin sameini fjárhag í mat og drykk en að annars sjái hver um sig.
Þar sem dóttir mín verður heima vil ég biðja fólk um að mæta ekki í flegna bolnum....
Eru ekki annars allir í stuði og til í tuskið? Ég sendi mail útaf matnum.
Chiao,
Hr. Formand
þriðjudagur, september 26, 2006
Íslandsmeistaramót Nýhil í ömurlegri ljóðlist
Ég var að gúgla hann Karl Ægi Karlsson, svona eins og maður gerir stundum. Hann er sem sagt gaurinn sem heldur fyrirlesturinn í svefnrannsóknum á morgun. Rakst þá á þetta ágæta ljóð hans:
Sjá nánar: Nýhil.
Ort við andlát Derrída:
Derrída.
Dáinn Derrída
Dáinn Derrídí
Og öll franskan
sem skil ekkert í
Dáinn, nema hvað
Og ekkert póstmódern við það.
Karl Ægir Karlsson
Sjá nánar: Nýhil.
mánudagur, september 25, 2006
Óvænt ánægja
Ég fékk senda afskaplega skemmtilega film noir teikningu í dag, fékk hana gegnum lúguna frá mér frá Santa Barbara í Kaliforníu. Ég var að sjálfsögðu sérlega ánægð en skildi aftur á móti hvorki upp né niður í því hvers vegna ég hefði fengið hana í pósti. Allt í einu rifjaðist upp fyrir mér þessi snilldar síða: Drawings by Mail. Fyrir henni stendur Mike nokkur Godwin, framhaldsnemi í myndlist, og virðist hann stunda það að senda teikningar til ókunnugs fólks sem fyllir rétt inn í reitina á síðunni hans. Ég hafði sem sagt fyrir nokkrum mánuðum síðan beðið hann um að teikna handa mér film noir scene, og hann hreinlega gerði það! Alveg hreint makalaust, að nenna að senda fólki víðs vegar um heiminn teikningar af því sem það vill. Frábært framtak. Ég er búin að reyna að senda honum tölvupóst með kærum þökkum og ég vona að þær komist til skila.
sunnudagur, september 24, 2006
Taugafræðilegur grunnur svefns
Ég leyfi mér að klippa og líma inn texta sem ég fékk í HÍ-starf póstinum:
Málstofa sálfræðiskorar verður haldin miðvikudaginn 27. september kl. 12.20 - 13.15 í stofu 201 í Odda.
Karl Ægir Karlsson flytur erindið „The Neural Substrates of Sleep in Infant Rats“ sem fjallar um taugafræðilegar orsakir svefns hjá nýburum.
Taugafræðilegar orsakir svefns hjá nýburum hafa verið umdeildar og því hefur meðal annars verið haldið fram að svefn nýbura eigi sér aðrar taugafræðilegar orsakir en svefn fullorðinna. Í fyrirlestrinum verður sagt frá aðferðum sem voru þróaðar í þeim tilgangi að hægt væri að beita hefðbundnum aðferðum taugalífeðlisfræði á nýfædd tilraunadýr og bera saman og raunprófa mismunandi tilgátur um nýburasvefn. Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir tilgangi og niðurstöðu rannsóknanna ásamt fyrirhuguðum rannsóknum.
Karl lauk BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og doktorsgráðu í taugavísindum frá sálfræðideild University of Iowa árið 2005. Að námi loknu fékkst Karl við rannsóknir á taugalífeðlisfræði svefns við University of California Los Angeles og var ráðinn aðjúnkt við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík árið 2006.
Málstofan er öllum opin.
miðvikudagur, september 20, 2006
International Fulbright Science and Technology Award
Ég held að þetta sé ekkert leyndó, svo ég hlýt að mega segja frá þessu. Ég hef verið valin sem fulltrúi Íslands til að keppa um alþjóðlega styrkinn International Fulbright Science and Technology Award. Þetta þýðir ALLS EKKI að ég sé búin að tryggja mér styrkinn, bara að ég fái að "vera með". En gaman samt :) Geri mér engar háleitar hugmyndir. Ætla svo líka að sækja um "venjulega" Fulbrightstyrkinn sem eru meiri líkur á að ég fái. Síðan ætla ég líka að sækja um fleiri styrki, t.d. Thor Thors styrkinn.
A grand unified theory of psychology?
Ég vil benda ykkur á grein um það sem höfundur kallar Tree of Knowledge. Ég hef ekki lesið þetta allt í þaula, en kenningin er nokkuð áhugaverð, þó ekki væri nema fyrir þær sakir einar að reyna að samþætta mismunandi sálfræðiskóla sem hingað til hafa þróast svo að segja óháð hvor öðrum.
mánudagur, september 18, 2006
Uppáhalds vefsíðurnar
Answers.com: Svör við öllu. Sérstaklega góð ensk orðabók.
Wikipedia: Ef maður finnur ekki svörin getur maður skrifað þau sjálf.
Vísindavefurinn: Verður maður ekki að hafa hann með? ;)
Vefpóstur HÍ: Ég skoða póstinn minn hundrað milljón sinnum á dag.
Last.fm: Frá Bollywood til Bob Dylan, maður finnur allt hér.
Amazon.com: Úúú, bækur :O
Cognitive Daily: Sérlega skemmtilegt vísindablogg.
Piled Higher and Deeper: Háklassa tímaeyðsla.
Wikipedia: Ef maður finnur ekki svörin getur maður skrifað þau sjálf.
Vísindavefurinn: Verður maður ekki að hafa hann með? ;)
Vefpóstur HÍ: Ég skoða póstinn minn hundrað milljón sinnum á dag.
Last.fm: Frá Bollywood til Bob Dylan, maður finnur allt hér.
Amazon.com: Úúú, bækur :O
Cognitive Daily: Sérlega skemmtilegt vísindablogg.
Piled Higher and Deeper: Háklassa tímaeyðsla.
sunnudagur, september 17, 2006
Er einhver með Skype?
Var að finna þetta forrit, er stórsniðugt. Ef þið eruð með Skype megið þið bæta mér við, ég heiti heidamariasig.
miðvikudagur, september 13, 2006
Fortuna - hugsanarannsóknir ehf
Er hægt að ímynda sér tilgerðarlegra nafn á fyrirtæki?
Boggi benti mér á þessa síðu þar sem fyrirtækið reynir að komast að ómeðvituðum hugsunum neytenda í markaðsrannsóknum. Á vef fyrirtækisins er að finna grein eftir Newton nokkurn Holt þar sem ZMET aðferðin við að komast að ómeðvituðum löngunum fólks í tannkrem o.fl., ásamt hugmyndafræðinni að baki aðferðinni er reifuð. Stórkostleg lesning. En skoðið fyrst eftirfarandi samantekt þeirra hjá fortúnu.
Um ZMET-aðferðina, ómeðvitaðar hugsanir og aðrar aðferðir markaðsrannsókna:
Hefðbundnar aðferðir hafa til þessa aðeins náð að greina það sem fer fram í hinni meðvituðu hugsunum - ekki ómeðvituðum hugsunum, þar sem smekkur, langanir, þrár og hegðun er ákvörðuð í sífellu.
Skoðanakannanir, spurningalistar, "fókus-grúppur", ýmis viðtöl o.fl. eru hefðbundnar aðferðir markaðsrannsókna.
Notum hefðbundnar aðferðir þegar:
a) Auðveldlega er hægt að framkalla svör (á 2-3 sek.)
sem eru óumdeilanleg í hugum viðmælenda.
b) Svör eru ekki háð mörgum atriðum.
c) Svör tengjast beinum staðreyndum t.d.
fortíðarstaðreyndum.
ZMET notar aðrar aðferðir til að komast að ómeðvituðum hugsunum. Aðalþáttur aðferðafræðinnar gengur í grófum dráttum út á að láta þátttakendur benda á myndir sem lýsa hugsunum þeirra til þess sem er til skoðunnar hverju sinni.
Notum ZMET þegar:
a) Svör eru háð smekk, löngun fólks og mannlegum eiginleikum.
b) Spurt er að einhverju sem háð er tilteknum
aðstæðum í framtíðinni.
c) Svör eru háð innbyrðis margvíslegum þáttum.
Niðurstaðan er því sú að ZMET er nauðsynlegt að nota þegar viðskiptavinir eru spurðir um þarfir, þrár, smekk, kauphegðan o.fl. sem lýtur að því hvernig fólk hugsar um vörur og þjónustu.
Kostirnir við að nota ZMET eru því ýmsir:
a) Hraðvirk aðferð.
b) Er mun nákvæmari en aðrar aðferðir markaðsrannsókna.
c) Les ómeðvitaðar hugsanir sem
erfitt er að nálgast með öðrum aðferðum.
Ok. Aðeins um þessa svo kölluðu kosti ZMET.
a) Nei, þetta er tímafrekara en spurningakönnun.
b) Hefur forúna skilgreint í hverju nákvæmni niðurstaðna felst? Er ekki kauphegðun fólks hinn endanlegi mælikvarði á hvort niðurstöðurnar voru nógu nákvæmar til að byggja markaðsherferð á.
c) NEI!
Hugmyndafræðin gengur í grófum dráttum út á að:
1) Þetta er þverfagleg nálgun þar sem cognitive neuroscience er tekið með í reikninginn. Cognitive neuroscientistar komust nefnilega að því á síðasta áratug að aðeins 5% af öllum okkar hugarferlum eru meðvituð. Þess vegna þarf að nota frávarpspróf í markaðsrannsóknum til að komast að hinum 95% af hugsunum okkar. Mér sýnist þeir halda í alvöru að cognitive neuroscientistar og psychoanalistar leggi sama skilning í ómeðvitund.
2) Við hugsum ekki bara í orðum heldur í myndum líka. Þess vegna virka spurningakannir illa. Þær eru nefnilega í orðum. Í staðinn þarf að nota frávarpspróf þar sem fólk tjáir sig með því að benda á myndir. En svo þarf auðvitað að þýða myndirnar í orð. Það er gert með því að tala um afhverju myndirnar vekja upp þessar tilfinningar. Þá erum við sem sagt að þýða myndirnar yfir í orð og ég fæ ekki betur séð en það að tala um myndirnar séu nú einfaldlega gamla góða aðferðin við að tjá það sem þegar var á yfirborðinu í huganum. So much for unconscious thoughts.
aðeins að lokum.
Hafið þið einhvern tímann fengið ómeðvitaða löngun í eitthvað þegar þið voruð í búðinn og þurft svo að líta í innkaupapokann þegar þið komuð heim til að komast að því hvað ykkur langaði í? Fortúna virðist halda að þetta gerum við öll í 95% þeirra tilfella þegar við látum eitthvað í innkaupakörfuna okkar. Djöfull væri gaman að fylgjast með fólki í bónus ef sú væri raunin. Reynið að sjá það fyrir ykkur.
Jæja nú er ég búinn að blogga meir en Heiða hefur gert síðust 6 mánuðina. Lifið heil.
Boggi benti mér á þessa síðu þar sem fyrirtækið reynir að komast að ómeðvituðum hugsunum neytenda í markaðsrannsóknum. Á vef fyrirtækisins er að finna grein eftir Newton nokkurn Holt þar sem ZMET aðferðin við að komast að ómeðvituðum löngunum fólks í tannkrem o.fl., ásamt hugmyndafræðinni að baki aðferðinni er reifuð. Stórkostleg lesning. En skoðið fyrst eftirfarandi samantekt þeirra hjá fortúnu.
Um ZMET-aðferðina, ómeðvitaðar hugsanir og aðrar aðferðir markaðsrannsókna:
Hefðbundnar aðferðir hafa til þessa aðeins náð að greina það sem fer fram í hinni meðvituðu hugsunum - ekki ómeðvituðum hugsunum, þar sem smekkur, langanir, þrár og hegðun er ákvörðuð í sífellu.
Skoðanakannanir, spurningalistar, "fókus-grúppur", ýmis viðtöl o.fl. eru hefðbundnar aðferðir markaðsrannsókna.
Notum hefðbundnar aðferðir þegar:
a) Auðveldlega er hægt að framkalla svör (á 2-3 sek.)
sem eru óumdeilanleg í hugum viðmælenda.
b) Svör eru ekki háð mörgum atriðum.
c) Svör tengjast beinum staðreyndum t.d.
fortíðarstaðreyndum.
ZMET notar aðrar aðferðir til að komast að ómeðvituðum hugsunum. Aðalþáttur aðferðafræðinnar gengur í grófum dráttum út á að láta þátttakendur benda á myndir sem lýsa hugsunum þeirra til þess sem er til skoðunnar hverju sinni.
Notum ZMET þegar:
a) Svör eru háð smekk, löngun fólks og mannlegum eiginleikum.
b) Spurt er að einhverju sem háð er tilteknum
aðstæðum í framtíðinni.
c) Svör eru háð innbyrðis margvíslegum þáttum.
Niðurstaðan er því sú að ZMET er nauðsynlegt að nota þegar viðskiptavinir eru spurðir um þarfir, þrár, smekk, kauphegðan o.fl. sem lýtur að því hvernig fólk hugsar um vörur og þjónustu.
Kostirnir við að nota ZMET eru því ýmsir:
a) Hraðvirk aðferð.
b) Er mun nákvæmari en aðrar aðferðir markaðsrannsókna.
c) Les ómeðvitaðar hugsanir sem
erfitt er að nálgast með öðrum aðferðum.
Ok. Aðeins um þessa svo kölluðu kosti ZMET.
a) Nei, þetta er tímafrekara en spurningakönnun.
b) Hefur forúna skilgreint í hverju nákvæmni niðurstaðna felst? Er ekki kauphegðun fólks hinn endanlegi mælikvarði á hvort niðurstöðurnar voru nógu nákvæmar til að byggja markaðsherferð á.
c) NEI!
Hugmyndafræðin gengur í grófum dráttum út á að:
1) Þetta er þverfagleg nálgun þar sem cognitive neuroscience er tekið með í reikninginn. Cognitive neuroscientistar komust nefnilega að því á síðasta áratug að aðeins 5% af öllum okkar hugarferlum eru meðvituð. Þess vegna þarf að nota frávarpspróf í markaðsrannsóknum til að komast að hinum 95% af hugsunum okkar. Mér sýnist þeir halda í alvöru að cognitive neuroscientistar og psychoanalistar leggi sama skilning í ómeðvitund.
2) Við hugsum ekki bara í orðum heldur í myndum líka. Þess vegna virka spurningakannir illa. Þær eru nefnilega í orðum. Í staðinn þarf að nota frávarpspróf þar sem fólk tjáir sig með því að benda á myndir. En svo þarf auðvitað að þýða myndirnar í orð. Það er gert með því að tala um afhverju myndirnar vekja upp þessar tilfinningar. Þá erum við sem sagt að þýða myndirnar yfir í orð og ég fæ ekki betur séð en það að tala um myndirnar séu nú einfaldlega gamla góða aðferðin við að tjá það sem þegar var á yfirborðinu í huganum. So much for unconscious thoughts.
aðeins að lokum.
Hafið þið einhvern tímann fengið ómeðvitaða löngun í eitthvað þegar þið voruð í búðinn og þurft svo að líta í innkaupapokann þegar þið komuð heim til að komast að því hvað ykkur langaði í? Fortúna virðist halda að þetta gerum við öll í 95% þeirra tilfella þegar við látum eitthvað í innkaupakörfuna okkar. Djöfull væri gaman að fylgjast með fólki í bónus ef sú væri raunin. Reynið að sjá það fyrir ykkur.
Jæja nú er ég búinn að blogga meir en Heiða hefur gert síðust 6 mánuðina. Lifið heil.
þriðjudagur, september 12, 2006
Vafasöm fullyrðing
Ég fékk inn um lúguna til mín blað sem kallast Heilsufréttir. Það er stútfullt af fæðubótarefnum, blómadropum, nálastungum, grasalæknum og fæðuþerapistum.
Í blaðinu segir Hallgrímur Magnússon læknir:
Þetta finnst mér vægast sagt vafasöm fullyrðing, og jafnvel hættuleg, en dæmi nú hver fyrir sig.
Í blaðinu segir Hallgrímur Magnússon læknir:
Hægt er að lækna flesta þá sjúkdóma sem við þekkjum með complimentary læknisfræði en það gerir oft þá kröfu til sjúklingsins að hann verður að hætta að sækja í þá hefðbundnu læknisfræði sem hann hefur oftast leitað í.
Þetta finnst mér vægast sagt vafasöm fullyrðing, og jafnvel hættuleg, en dæmi nú hver fyrir sig.
Vísó skvísó
Vorum við ekki að ræða um get-to-gether næsta föstudag ef það væri vísindaferð þá?
Allavega þá var Anima að senda mér þetta í pósti
Eru þið með?
Allavega þá var Anima að senda mér þetta í pósti
Fyrsta vísindaferðin verður á föstudaginn 15.september.
Farið verður í Landsbankann og verður þetta án efa mjög vegleg ferð. Með
okkur í ferðinni verður Mímir, félag íslenskunema. Fjöldi sálfræðinema sem
komast með er 50. Eftir ferðina verður farið á Pravda þar sem kosið verður
í hin ýmsu embætti animu.
Skráning fyrir Animu-meðlimi hefst í dag, þriðjudag, kl 19 á anima.hi.is.
Þeir sem enn hafa ekki greitt félagsgjöld geta skráð sig eftir kl 19 á
miðvikudag, eða bara borgað félagsgjöldin og skráð sig í dag ;0)
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á föstudag
Kveðja
Stjórnin
Eru þið með?
sunnudagur, september 10, 2006
föstudagur, september 08, 2006
miðvikudagur, september 06, 2006
Stjórnarfundur 6.okt !
Ákveðið hefur verið að boða til síðbúins stjórnarfundar að kvöldi föstudagsins 6.okt n.k.
Skyldumæting fyrir stjórnarmenn, velunnara gullaldarstjórnar animu og rottur okkar tíma.
Galopin og fljótandi dagskrá, commentið tillögur!
Takið kvöldið frá, nánar síðar......
Kjartan Formaður
Skyldumæting fyrir stjórnarmenn, velunnara gullaldarstjórnar animu og rottur okkar tíma.
Galopin og fljótandi dagskrá, commentið tillögur!
Takið kvöldið frá, nánar síðar......
Kjartan Formaður
þriðjudagur, september 05, 2006
Ó mæ
Heyrði í Kára nokkrum Eyþórssyni í útvarpinu um daginn, sem er víst með reglulegt innlegg í einhverjum þættinum, Ísland í bítið minnir mig. Mér fannst hann ansi mikill froðusnakkari og ákvað því að fletta honum upp á netinu.
Það er ekkert smá steypa sem maðurinn er menntaður. Hann er með svaka gráður: CMH, CHYP, PNLP, MPNLP, sem segir mér bara gjörsamlega ekki neitt. Svo fer maður að skoða betur:
Afsakið, en er hægt að vera menntaður í fleiri furðufræðum? Nema kannski að frátalinni DNA-heilun...
Það er ekkert smá steypa sem maðurinn er menntaður. Hann er með svaka gráður: CMH, CHYP, PNLP, MPNLP, sem segir mér bara gjörsamlega ekki neitt. Svo fer maður að skoða betur:
Kári stundaði nám við THE PROUDFOOT SCHOOL OF CLINICAL HYPNOSIS AND PSYCHOTHERAPY á árunum 1996-1998 þar sem hann lærði dáleiðslur (CMH), dáleiðslumeðferðir (CHYP), undirmeðvitundarfræði (PNLP), fjölskyldumeðferð og taugatungumál (MPNLP), Gestalt meðferð og fl.
Afsakið, en er hægt að vera menntaður í fleiri furðufræðum? Nema kannski að frátalinni DNA-heilun...
Hressandi hroki
Ég las ansi hressandi pistil hjá honum Orra um allt sem fer í taugarnar á honum: Bowen-tækni, reiki, vitræn hönnun, sjálfshjálparbækur o.s.frv.
Mikið var þetta yndisleg lesning. Ég tek heilshugar undir með honum að fólk sem finnst allt svo frábært sé óþolandi. Það er ekki allt frábært. Það er aftur á móti margt óþolandi. Að minnsta kosti ætti fólk ekki að vera skoðunarlaust. Það er nett ógeð, finnst mér.
Ég sakna gamla góða sálfræðihrokans. Hlakka til að fara í skóla og vona að ég finni einhverja hressandi hrokagikki. Svona smá.
Mikið var þetta yndisleg lesning. Ég tek heilshugar undir með honum að fólk sem finnst allt svo frábært sé óþolandi. Það er ekki allt frábært. Það er aftur á móti margt óþolandi. Að minnsta kosti ætti fólk ekki að vera skoðunarlaust. Það er nett ógeð, finnst mér.
Ég sakna gamla góða sálfræðihrokans. Hlakka til að fara í skóla og vona að ég finni einhverja hressandi hrokagikki. Svona smá.
Töff!
Abigail Gunnarsson bókmenntafræðingur, bókasafnsfræðingur og femínisti.
Imidj körtesí: Gestur's blÖg.
laugardagur, september 02, 2006
Ótrúlega sorglegur fréttaflutningur af vísindum
Ég rakst á þessa mjög svo sorglegu frétt á bloggrúnti mínum. Verið var að segja frá greininni Neural correlates of a mystical experience in Carmelite nuns sem er í sjálfu sér mjög fyndið. Settu einhverjar nunnur í heilaskanna á meðan þær voru í tengslum við Guð og komust að því að fullt af heilastöðvum voru virkar. Greinarhöfundar segja sjálfir:
Og hvernig er þessu svo slegið fram í íslenskum fjölmiðlum?
Þetta er svo sorglega rangt að mig langar til að gráta.
These results suggest that mystical experiences are mediated by several brain regions and systems.
Og hvernig er þessu svo slegið fram í íslenskum fjölmiðlum?
Ný rannsókn: Trú á æðri máttarvöld býr ekki í heilanum
Þetta er svo sorglega rangt að mig langar til að gráta.
föstudagur, september 01, 2006
miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Heiða mælir með...
Bo Kaspers Orkester. Áhugaverð sænsk hljómsveit sem ég rakst á fyrir tilviljun á Last.fm.
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
laugardagur, ágúst 26, 2006
Rosalega sterk skynvilla
Ef horft er á þessa mynd í þrjátíu sekúndur og músin svo hreyfð yfir hana kemur upp svarthvít mynd sem virðist þó vera alveg í lit þar til maður hreyfir augun!
Rosalega sterk skynvilla
Ef horft er á þessa mynd í þrjátíu sekúndur og músin svo hreyfð yfir hana kemur upp svarthvít mynd sem virðist þó vera alveg í lit þar til maður hreyfir augun!
Kvót dagsins
"Martin Luther was a German fellow who pinned a note on a church door that said, "Hang on a minute!" Actually, he was German so, "Ein minuten bitte!"
"Pol Pot killed one point seven million Cambodians, died under house arrest, well done there. Stalin killed many millions, died in his bed, aged seventy-two, well done indeed. And the reason we let them get away with it is they killed their own people. And we're sort of fine with that"
miðvikudagur, ágúst 23, 2006
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Þetta er rétt!
While sitting at your desk make clockwise circles with your right foot.
While doing this, draw the number "6" in the air with your right hand.
Your foot will change direction.
While doing this, draw the number "6" in the air with your right hand.
Your foot will change direction.
mánudagur, ágúst 21, 2006
Taugaboðefnaeyrnalokkar
Ég veit að þetta gerir mig að mesta nörd í heimi, en mig langar geðveikt í svona taugaboðefnaeyrnalokka! Ég á afmæli í nóvember, langar ekki einhvern að gefa mér tvö stykki asetýlkólín? :D
Einnig sá ég um daginn svona "I [brain] cognitive science" stuttermaboli. Fannst það kúl. Því ég er kúl.
Einnig sá ég um daginn svona "I [brain] cognitive science" stuttermaboli. Fannst það kúl. Því ég er kúl.
föstudagur, ágúst 18, 2006
Personal statement fyrir umsókn mína um framhaldsnám í Bandaríkjunum
Ég hef alla tíð, alveg frá því að ég fæddist og var sett á munaðarleysingjahæli, viljað læra um pyramidal-frumur í hippocampus músa. Ég hef lent í ótal erfiðleikum og fósturforeldrar mínir bjuggu lengst af í ruslagámi. En þrátt fyrir að vera með þrjú augu, dyslexíu og hafa farið í kynskiptiaðgerð er ég búin að gefa út 100 greinar. Samt hafði ég tíma til að bjarga ketti úr tré einu sinni.
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
Rökræður
Það er orðið voðalega langt síðan að fólk tók sér til og rökræddi ýmis mál hérna til þaula.. það hafa yfirleitt verið heit pólitísk mál eða kvennréttindarmál sem hafa kynt undir rifrildaputtanna en ég nenni ekki að fara í þá áttina..
Ætla því að koma með mál sem ég held að gæti verið heitt.. eða kannski eru bara allir sammála um það.. tja komumst að því
Það er um Alkahólisma, sjúkdómur eða ekki?
Koma svo.. eitt gott rifrildi hérna svo það er alltaf svo stresslosandi
Eða er kannski allir sammála um að það sé ekki hægt að setja alkahólisma undir hatt með sjúkdómum? Þeir í AA virðast vera 100% vissir um að þetta sé sjúkdómur og jafnvel ef minnið mitt klikkar ekki þá hefur sjálfur landlæknir túlkað alkahólisma sem sjúkdóm.
Ætla því að koma með mál sem ég held að gæti verið heitt.. eða kannski eru bara allir sammála um það.. tja komumst að því
Það er um Alkahólisma, sjúkdómur eða ekki?
Koma svo.. eitt gott rifrildi hérna svo það er alltaf svo stresslosandi
Eða er kannski allir sammála um að það sé ekki hægt að setja alkahólisma undir hatt með sjúkdómum? Þeir í AA virðast vera 100% vissir um að þetta sé sjúkdómur og jafnvel ef minnið mitt klikkar ekki þá hefur sjálfur landlæknir túlkað alkahólisma sem sjúkdóm.
þriðjudagur, ágúst 15, 2006
mánudagur, ágúst 14, 2006
Frjáls úr viðjum samkynhneigðar
Það er ótrúlegt að á þeim tímum sem við lifum í dag að við skulum sjá ennþá svona fáfræði á heilsíðuauglýsingu frá fjölmennum trúfélögum
Inn á þessari síðu er maður að nafni Jón Valur að rita pælingar varðandi það að hjálpa samkynhneigðu fólki að losna við þessa böl að vera samkynhneigð!
Þar eru þau auðvitað að slá um sig með stórum orðum eins og Gender Identity Disorder og vísa í hina og þessar heimasíður sér til stuðnings.. þetta er fáránleg umræða sérstaklega þar sem að í næstu málsgrein fara menn að ræða syndarflóðið og aðra óstaðfestar sögusagnir úr biblíunni...
Ég viðurkenni að ég lít á samkynhneigð stundum hornauga, aðallega vegna þess hver mikla sýniþörf sumir aðilar hafa.. en þá verður maður líka að hugsa til þess að þetta er lítill hópur fólks og enn minni hópur sem hefur þessa gríðarlegu þörf til að vera sýna það og sanna yfir heiminum að hann eða hún sé samkynhneigð.
En það sem aðallega skiptir máli er að ég trúi því að fólk hafi þann rétt að elska þann sem það vill og fólk þarf opinn huga á þeim tímum sem við lifum í dag, það þýðir ekkert að vera í moldarkofunum og fussa og sveia yfir þeim sem eitthvað öðruvísi eru... Þess vegna í þeirri baráttu sem samtök samkynhneigðra eru í ættu þau að breyta nafninu úr örðuvísi daga í venjulega daga.. er það ekki í raun svo baráttan? að samkynhneigðir verði samþykktir sem eðlilegt fólk í samfélaginu? en ekki eitthvað öðruvísi?
Jæja.. kominn út fyrir efnið sem var um þessa auglýsingu og síðuna sem ég bennti á.. hvað finnst ykkur annars um þetta?
Inn á þessari síðu er maður að nafni Jón Valur að rita pælingar varðandi það að hjálpa samkynhneigðu fólki að losna við þessa böl að vera samkynhneigð!
Þar eru þau auðvitað að slá um sig með stórum orðum eins og Gender Identity Disorder og vísa í hina og þessar heimasíður sér til stuðnings.. þetta er fáránleg umræða sérstaklega þar sem að í næstu málsgrein fara menn að ræða syndarflóðið og aðra óstaðfestar sögusagnir úr biblíunni...
Ég viðurkenni að ég lít á samkynhneigð stundum hornauga, aðallega vegna þess hver mikla sýniþörf sumir aðilar hafa.. en þá verður maður líka að hugsa til þess að þetta er lítill hópur fólks og enn minni hópur sem hefur þessa gríðarlegu þörf til að vera sýna það og sanna yfir heiminum að hann eða hún sé samkynhneigð.
En það sem aðallega skiptir máli er að ég trúi því að fólk hafi þann rétt að elska þann sem það vill og fólk þarf opinn huga á þeim tímum sem við lifum í dag, það þýðir ekkert að vera í moldarkofunum og fussa og sveia yfir þeim sem eitthvað öðruvísi eru... Þess vegna í þeirri baráttu sem samtök samkynhneigðra eru í ættu þau að breyta nafninu úr örðuvísi daga í venjulega daga.. er það ekki í raun svo baráttan? að samkynhneigðir verði samþykktir sem eðlilegt fólk í samfélaginu? en ekki eitthvað öðruvísi?
Jæja.. kominn út fyrir efnið sem var um þessa auglýsingu og síðuna sem ég bennti á.. hvað finnst ykkur annars um þetta?
sunnudagur, ágúst 13, 2006
Vinafólk
Hvað er málið með fólk sem ávarpar mann sem 'vinan' og 'vinur'? Ég þekki reyndar fólk sem talar svona við alla og meinar ekkert illt með þessu, en mér finnst þetta í flestum tilvikum óþolandi. Mér finnst vera talað niður til mín, og það vantar bara að þetta 'vinafólk' klappi manni á kollinn og tali við mann barnamál.
Ég lenti í einni svona á Morrissey-tónleikunum í gær. "Fyrirgefðu, vinan" var sagt með góðlátlegri, móðurlegri rödd. Konan var svona fimm árum eldri en ég. Læknirinn sagði þetta líka oft og mörgum sinnum við mig um daginn. Hann er um tveimur árum eldri en ég, eflaust læknanemi með úttútnað egó.
Skilaboðin frá mér eru þessi: Stillið ykkur um að segja þessi leiðindaorð, jafnvel þótt ykkur þyki ég dúlluleg, ungleg eða heimskuleg.
P.S. Hættið líka að keyra í rassgatinu á mér.
Ég lenti í einni svona á Morrissey-tónleikunum í gær. "Fyrirgefðu, vinan" var sagt með góðlátlegri, móðurlegri rödd. Konan var svona fimm árum eldri en ég. Læknirinn sagði þetta líka oft og mörgum sinnum við mig um daginn. Hann er um tveimur árum eldri en ég, eflaust læknanemi með úttútnað egó.
Skilaboðin frá mér eru þessi: Stillið ykkur um að segja þessi leiðindaorð, jafnvel þótt ykkur þyki ég dúlluleg, ungleg eða heimskuleg.
P.S. Hættið líka að keyra í rassgatinu á mér.
laugardagur, ágúst 12, 2006
Cyanide & Happiness
Þetta er svo fyndið.. kjánalegt en fyndið
annars eru myndasögur á síðunni á hverjum degi.. bara snilld
annars eru myndasögur á síðunni á hverjum degi.. bara snilld
Vantar aðstoð við að vinna kvartmilljón :)
Gestur tók þátt í keppni þar sem allir áttu að gera eitthvað "fyndið" fyrir framan myndavél. Það tóku 12 manns þátt og nú stendur yfir netkosning. Sigurvegarinn fær veglega fartölvu :) Mig langar í fartölvu :)
Allir sem greiða atkvæði fara líka í pott og eiga möguleika á að vinna fartölvu. Allir inná diggy.is og kjósa Gest :)
Allir sem greiða atkvæði fara líka í pott og eiga möguleika á að vinna fartölvu. Allir inná diggy.is og kjósa Gest :)
föstudagur, ágúst 11, 2006
fimmtudagur, ágúst 10, 2006
The Perry Bible Fellowship
Nei, þetta er ekki um eitthvert fræðimannasamfélag, né um trúarbrögð, né um Lord of the Rings. Þetta eru myndasögur, og nokkuð skemmtilegar myndasögur jafnvel.
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
mánudagur, ágúst 07, 2006
Vó!
Exposure to ultrasound while pregnant may effect brain development in the fetus, suggests a study on mice. But experts caution that it is too soon to extrapolate the findings to humans. They stress that the imaging technique has overwhelming benefits and pregnant women should not skip essential appointments.
Sjá meira hér.
Study buddy
Hvernig er það, er enginn annar að læra undir almenna GRE-prófið, og sem gæti hugsað sér að læra með mér af og til? Mér finnst alls ekki leiðinlegt að læra undir þetta, en það er stundum leiðinlegt að standa í þessu alein.
sunnudagur, ágúst 06, 2006
Total eclipse of the heart
Dáldið spes. Ég held þeir séu frá Noregi. Þarna má líka sjá einn flottasta plömmer sem ég hef séð.
laugardagur, ágúst 05, 2006
RateMyProfessors.com
Þetta er mjög sniðug síða fyrir ykkur sem stefnið á framhaldsnám erlendis. Nemendur gefa prófessorunum sínum umsögn og einkunn, svo þetta getur auðveldað valið á leiðbeinanda.
föstudagur, ágúst 04, 2006
The Holy Hand Grenade of Antioch
A reading from the Book of Armaments, Chapter 4, Verses 16 to 20:
- Monty Python, "Monty Python and the Holy Grail"
Then did he raise on high the Holy Hand Grenade of Antioch, saying, "Bless this, O Lord, that with it thou mayst blow thine enemies to tiny bits, in thy mercy." And the people did rejoice and did feast upon the lambs and toads and tree-sloths and fruit-bats and orangutans and breakfast cereals... Now did the Lord say, "First thou pullest the Holy Pin. Then thou must count to three. Three shall be the number of the counting and the number of the counting shall be three. Four shalt thou not count, neither shalt thou count two, excepting that thou then proceedeth to three. Five is right out. Once the number three, being the number of the counting, be reached, then lobbest thou the Holy Hand Grenade in the direction of thine foe, who, being naughty in my sight, shall snuff it.
- Monty Python, "Monty Python and the Holy Grail"
mánudagur, júlí 31, 2006
fimmtudagur, júlí 27, 2006
Vax á viðkvæmum stöðum
Þið verðið að lesa þetta, sérstaklega þið stelpurnar.
All hair removal methods have tricked women with their promises of easy, > painless removal - The epilady, scissors, razors, Nair And now...the wax. > > My night began as any other normal weeknight. > Come home, fix dinner, play with the kids. > I then had the thought that would ring painfully in my mind for the next > few hours: > "Maybe I should pull the waxing kit out of the medicine cabinet." > So I headed to the site of my demise: the bathroom. > > It was one of those "cold wax" kits. No melting a clump of hot wax, you just > rub the strips together in your hand, they get warm and you peel them apart > and press them to your leg (or wherever > else) > and you pull the hair right off. No muss, no fuss. How hard can it be? I > > mean, > I'm not a genius, but I am mechanically inclined enough to figure this out. > (YA THINK!?!) > > So I pull one of the thin strips out. Its two strips facing each other stuck > together. Instead of rubbing them together, my genius kicks in so I get out > the hair dryer and heat it to 1000 degrees. ("Cold wax," > yeah...right!) > > I lay the strip across my thigh. Hold the skin around it tight and pull. > It works! OK, so it wasn't the best feeling, but it wasn't too bad. > I can do this! Hair removal no longer eludes me! > I am She-rah, fighter of all wayward body hair and maker of smooth skin > extraordinaire. > > With my next wax strip I move north. After checking on the kids, I sneak > back into the bathroom, for the ultimate hair fighting championship. > I drop my panties and place one foot on the toilet. > Using the same procedure, I apply the one strip across the right side of my > bikini line, covering the right half of my *hoo-hoo* and stretching down to > the inside of my butt cheek (Yes, it was a long strip) I inhale deeply and > brace myself....RRRRIIIPPP!!!! > > I'm blind!!! Blinded from pain!!!!....OH MY GOD!!!!!!!!! > Vision returning, I notice that I've only managed to pull off half the > strip. CRAP!!! > Another deep breath and RRIIPP!! Everything is swirly and spotted. I think > I may pass out...must stay conscious...Do I hear crashing drums??? > > Breathe, breathe...OK, back to normal. > > I want to see my trophy - a wax covered strip, the one that has caused me so > much pain, with my hairy pelt sticking to it. I want to revel in the glory > that is my triumph over body hair. I hold up the strip! > There's no hair on it. Where is the hair??? WHERE IS THE WAX??? > > Slowly I ease my head down, foot still perched on the toilet. > I see the hair. The hair that should be on the strip. I touch. > I am touching wax. > > CRAP! I run my fingers over the most sensitive part of my body, which is now > covered in cold wax and matted hair. > Then I make the next BIG mistake...remember my foot is still propped up on > the toilet? I know I need to do something. So I put my foot down. > > DANG!!!!!!!! I hear the slamming of a cell door. > *Hoo-Hoo*?? sealed shut! > Butt?? Sealed shut! > I penguin walk around the bathroom trying to figure out what to do and think > to myself "Please don't let me get the urge to poop. > My head may pop off!" > What can I do to melt the wax? Hot water!! Hot water melts wax!!! > > I'll run the hottest water I can stand into the bathtub, get in, immerse > > the wax-covered > bits and the wax should melt and I can gently wipe it off, right??? > WRONG!!!!!!! > > I get in the tub - the water is slightly hotter than that used to torture > prisoners of war or sterilize surgical equipment - I sit. > Now, the only thing worse than having your nether regions glued together is > having them glued together and then glued to the bottom of the tub...in > scalding hot water. Which, by the way, doesn't melt cold wax. > > So, now I'm stuck to the bottom of the tub as though I had cement-epoxied > myself to the porcelain!! > > God bless the man who had convinced me a few months ago to have a phone put > in the bathroom!!!!! > I call my friend, thinking surely she has waxed before and has some secret > of how to get me undone. It's a very good conversation starter - "So, my > butt and who-ha are glued together to the bottom of the tub!" > There is a slight pause. She doesn't know any secret tricks for removal but > she does try to hide her laughter from me. She wants to know exactly where > the wax is located, "Are we talking cheeks or who-ha?" > > She's laughing out loud by now...I can hear her. I give her the rundown and > she suggests I call the number on the side of the box. > YEAH!!!!! Right!! > I should be the joke of someone else's night. > > While we go through various solutions. I resort to scraping the wax off with > a razor. Nothing feels better then to have your girlie goodies covered in > hot wax, glued shut, stuck to the tub in super hot water and then > dry-shaving the sticky wax off!! > > By now the brain is not working, dignity has taken a major hike and I'm > pretty sure I'm going to need Post-Traumatic Stress counseling for this > event. > > My friend is still talking with me when I finally see my saving grace.... > the lotion they give you to remove the excess wax. > What do I really have to lose at this point? I rub some on and OH MY > GOD!!!!!!! > The scream probably woke the kids and scared the dickens out of my friend. > It's sooo painful, but I really don't care. IT WORKS!! It works!! > > I get a hearty congratulation from my friend and she hangs up. > > I successfully remove the remainder of the wax and then notice to my grief > and despair.... > THE HAIR IS STILL THERE.......ALL OF IT!!!!!!!!!! > > So I recklessly shave it off. Heck, I'm numb by now. > Nothing hurts. I could have amputated my own leg at this point. > > Next week I'm going to try hair color...... > Now thats funny . Notttttttttt.
All hair removal methods have tricked women with their promises of easy, > painless removal - The epilady, scissors, razors, Nair And now...the wax. > > My night began as any other normal weeknight. > Come home, fix dinner, play with the kids. > I then had the thought that would ring painfully in my mind for the next > few hours: > "Maybe I should pull the waxing kit out of the medicine cabinet." > So I headed to the site of my demise: the bathroom. > > It was one of those "cold wax" kits. No melting a clump of hot wax, you just > rub the strips together in your hand, they get warm and you peel them apart > and press them to your leg (or wherever > else) > and you pull the hair right off. No muss, no fuss. How hard can it be? I > > mean, > I'm not a genius, but I am mechanically inclined enough to figure this out. > (YA THINK!?!) > > So I pull one of the thin strips out. Its two strips facing each other stuck > together. Instead of rubbing them together, my genius kicks in so I get out > the hair dryer and heat it to 1000 degrees. ("Cold wax," > yeah...right!) > > I lay the strip across my thigh. Hold the skin around it tight and pull. > It works! OK, so it wasn't the best feeling, but it wasn't too bad. > I can do this! Hair removal no longer eludes me! > I am She-rah, fighter of all wayward body hair and maker of smooth skin > extraordinaire. > > With my next wax strip I move north. After checking on the kids, I sneak > back into the bathroom, for the ultimate hair fighting championship. > I drop my panties and place one foot on the toilet. > Using the same procedure, I apply the one strip across the right side of my > bikini line, covering the right half of my *hoo-hoo* and stretching down to > the inside of my butt cheek (Yes, it was a long strip) I inhale deeply and > brace myself....RRRRIIIPPP!!!! > > I'm blind!!! Blinded from pain!!!!....OH MY GOD!!!!!!!!! > Vision returning, I notice that I've only managed to pull off half the > strip. CRAP!!! > Another deep breath and RRIIPP!! Everything is swirly and spotted. I think > I may pass out...must stay conscious...Do I hear crashing drums??? > > Breathe, breathe...OK, back to normal. > > I want to see my trophy - a wax covered strip, the one that has caused me so > much pain, with my hairy pelt sticking to it. I want to revel in the glory > that is my triumph over body hair. I hold up the strip! > There's no hair on it. Where is the hair??? WHERE IS THE WAX??? > > Slowly I ease my head down, foot still perched on the toilet. > I see the hair. The hair that should be on the strip. I touch. > I am touching wax. > > CRAP! I run my fingers over the most sensitive part of my body, which is now > covered in cold wax and matted hair. > Then I make the next BIG mistake...remember my foot is still propped up on > the toilet? I know I need to do something. So I put my foot down. > > DANG!!!!!!!! I hear the slamming of a cell door. > *Hoo-Hoo*?? sealed shut! > Butt?? Sealed shut! > I penguin walk around the bathroom trying to figure out what to do and think > to myself "Please don't let me get the urge to poop. > My head may pop off!" > What can I do to melt the wax? Hot water!! Hot water melts wax!!! > > I'll run the hottest water I can stand into the bathtub, get in, immerse > > the wax-covered > bits and the wax should melt and I can gently wipe it off, right??? > WRONG!!!!!!! > > I get in the tub - the water is slightly hotter than that used to torture > prisoners of war or sterilize surgical equipment - I sit. > Now, the only thing worse than having your nether regions glued together is > having them glued together and then glued to the bottom of the tub...in > scalding hot water. Which, by the way, doesn't melt cold wax. > > So, now I'm stuck to the bottom of the tub as though I had cement-epoxied > myself to the porcelain!! > > God bless the man who had convinced me a few months ago to have a phone put > in the bathroom!!!!! > I call my friend, thinking surely she has waxed before and has some secret > of how to get me undone. It's a very good conversation starter - "So, my > butt and who-ha are glued together to the bottom of the tub!" > There is a slight pause. She doesn't know any secret tricks for removal but > she does try to hide her laughter from me. She wants to know exactly where > the wax is located, "Are we talking cheeks or who-ha?" > > She's laughing out loud by now...I can hear her. I give her the rundown and > she suggests I call the number on the side of the box. > YEAH!!!!! Right!! > I should be the joke of someone else's night. > > While we go through various solutions. I resort to scraping the wax off with > a razor. Nothing feels better then to have your girlie goodies covered in > hot wax, glued shut, stuck to the tub in super hot water and then > dry-shaving the sticky wax off!! > > By now the brain is not working, dignity has taken a major hike and I'm > pretty sure I'm going to need Post-Traumatic Stress counseling for this > event. > > My friend is still talking with me when I finally see my saving grace.... > the lotion they give you to remove the excess wax. > What do I really have to lose at this point? I rub some on and OH MY > GOD!!!!!!! > The scream probably woke the kids and scared the dickens out of my friend. > It's sooo painful, but I really don't care. IT WORKS!! It works!! > > I get a hearty congratulation from my friend and she hangs up. > > I successfully remove the remainder of the wax and then notice to my grief > and despair.... > THE HAIR IS STILL THERE.......ALL OF IT!!!!!!!!!! > > So I recklessly shave it off. Heck, I'm numb by now. > Nothing hurts. I could have amputated my own leg at this point. > > Next week I'm going to try hair color...... > Now thats funny . Notttttttttt.
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Proffahúmor
50 Fun Things for Professors to Do on the First Day of Class:
Meira hér.
- Wear a hood with one eyehole. Periodically make strange gurgling noises.
- After confirming everyone's names on the roll, thank the class for attending "Advanced Astrodynamics 690" and mention that yesterday was the last day to drop.
- After turning on the overhead projector, clutch your chest and scream "MY PACEMAKER!"
- Wear a pointed Kaiser helmet and a monocle and carry a riding crop.
- Gradually speak softer and softer and then suddenly point to a student and scream "YOU! WHAT DID I JUST SAY?"
- Deliver your lecture through a hand puppet. If a student asks you a question directly, say in a high-pitched voice, "The Professor can't hear you, you'll have to ask *me*, Winky Willy".
Meira hér.
mánudagur, júlí 24, 2006
Kostakaup
Ég var rétt í þessu að festa kaup á notuðu 21 gíra Wheeler fjallahjóli á 10.000 kall. Svo hjólaði ég á því frá Breiðholti og alla leið heim lengst upp í Grafarvog. Dugleg.
fimmtudagur, júlí 20, 2006
"Kvennastörf"
Þetta er framhald af færslunni um daginn.
Eflaust er það rétt að það eigi líka að bera meiri virðingu fyrir "karlastörfum". Mér finnst samt sérstaklega áberandi LAUNALEGA að fólk er ekki að fatta hversu mikilvægt fyrir samfélagið t.d. umönnunarstörf eru.
Ég var að vinna á leikskóla fyrir nokkrum árum og fékk 90.000 kr. fyrir fullt starf, FYRIR skatta, þar sem ég var bitin, klóruð, rifin, kölluð hóra, hrækt var á mig o.s.frv.
Ég var líka að vinna sem liðsmaður fatlaðra unglinga aðeins seinna og fékk einhver svipuð laun. Takið bit, klór, rif, blót og hrækingar og bætið við að vera kýld í andlitið af stálpuðum strák, passa að strákur sjálfsskaði sig ekki og að sjá um fjölfatlaðan dreng sem gat ekki séð um sig sjálfur að neinu leyti og var að auki með flogaveiki.
Ég er bara að nefna sumt af því sem á daga mína dreif. Þetta er ógeðslega erfið vinna og hún er ömurlega borguð. Svo ég vitni nú í Heiðu Dóru þá er alltaf verið að tala um "gefandi vinnu", en þeir hljóta að vera að meina að "gefa vinnu sína".
Eflaust er það rétt að það eigi líka að bera meiri virðingu fyrir "karlastörfum". Mér finnst samt sérstaklega áberandi LAUNALEGA að fólk er ekki að fatta hversu mikilvægt fyrir samfélagið t.d. umönnunarstörf eru.
Ég var að vinna á leikskóla fyrir nokkrum árum og fékk 90.000 kr. fyrir fullt starf, FYRIR skatta, þar sem ég var bitin, klóruð, rifin, kölluð hóra, hrækt var á mig o.s.frv.
Ég var líka að vinna sem liðsmaður fatlaðra unglinga aðeins seinna og fékk einhver svipuð laun. Takið bit, klór, rif, blót og hrækingar og bætið við að vera kýld í andlitið af stálpuðum strák, passa að strákur sjálfsskaði sig ekki og að sjá um fjölfatlaðan dreng sem gat ekki séð um sig sjálfur að neinu leyti og var að auki með flogaveiki.
Ég er bara að nefna sumt af því sem á daga mína dreif. Þetta er ógeðslega erfið vinna og hún er ömurlega borguð. Svo ég vitni nú í Heiðu Dóru þá er alltaf verið að tala um "gefandi vinnu", en þeir hljóta að vera að meina að "gefa vinnu sína".
Bush beitir neitunarvaldi gegn stofnfrumurannsóknum
President George W Bush has kept his promise to veto a bill supporting stem cell research.
Ég verð bara reið þegar ég les um þetta og finnst hræsni að vísa í að "lífið sé heilagt" þegar um er að ræða fósturvísa sem hvort sem er yrði HENT ef ekki væru notaðar stofnfrumur úr þeim sem gætu mögulega bjargað mannslífum.
miðvikudagur, júlí 19, 2006
Kynjamunur
Nú er sumt fólk að fjasast yfir þáttunum um mun kynjanna sem sýndir hafa verið á Rúv og segja að þeir ali á fordómum um að grundvallarmunur sé á kynjunum tveimur.
Ég verð að segja að það fer mikið í taugarnar á mér þegar fólk heldur fram afdráttarlausri reynsluhyggju, sérstaklega þegar sú hugsun virðist einungis byggð á pólitískri rétthugsun. Það er alveg ljóst mál að við fæðumst ekki í þennan heim sem óskrifað blað! Strákar og stelpur eru mismunandi að upplagi. Þetta upplag ræður að einhverju leyti mismunandi umhverfi kynjanna sem aftur hefur áhrif á persónuleika þeirra. Það er ekki hægt að kenna annað hvort bara genum um, eða bara uppeldi eða einhverju slíku.
Svo langar mig líka að fjasast yfir því að það þyki neikvætt að kynin séu ólík. Mig langar ekkert að leika mér í bíló eða byssó, og hefur alltaf fundist það leiðinlegt. Af hverju má ég ekki bara vera stelpuleg í friði? Mikilvægast er að tryggja kynjunum sömu tækifæri, og gera fólk jákvæðara í garð "kvennastarfa" og "kvenlegra persónueinkenna".
Ég verð að segja að það fer mikið í taugarnar á mér þegar fólk heldur fram afdráttarlausri reynsluhyggju, sérstaklega þegar sú hugsun virðist einungis byggð á pólitískri rétthugsun. Það er alveg ljóst mál að við fæðumst ekki í þennan heim sem óskrifað blað! Strákar og stelpur eru mismunandi að upplagi. Þetta upplag ræður að einhverju leyti mismunandi umhverfi kynjanna sem aftur hefur áhrif á persónuleika þeirra. Það er ekki hægt að kenna annað hvort bara genum um, eða bara uppeldi eða einhverju slíku.
Svo langar mig líka að fjasast yfir því að það þyki neikvætt að kynin séu ólík. Mig langar ekkert að leika mér í bíló eða byssó, og hefur alltaf fundist það leiðinlegt. Af hverju má ég ekki bara vera stelpuleg í friði? Mikilvægast er að tryggja kynjunum sömu tækifæri, og gera fólk jákvæðara í garð "kvennastarfa" og "kvenlegra persónueinkenna".
Óheppilegar vefslóðir
Hérna er einhver snillingur búinn að taka saman 10 óheppilegustu vefslóðirnar sem finna má á internetinu. Ég er hrifnastur af therapist finder og mole station native nursery.
þriðjudagur, júlí 18, 2006
mánudagur, júlí 17, 2006
Barnagælur
Ég er mikið skáld, ef þið skylduð nú ekki vita það. Guðný vinkona mín er kasólétt og er komin nokkuð yfir settan dag. Ég orti vísu:
Bólar ei á barninu,
bumban enn þó stækkar fljótt.
Skynsamlegt væri hjá skarninu
að drulla sér út, og það skjótt!
Var í Íslandi í bítið
Ef einhver skyldi hafa áhuga á að kíkja á þetta í vefsjónvarpinu á eftir þá er hægt að horfa á þáttinn á Vísi.is.
föstudagur, júlí 14, 2006
Morrissey
Í ljósi þess að Morrissey kemur til landsins (jey!) lýsi ég eftir rottum og öðru fólki til að koma með mér á tónleikana hans.
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Farting Preacher
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Skemmtileg grein á Vantrú.is
Mig langar að útskýra fyrir trúmönnum hvað mér þætti vera öfgafullir trúleysingjar, sem ég myndi aldrei styðja, heldur fordæma í alla staði. Ef einhver vildi svona þjóðfélag myndi ég frekar kalla hann “nöttcase” eða hreinan öfgabrjálæðing. Þrátt fyrir að viðkomandi hjúpaði sig fagurgala í nafni manngæsku og réttlætis breytti það engu:
Að í stjórnarskrá væri trúleysi sérstaklega varið og styrkt af ríkinu umfram aðrar lífskoðanir.
Að þjóðsöngurinn væri tileinkaður trúleysingjum á Íslandi “Ó, trúleysi vors lands!”
Að Alþingi hæfist ekki fyrr en alþingismenn hefðu setið hátíðardagskrá Þjóðartrúleysisfélagsins.
Sjá meira.
föstudagur, júlí 07, 2006
Frábærir dagar
Er í úti í sveit á Högnastöðum, Hrunamannahreppi. Þetta er þó það lítið afskekkt að hér er háhraðainternettenging sem ég nota til að vinna vinnuna mína hjá Vísindavefnum.
Ég er búin að hafa það frábærlega gott. Grill, frostpinnar, heitur pottur, bjór. Reiðtúr í gær, hesturinn ætlaði þó að reyna að henda mér af baki en tókst ekki. Ég er með rasssæri.
Í kvöld datt mér í hug að fara út að hjóla. Af því bara. Langt síðan ég hef farið út að hjóla af því bara. Það var æði. Ég hjólaði út um allar trissur og er með þessa yndislegu þægilegu þreytutilfinningu núna.
Kvöldið verður endað með baðbombubaði og þætti af Firefly. Í baðinu. Gott er að eiga fartölvu.
Ég er búin að hafa það frábærlega gott. Grill, frostpinnar, heitur pottur, bjór. Reiðtúr í gær, hesturinn ætlaði þó að reyna að henda mér af baki en tókst ekki. Ég er með rasssæri.
Í kvöld datt mér í hug að fara út að hjóla. Af því bara. Langt síðan ég hef farið út að hjóla af því bara. Það var æði. Ég hjólaði út um allar trissur og er með þessa yndislegu þægilegu þreytutilfinningu núna.
Kvöldið verður endað með baðbombubaði og þætti af Firefly. Í baðinu. Gott er að eiga fartölvu.
Versta sálfræðihugmynd allra tíma
Um þennan titil keppa til að mynda sálgreining Freuds, lóbótómía og áfallahjálp (sem getur í sumum tilfellum gert áfallið verra, ef eitthvað er).
Sjá nánar hér.
Sjá nánar hér.
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Ég meinti samt eiginlega frekar þessum
Setti ekki alveg þá slóð sem ég ætlað mér í póstinum á undan. Hérna kemur það.
Tékkið á þessum
Ég vona að þið getið séð þetta. Ef orðið trúarbrjálaðingur hafði ekki skýra skírskotun áður, þá hefur það það núna.
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Nokkurn veginn búin að sigta út skóla
Örugglega
Mögulega
Þetta eru eiginlega allt skólar annað hvort í Massachusettes eða Kaliforníu. Svo er ég að hugsa um að skoða líka evrópska skóla.
----
Við þetta má bæta að ég á eftir að athuga nánar staðsetninguna á skólunum. Ég vil ekki vera einhvers staðar úti í rassgati.
- Massachusetts Institute of Technology
- Stanford University (CA)
- Harvard University (MA)
Mögulega
- University of California–San Diego
- University of California–Berkeley
- University of California–Los Angeles
- University of California–San Francisco
- Carnegie Mellon University
- University of Michigan–Ann Arbor
Þetta eru eiginlega allt skólar annað hvort í Massachusettes eða Kaliforníu. Svo er ég að hugsa um að skoða líka evrópska skóla.
----
Við þetta má bæta að ég á eftir að athuga nánar staðsetninguna á skólunum. Ég vil ekki vera einhvers staðar úti í rassgati.
mánudagur, júlí 03, 2006
Secret of the sexes
Eruð þið búin að sjá þættina á Ríkissjónvarpinu sem heita Secret of the sexes? Þetta eru rosalega skemmtilegir þættir um sálfræðirannsóknir sem voru gerðar á muninum milli kynjanna. Þetta er sagt á ruv.is
Leyndarmál kynjanna
Secret of the Sexes
Leyndarmál kynjanna (Secret of the Sexes) er nýr og forvitnilegur breskur heimildamyndaflokkur um þann grundvallarmun sem sagður er vera á körlum og konum. Í fyrsta þættinum er fjallað um muninn á heilastarsfemi kynjanna og hvernig karlar og konur bregðast við við mismunandi aðstæður. Í öðrum þætti er rætt um þá þætti sem ráða því hvort karlar laðast að komnum og öfugt og því svarað hvort líkur sæki líkan heim. Í þriðja og síðasta þættinum er fjallað um ástina og þá lífefna- og sálfræðilegu þætti sem þar koma við sögu.
Seinasti þáttur er næsta mánudag, og fyrir þá vísindalega sinnuðu (lesist, allir sem sækja þessa síðu) ættu að kíkja til þess á fá staðfestingu á því að munurinn á milli kynjanna er allt öðruvísi en maður bjóst við!
Leyndarmál kynjanna
Secret of the Sexes
Leyndarmál kynjanna (Secret of the Sexes) er nýr og forvitnilegur breskur heimildamyndaflokkur um þann grundvallarmun sem sagður er vera á körlum og konum. Í fyrsta þættinum er fjallað um muninn á heilastarsfemi kynjanna og hvernig karlar og konur bregðast við við mismunandi aðstæður. Í öðrum þætti er rætt um þá þætti sem ráða því hvort karlar laðast að komnum og öfugt og því svarað hvort líkur sæki líkan heim. Í þriðja og síðasta þættinum er fjallað um ástina og þá lífefna- og sálfræðilegu þætti sem þar koma við sögu.
Seinasti þáttur er næsta mánudag, og fyrir þá vísindalega sinnuðu (lesist, allir sem sækja þessa síðu) ættu að kíkja til þess á fá staðfestingu á því að munurinn á milli kynjanna er allt öðruvísi en maður bjóst við!
sunnudagur, júlí 02, 2006
fimmtudagur, júní 29, 2006
Brjóstahaldarar
Í dag var ég að vinna í svari um sögu brjóstahaldarans, og las þá einhvers staðar að amerískar konur ættu að jafnaði sex brjóstahaldara, þar af einn sem ekki væri hvítur.
Ég held að íslenskar konur hljóti að vera eitthvað öðruvísi, maður sér eiginlega aldrei hvíta brjóstahaldara. Ég átti lengi vel engan slíkan, en nú á ég reyndar þrjá.
Svo hvað segið þið, hver er ykkar reynsla? Það er mikilvægt að komast til botns í þessu máli. Hehe.
P.S. Útsölurnar eru byrjaðar, vúbbí! Ég ætla sannarlega að kaupa mér brjóstahaldara!
Ég held að íslenskar konur hljóti að vera eitthvað öðruvísi, maður sér eiginlega aldrei hvíta brjóstahaldara. Ég átti lengi vel engan slíkan, en nú á ég reyndar þrjá.
Svo hvað segið þið, hver er ykkar reynsla? Það er mikilvægt að komast til botns í þessu máli. Hehe.
P.S. Útsölurnar eru byrjaðar, vúbbí! Ég ætla sannarlega að kaupa mér brjóstahaldara!
þriðjudagur, júní 27, 2006
GRE sálfræðiprófið
Nú eru niðurstöðurnar úr sálfræði-GRE loksins komnar, eftir að hafa einu sinni týnst í pósti. Mér gekk sem betur fer vel:
Sálfræði: 99% fólks eru með lægri einkunn
Tilraunasálfræði: 99% fólks eru með lægri einkunn
Félagssálfræði: 94% fólks eru með lægri einkunn
Þá er bara reyna að massa GRE almenna prófið í október (yeah right, hef ekkert allt of mikla trú á mér þar, vonandi hef ég rangt fyrir mér) eftir að hafa gengið ekkert sérstaklega vel í því í fyrra skiptið.
Sálfræði: 99% fólks eru með lægri einkunn
Tilraunasálfræði: 99% fólks eru með lægri einkunn
Félagssálfræði: 94% fólks eru með lægri einkunn
Þá er bara reyna að massa GRE almenna prófið í október (yeah right, hef ekkert allt of mikla trú á mér þar, vonandi hef ég rangt fyrir mér) eftir að hafa gengið ekkert sérstaklega vel í því í fyrra skiptið.
sunnudagur, júní 25, 2006
laugardagur, júní 24, 2006
föstudagur, júní 23, 2006
Við erum svo lítil
Jörðin borin saman við aðrar plánetur og stjörnur. Fær mann til að hugsa um hversu ótrúlega stór heimurinn er, og hversu yndislega smávægileg við öll erum. Nema ég, ég er náttúrulega huge deal...
fimmtudagur, júní 22, 2006
Tölfræðilúðum eins og mér finnst þetta megafyndið
I'm a college student, one of my psychology classes at the University of Oregon is taught by a rather interesting GTF, one section of the class is a refresher of statistical methodology, he thought a rap video would be interesting, watch for statistical references, and it's quite funny.
miðvikudagur, júní 21, 2006
Útskriftarveislan
Hæ hó
Ég ætlaði bara að minna fólk á útskriftarveisluna mína sem verður á laugardaginn kl. 17. Ég held að ég sé búin að senda öllum sms um hana, en er búin að fá svör frá frekar fáum. Hverjir ætla að mæta í þetta svaka partý?
Kv.Lilja
Ég ætlaði bara að minna fólk á útskriftarveisluna mína sem verður á laugardaginn kl. 17. Ég held að ég sé búin að senda öllum sms um hana, en er búin að fá svör frá frekar fáum. Hverjir ætla að mæta í þetta svaka partý?
Kv.Lilja
þriðjudagur, júní 20, 2006
Tenglalistinn
Vek athygli á nýjum tenglum í tenglalistanum: Science Blogs: Brain & Behavior, Conscious Entities, Mind Hacks og svo má ekki gleyma honum Gesti.
Jafnrétti
Ég fór á mjög skemmtilegan en þó heldur niðurdrepandi fyrirlestur Önju Andersson stjarneðlisfræðings um jafnréttismál í vísindum. Hún sýndi svart á hvítu (eða í raun með Bombubendilssýningu) að konur eiga mjög erfitt uppdráttar í vísindasamfélaginu og eru ekki að spila við karlana á jafnréttisgrundvelli.
Eitt lítið dæmi er að gerð var rannsókn þar sem stærðfræðigrein var send út til mörghundruð yfirlesara og þeir beðnir um að gefa henni einkunn. Og þá skipti sko miklu máli hvort höfundurinn var John McKay eða Joan McKay; John skrifaði góða grein að mati yfirlesaranna, en greinin hennar Joan var bara svona í meðallagi. Samt var þetta nákvæmlega sama greinin! Eini munurinn var eitt stykki typpi.
Ég vissi svo sem af svona rannsóknum, en þetta gerir mig samt sorgmædda, að ég þurfi að vera tvöfalt duglegri en einhver karlmaður til að fá sömu viðurkenningu fyrir mín vísindastörf.
Eitt lítið dæmi er að gerð var rannsókn þar sem stærðfræðigrein var send út til mörghundruð yfirlesara og þeir beðnir um að gefa henni einkunn. Og þá skipti sko miklu máli hvort höfundurinn var John McKay eða Joan McKay; John skrifaði góða grein að mati yfirlesaranna, en greinin hennar Joan var bara svona í meðallagi. Samt var þetta nákvæmlega sama greinin! Eini munurinn var eitt stykki typpi.
Ég vissi svo sem af svona rannsóknum, en þetta gerir mig samt sorgmædda, að ég þurfi að vera tvöfalt duglegri en einhver karlmaður til að fá sömu viðurkenningu fyrir mín vísindastörf.
mánudagur, júní 19, 2006
Hvað segir það um mann...
...þegar manni er farið að finnast dagskráin á Rás 1 bara nokkuð áhugaverð?
sunnudagur, júní 18, 2006
fimmtudagur, júní 15, 2006
þriðjudagur, júní 13, 2006
Það getur komið sér vel að hafa góða heyrn
Nú eru víst unglingar farnir að notfæra sér að hinir fullorðnu heyra illa eða ekkert tóna af mjög hárri tíðni:
lesa grein|heyra tón
Teens are taking their ingenuity to a new level by installing a ring tone with a high-frequency buzz that most adults can't hear so they can use their phones to text-message in classrooms, according to reports in England.
lesa grein|heyra tón
Þrítugsafmæli!
Björn er þrítugur gamall karlfauskur og vill því bjóða öllum sem þekkja hann, þar á meðal rottur, til afmælisteitis á Klúbbnum, Grafarvogi, föstudaginn 16. júní.
Fjölmennum og sýnum gömlum manni stuðning í verki.
Fjölmennum og sýnum gömlum manni stuðning í verki.
mánudagur, júní 12, 2006
Takk Árni Gunnar
...fyrir að skrifa í Moggann í dag um skort á góðri umfjöllun um vísindi í íslenskum fjölmiðlum.
föstudagur, júní 09, 2006
Erlendir gestafyrirlesarar
Svo ég bæti nú við póstinn hér fyrir neðan; af hverju er nær daglegt brauð í heimspekiskor að fá erlenda gestafyrirlesara til landsins þegar slíkt gerist nær aldrei í sálfræði? Þetta er nokkuð sem mér finnst að sálfræðiskor mætti athuga.
Áhugaverður fyrirlestur
Ég leyfi mér að afrita eftirfarandi texta af vefsíðu Háskóla Íslands. Ég veit því miður ekki alveg hvort ég komist, en þetta er áhugavert engu að síður:
Edward Witherspoon: Hume og Wittgenstein um trú og skynsemi (16.06.2006)
Samræður um trúarbrögðin eftir David Hume eru samfelld árás á möguleika skynseminnar til að komast að niðurstöðum um tilveru Guðs eða eðli. En í lokakaflanum virðist Hume, þótt undarlegt sé, veita svigrúm fyrir trú á grundvelli opinberunar þar sem skynsemin bregst. Hume virðist letja til slíkrar trúar en Wittgenstein, samkvæmt ýmsum túlkunum, hefði fúslega lagt blessun sína yfir hana. Í fyrirlestrinum verður reynt að leggja mat á þessa mismunandi afstöðu Humes og Wittgensteins.
Edward Witherspoon kennir heimspeki við Colgate University í Hamilton, New York, Bandaríkjunum, og hefur verið gestaprófessor við University of St Andrews í Skotlandi. Hann fæst einkum við málspeki, þekkingarfræði og heimspekisögu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Staður: Árnagarður, stofa 201
Vefslóð: http://www.hug.hi.is/page/heim_dagskra
Edward Witherspoon: Hume og Wittgenstein um trú og skynsemi (16.06.2006)
Samræður um trúarbrögðin eftir David Hume eru samfelld árás á möguleika skynseminnar til að komast að niðurstöðum um tilveru Guðs eða eðli. En í lokakaflanum virðist Hume, þótt undarlegt sé, veita svigrúm fyrir trú á grundvelli opinberunar þar sem skynsemin bregst. Hume virðist letja til slíkrar trúar en Wittgenstein, samkvæmt ýmsum túlkunum, hefði fúslega lagt blessun sína yfir hana. Í fyrirlestrinum verður reynt að leggja mat á þessa mismunandi afstöðu Humes og Wittgensteins.
Edward Witherspoon kennir heimspeki við Colgate University í Hamilton, New York, Bandaríkjunum, og hefur verið gestaprófessor við University of St Andrews í Skotlandi. Hann fæst einkum við málspeki, þekkingarfræði og heimspekisögu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Staður: Árnagarður, stofa 201
Vefslóð: http://www.hug.hi.is/page/heim_dagskra
fimmtudagur, júní 08, 2006
Belle & Sebastian + Emilíana Torrini
Ég var rétt í þessu að kaupa miða á tónleika þessara snilldartónlistarmanna á NASA 27. júlí. Endilega komið með og drífið ykkur í að kaupa miða.
miðvikudagur, júní 07, 2006
Vísindablaðamennska
Mér blöskrar alloft umfjöllun íslenskra fjölmiðla um vísindi og fræði, hún er allt of lítið og oft hræðilega illa fram sett og jafnvel röng. Það sem vantar sárlega er nýtt eins árs framhaldsnám í vísindablaðamennsku þar sem fólk með B.A. eða B.S. getur bætt við sig fjölmiðlanámi eða fjölmiðlafræðingar bætt við sig námi í vísindum. Ég skil raunar ekki af hverju þetta er ekki komið í gang og legg til að úr því verði bætt hið snarasta.
þriðjudagur, júní 06, 2006
Góð grein frá honum Geir kunningja mínum
Á blogginu sínu fjallar Geir um rekstrarfyrirkomulag háskólanna. Hér er smá tilvitnun, en ég legg til að fólk lesi greinina í heild sinni:
En aðalatriðið er þetta, að ef ekki er settur töluvert meiri peningur í rekstur háskólanna, þá munu þeir aldrei verða fyllilega samkeppnishæfir við þá erlendu háskóla sem við vildum helst miða okkur við. Og það myndi engu breyta hvort þeir væru hlutafélög eða sjálfseignarstofnanir eða bara ríkisskólar áfram. Án nægilegs fjármagns mega skólarnir sín lítils hvort sem þeir eru sjálfseignarstofnanir eða hlutafélög. Ef yfirvöld ákveða hins vegar að hætta að fjársvelta skólana, þá mun samkeppnisstaða þeirra batna, þótt þeir séu ríkisskólar áfram...
föstudagur, júní 02, 2006
miðvikudagur, maí 31, 2006
The Human Marvels
Í framhaldi af síðustu færslu vil ég svo benda á síðuna The Human Marvels, sem fjallar um skeggjaðar konur, dverga, risa og margar aðrar áhugaverðar persónur.
Craniopagus parasiticus
Þetta er nú bara eitt það skrýtnasta og óhuggulegasta sem ég hef lesið. Ástandið heitir craniopagus parasiticus og lýsir því að á höfði annars tvíbura er áfast höfuð hins tvíburans, nema hvað þessi tvíburi nr. 2 hefur engan búk og gæti því ómögulega lifað einn og sér.
Þetta finnst mér sérlega óhugnanleg lýsing:
Hér er meira um þetta furðulega fyrirbæri.
Þetta finnst mér sérlega óhugnanleg lýsing:
Doctors said the second head was capable of smiling and blinking
Hér er meira um þetta furðulega fyrirbæri.
föstudagur, maí 26, 2006
mánudagur, maí 22, 2006
Alltaf sömu snillingarnir hjá mbl.is
Samkvæmt upplýsingum frá menntaráði Reykjavíkur voru einkenni þunglyndis mun algengari í hópi þeirra sem leið illa en hjá öðrum nemendum.
Nánar hér, ef einhver skyldi hafa áhuga á frétt sem inniheldur svona setningu.
Ertu óviss á hvað skuli kjósa?
Á afstöðu.is er hægt að taka lítið og nett próf sem gæti hjálpað þér að taka ákvörðun í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Samkvæmt prófinu eru skoðanir mínar líkastar skoðunum Samfylkingarinnar, og það er held ég einmitt flokkurinn sem ég enda á að kjósa.
laugardagur, maí 13, 2006
inattentional blindness
laugardagur, maí 06, 2006
Krepera
Ég er að krepera... krepera krepera krepera. Kreeeepera. Krep krep krep krep, kreeeeeep. Og syngið með mér: Krep krep krep, dúú-wap, krep krep krep, dúú-wap. Og klappa saman höndum! Og stappa! Vúhú!
föstudagur, maí 05, 2006
Holy crap!
Jesús guð og aðrir gaurar. Lina Medina er yngsta móðir í heimi. Hún var aðeins fimm ára þegar hún átti barnið. Sjá nánar hér.
þriðjudagur, maí 02, 2006
sunnudagur, apríl 30, 2006
Málfræði söngfuglar
Sá afar sniðuga grein framan á Fréttablaðinu í dag.. Þar var verið að tala um söngfugla sem lærðu málfræði.. Menn eru svakalega æstir yfir þessu og eru nú loks búnir að finna dýr í náttúrunni sem lærir málfræði.. Fuglarnir þekktu semsagt muninn á vennulegum "fuglasettningum" og settningar sem innihélt innskotssetningu... Frábært er það ekki?
Eða kannski ekkert nýtt hér á ferðinni...
Því að í lok fréttarinnar stendur að 9 af 11 störrum sem tóku þátt í ransókninni fengu matarverðlaun fyrir rétta svörun í 90% tilvika... hmmmm
Eða kannski ekkert nýtt hér á ferðinni...
Því að í lok fréttarinnar stendur að 9 af 11 störrum sem tóku þátt í ransókninni fengu matarverðlaun fyrir rétta svörun í 90% tilvika... hmmmm
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Hver er flottasti múmínálfurinn?
Múmínálfarnir eru náttúrulega langflottastir. Rakst á þessa skemmtilegu grein á Múrnum.
Why we can't all be divas
Af hverju heldur fullkomlega laglaust fólk stundum að það geti orðið næsta Idol-stjarna, bara ef það vildi? Skemmtileg grein í Cognitive Daily, einu af mínum uppáhalds vísindabloggum.
Þess má geta að ég heyrði strax hver munurinn á tóndæmunum tveimur var :D
Þess má geta að ég heyrði strax hver munurinn á tóndæmunum tveimur var :D
Dómari með kímnigáfu
Af mbl.is:
Breskur dómari sem stýrði réttarhöldum vegna meints ritstuldar rithöfundarins Dan Brown við ritun Da Vinci lykilsins virðist hafa samið sitt eigið dulmál. Dómarinn, Peter Smith, skáletraði stafi í einstökum orðum í dómsúrskurðinum og breytti einstaka litlum staf í stóran... „Ég get ekki rætt dómsúrskurðinn en ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að menn skemmti sér yfir honum,“ sagði Smith...
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Merkilegar fréttir!
Morgunblaðið segir frá því í dag á bls. 21 að "Sjálfstraust hjálpar nemendum". Mikið er nú skemmtilegt að Málgagnið sé farið að flytja fréttir af svona merkilegum vísindarannsóknum! Go Mogginn!!
Hér er fréttin í heild sinni:
Trú á eigin getu hjálpar nemendum
með dyslexíu á háu
stigi, að því er rannsókn við
Háskólann í Stavanger bendir til. Á
vefnum forskning.no er greint frá því
að tveimur þriðju þátttakendanna í
rannsókninni gekk betur ef þeir
höfðu trú á sjálfum sér.
Dyslexía lýsir sér m.a. þannig að
fólk á erfitt með að tengja saman
hljóð og viðeigandi bókstaf, lestrarvandkvæði
og erfiðleikar við að
muna hvernig á að stafsetja orð
fylgja einnig. Dyslexía er arfgeng en
þeir sem þjást af henni eiga ekki erfitt
með að læra almennt. Dyslexía
getur verið á misháu stigi og lítill
hópur á í mjög miklum vandræðum
með að lesa og skrifa.
Til að koma til móts við þann hóp í
Noregi var honum veitt aðstoð við
Lestrarmiðstöðina við Háskólann í
Stavanger og rannsóknin gerð í
tengslum við það. 65 nemendur tóku
þátt í rannsókninni og það sem kom
skýrast í ljós var að sjálfstraust og
trú nemendanna á því að þeim tækist
að komast yfir vandamálið skipti
sköpum. Starfsfólk Lestrarmiðstöðvarinnar
gat hvatt nemendurna til að
takast á við vandamálið en beita öðrum
aðferðum en áður. Einnig kom í
ljós að mikilvægt var að nemendur
öðluðust þekkingu á dyslexíu og aðferðunum
sem beitt er við að ná árangri,
þ.e. þeir þurftu að skilja hvað
var verið að gera og til hvers.
Hér er fréttin í heild sinni:
Trú á eigin getu hjálpar nemendum
með dyslexíu á háu
stigi, að því er rannsókn við
Háskólann í Stavanger bendir til. Á
vefnum forskning.no er greint frá því
að tveimur þriðju þátttakendanna í
rannsókninni gekk betur ef þeir
höfðu trú á sjálfum sér.
Dyslexía lýsir sér m.a. þannig að
fólk á erfitt með að tengja saman
hljóð og viðeigandi bókstaf, lestrarvandkvæði
og erfiðleikar við að
muna hvernig á að stafsetja orð
fylgja einnig. Dyslexía er arfgeng en
þeir sem þjást af henni eiga ekki erfitt
með að læra almennt. Dyslexía
getur verið á misháu stigi og lítill
hópur á í mjög miklum vandræðum
með að lesa og skrifa.
Til að koma til móts við þann hóp í
Noregi var honum veitt aðstoð við
Lestrarmiðstöðina við Háskólann í
Stavanger og rannsóknin gerð í
tengslum við það. 65 nemendur tóku
þátt í rannsókninni og það sem kom
skýrast í ljós var að sjálfstraust og
trú nemendanna á því að þeim tækist
að komast yfir vandamálið skipti
sköpum. Starfsfólk Lestrarmiðstöðvarinnar
gat hvatt nemendurna til að
takast á við vandamálið en beita öðrum
aðferðum en áður. Einnig kom í
ljós að mikilvægt var að nemendur
öðluðust þekkingu á dyslexíu og aðferðunum
sem beitt er við að ná árangri,
þ.e. þeir þurftu að skilja hvað
var verið að gera og til hvers.
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Björn og Heiða
laugardagur, apríl 22, 2006
föstudagur, apríl 21, 2006
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Consciousness and Neuroscience
Ég á eftir að lesa þessa grein en hún á víst að vera klassísk. Eftir þá félaga Francis Crick og Christof Koch.
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Heiða mælir með...
Wyndham Estate Bin 555 Shiraz, árgangur 2002. Ástralskt gæðavín, margverðlaunað, ekki svo dýrt, fer örugglega vel með mat og kemur skemmtilega á óvart með súkkulaði.
Bwahahahahahahaha
Jæja, dúllurnar mínar, nú er búið að vísindalega sanna það að karlmenn geta ekki ákveðið sig á meðan þeir horfa á fallegar konur. Engin furða þó að karlmenn séu ekki viðræðuhæfir oft á tíðum!
Híhíhí
Vitleysingurinn
Híhíhí
Vitleysingurinn
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Hversu langt eru 5 mílur?
Þessi síða sýnir þér hvernig breyta skal mismunandi mælikerfa, gjaldmiðla, ummáls o.s.frv. Gæti komið sér ve. :)
mánudagur, apríl 17, 2006
Eeeeeewwww!
OK, þetta er eitt það ógeðslegasta sem ég hef nokkurn tíma séð. Síðan er um gaur sem gerir tilraunir á sjálfum sér með því að éta mat sem ætti best heima í einhverri hrollvekjunni. Lýsandi dæmi er súrsað svínaskinn. Það versta er að þetta er allt matur sem er í alvörunni seldur í matvöruverslunum. Pant ekki kaupa!
sunnudagur, apríl 16, 2006
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Mestu hugsuðir samtímans
Whenever I watch TV and see those poor starving kids all over the world, I can't help but cry. I mean, I'd love to be skinny like that, but not with all those flies and death and stuff.
--Mariah Carey--
Meira svona hér.
sunnudagur, apríl 09, 2006
Enn og aftur verið að taka fé frá öldruðum
Af mbl.is:
Sjá nánar hér.
„Frá árinu 1998 hafa allir landsmenn undir 70 ára aldri greitt nefskatt upp á 4,8 milljarða í Framkvæmdasjóð aldraðra. Fjármálaráðherra hefur einungis varið rúmum helmingi þess fjár til uppbyggingar í þágu aldraðra eins og til er ætlast. Afgangurinn hefur farið í rekstur. Samfylkingin fordæmir þessa misnotkun á skattfé almennings,“ segir í tilkynningunni.
Sjá nánar hér.
föstudagur, apríl 07, 2006
fimmtudagur, apríl 06, 2006
og flughræðslan bara hvarf...
Mér fannst þetta myndband bara alltof fyndið að ég bara varð að setja það hingað inn..
Gagnfræðakverið
Hefur einhver af ykkur flett almennilega í gegnum Gagnfræðakverið hans Friðriks og Sigurðar?
Ég er búin að skoða það dálítið og það er alveg heilmikill húmor í því (a.m.k. þriðju útgáfu). Til dæmis:
Boring, R. V. (2001). I am not afraid to speak my mind. Óútgefið handrit (bls. 88 í Gagnfræðakveri)
Ætli það handrit sé skemmtilegt??
Parker, P. (2001). Are spiders acrophobic? [Útdráttur). Society for Insects Abstracts, 2, 323.
Ja, Peter Parker öskraði ansi mikið þegar hann sveif á milli húsanna í myndinni. Ætli það hafi verið lofthræðsla?
Lane, L. og Kent, C. (2000). Effets of PMT development on organized crime. Japanese Journal of Experiental Social Psychology, 21, 67-97. (Úr Pschological Abstracts, 2000, 68, Útdráttur nr. 11473).
Ætli Lois Lane hafi sparkað Clark Kent oft út þegar hún var með fyrirtíðaspennu, þannig að hann hafði ekkert betra að gera en að handtaka glæpamenn sem Súperman?
Eins má finna tilbúna töflu um hversu mörg hugskeyti komast í mark eftir árstíma (bls. 102-3 fyrir þá sem vilja kíkja).
Það er greinilegt að það getur verið ansi skemmtilegt að skrifa sína eigin bók.
Ég er búin að skoða það dálítið og það er alveg heilmikill húmor í því (a.m.k. þriðju útgáfu). Til dæmis:
Boring, R. V. (2001). I am not afraid to speak my mind. Óútgefið handrit (bls. 88 í Gagnfræðakveri)
Ætli það handrit sé skemmtilegt??
Parker, P. (2001). Are spiders acrophobic? [Útdráttur). Society for Insects Abstracts, 2, 323.
Ja, Peter Parker öskraði ansi mikið þegar hann sveif á milli húsanna í myndinni. Ætli það hafi verið lofthræðsla?
Lane, L. og Kent, C. (2000). Effets of PMT development on organized crime. Japanese Journal of Experiental Social Psychology, 21, 67-97. (Úr Pschological Abstracts, 2000, 68, Útdráttur nr. 11473).
Ætli Lois Lane hafi sparkað Clark Kent oft út þegar hún var með fyrirtíðaspennu, þannig að hann hafði ekkert betra að gera en að handtaka glæpamenn sem Súperman?
Eins má finna tilbúna töflu um hversu mörg hugskeyti komast í mark eftir árstíma (bls. 102-3 fyrir þá sem vilja kíkja).
Það er greinilegt að það getur verið ansi skemmtilegt að skrifa sína eigin bók.
mánudagur, apríl 03, 2006
Hvað ætti ég að lesa næst?
Þeir sem sjá fram á að hafa kannski tíma til að lesa eitthvað annað en skólabækur ættu að kíkja á þessa síðu. Þar er hægt að skrá hvaða bækur maður hefur lesið. Út frá því stingur tölvan upp á nýjum áhugaverðum bókum.
laugardagur, apríl 01, 2006
Pjúff!
Þetta er búinn að vera erfiður dagur. Fór í GRE-prófið í sálfræði í morgun, og gekk held ég bara nokkuð ágætlega. Hélt síðan strax eftir það fyrirlesturinn Undur skynjunarinnar í Orkuveitu Reykjavíkur. Hann féll bara vel í kramið, held ég, mikið spurt og spekúlerað.
Nú er ég alveg uppgefin eftir að hafa í margar, margar vikur gert fátt annað en að vinna og læra, ALLAN daginn, ALLA daga. Því miður er ég ekki búin að losna við allt, ég þarf að skila stóru verkefni í tölvunarfræði á mánudaginn. Úff. Ég á afar bágt með að hugsa mér að byrja á einhverju slíku.
Ætti kannski að fara að leggja mig bara...
Nú er ég alveg uppgefin eftir að hafa í margar, margar vikur gert fátt annað en að vinna og læra, ALLAN daginn, ALLA daga. Því miður er ég ekki búin að losna við allt, ég þarf að skila stóru verkefni í tölvunarfræði á mánudaginn. Úff. Ég á afar bágt með að hugsa mér að byrja á einhverju slíku.
Ætti kannski að fara að leggja mig bara...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)