mánudagur, desember 26, 2005

Gleðilega hátíð!


Ég óska öllum rottum og rottuvinum, nær og fjær, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

föstudagur, desember 23, 2005

gleðileg jól öll.

Jólafríið á Akureyri byrjar ágætlega. Búinn að standa mína plikt í skreytingum og öllu því og er dottinn í það. Þótt ég drekki svo til alla daga fyrir sunnan líka (nema síðustu þrjá mánuði) þá virðist Akureyri vera ótvírætt greinireiti fyrir drykkju hegðun því þetta er eitt af því sem bregst aldrei. Er ekki fyrr kominn norður en ég er dottinn í það. Svona er þetta bara.

Bið að heilsa ykkur öll og vona að þið hafið það gott.

miðvikudagur, desember 21, 2005

þriðjudagur, desember 20, 2005

Tilvitnun dagsins

Svo las ég snilldar grein um hómeópatíu og þann aragrúa af vísindarannsóknum sem hafa verið gerðar á því fyrirbæri. Niðurstaða auðvitað sú að þetta virkar ekki jack shit. Svo voru hómeópatavesalingar að reyna að malda í móinn og spurðu hvernig í ósköpunum vísindamenn vissu að þetta virkaði ekki. Svarið: Through the miracle of counting.

Orri sáli

Vinur álfsins

Vignir Þór Birgisson
Innkaupamaður í grænmeti í Hagkaupum



Vignir verður vinur álfsins að þessu sinni fyrir að kaupa aftur Merry
Christmas epli.

sunnudagur, desember 18, 2005

Heiða mælir með...


Le Tigre er ekki fyrir alla, en vel þess virði að tékka á. Veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu; held að tyggjókúluelektrórokkpönk lýsi þessu ágætlega. Tékkið sérstaklega á laginu Deceptacon, það kemur manni í stuðið. Hér er hægt að nálgast myndbandið við lagið, mjög fyndið.

P.S. Allir á myndinni eru konur.

laugardagur, desember 17, 2005

Var að koma heim af djamminu

Tvær pælingar. Er orðið alveg svakalega mikið af smápíkum á djamminu eða er ég bara að eldast? Og er maður leiðinleg tík ef maður þiggur drykk frá gaur (hey, þeir gáfu okkur heila freyðivínsflösku óumbeðnir) en finnst asnalegt að skjóta einhvers staðar inn í samtalið: "Hey, bara svo að láta þig vita að ég á kærasta..."

föstudagur, desember 16, 2005

Hvernig er staðan?

Hvernig er þetta með ykkur, eruð þið öll í prófum? Ég væri nefnilega alveg til í að kíkja út í kvöld, eða bara hittast yfir smá smotterísbjór. Eru allir uppteknir?

fimmtudagur, desember 15, 2005

Apar standa sig stundum betur en börn í rökhugsun

Apar og börn (þriggja til fjögurra ára) horfðu á fólk nota verkfæri til að ná í gotterí ofan í kassa. Kassinn var annað hvort glær eða ógegnsær. Fólkið sem aparnir og börnin fylgdust með gerðu bæði hreyfingar sem skiptu máli til að ná í gottið og hreyfingar sem voru algjört aukaatriði. Til að ná í gottið í ógegnsæja kassanum hermdu bæði apar og börn eftir öllu sem fólkið gerði. Þegar kassinn var glær hermdu apar bara eftir því sem nauðsynlegt var að gera til að ná í gottið. Börnin hermdu aftur á móti enn eftir öllu, líka því sem skipti engu máli.

Sjá hér.

mánudagur, desember 12, 2005

PDI á skjá einum

Já ný þáttaröð er í vinnslu.. Psychological disorder investigation.. Ég og Baldur sem erum bæði executive producers og leikarar í þáttunum erum að fara selja réttinn til skjá eins eða NBC.. erum ekki búnir að ákveða það ennþá...
En þessi þáttur á að verða mjög vinsæll enda erum við með formúlu sem getur ekki klikkað!! Við tökum allt svona "inn í líkama" dæmi úr CSI og yfirfærum það á okkar þátt, nema í stað þess að sjá byssukúlu þeytast í gegnum hold, bein og blóð sjáum við Inn í sálina!! mjög töff!
Baldur mun leika aðalhlutverkið.. og eins og í öllum svona þáttum er aðalgaurinn alvitur og bestur! en alltaf með einhvern galla til að vega upp á mótu (House í House er haltur, Grissom í CSI er heyrnarlaus og John doe er minnislaus og litblindur en veit samt allt!)Við erum reyndar ekki ennþá komnir með galla handa Baldri en það voru uppi hugmyndir um þráláta klósettsetusleikihegðun... henni var ekki mikið fagnað!

Til þess að fá meira áhorf ætlum við að sjálfsögðu að blanda inn í þessa uppskrift, öllum steriotypum og jú bæta inn í uppskriftinni að góðum grínþætti.. því á Baldur að vera mjög feitur og viðbjóðslegur en eiga litla sæta eiginkonu sem Vaka hefur verið fengin til að leika...

Núna erum við með áhorf upp á 70-80 % en til að loka hringnum er spurning um að leyfa fólki kjósa út persónur og eða hafa singstar eða Idol í lok hvers þáttar.. með þessu fáum við alla heimsins bjána til að glápa á líka.. þannig að við erum með pottþétta money making machine.. hverjum langar að fjárfesta??

föstudagur, desember 09, 2005

Stelpustrákar og strákastelpur

You Are 40% Boyish and 60% Girlish

You are pretty evenly split down the middle - a total eunuch.
Okay, kidding about the eunuch part. But you do get along with both sexes.
You reject traditional gender roles. However, you don't actively fight them.
You're just you. You don't try to be what people expect you to be.

IPECAP

IPECAP heitir efnið sem ég var að tala við þig um Baldur.. og hérna er vídjóið..
já það er til vont fólk í þessum heimi..

Hérna er svo family guy útgáfan

Úff, ái

Það er greinilegt að það er ekki nýtt fyrirbæri að fjarlægja hárvöxt af líkamanum (linkur hér að ofan)

þriðjudagur, desember 06, 2005

Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór?

Krakkar, ég er enn eina ferðina komin í eitthvað dilemma um hvað ég eigi að gera í framtíðinni. Viljið þið gera mér greiða og segja ykkar skoðun á hvað ég eigi að fara í og af hverju?

mánudagur, nóvember 28, 2005

Utan trúfélaga

Ég sagði mig úr Þjóðkirkjunni og er því formlega utan trúfélaga. Þeir vilja gera slíkt hið sama ættu að skoða þessa slóð.

föstudagur, nóvember 25, 2005

Come Clean

Netverjar játa syndir sínar og þvo hendur sínar af þeim hér.

Partý, partý

Þið sem þekkið mig vitið að ég vil alltaf vera tímanlega að hlutunum, svo núna, sex vikur fram í tímann, ætla ég að biðja ykkur öll um að taka 7. janúar frá fyrir 25 ára afmælið mitt.

Ég ætla sem sagt að halda heljarinnar partý með fullt af áfengi og mat og ég ætla að bjóða öllum sem ég þekki. Ég mun ekki senda út nein boðskort, heldur pikka í fólk annað slagið næstu vikurnar og minna á þetta.

Vonandi sé ég sem flest.

Grein í vaktinni

Það birtist grein í Vaktinni sem er annað af tveimur fréttablöðum í Eyjum (Já við eigum tvö fréttablöð).. en allavega þá er þetta grein eftir Rope Yoga kennara sem er að fara halda heilsuræktarnámskeið í eyjum 2-4 desember... þar sem verður unnið fyrir líkama, huga og sál.. Ég er ekkert að fara gagnrýna Yoga enda er það (að mér skilst) mjög góð líkamsæfing.. fannst bara ótrúlega fyndið þessi hluti greinarinnar...

Flest erum við föst í ómeðvituðum ferlum sem byggjast á neikvæðu hugarfari og hegðun gagnvart okkur sjálfum. Við beitum okkur ofbeldi og ásökunum frá morgni til kvölds, dag eftir dag og skiljum ekkert í vanlíðan okkar og máttleysi. Þessari hegðun má breyta á einfaldan hátt.


Góða helgi

mánudagur, nóvember 21, 2005

Hver ert þú?

Ég stal þessu af heimasíðunni hennar Ásdísar.

Settu nafnið þitt í komment hjá mér og:
1. Ég segi þér eina tilgangslausa staðreynd um þig
2. Ég segi hvaða lag/kvikmynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér eitthvað sem aðeins við skiljum
4. Ég segi þér fyrstu eða skýrustu minningu mína um þig
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem mig hefur alltaf langað til að vita um þig

(svo er ekki úr vegi að þið fyllið út listann um mig líka...)

föstudagur, nóvember 18, 2005

Heimurinn getur ekki án okkar verið

Friðargæsluliðarnir okkar í Afganistan voru sendir heim vegna aukinnar spennu á svæðinu! Hvað gagn er í friðargæsluliðum ef þeir þurfa að fara í burtu um leið og hitnar aðeins í kolunum?

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Heiða mælir með...

The Decemberists er hljómsveit sem ég hef ekki heyrt um áður en er víst voða vinsæl víða um heim. Hún á það líka skilið, þetta er sniðug tónlist. Svona eins og blanda af Belle & Sebastian og söngvaranum í Placebo.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Ljótufatapartýið?

Heybb.. Var að spjalla við Gróu og föstudagur virkar bara hjá henni til að halda partý! Svo ég spyr þá er málið að hafa ljótufatapartý á föstudaginn hjá Gróu? eða á laugardaginn hjá einhverjum öðrum?

Pís át

laugardagur, nóvember 12, 2005

Jafnrétti?

Ég var að flétta Mogganum í morgun yfir kaffibollanum og rak augun í fyrirsögnina "Fleiri konur eða lokað ella" Fyrsta sem ég hugsaði var ..Glætan ekki er Moggin farinn að hjálpa til við að auglýsa eftir starfsfólki á Goldfinger!!! Ætlaði að verða soldið móðguð fyrir hönd kynsystra minna, en jafnframt fegin að líklega væri þá ekki mikið um innflutning á stelpugreyjum fyrst þyrfti að loka... En svo las ég greinina og hún eiginlega pirraði mig meira. Þó ég sé vitanlega á móti því að nota eigi líkama kvenna (jahh og karla reyndar líka) í gróðaskyni, nema hana langi það rooosa mikið, sem ég tel að séu nú undantekningartilvik.

Nei greinin fjallaði um jafnrétti á vinnustað og fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum.
"Norska stjórnin hótaði í gær að loka þeim fyrirtækjum sem ekki sæju til þess að í stjórnum þeirra væri hlutur kvenna að minnsta kosti 40%. Var þeim gefinn tveggja ára frestur eða til ársloka 2007" Moggin, laugardagur 12. nóv, bls. 20.

Er fólk ekki að grínast?? Er kvótakerfið ekki úrelt??? Ég verð allavega að segja ef ég verð einhvern tíman ráðin í stjórnunarstöðu þá vil ég að það sé vegna framúrskarandi hæfileika minna og góðrar menntunar. Ekki vegna þess að ég er með leg!! Það væri kannski ásættanlegt ef ég ætlaði að sækja um vinnu á Goldfinger að kynferði mitt skipti máli en ekki í stjórnunarstöðu!! Er Goldfinger í alvöru staður sem á að taka til fyrirmyndar??!!!
Mér finnst þetta svo mikil afbökun á jafnrétti að það nær engri átt.
Eins og ég sé hina fullkomnu framtíð fyrir mér þá er jafnrétti þannig að þegar þú sækir um vinnu skipti ekki máli hvort þú sért kall eða kona, sá hæfari er ráðinn!!!
Gerum smá svona "thought experiment" Ímyndaðu þér að þú sitjir í stjórn fyrirtækis. Fyrirtækið fær skipun um að ráða konu. Hæf kona er ráðin (því vitanlega eru þær fjölmargar til). Myndiru vera jafn sannfærð/ur um hæfni hennar þegar hún er ráðin á þennan hátt og þegar hún er ráðin án tillits til kynferðis? Ég held að sú kona sem er ráðin vegna kynferðis þurfi að leggja meira á sig til að sanna sig í starfi en hin sem er ráðin eingöngu vegna hæfni hennar. Að maður tali ekki um vandræðin sem munu koma þegar mistök eru gerð í ráðningu og konan er ekkert sérstaklega hæf! Munu þá aðrir líklega kenna þessu frumvarpi um "ef þeir hefðu bara fengið að ráða kall í friði væri þetta betra" Líklegt er að þetta alhæfist yfir á allar konur sem ráðnar eru vegna þessa frumvarps, þó megi gera ráð fyrir að hlutfall hæfra og óhæfra sé svipað hjá konum og körlum.

Nú skal ég viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér þetta mál neitt og byggi þessi skrif eingöngu á mínum skoðunum og kvennlegu innsæi. Ef einhver getur bent mér á góð rök fyrir þessu kvótakerfi og hvernig komið verði í veg fyrir að hæfar konur sem ráðnar eru vegna þessa lendi í tortryggin þá vil ég endilega heyra það.
Að lokum vil ég spyrja hvort einhver hafi hugmynd um hvort konur hafi eins mikinn áhuga á stjórnunarstörfum og karlar??

föstudagur, nóvember 11, 2005

Fyrsti mongólíti mánaðarins

Ætli það sé ekki best að ég byrji bara. Þið verðið samt sjálf að skrifa mongið um mig, ég get ekkert gert það sjálf. Það eina sem ég get sjálf er að líta asnalega út.

Hvernig tröll ert þú??


Skáldajötunn

Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.
Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.

Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.

href="Hvaða'>http://www.stilbrot.com/trollafell/konnun/">Hvaða tröll ert þú?

DNA heilun

stutt færsla hjá mér en VÁ.. ég verð bara segja að þeir sem misstu af Kastljósi í gær, fimmtudaginn 10.nóvember, skellið ykkur á rúv.is farið á netsjónvarpið og kíkið á þáttinn.. Aðra eins vitleysu hef ég aldrei séð..

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Ljótufatapartý...


Sælar, dúllurnar mínar
Hvenær eigum við að fara að halda ljótufatapartý?? Ég er með heilan lítra af tekíla inni í skáp sem ég verð að fara að losna við, og ég vil helst gera það fyrir jól! Er einhver sem getur haldið partýið 19. nóv?

Fyrir þá sem ekki vita um hvað málið snýst, þá var sem sagt ákveðið að hafa ljótufatapartý, þ.e. partý þar sem fólk á að mæta í ljótustu/púkalegustu fötunum sínum, helst ómálað/illa málað (strákum er frjálst að mæta málaðir). Tilgangur partýsins er sá að halda fólki á sama stað allt kvöldið og helst alla nóttina í staðinn fyrir að hópurinn skiptist þegar í bæinn er komið.

Ég vona að einhver sjái sér fært að halda partýið, í versta falli held ég það í minni litlu íbúð. Hvað segið þið, eigum við ekki að drífa í þessu?

[Lilja skrifaði, Heiða setti inn mynd til að skreyta póst]

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Arty Kid

Whether you were a drama freak or an emo poet, you definitely were expressive and unique.

You're probably a little less weird these days - but even more talented!

New Look

Ég nefndi það í kommenti hér um daginn að það væri gaman að sjá nýtt look á síðunni hjá rottunum! Hugmyndin sem ég hef er kannski frekar róttæk og krefst mun meiri skrifa af hálfu rottanna en nú er gert..En með nýrri og flottari síðu og fleiri heimsóknum er það kannski ekki svo mikið vandarmál.
Heildarútlit síðunnar og hugmyndina bak við hana leita ég til vefrita eins og deiglan, tikin og djoflaeyjan.. þetta eru aðallega pólitísk veftímarit en í bland við pælingar um hvað sem er auk þess sem eru fréttir og skemmtiefni.
Ég var ekki að spá í því að gera rotturnar hápólitískar, enda er það ekki svo góð blanda og skoðanir í pólitík eru langt frá því að vera sameiginlegar skoðunum um sálfræðilegar og heimspekilegar pælingar, ég var aðallega spá í útlitinu á þessum hápólitísku vefritum sem við gætum nýtt okkur...
Það væri töff að gera stóra og góða síðu um sálfræði, heimspeki og vísindi! stór flokkur það er satt en ótrúlega gaman að uppfæra og vonandi dregur að mikinn og góðan lesendahóp. Þetta krefst ótrúlega mikillar vinnu að útbúa slika heimasíðu og einnig að halda henni við og því þarf að setja upp kerfi sem allir þurfa vinna eftir, t.d að skila inn grein einu sinni mánuði sem og að halda uppi eigin horni á síðunni.. T.d mónóglítinn hennar Siggu eða bullhornið hennar Heiðu!
Hvað segiði um þetta? er fólk til í að leggja smá vinnu í svona verkefni? Endilega leggið orð í belg!

föstudagur, nóvember 04, 2005

Ég ætti að vera satanisti!

You scored as Satanism. Your beliefs most closely resemble those of Satanism! Before you scream, do a bit of research on it. To be a Satanist, you don't actually have to believe in Satan. Satanism generally focuses upon the spiritual advancement of the self, rather than upon submission to a deity or a set of moral codes. Do some research if you immediately think of the satanic cult stereotype. Your beliefs may also resemble those of earth-based religions such as paganism.

Satanism

71%

atheism

67%

Paganism

67%

agnosticism

67%

Buddhism

54%

Judaism

46%

Islam

42%

Christianity

21%

Hinduism

8%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Vafasöm Vísindakirkja

Sá fína grein á deiglunni sem ber nafnið vafasöm vísindakirkja.. Ég verð að viðurkenna að ég hef afar lítið vit á því hverskonar kirkja þetta er en ég hafði heyrt að nafnið er bara eitthvað út úr kú, að kirkjan heiti þetta því að vísindakirkja væri nafn sem heillaði fólk.. Og hver myndi ekki heillast að þessu:
Samkvæmt kenningum Vísindakirkjunnar samanstendur einstaklingurinn af líkama, hug og anda. Andinn er það sem mestu máli skiptir en hann skiptist í tvennt, rökvitund og undirvitund. Áföll, erfiðleikar og vandamál sem mæta manninum á lífsleiðinni skilja eftir sig ör á undirvitundinni og til þess að losna við örin fara safnaðarmeðlimir í gegnum ákveðið viðtalsferli sem stýrt er af sérfræðingi í kennisetningum Vísindakirkjunnar. Viðtalsferlið er fyrirfram ákveðið og sérfræðingurinn spyr tiltekinna spurninga sem leiða eiga til þess að einstaklingurinn finni sjálfur lausn vandamála sinna. Í viðtalsferlinu er notaður sérstakt tæki, svokallaður E-mælir, sem sagður er nema vanlíðan einstaklingsins með því að mæla rafsegulviðnám líkamans. Markmið viðtalsferlisins er að losa einstaklinginn við örin á undirvitundinni þannig að hann geti komist á æðstu stig trúarinnar og náð fullkomnun.


Hverjum langar að skrá sig? hehe

Tilvitnun dagsins

...þegar amrískur vinur minn, einn af mestu sýklafræðíngum heims, bauð mér að hleypa lausri pest sem gæti strádrepið mannkynið á hálfum mánuði þá ypti ég öxlum, einog ég geri framaní yður, og svaraði, nei það er skemmtilegra að láta það deya út smátt og smátt á kókaíni, sýfilis og psykoanalysis.

(Halldór Laxness, Vefarinn mikli frá Kasmír)

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Þekkja kjallararottur þig?







Þekkjum við þig?


  

Free polls from Pollhost.com

Reglur kaldhæðninnar

For a start, surely the lowest form of wit is loud flatulence, not sarcasm. It can be a beautiful and impressive thing (sarcasm, not the other, though each to their own).


Meira hér.

Freak show

Fullt af skemmtilegum myndum af alls konar skrímslum og furðukvikindum.

Hef ekkert að segja :)

Ég ætlaði nú bara að fara lýsa eftir henni Heiðu Maríu. Var farin að hafa áhyggjur af henni vegna þess að hún hafði ekki postað lengi. Var fegin að sjá lífsmark!!!
Hmm ég fer bara að nálgast gaurinn sem skrifaði leiðilegasta blogg í heimi..Það er ástæða fyrir því að ég blogga sjaldan!!
En hvernig er annars með ljótufatapartýið?? Á ekki að fara að ýta því í framkvæmd, eða skal það geymt til næsta árs?

miðvikudagur, október 26, 2005

Lordosis í kvöld

Sælar, dúllurnar mínar
Ég vildi bara minna kvennahópinn á að það verður Lordosis í kvöld hjá mér kl. 8
Endilega látið vita ef þið komist ekki.

laugardagur, október 22, 2005

fimmtudagur, október 20, 2005

Útskriftarboðið er í KVÖLD!

Bara svo það sé á hreinu fyrir alla þá er útskriftarboðið hennar Sigrúnar Sifjar í kvöld heima hjá Vöku. Ég skal reyna að koma, en þarf samt að undirbúa kennslu fyrir morgundaginn. Ég sleppi bara leikfimi eða eitthvað :-/

Þar sem ég er bíllaus óska ég eftir einhverri góðhjartaðri manneskju sem væri til í að sækja mig.

þriðjudagur, október 18, 2005

Playstation: nýtt vinnuæki

Playstation leikjatölva er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður talar um vinnutæki sálfræðinga.. en það gæti svosem orðið framtíðin. Á næsta ári kemur ný kynslóð leikjatölva í playstation röðinni, Playstation 3 sem er mun hraðvirkari og betri tölva og í raun mun meira en bara leikjatölva, því hana er hægt að tengja við internetið og margt fleira sem ég ætla ekki mikið að fara út í, enda er þetta ekki einhver GameTV síða..
Það sem er athyglisvert með nýju tölvuna er EyeToy. En EyeToy er í raun bara stafræn myndavél sem færir samstundis myndefnið inn í tölvuna, svipað og Webcam, en eins og venjulega þá þróast tækni yfirleitt hraðast þegar hún nýtist í leikjum eða einhverju tómstundargamani (eins og klámi og internetið hehe). Hraðinn og geta nýju tölvunar verður það mikil að þú getur veifað út höndunum og stjórnað því sem er að gerast í tölvuleik eða á skjánum bara, allt á rauntíma svona eins og meðalmaður (ekkert skítkast varðandi skilgreiningu Andri!!)

Ok þá að pointinu! Þessa tækni má nota að sjálfsögðu í einhverju öðru en leikjum, núna nýlega hefur komið "leikur" í Playstation sem virkar þannig að þú getur látið tölvuna vakta herbergi og þegar einhver hreyfing kemur inn á svið myndavélarinnar lætur tölvan vita.. mjög einfalt og alls ekkert nýtt í öryggismiðstöðvarheiminum.. En það væri hægt að forrita EyeToy þannig að það nýtist í hagnýtri atferlisgreiningu, t.d að silgreina hvaða hreyfingu eða hegðun á að taka eftir og merkja við, þetta myndi að sjálfsögðu einskorðast við hreyfingu eins og er, en í framtíðnni væri ekkert vitlaust að athuga hvort það væri hægt að þróa þetta lengra.
Forrita tövuna að "taka eftir" svipbrigðum og hljómburði raddar o.s.frv.

Heiða held að ég sé bara kominn með mastersverkefni handa þér þegar þú kemur út í MIT.. ég fæ svo bara 10% af öllum gróða þegar þetta fer á markað.. díll?
Boggi reddar málunum

föstudagur, október 14, 2005

Svar Sigursteins (ef svar á að kalla)

Ný tækifæri í Háskóla Íslands

Þau Baldur Heiðar, Ella Björt, Heiða María, Sigrún Sif og Vaka, núverandi og fyrrverandi nemendur við sálfræðiskor Háskóla Íslands, bætast í hóp þeirra Andra Fannars og Kjartans og telja sig þess umkomin að gagnrýna fyrirlestur minn um geðheilbrigðismál í Háskólanum opinberlega án þess að hafa heyrt hann. Í grein fimmmenninganna í Morgunblaðinu 12. október byrja þau á því að fara rangt með heiti fyrirlestursins sem var "Háskóli Íslands - gróðrarstía geðraskana?" en þau taka ekki eftir spurningarmerkinu og telja því að um fullyrðingu hafi verið af minni hálfu að ræða. Þeir sem voru á fyrirlestrinum í HÍ vita að svo var ekki. Annað er eftir þessu í grein þeirra og því einfaldlega ekki svaravert. Það sem máli skiptir er að síðan fyrirlestur minn var fluttur og að honum gerður góður rómur af viðstöddum, m.a. forseta læknadeildar og starfsmönnum námsráðgjafar, hafa verulegar breytingar orðið í Háskólanum til hins betra. Gagnrýni mín snerist fyrst og fremst um skort á stuðningi við nýnema í HÍ, sérstaklega í fjölmennum deildum, og ég kallaði eftir geðheilbrigðisáætlun. Þetta hafa sumir viljað afbaka með þeim hætti að um persónulegar árásir á kennara hefði verið að ræða sem er gjörsamlega út í hött. Ég er þess meðvitaður að til eru kennarar sem vilja með öllu halda í óbreytt ástand og það er mér í sjálfu sér að meinalausu ef þeir taka gagnrýni mína persónulega til sín. Háskólarektor hefur nú í tvígang opinberlega lýst yfir vilja sínum að koma á geðheilbrigðisáætlun við stofnunina. 9.000 nemendur auk starfsmanna eiga kröfu á því að geðheilbrigðismál og viðbrögð við geðheilsuvanda séu til sífelldrar skoðunar. Ég fagna stuðningi rektors við þetta mál og treysti því að það hafi skjótan og öruggan framgang. Mánudaginn 10. október, á Alþjóðageðheilbrigðisdaginn, urðu einnig þau merku tímamót að stofnað var félag fólks innan HÍ með geðraskanir og áhugafólks um málefnið. Því er ætlað að vinna með háskólayfirvöldum að framförum á sviði geðheilbrigðismála, veita aðhald og annast hagsmunagæslu fyrir háskólafólk með geðraskanir. Þar með skapast ný tækifæri innan Háskólans að fylgjast með aðstæðum nemenda og leggja mat á ástandið í einstaka skorum. Ég treysti því að hið nýja félag, sem hlotið hefur nafnið Manía, verði haft með í ráðum við mótun geðheilbrigðisáætlunar í Háskólanum. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að sú tíð er liðin að mótuð sé stefna í málefnum sjúkra og fatlaðra án beinnar þátttöku þeirra sjálfra. Þetta hefur verið tryggt í löggjöf sumra Norðurlandanna og það þarf að gerast hér líka en þangað til á Háskólinn að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er von mín og trú að námsmenn framtíðarinnar muni njóta góðs af þeim nýju tækifærum sem nú blasa við í Háskóla Íslands og að þau leiði til meiri stuðnings og nýrra manneskjulegra viðhorfa.

SIGURSTEINN MÁSSON,

formaður Geðhjálpar.

fimmtudagur, október 13, 2005

Jafnréttisfulltrúi fór út fyrir svið sitt

Af heimasíðu Röskvu:

Þegar lög Stúdentaráðs eru skoðuð nánar kemur ákveðið misræmi í ljós. Það misræmi ber þó keim af orðræðu fyrri tíma um jafnréttismál. Starf jafnréttisfulltrúa er nefnilega einskorðað við jafnrétti kynjanna eða eins og segir orðrétt "[h]lutverk hans skal vera að fylgjast með stöðu og framgangi í jafnréttismálum kynjanna innan Stúdentaráðs og Háskólans."


Viðbót: Þetta er alveg rétt hjá Baldri, ég er sammála því að störf jafnréttisfulltrúa eigi að vera víkkuð út. Ég er bara ekki sammála hvernig hann skipti sér af því hvað færi inn á Animusíðuna og hvað ekki, það kom jafnrétti ekkert við.

miðvikudagur, október 12, 2005

Er ekki mál að linni?

Hér birtist grein Baldurs, Ellu, Heiðu, Sigrúnar og Vöku í heild sinni:

Í MORGUNBLAÐINU laugardaginn 1. október svaraði Sigursteinn Másson gagnrýni Andra Fannars Guðmundssonar og Kjartans Smára Höskuldssonar á fyrirlestur hans, "Háskóli Íslands, gróðrarstía geðraskana". Ef marka má umfjöllun fjölmiðla hélt Sigursteinn því fram að hroki og mannfjandsemi kennara við sálfræðiskor Háskóla Íslands valdi geðröskunum nemenda.

Umræðan eins og hún snýr að þjóðinni
Í svari sínu dregur Sigursteinn upp skopmynd af Andra og Kjartani og gefur í skyn að þeir séu andsnúnir því að HÍ taki málefni geðfatlaðra til umfjöllunar. Heldur hann virkilega að ágreiningur sé um hvort eigi að leitast við að hjálpa nemendum sem stríða við andlega vanheilsu? Nú standa yfir geðhjálpardagar og við HÍ hefur verið stofnað félag fólks með geðraskanir og áhugamanna um málefnið. Við fögnum því heilshugar. En við vekjum athygli á að gagnrýni Andra og Kjartans beindist aðeins að þeirri vafasömu fullyrðingu að kennarar orsaki geðraskanir og að HÍ sé "gróðrarstía geðraskana". Þetta er einfaldlega ekki rétt. Formaður Geðhjálpar á að vita betur en svo að tala um orsakasamband og að fella allar geðraskanir undir sama hatt.

Sigursteinn segir að gagnrýni Andra og Kjartans byggist á afbökun fjölmiðla á orðum hans; hann hafi til dæmis slegið nokkra varnagla. Hvort þetta er rétt skiptir ekki máli. Sigursteinn, sem er sjálfur fjölmiðlamaður, átti að sjá sóma sinn í að leiðrétta umfjöllun fjölmiðla. Það hefur hann ekki gert og ber því að hluta ábyrgð á þeirri umræðu sem hér hefur hafist. Óeðlilegt væri ef hann leiðrétti ekki misskilninginn og gerði grein fyrir samhenginu og þeim varnöglum sem hann talar um. Hvað er átt við með því að andlegri velferð nemenda "sé kerfisbundið stefnt í voða"? Er virkilega sanngjarnt að halda því fram að HÍ ýti beinlínis undir geðsjúkdóma eins og Vísir.is hefur eftir Sigursteini? Á þeim árum sem við höfum verið hér höfum við aldrei þolað eða orðið vitni að slíkri meðferð.

Hvað er hroki og mannfjandsemi?
Af umfjöllun Morgunblaðsins og Stöðvar 2 að dæma virðist Sigursteinn tala um kröfur til nemenda um talsvert vinnuframlag og ákveðin vinnubrögð. Sálfræði leggur áherslu á agaðar aðferðir til skýringar á mannlegri hegðun, hugsun og skynjun. Að ætlast til að nemendur tileinki sér þessi vinnubrögð er ekki hroki heldur eðlileg og nauðsynleg krafa. Það er sérstaklega til bóta fyrir geðsjúka að þeir nemendur sem stefna að klínískum starfsframa fái viðunandi undirbúning til að fást við geðraskanir.

Nemendur eru strax á fyrsta degi varaðir við álaginu og þeim sagt að námið sé erfitt, enginn komist létt frá þessu, og já, margir falla. Nemendur vita að hverju þeir ganga og það er gott. Ímyndum okkur fallhlutfallið og vonbrigðin ef allir héldu að þetta væri auðvelt. Í svargrein Sigursteins virðist hann vera sammála því að eðlilegt sé að gera kröfur, en í hverju felst þá hrokinn og sú óeðlilega kröfuharka sem hann talar um?

Sé þessi túlkun afbökun á orðum hans er rétt að hann leiðrétti það, því málefnaleg gagnrýni á uppbyggingu námsins á fullan rétt á sér. En persónuárásir tökum við nærri okkur fyrir hönd kennara. Þeir hafa reynst okkur vel og við þekkjum þá bara sem vandað fólk.

Hvernig á að haga eftirliti með andlegri líðan nemenda?
Sigursteinn nefnir skeytingarleysi kennara gagnvart andlegri velferð nýnema. Kennarar hafa engin tök á að kynnast hundruðum nemenda persónulega og fylgjast með líðan þeirra. Hvernig ætti slíkt eftirlit að fara fram? Tillögur að lausnum væru mun uppbyggilegri en persónuárásir.

Sumum okkar hefur liðið illa hér eða átt í persónulegum vanda og þá voru það einmitt þeir kennarar sem sakaðir eru um mannfjandsemi og hroka sem reyndust okkur vel. Okkur sárnar umræða þar sem ráðist er á skor sem við erum ánægð með og þykir vænt um.

Kennarar hafa augljóslega ekki leyft sér að verjast ásökunum með vísun í hjálp og stuðning sem þeir hafa veitt nemendum sínum; enda eru ásakanirnar þess eðlis að ekki er hægt að svara þeim öðruvísi en að játa hroka eða lýsa yfir eigin ágæti sem væri kjánalegt og jafnvel hrokafullt. Þeir hafa heldur aldrei att neinum af sínum nemendum á foraðið til að taka upp hanskann fyrir þá. Við finnum þá hvöt algjörlega hjá sjálfum okkur.

Hvers konar umræðu viljum við?
Sigursteinn vísar í nafnlausa tölvupósta sem þola ekki dagsljós og einstök atvik máli sínu til stuðnings. Því er sú ályktun, að reglan í sálfræðiskor HÍ sé hroki og mannfjandsemi, hæpin. Kennurum við sálfræðiskor getur auðvitað orðið á eins og öðrum og auðvitað semur mönnum misvel án þess að við neinn sé að sakast. Það réttlætir ekki opinberar ásakanir um að hroki og mannfjandsemi ríki við skorina og að það sé viðvarandi. Er einhver kennari við HÍ sem allir eru ánægðir með?

Við óskum eftir sanngjarnri umræðu um málefni geðsjúkra og að málflutningur sé ekki byggður á útúrsnúningum, sleggjudómum og persónuárásum. Slíkt eru engum til bóta og við tökum ekki þátt í því. Sú umræða sem á undan hefur gengið er ekki boðleg.

Höfundar eru nemendur og fyrrverandi nemendur við sálfræðiskor HÍ.

Fanney Dóra gagnrýnir skrif okkar

Þessi stelpa er í stjórn Röskvu og að ég held líka í nýstofnaðri Maníu. Sjá blogg hér.

þriðjudagur, október 11, 2005

Blokkakerfi

Í læknisfræði er notað svokallað blokkakerfi, ég verð að byrja á því að lýsa samt yfir fáfræði minni á hvernig kerfið virkar en ég ætla koma með pælingar mínar um það sem ég veit...
Ég hef heyrt að þetta virki þannig að eitt fag er kennt í ákveðin tíma, segjum í einn og hálfan mánuð og síðan er tekið próf úr því námskeiði og þar með er því lokið, ekkert jólapróf.. og menn snúa sér að næsta námskeiði.

Ég spyr þá, er ekki sniðugt að athuga hvort þetta kerfi eigi ekki vel við sálfræðina.Það hefur verið talað um að þetta kerfi ætti að virka vel í skorum þar sem mörg stór námskeið séu eins og t.d í læknisfræði, lögfræði og sálfræði.. Það væri mjög þægilegt að klára eitt námskeið og fara svo yfir í næsta í staðinn fyrir að vera hringlast úr einu í annað og lenda svo í því (eins og svo oft gerist) að fá jólapróf 9 des og svo næsta 10 des bæði klukkan 9-12!

Þetta myndi breyta náminu mikið ég viðurkenni það, og ég er reyndar sjálfur efins um hvernig til dæmis hægt væri að setja Söguna eða Perran inn í þetta kerfi.. En það er samt þess virði að skoða að minnsta kosti..

Að rottast saman

Hvaða rottur/rottuvinir styðja hitting laugardaginn 22. október yfir mat (sting upp á Andra læri og kartöflum)? Allir skjóta saman í matinn. Er einhver til í að halda þetta heima hjá sér? Sigga? Lilja? Kjartan?

mánudagur, október 10, 2005

Free books

Datt í hug að fólk gæti nýtt sér þessa síðu.. yfir 16 þúsund bókartitlar frítt...
Alltaf að spara

fimmtudagur, október 06, 2005

Neural Darwinism

Allir að mæta á næsta fyrirlestur um meðvitund á laugardag kl. 14.

Oktoberfest

Ef Öl er böl
og ef Öl lýsir innri manni
hlýtur þá ekki innri maður að vera böl?

Gleðilega hátíð!
Skál

Leiðinlegasta blogg í heimi

Nýjustu færslurnar:

Standing in the middle of the room
I was standing at a central point in the room. The walls were all at approximately the same distance from me. I continued to stand there for a few moments.

Scratching my knee
My knee had a slight itch. I reached out my hand and scratched the knee in question. The itch was relieved and I was able to continue with my activities.

Moving an item from one place to another
There was an object occupying a space on my table. Using my hand I picked up the item from its place. Having considered my options for a moment I placed the object on a different area of the table.

Leiðinlega bloggið

Geðveikin og Háskóli Íslands

Af bloggi Hörpu Hreinsdóttur. Harpa er íslenskukennari, gift Atla Harðarsyni heimspekingi.

Fyrir tilviljun slæddist ég inn á blogg gegnum RSS hvar frændi minn (ungur og óséður) rökræddi fyrirlestur Sigursteins Mássonar við ritstjóra þess bloggs. Hefði annars sennilega misst af þeirri frétt að Sigursteinn flutti víst reiðilestur við Háskóla Íslands, um sama háskóla, í hádeginu í dag. Nú þekki ég Sigurstein svo sem ekki neitt (utan þess að muna eftir honum sem ferlega óþægum þriggja ára krakka, leikandi við enn óþægari þriggja ára bróður minn og verð að segja, miðað við hvers lags bestíur þetta voru, að ótrúlega mikið hefur ræst úr þeim báðum síðan). Mér hefur hins vegar fundist margt gott sem Sigursteinn hefur gert í málefnum geðsjúkra ... en eitthvað hefur slegið út í fyrir honum ef Bylgjan hefur rétt eftir honum.

Fyrir það fyrsta finnst mér ansi ótrúlegt að um 22% nemenda við HÍ séu geðveik. Ég væri til í að trúa að 22% væru alkar, miðað við 25% karlmanna (rauntölur frá SÁÁ) og síhækkandi hlutfall kvenna (jafnréttið sýnir í þessu líka), má ætla að hluti sé þegar búinn að fara í meðferð og sjúkdómurinn ekki kominn á alvarlegt stig hjá stórum hluta ... en 22% allra handa geðveik? Ég held ekki. (Sigursteinn telur að a.m.k. 2.000 nemendur í HÍ séu geðveikir, skv. tölum Hagstofunnar stunduðu 8.932 nám við HÍ árið 2004 og þeim hefur varla fjölgað neitt gífurlega milli ára.) Aftur á móti kann að vera að 22% kennaranna séu geðveik, það er a.m.k. spennandi að velta því fyrir sér ;)

Við HÍ er engin geðheilbrigðisáætlun. Sjálfsagt er til bóta að hafa svoleiðis áætlun þótt ég eigi mjög erfitt með að sjá fyrir mér hvernig hún ætti að vera. Mér þykja þetta þó ekki fréttir því eftir því sem ég best veit er heldur engin meðgöngu- eða barnsfæðingaáætlun við HÍ, sennilega engin fíkla-meðferðar-áætlun, engin áætlun fyrir nemendur með brjósklos og vöðvabólgu o.s.fr. Má þó ætla að talsvert sé um óléttar konur, sniffandi fíkla eða bakveika nemendur innan HÍ. Hvaða ástæða er fyrir HÍ að hafa geðheilbrigðisáætlun, fremur en aðrir skólar hafa slíka áætlun? Eða vinnustaðir almennt?

Það að HÍ ýti undir geðsjúkdóma með óvingjarnlegu umhverfi og síum (numerus clausus) finnst mér tóm tjara. Ef nemandi höndlar ekki að sitja í stórum nýnemahóp af því kennarinn þekkir hann ekki og kennaranum virðist nokk sama um hann (sem er nokkuð augljóst ef kennarinn kennir 500 manns í einu í Háskólabíó) þá hlýtur sá nemandi að vera talsvert veikur fyrir. Það er varla á ábyrgð HÍ að passa slíkan nemanda (auk þess sem það er augljóslega ekki hægt). Mundi svoleiðis nemandi höndla að vinna í stóru frystihúsi? Mundi nemandinn ekki brotna jafn mikið og jafn auðveldlega niður ef hann þyrfti að vinna í bónusvinnu, þar sem greiðslur fara eftir afköstum? Mundi svoleiðis nemandi höndla það að kenna óþægum nemendum? Hvað mundi svoleiðis nemandi eiginlega höndla?

Sigursteinn gleymir því að HÍ tekur reyndar fjarskalega vel á móti nýnemunum sínum miðað við margan framhaldsskólann. Síðast þegar ég vissi þótti t.d. ekki við hæfi að hafa busavígslur í HÍ, slíkar eru vitaskuld misjafnar eftir skólum og eru ósköp meinlausar í mínum eigin skóla en ég gæti nefnt gjörsamlega nafnleyndan menntaskóla þar sem ég sá nemendur mæta með alvöru ljái og keðjusagir til að busa almennilega!

Í framhaldsskólum eru margir aðilar sem bera hag nemenda fyrir brjósti og reyna að liðsinna þeim í vanda, einnig vanda vegna geðraskana. Má nefna námsráðgjafa, forvarnarfulltrúa, e.t.v. félagsmálastjóra, heimavistarverði, almenna kennara, stjórnendur o.s.fr. Ekkert af þessu fólki er sérmenntað til handleiðslu geðsjúkra. Í framhaldsskólum eru engir skólasálfræðingar og reyndar hafa skólasálfræðingar í grunnskólum fæstir réttindi í klínískri sálfræði. Mér vitanlega reyna aðilar í framhaldsskólum að vísa verulega veikum nemendum á göngudeild Geðdeildar eða bráðamóttöku sömu deildar. Þegar fólk er komið í háskóla ætti það nú að hafa vit á að leita þangað sjálft, má líka nefna að Geðdeild Landspítalans (sem rekur göngudeild og bráðamóttöku) er í göngufæri við HÍ. Það eru betri aðstæður en flestir framhaldsskólar geta boðið upp á.

Nú er ég hreint ekkert á móti því að geðsjúkum sé hjálpað, fjarri því, enda er ég oft geðveik sjálf. Hver maður verður þó að taka ábyrgð á eigin heilsu að svo miklu leyti sem hann er fær um slíkt. Ef Sigursteini er mjög í mun að bæta aðbúnað geðsjúkra við HÍ, væri þá ekki snjallast að beita sér fyrir stofnun sjálfshjálparhópa innan stofnunarinnar? Víða í framhaldsskólum eru slíkir hópar starfræktir, líkast til oftast sjálfshjálparhópa alka og fíkla í bata en einnig eru til jafningjahópar nemenda með geðraskanir í sumum skólum. Langbesta stuðninginn er einmitt að fá frá þeim sem reynt hafa krankleikann á eigin kroppi og sál. Löðurmannlegar síur í námi eða móttaka nýnema með rós og saft mun engu breyta til eða frá fyrir hina sjúku.

miðvikudagur, október 05, 2005

Pandabjörns sushi

Mann langar eiginlega ekki til að éta þetta, þetta er of dúllulegt...

Vitsmunalegur óskapnaður

Ef það kæmi að mér stór og stekur maður með krumlur á stærð við hafnaboltahanska og bæði mig um að reyna lýsa því í einni settningu hvernig maður ég væri orðinn eftir 2 ára háskólanám væri lýsingin á þessa leið:
"Ég er hálfviti sem lærir aldrei af reynslunni!" Og mig langar til að fara í framhaldsnám í atferlisfræði.. pælí Íróníunni þar...

En af hverju segi ég svona hluti? já ég skal sko koma með gott dæmi um hálfvitaskap Bogga.. Boggi fékk 5.0 í vinnulagi þegar hann var á 1.ári, það er kannski vegna þess að Boggi hafði mjög takmarkaðan tíma til að sinna þeim áfanga og einbeitti sér að almennunni! En þessi fimma var að gera ljótan blett á afreksskránna svo Boggi skráir sig í vinnulag aftur núna! ótrúlega er það sniðugt.. ég klára bara ritgerðina og skýrsluna í ágúst og er þar með búin með þetta fag..

Í gær átti að skila ritgerðinni.. kl:17:00 í dag skila ég ritgerðinni...
Hvernig er þetta hægt?

mánudagur, október 03, 2005

Hvað í fjandanum er málið??????

Orðrétt af Animusíðunni:

Skráning til stuðnings kennurum fjarlægð

Jafnréttisfulltrúi stúdentaráðs skoraði á stjórn Animu að fjarlægja yfirlýsingu við stuðning á kennurum í sálfræðiskor og hætta skráningu vegna hennar. Stjórn Animu tók þá ákvörðun að fjarlægja yfirlýsinguna og skráninguna af síðunni.

Stjórn Animu


Jafnréttisfulltrúi er nota bene Kristín Tómasdóttir sem er með Sigursteini Mássyni í Röskvu. Röskva er klárlega ekki hlutlaus í þessu máli, sjá hér: Er Háskólinn gróðrarstía geðraskana?

--------------

Viðbót, Kristín Tómasdóttir skrifaði:
Þessi aðgerð er ekki á nokkurn hátt ætluð til þess að vega að jafnrétti Heiðu Maríu eða annarra. Jafnréttisfulltrúa bárust ábendingar frá nemendum í sálfræðiskor sem fannst umræðan vera andsnúin þeirra skoðunum. Þeim fannst jafnframt erfitt að skrifa aðra yfirlýsingu og starta þannig kappræðum um viðkvæmt málefni sem myndi ekki enda í neinni niðurstöðu. Það er ekkert nema jákvætt að fólk taki þátt í málefnalegri umræðu og segi sína skoðun, en á Animu síðunni sem á að vera nemendafélag sálfræðinemanna ALLRA fannst mér þessi undirskrifasöfnun ekki eiga heima. Það er heila málið. Á listann gat hver sem er undirritað og ekki víst að hann endurspeglaði nemendur í sálfræðiskor. Ég vill líka taka það fram að það var stjórn Animu sem tók þess ákvörðun í kjölfar ábendinga.
Umræður á kappræðustiginu um þetta mál eiga litlu eftir að skila okkur. Ef einhverjum finnst ástæða til gagnrýni á einstaka þætti í skólastarfinu, má ekki líta á það sem yfirlýsingu um að námið í heild sinni sé slæmt og mæta umræðunni í varnarstellingum.

föstudagur, september 30, 2005

Mannfjandsamleg sálfræðideild

Sigurður Hólm skrifar:

Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, fjallaði á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær um vanda geðsjúkra sem stunda nám við Háskólann. Sigursteinn sagði að háskólanemum væri mun hættari við geðröskunum en öðru ungu fólki. Ein ástæðan er líklega sú að framkoma við nemendur er oft mannfjandsamleg, sérstaklega í deildum eins og læknisfræði, lögfræði og sálfræði. Nú þekki ég ekki til lögfræði- og læknisfræðideilda háskólans en sem fyrrum nemandi í sálfræði get ég því miður staðfest að mannfyrirlitningin lifir góðu lífi í sálfræðideildinni.


Ég hef alltaf haft áhuga á sálfræði og mannlegum samskiptum og þegar ég hóf nám við HÍ í sálfræði hélt ég að sálfræðingar, og þar með sálfræðikennarar, væru allir mannlegir og vinalegir. Eins og svo oft áður hafði ég rangt fyrir mér. Ég held að ég hafi aldrei kynnst eins mörgu hrokafullu og samskiptabækluðu fólki á svo stuttum tíma. Sumir kennararnir kölluðu nemendur sína heimska og fleiri komu fram við nemendur eins og þriðja flokks mannverur. Mér er minnisstætt dæmi þar sem kennari lýsti því yfir í miðjum kennslutíma að einn nemandinn væri “of heimskur” til að stunda nám í sálfræði. Í einu tilviki gerði ég þau mistök að mótmæla þessu ofbeldi. Það var ekki vel séð.

Til að gera langa sögu stutta hætti ég í sálfræði eftir tvö ár (námið tekur þrjú ár). Ein ástæðan var sú að ég þjáðist af þunglyndi á þessum tíma og gat ekki hugsað mér að vera vikunni lengur í þessu umhverfi. Auðvitað voru ekki allir kennarar þarna hrokafullir og leiðinlegir. Þeir voru nokkrir afskaplega vinalegir og hjálpsamir, svo það sé á hreinu.

Ábending Sigursteins á hins vegar meira en rétt á sér. Kennarar við háskóla þurfa, eins og allir aðrir, að gera sér grein fyrir að aðgátar er þörf í nærveru sálar. Maður hefði haldið að kennarar í sálfræði gerðu sér grein fyrir þessu.

Undirritaður stundar nú nám við iðjuþjálfun í Háskólanum á Akureyri.

Okkur vantar meiri svona blaðamennsku á Íslandi

Rakst inn á síðun Zion.is is og fann þetta. Njótið vel.

föstudagur, september 23, 2005

Richard Dawkins að koma til landsins!

Alheimsráðstefna guðleysingja í fyrsta sinn á Íslandi. Þar mun Dawkins tala, meðal annarra. Sjá hér.

Enn einn nýliðinn

Jæja, þá er ég líka farin að skrifa hér inná þessa síðu... Það verður samt að viðurkennast strax að ég er með þeim verri bloggurum sem ég veit um. Það vita þessir fimm sem kíkja ennþá reglulega á síðuna mína hehe. Jæja Baldur var svo elskulegur að klukka mig svo ætli það sé ekki best að sinna því...

1) Ég elska sápuóperur! Ég horfi á nágranna, glæstar vonir og einstaka sinnum á leiðarljós... í dag horfði ég t.d. á tregafullan skilnað Libby Kennedy við Ramsey street og sá Eric Forrester keyra í bræði á Deacon Sharp, mjög dramatískt allt saman... Hvað ætli gerist á morgun?

2) Þegar ég var lítil datt ég fram af klettum við fjöruna á Húsavík og ofan í stórgrýtta fjöru því mér og vinkonu minni fannst sniðugt að renna okkur í grasbrekku sem endaði við klettabrúnina... Smart one!!!

3) Pabbi minn er mikill skotveiðimaður og þegar ég varð tvítug gaf hann mér byssuleyfi og haglabyssu... Ég er meira að segja ekki svo slæm skytta eða var það allavega ekki síðast þegar ég hafði tíma til að skjóta á leirdúfur, áður en ég byrjaði í sálfræði sem sagt.

4) Ég er mjög myrkfælin og oftar en einu sinni íhugað að sofa með áðurnefnda haglabyssu við rúmið til öryggis... En það dugar ekki að skjóta vampírur og drauga "hmm" svo í staðinn sef ég með hvítlauk og viðarfleyg við rúmið... hehe

5) Ég hef nokkrum sinnum keppt í sing-star og hef aðeins tapað tvisvar en það var fyrir Einari í áramótapartýi og ég var of full til að vita hvenar ég átti að hætta... Annars hef ég alltaf unnið, það er þó ekki vegna einstakra sönghæfileika eða sviðsframkomu heldur vegna þess að ég vel mér rétta keppinauta:) Ég keppti til dæmis við Addó ritara á nýnemakvöldi Animu í fyrra og held að hann hafi fengið svona 30 stig hehe sem lét mig koma alveg einstaklega vel út...

Jæja, vonandi hefur þetta verið fræðandi en ég er sem sagt taugaveiklaður, sjónvarpssjúkur, vitleysingur sem nýtur þess að niðurlægja aðra til að fegra sjálfan sig:) geri aðrir betur!

Ég held að það sé búið að klukka alla svo ég ætla bara að klukka aftur þá sem hafa verið klukkaðir og eru ekki búnir að sinna því... Taki til sín þeir sem vilja Vaka

Kveðja ofan úr Breiðholtinu
Helga Felga

fimmtudagur, september 22, 2005

Gúgg-úú

Jæja mín fyrsta færsla sem rotta.. held ég megi loksins kalla mig rottu þar sem ég er með löggiltan tíma niðrí kjallara núna.. sem fer yfirleitt í það að ræða fimmaura brandara, brund og margt sem ekki er við hæfi hér.... En ég tek áskorun Andra!! og klukka út úr mér 5 staðreyndum um sjálfan mig! ætla samt ekki að gerast svo kræfur að koma þessu á annað fólk!

  1. Ég get ekki haldið á gogg, bjór og talað allt saman í einu, það endar illa
  2. Ég er hættur að taka í vörina nema þegar ég er fullur, er við tölvuna mína eða þegar ég er nýbúinn að borða...
  3. Ég er aðdáandi Þórs Jakobs númer eitt og horfi alltaf á veðurfréttir í þeirri von um að kallinn birtist!
  4. Ég hef mætt á 25 þjóðhátíðir í röð
  5. Ég á Lada Samara árgerð '94 sem er tryllitæki
Jæja.. pís át

Kirkja hins fljúgandi spagettískrímslis


I think we can all agree that it is important for students to hear multiple viewpoints so they can choose for themselves the theory that makes the most sense to them. I am concerned, however, that students will only hear one theory of Intelligent Design. I and many others around the world are of the strong belief that the universe was created by a Flying Spaghetti Monster….

I think we can all look forward to the time when these three theories are given equal time in our science classrooms across the country, and eventually the world; One third time for Intelligent Design, one third time for Flying Spaghetti Monsterism, and one third time for logical conjecture based on overwhelming observable evidence.

Ég var klukkaður

1) Ég mölvaði í mér tennurnar þegar ég var þriggja ára við það að príla upp á stólbak í rúsínuleit

2) Ég batt um svipað leiti skyndilegan endi á ryksugun mömmu með því að klippa á snúruna. Skærin voru ekki með plasthlífum á handfanginu þannig lófinn á mér var þakinn einni stórri blöðru.

3) Ég trúði því þegar besti vinnur minn í æsku sagði mér að hann gæti fundið týnda hluti í huganum með því að loka augunum. Svo fóru að renna á mig tvær grímur þegar hann vildi ekki gera það eftir alltof langa leit. Ég bara skildi ekki afhverju hann vildi endilega fara erfiðu leiðina. Ekki fyrr en hann félst á að loka augunum og hluturinn blasti þá við beint fyrir framan okkur.

4) Ég hef hvergi notið meiri kvenhylli en á Raufarhöfn. Konur á öllu aldri.

5) Ég lenti í öðru sæti á Akureyramóti í skák þegar ég var 15 ára.

Ég klukka Helgu, Kjartani Smára, Siggu, Guðfinnu.

Veit efnið af andanum?

Haustið 2005 verður efnt til fyrirlestraraðar um meðvitundina í Háskóla Íslands. Sérfræðingar á ólíkum sviðum munu nálgast viðfangsefnið út frá mismunandi fræðigreinum og kynna nýjustu hugmyndir sínar á aðgengilegan hátt í opnum fyrirlestrum. Frekari upplýsingar eru hér. Fyrsti fyrirlesturinn er 1. október kl. 14:00 í Lögbergi 101.

Tilfinningagreind

Frábær bloggfærsla hjá honum Orra um tilfinningagreind. Svo ég vitni nú í hana:

Rökin eru þessi: Greind spáir ekki fyllilega fyrir um árangur fólks í lífinu. Sumir sem eru greindir gengur ekki vel (af því að þeir eru ekki næs) og sumir sem eru vitlausir gengur vel af því að þeir eru svo næs. Vá, snilld.

miðvikudagur, september 21, 2005

For Women in Sciences, Slow Progress in Academia

Professor of Psychology and Women's Studies Abigail Stewart mentioned in the New York Times for leading UM's effort to increase awareness of sex bias in hiring

From the article:
Mel Hochster, a mathematics professor at Michigan, belongs to a committee of senior science professors that gives workshops for heads of departments and search committees highlighting the findings of numerous studies on sex bias in hiring. For example, men are given longer letters of recommendation than women, and their letters are more focused on relevant credentials. Men and women are more likely to vote to hire a male job applicant than a woman with an identical record. Women applying for a postdoctoral fellowship had to be 2.5 times as productive to receive the same competence score as the average male applicant. When orchestras hold blind auditions, in which they cannot see the musician, 30 percent to 55 percent more women are hired.

Professor Hochster said he was not inclined to join the committee until Abigail Stewart, a professor of psychology and women's studies who is leading Michigan's effort, made a presentation on sex bias to his department.

"I vastly underestimated the problem," Professor Hochster said. "People tend to think that if there's a problem, it's with a few old-fashioned people with old-fashioned ideas. That's not true. Everybody has unconscious gender bias. It shows up in every study."

In the last three years, the mathematics department, regarded as one of the best in the country, has hired two women with tenure and promoted one associate professor to tenure, Professor Hochster said, bringing the number of tenured women to 6, out of a total of 64 tenured and tenure-track professors. Two more women are on a tenure track.

sunnudagur, september 18, 2005

Dr. Mezmer's World of Bad Psychology

Skrýtin síða, en nokkuð áhugaverð. Þar er meðal annars að finna "Mezmer's Guide to Love, Sex, and Carburetor Repair", "Dr. Mezmer is now the #1 web site on the planet Gorn!!", "Mezmer's Big Bad Book of Behaviorism" og "Meditation, Britney Spears, and a Knock-knock joke".

laugardagur, september 17, 2005

Þú ert'ann

Guðfinna klukkaði mig, sem og Ásdís Ómars (hey, ég ætlaði að klukka þig!) sem þýðir að ég þarf að skrifa fimm tilgangslausa fróðleiksmola um mig. Here goes:

1. Í grunnskóla var einn strákur sem kallaði mig alltaf ryðgaða ljósku (og mér fannst það ekki fyndið).
2. Mér finnst gott að borða saman mjólk og lakkrís.
3. Ég átti hamstur sem hét Mjallhvít, en hún dó þegar ég var úti í Svíþjóð. Hún var því geymd í frystikistunni í meira en ár, ásamt mosasýnum frá föður mínum.
4. Í menntaskóla var ég á kafi í stjörnuspeki, sem var meira að segja eitt af atriðunum sem ollu því að ég valdi að fara í sálfræði! :-/
5. Ég er Harry Potter aðdáandi nr. 1 :)

Hér með klukka ég Olgu, Orra, Jóa , Sallý og Andra Fannar.

mánudagur, september 05, 2005

True Christian Kidz Page

Hey kids! It's me, your pal, Jesus! Me and God love you so much just like Daddy and Mommy do! I died on the cross for you!!! I love you that much! Now you have to believe in me, or else! (True Christian Kids Page)

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Andinn í vélinni

Nú er andinn ekki bara í hvaða vél sem er, heldur í þinni eigin tölvu! Andaglas á netinu (Ouija board).

mánudagur, ágúst 29, 2005

Ógeðslega, ógeðslega sniðugt

Last.fm er bara vá! svo ég verði nú dálítið gelgjuleg. Maður halar niður viðbót við tónlistarforritið sitt og það sendir upplýsingar um hvað maður hlustar á. Þessi vefsíða heldur utan um allar þessar upplýsingar, kemur með uppástungur að nýjum lögum sem maður gæti fílað og býður upp á sérsmíðað útvarp sem hannað er eftir smekki manns.

föstudagur, ágúst 26, 2005

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Ein fyrir Andra

Ég held reyndar að Andri hafi fundið þetta á undan mér, en hér kemur þetta aftur: Fashionable Dictionary, pólitískt rétthugsað orðasafn fyrir húmanista og pómóa :D Þar má meðal annars lesa:

Bacon
Horrible man, obsessed with raping Nature. Control freak.

Catastrophism
A theory describing what occurs when we're asked to explain our ideas clearly.

Close Encounters of the Third Kind
1977 documentary about intergalactic tourism, narrated by Richard Dreyfuss. [Bwahahahahah]

E=MC2
Probably a sexed equation, the product of a male obssession with speed. 'Is e=mc2 a sexed equation?...Perhaps it is. Let us make the hypothesis that it is insofar as it privileges the speed of light over other speeds that are vitally necessary to us. What seems to me to indicate the possible sexed nature of the equation is not directly its uses by nuclear weapons, rather it is having privileged what goes the fastest...' [Luce Irigaray, Le sujet de la science est-il sexue?]


Education

Brutal, violent intrusion of arbitrary material into the clean innocent heads of children, which should be left empty.

Empiricism
Absurd notion that observation and measurement are useful in getting to know about things (see positivism).

Freud
Though he did have some unfortunate ideas about women, he discovered the Unconscious, despite the many people who had pointed out its existence before, so we have to keep paying homage to him.

Genes
Do very little. Can be ignored. Not selfish, kind.

Human Gnome Project
Most likely something to do with genetic engineering. Probably the idea is to create a new race of tiny human beings. [Ég öskraði af hlátri yfir þessu]

Human nature

Fantasy. Fictitious entity, like Santa Claus or the tooth fairy or the free lunch. Humans have no nature, only culture; we can learn to fly, or live in the ocean, or echolocate, or pick things up with our trunks, if we will only concentrate.

Perspective
Everybody has one, therefore nothing that anyone says is true. Or false. Except of course what I just said - that is true, but it is the only thing that is true. Or is there maybe one other thing...no, no, that's the only one.

Rousseau
So much nicer than that awful Bacon, even though he did hand all his children over to an orphanage because he couldn't be bothered. At least he didn't want to rape Nature.

Schizophrenia
A different way of seeing the world. Invented by Thomas Szasz.

Soul
Well, not exactly sure, sort of an outdated idea really, but it's kind of unspiritual to say so, and anyway it refers to something, though I don't exactly know what. Kind of the part of us that positivists and scientists and reductionists and people like that leave out, the part that can't be measured and is a little mysterious.

Thus
A useful word to insert between two arbitrary assertions, thus making both appear to be vaguely justified. 'Orientalism responded more to the culture that produced it than to its putative object, which was also produced by the West. Thus the history of Orientalism has both an internal consistency and a highly articulated set of relationships to the dominant culture surrounding it.' Edward Said, Orientalism

mánudagur, ágúst 22, 2005

Nokkurskonar Turing Próf

Ég ákvað að gerast dómari í þessu prófi þar sem tölva hafði samið nokkur ljóð en mennsk skáld samið hin. Ég átti að greina á milli þeirra sem tölvan samdi og hinna sem skáldin sömdu.

Ég var með 8 villur og 20 rétta dóma.

3 fals pos og 5 fals neg.

Það sem mig langar að vita núna er: hvert er viðmiðið? Hvenær telst tölvan hafa staðist prófið?

föstudagur, ágúst 19, 2005

Dýrasta sítróna allra tíma!

Var á Óliver í gær með Siggu, Lilju og einhverjum. Ákvæð svona rétt undir lokun að fá mer tvöfaldan gin í tonik og fór á barinn. Tvöfaldur Tanquerei í tonic kostaði 1200 kall á þessum bar, sem er allt að því eðlilegt. En ekki var hægt að fá sítrónu með þessu. Ég sagðist vera til í að borga 1000 kall fyrir það þar sem sítrónuna vantaði en mér kurteislega sagt að hoppa upp í rassgatið á mér.

Ég fór á næsta bar í húsinu þar sem sítróna var til og bað um tvöfaldan gin í tonic. Dar var Tanquerei ekki til þannig að ég bað um það næst besta, Bombey.
Tvöfaldur Bombey í tonik með sítrónu kostaði þarna 2000 kall!

Ég borgaði 800 kall fyrir eina sneið af sítrónu. Geri aðrir betur.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Howl's Moving Castle

Úúú, ný mynd eftir Hayao Miyazaki sem gerði Spirited Away og Princess Mononoke. Þeir sem hafa ekki séð þær, skamm skamm! Beint út á leigu með ykkur. Spirited Away er bara ein allra besta mynd sem ég hef séð. Ekki láta fæla ykkur frá að myndirnar séu teiknaðar, þær eru sko alls engar barnamyndir.

Bætti við nokkrum sálfræðibloggurum

Sissú, Kári og Helgi Þór Harðar komin inn á blogglista kjallararottna. Ef þið vitið um fleiri megið þið láta mig vita og ég bæti þeim við.

Kjallararottan, taka tvö

Rottan kom aftur í heimsókn til okkar í dag. Kom að henni þar sem hún var að japla á brauði. Ég æpti náttúrulega upp yfir mig, eins og sönnum kvenmanni sæmir, og rottan skokkaði aftur út um gluggann.

Ég er ekki par ánægð með að rottur, pöddur og annað ógeð ætli að gera sig heimankomin í mínum húsum. Ég er alvarlega farin að hugsa um að kalla á meindýraeyði.

föstudagur, ágúst 12, 2005

Ánægð með SUS

Nú er ég til tilbreytingar ánægt með Samband ungra sjálfstæðismanna, en það hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að samkynhneigðir skuli njóta sama réttar og gagnkynhneigðir í hvívetna, svo sem að mega fara í tæknifrjóvgun og ættleiða börn.

Konur, karlar og vefurinn

Konur og karlar hafa ekki sama smekk á vefsíðum. Þetta kemur fáum á óvart. Það sem er e.t.v. leiðinlegra er að vefsíður langflestra háskóla eru með karlmannasniði. Virðist samt ekki fæla konur frá háskólunum hér :) Um þetta má lesa meira hér.

Getur nefsprey læknað Alsheimers?

Sjá hér.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Grein eftir mig á Doktor.is

Mér brá dálítið þegar ég var að skoða Doktor.is og sá allt í einu grein eftir sjálfa mig á forsíðunni, hahaha. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Doktor.is og Vísindavefurinn eru með tvíhliða samning sem leyfir einum að nota efni frá hinum. Greinin er annars um drómasýki og má finna hana hér.

Heiða mælir með...

Nick Drake - Pink Moon. Er í raun enn að uppgötva þessa plötu. Platan var aftur á móti gerð fyrir nær 25 árum síðan, en eftir að Drake gerði hana dó hann úr of stórum skammti af þunglyndislyfjum. Mjög tragískt, mjög góð plata.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Heiða kennari

Þá er það ákveðið. Ég mun kenna einum hópi í sálfræði 103 í MH núna í haust. Kennslan hefst mánudaginn 22. ágúst.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Sceptic's Annotated Bible

Mjög skemmtileg síða sem sýnir allar vitleysurnar í Biblíunni.

Bush vill intelligent design inn í skóla

Jæja, ekki verður þetta nú til að auka álit heimsbyggðarinnar á Bandaríkjamönnum. Af mbl.is:

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, vill að auk þróunarkenningar Charles Darwins verði kennt í skólum að þróunin hafi öll átt sér stað undir handleiðslu guðs.

Sjá meira...

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Arabic Chillout

Nýjasta tónlistin sem ég var að uppgötva. Held samt að það sé erfitt að finna hann, en hægt er að skoða hann á Amazon.com hér.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Hin eina sanna kjallararotta

Ójá, við fengum sko eina slíka í heimsókn í kjallarann okkar á Sogavegi í gær. Sú var að flýja svarta geðveika köttinn sem býr í nágrenni við okkur...

Æðislegt!!!

Af Wikipediu, frjálsu alfræðiorðabókinni:

The Provisional Irish Republican Army announces the end of its armed campaign against British rule in Northern Ireland, now intending to use political means to achieve a united Ireland.

Myndir úr Högnastaðaferð

Olga tók myndir úr Högnastaðaferðinni.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Heiðurskjallararottur

Í ljósi þess að kjallararottur eru ekkert sérlega duglegar að blogga á þessari síðu legg ég til að nokkrir eðalsálfræðinemar fái að tjá sig hér með okkur. Ekki veit ég svo sem hvernig þeim sjálfum líst á það. Þessar heiðurskjallararottur eru (og ef ég gleymi einhverjum vinsamlegast leiðréttið mig):

-Boggi
-Ella Björt
-Guðfinna Alda
-Heiða Dóra
-Helga
-Jón Grétar
-Sigrún Sif

Núverandi kjallararottur mega svo taka sig á...

Allt um ljósaperubrandara

Hér á Wikipediu.

Einn fyrir Linuxmanneskjurnar (ef einhverjar)

How many Linux programmers does it take to change a lightbulb?
None, the lightbulb is a tool of the 'man'. We have engineered a new LED that is 10x more efficient but requires 2 months to learn how to flick the switch.

Ilmurinn á hvíta tjaldið

Bíómyndin Ilmurinn (Perfume), sem gerð er eftir frábærri samnefndri bók eftir Süskind, kemur út 2006. Hér er hægt að lesa um hana.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Moi í íslenska piparsveininn?

Var allavega að bjóðast hlutverk ;) Tjah, eða allavega prufa, veit ekki hvort það var. Er á skrá hjá Eskimo Casting síðan einhvern tíma fyrir löngu síðan svo Saga Film var að hafa samband við mig, hehe, en ég sagðist vera nokkuð harðgift kona og ekki alveg til í að keppa um annan mann. :D Ef einhver hefur áhuga er aftur á móti hægt að sækja um á heimasíðu Skjás eins.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Þá er það ákveðið

Saumaklúbbur kjallararottustelpnanna (og fleiri sálfræðigella) ber nú opinberlega nafnið Lordosis.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

125 spurningar

Tímaritið Science á 125 ára afmæli, og hefur af því tilefni tekið saman lista yfir 125 spurningar sem mikilvægast er að vísindin svari. Meðal þeirra eru sálfræðilegar spurningar eins og "Hver er líffræðileg undirstaða meðvitundar?", "Hvernig eru minnningar geymdar og endurheimtar?" og "Hvernig þróaðist samhjálp?" Hægt er að lesa um þetta hér.

laugardagur, júlí 02, 2005

Live 8

Ég hvet alla til að skrifa undir Live 8 nafnalistann þar sem krafist er að yfirvöld 8 valdamestu landa heims:
1. Tvöfaldi fjárframlög til fátækustu landa heims.
2. Felli niður skuldir þeirra.
3. Breyti viðskiptalögum til að gefa þeim betri framtíð.
Hægt er að skrifa undir hér.

föstudagur, júlí 01, 2005

Lítið ævintýri

Einu sinni var lítil kjallararotta að nafni Heiða sem átti dygga lesendur að bloggi. Dag einn voru lesendurnir horfnir. Heiða lagði því af stað með nesti og nýja skó í leit að lesendunum sínum. Hún settist niður og hrópaði:
Kommentið nú kjallararottur
ef þið eruð nokkurs staðar á lífi!

Framhald síðar.

Heilastarfsemi við dáleiðslu

Sjá í þessari grein á Scientific American.

miðvikudagur, júní 29, 2005

mánudagur, júní 27, 2005

Uppvakningar

Vísindamenn hafa nú þróað aðferð til að vekja hunda upp frá dauðum. Hundarnir eru án súrefnis, hjartsláttar eða heilastarfsemi í nokkrar klukkustundir. Sjá hér.

fimmtudagur, júní 23, 2005

Ég hreinlega dó úr hlátri þegar ég sá þetta

Ég er öll í þessu núna

SimilarMinds Compatibility Results
anonymous ||||| 50% ||||| 50%
similar complementary  
How compatible are you and your friends?

Persónuleikapróf

Alltaf skemmtilegt að taka svona próf, þótt maður sé náttúrulega alltaf skeptískur á áreiðanleika og réttmæti ;)

"self revealing, neat, craves attention, prefers organized to unpredictable, needs things to be extremely clean, worrying, perfectionist, emotionally sensitive, respects authority, social, vain, does not like to be alone, likes large parties, controlling, social chameleon, not a thrill seeker, enjoys leadership, takes precautions, puts the needs of others ahead of their own, assertive, rule conscious, makes friends easily, always busy, heart over mind, phobic, aggressive, clingy, compassionate, dominant, outgoing, suspicious, hard working, strong"

Take Free Advanced Global Personality Test
personality tests by similarminds.com

Hvernig leiðtogi?

Sá þetta hjá henni Guðfinnu. Takið prófið og látið vita hvernig leiðtogar þið eruð ;)

miðvikudagur, júní 22, 2005

föstudagur, júní 17, 2005

Símanúmer

Hæhæ. Nú er ég á Högnastöðum. Já, ég veit, svaka sveitó að hafa þráðlaust net í sumarbústaðnum. Fyrir þá sem eru að koma til mín á eftir er fínt að hafa þessi símanúmer:

Heiða GSM: 695-6845
Högnastaðir: 486-6637
Björn Leví: 699-3595

miðvikudagur, júní 08, 2005

Jahá...

Cocktail
Cocktail


?? Which Alcoholic Drink Are You ??
brought to you by Quizilla

Að fá hland fyrir hjartað

Heiða. Þar sem þú ert nú farin að vinna á vísindavefnum geturðu kannski sagt mér hvað er eðlilegt að bíða í langan tíma eftir svari við fyrirspurn. Er eðlilegt að það taki meira en mánuð. Spurningin er frekar einföld. Ég er bara að leita að uppruna orðtaks. Hvað búi að baki því.

mánudagur, júní 06, 2005

Útskriftarpartý

Ég minni allar rottur á að útskriftarpartýið mitt verður haldið helgina 17.-19. júní á Högnastöðum, Flúðum. Látið mig vita hvort þið komist eða ekki, og hvort þið ætlið að vera báða dagana (það er skemmtilegra).

fimmtudagur, júní 02, 2005

Námsstyrkur

Vííí! Ég fékk námsstyrk KB-banka. 200.000 kall, takk fyrir. Fer að vísu eitthvað í skattinn, því miður. En takk, Kjartan, fyrir að hagræða þessu fyrir mig. Djók ;)

miðvikudagur, júní 01, 2005

Verður maður ekki að skrifa eitthvað?

Þessi kjallararottuvefur má ekki deyja þótt sumarið sé gengið í garð. Þess vegna ætla ég að skrifa eitthvað til málamynda.

Það er helst að frétta að fyrsti vinnudagurinn hjá Vísindavefnum var í dag. Það var bara ágætt, fyrir utan nokkra byrjunarörðugleika. Mér fannst ég voðalega bjargarlaus án allra bókanna minna hérna heima. Er að hugsa um að taka hrúgu af þeim með í vinnuna á morgun.

Önnur tíðindi er að ég mun líklega taka að mér kennslu í sálfræði í MH í haust. Þetta verður bara einn hópur, en telst samt sem áður 25% vinna sem bætist ofan á 100% vinnu á Vísindavefnum. Og ég sem hélt að lífið yrði bara afslöppun eftir að skóla lyki ;-)

Svo á Björn afmæli í dag. Hann er orðinn 29 ára, karlinn. Ég gaf honum föt og nördadót, hehe, samt svona spil sem ég hef gaman að líka. Okkur finnst rosa gaman að spila og eigum orðið alveg hrúgu. Fórum líka út að borða á Madonnu. Bara fínn staður, hef aldrei komið þangað áður.

Kvöldið verður svo endað með glápi á Desperate Housewifes og Lost. Báðir tveir eru frábærir þættir, ég mæli fastlega með þeim.

Haldiði svo áfram að skrifa, kæru rottur, þótt flestar ykkar séu komnar upp úr kjallaranum í bili.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Barnum var það, heillin!

Hroðalegt! Hrikalegt! Ég var á leiðinni heim og var að hoppa á milli útvarpsstöðva þegar ég lenti á Létt FM og þar var Hermundur Rósinkrans "talnaspekingur og miðill" að "lesa tölur" einhverrar stelpu. Vanalega fer allt útvarpsblaður inn um eitt eyrað og út um hitt, en mig langaði til að öskra þegar ég heyrði það sem hann sagði við stelpuna. Hann sagði: "Sjöan (sem stelpan átti að "vera") er þannig að hún trúir sumu sem við hana er sagt en efast um annað." NEI, ER ÞAÐ??? Og stelpan jánkaði honum til samlætis, svona "já, einmitt, ég er algjörlega þannig" Er ekki í lagi með fólk?? Eru til öðruvísi manneskjur? Djísús kræst!!

Yndislegur dagur

Skilaði ritgerðinni í gær (vei!) og sofnaði svo dauðþreytt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Vaknaði endurnærð klukkan átta í morgun, vafraði aðeins um á netinu og ákvað svo að hitta Guðnýju vinkonu á kaffihúsi. Ætlaði að fara í strætó en var svo heppin að hitta á Magga Blö sem var að sinna erindum í næsta húsi við mig og fékk far. Við fórum á Vegamót í góðu veðri og sátum þar í góðu yfirlæti. Ég fékk mér flott kjúklingasalat og sötraði með eitthvert jömmí hvítvín sem ég ætla að finna við fyrsta tækifæri í ríkinu. Spjölluðum í marga klukkutíma og svo tók við búðarölt þar sem ég keypti mér útskriftarkjólinn. Kvöldinu verður svo eytt með Birni Leví og í nýjum tölvuleik, heheheh.

Sem sagt, ég gerði ekkert merkilegt í dag, og það er alveg æðislegt!

sunnudagur, maí 22, 2005

Arg, ég er brjáluð

Var að lesa grein í viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag. Fyrirsögnin er "Stefnumót óræðni og agaðs skipulags". Þar er talað um samstarfs verkfræðinga og einhvers guðfræðisálgreinis. Upphafsorð greinarinnar hljóma svona:

"Ímynd verkfræðinnar er rúðustrikað blað, útreikningar og staðlaðir verkferlar. Ekki mikið svigrúm þar. Guðfræði og sálfræði hafa hins vegar á sér stimpil sveigjanleika, óræðni og endalausrar leitar. Vekur ekki tilfinningu um kalt og agað raunsæi."

ARRRRRRRRRRRRRRRRRG!!!!!!! Hvaða djöfulsins della er þetta?!? Á einhver bévítans sálgreinir að representera sálfræðina? Mikið held ég nú að þetta muni bæta ímynd sálfræðinga á meðal verkfræðinga, eða hitt þó heldur. Óræðni? Leit? ANDSTÆÐA VIÐ RAUNSÆI?!?

Mér er skapi næst að skrifa í blöðin. Hver er með í því?

Frekar ömurlegt svona

Jæja, mér tókst loksins að ná mér í þessa flensu sem allir hafa fengið. Er búin að vera svona hálfsloj síðan á fimmtudaginn. Núna er ég með hausverk og ógleði, og er ekkert í neitt sérstöku stuði til að klára ritgerðina mína. Bömmer :-/

Ahahaha, við lentum enn einu sinni í 16. sæti

Sjá hér.

laugardagur, maí 21, 2005

Hola ur solinni

Saelar dullurnar minar,
eg akvad ad minna a mig hedan ur solinni. Tad er buid ad vera heitt og fint sidan vid komum, og meira ad segja ordinn sma einkabrandari hja fjolskyldunni ad tegar vid forum ut atti ad vera skyjad med koflum herna a Spani i nokkra daga. Tad hefur verid nokkurn veginn heidskyrt alla dagana, tannig ad tad tyrfti greinilega ad kenna islenskum vedurfraedingum spaensku merkinguna! Annars segi eg bara gott, er odum ad na i lit, tannig ad eg verd fin tegar eg kem heim a midvikudaginnn.
Vid heyrumst sidar
Solarbuinn

föstudagur, maí 20, 2005

Synjað um ættleiðingu vegna ofþyngdar

Hafið þið kynnt ykkur þetta mál? Djöfull er ég reið yfir þessu! Mér finnst þetta hreint og klárt mannréttindabrot. Þessi kona er örugglega langtum hæfari til að ala upp barn heldur en margir foreldrar sem enginn skiptir sér af. Og er barnið ekki betur kominn hjá þessari konu en á einhverju bévítans ómagaheimili í Kína?!? Mér er spurn...

Ritgerðin

Ljóð eftir Heiðu Maríu og Jóa massa tölvugúru, sungið við lagið "Í skólanum er skemmtilegt að vera".

Ritgerðin,
ó ritgerðin.
Gaman er hana að skrifa.
Að sitj' á rassinum, stynja hátt,
stumr' yfir tölvunni alla nátt.
Samt manni finnst,
samt manni finnst
manni ekkert áfram miða.

[Þetta var nú svona hálfrím þarna í endann, reyndar.]

Scientific breakthrough

Sálfræðingar hafa komist að því að hópamyndun er í Júróvisjónkeppninni. Rannsóknin hefur rosalegt vísindalegt gildi og ég held að rannsakendur fái Nóbelinn fyrir þetta. Sjá hér.

Heiða

P.S. Farið að skrifa eitthvað letingjarnir ykkar.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Er ekki eitthvað skrýtið við það

...að áðan gat ég tengst internetinu í strætó en náði svo ekki sambandi við Háskólanetið á Þjóðarbókhlöðunni?

miðvikudagur, maí 18, 2005

How sad

Árið 1910 (takið eftir, fyrir næstum 100 árum) sagði Yerkes: "Few, if any, sciences are in worse plight than psychology" attributing its "sad plight" to a lack of self-confidence, an absence of agreed-on principles, poor training of psychologists in physical science, and a failure to teach psychology as anything more than a set of bizarre facts or as a branch of philosophy, instead of as a natural science.

HALLÓÓÓ!!! Wake up and smell the coffee! Þetta eru nákvæmlega sömu vandamál og sálfræði glímir við í dag, við höfum ekki framþróast um sentimetra! Tja, allavega ekki meira en svona tvo-þrjá sentimetra.

Streituskalinn

Ég tók þetta af PhD-comics. Ég er núna kringum 7, eitthvað svoleiðis. Býst við að fara upp skalann þegar líður á nóttina (þarf að skila uppkasti til Árna á morgun, hehe). Hvar eruð þið?

1 Enlightenment, post-orgasmic snoozing
2 Extremely chilled, sleepy cuddles
3 Nicely drunk
4 Relaxed
5 Just cruising, pretty calm
6 Slightly worrying about things, pretty normal life state
7 Stressing about things, voicing those stresses to others
7.5 Quite stressed, poor sleep, clenched door,
8 Physical symptoms begin
8.5 Nausea, stress is now so bad that you are unable to take action to address it
9 Feelings of terror, bad physical symptoms
9.5 Extreme stress, panic attacks, heart palpitations, hyperventilation
10 Catatonic, uncontrollable crying, foetal position under the bed covers

mánudagur, maí 16, 2005

Nýr fídus

Bendi á nýja fídusinn hér til hægri á síðunni. Þar getið þið fylgst með vísindafréttum annars vegar og skrifum annarra sála hins vegar. Reyndar bjóða ekki allar síður sálanna upp á slíkan möguleika svo þetta er ekki tæmandi listi.

Langar einhverjum???

Sælar, dúllurnar mínar
Fengu ekki allir póstinn með róðrarkeppninni? Hvernig líst ykkur á að taka þátt, svona til þess að hefja sumarið á algjöru flippi?

Sambland skynjunarsálfræði og þunglyndisrannsókna?

Bwahahahahaha

sunnudagur, maí 15, 2005

laugardagur, maí 14, 2005

"Kaffi"

Ég var mjög syfjuð áðan og ákvað því að hella mér upp á kaffi, svona eins og gengur og gerist. Nú, ég setti vatn í kaffivélina, kaffipoka o.s.frv., fór aðeins á klósettið og ætlaði svo að ná í "kaffið" mitt. Nema hvað að það var ekkert kaffi, bara vatn sem ég hafði látið renna gegnum kaffivélina. Sem sagt, ég var svo þreytt að ég gleymdi að maður á að nota kaffi til að búa til kaffi.

föstudagur, maí 13, 2005

Uppástunga að nýju valnámskeiði

Mér finnst að sálfræðiskor þurfi að fara að huga að meiri tengslum við atvinnulífið og kynna fyrir nemendum hvernig hægt sé að hagnýta sálfræðina. Þess vegna finnst mér að það ætti að bjóða upp á valkúrs sem gæti verið einhvern veginn svona uppbyggður:

-Lesa bók um hagnýtingarmöguleika sálfræði
-Fá sálfræðimenntaða gestafyrirlesara úr atvinnulífinu
-Gera nokkuð stórt lokaverkefni þar sem sálfræðiþekking er hagnýtt, ef til vill í samstarfi við fyrirtæki

Gabríela, þú hlýtur að lesa þetta. Er ekki hægt að koma þessu í kring? Ég veit að það er til svona áfangi í atferlisgreiningu en hvað með hinar undirgreinarnar?

Sumarheiti

Mér finnst alltaf skemmtilegra að strengja sumarheiti en áramótaheiti því þá stendur skólinn ekki í vegi fyrir að ég standi við þau. Þetta ætla ég að gera í sumar:

1. Fara í a.m.k. eina göngu og skoða fallega staði
2. Læra PHP forritun
3. Finna einhverja skemmtilega líkamsrækt til að stunda
4. Spila fullt af tölvuleikjum
5. Elda góðan og hollan mat
6. Gefa mér meiri tíma með Birni Leví
7. Taka almennilega til heima hjá mér
8. Kaupa ný föt
9. Hafa meira samband við vanræktu vini mína
10. Skemmta mér og hafa það gott

Hvað ætlið þið að gera í sumar?

Tölvuleikjamarkaðurinn er að missa af stórum hópi viðskiptavina

Tekið af Misbehaving.net:

Plenty of women gamers

A report from Nielson Entertainment today offers fresh evidence that the games industry is missing a trick by focusing so heavily on the young male gamer. The benchmark study on interactive entertainment found that 39% of gamers are female and that nearly 24% of all gamers are over the age of 40. (Nearly one-quarter of female gamers are aged 13-17, with almost 20 percent aged 25-34 and an additional 19 percent ranging from 35-44.)

The report also confirms that women are more social players:

Overall, active gamers typically spend approximately 5.2 hours playing by themselves with a large proportion also being spent playing socially (3.07 hours per week with friends and family or online). Among females, the split between solo and social game play is even more equitable with younger females 13-17 tending to play more with friends or family (54% of the time) and women 25-34 playing almost as much socially as alone. Males and females 45 and older are markedly different, spending almost all their time (79%) playing alone.

þriðjudagur, maí 10, 2005

* * * * * * = :-)

Samúð Vaka systir mín!

Allavega, þá held ég mér aldrei við efnið, svo ég var að enda við að búa mér til stjörnukerfi. Gef mér stjörnu fyrir hverjar 10 mínútur sem ég læri án þess að fara á netið (já, ég er svona mikill netfíkill) og svo fæ ég broskall ef ég fæ allar stjörnurnar í einum klukkutíma.

En nú er ég að skrifa á netið og ef ég hætti ekki eins og skot fæ ég bara svona semiánægðan kall :-|, svo over and out frá Heiðu.

P.S. Ég er komin með legusár, eða þið vitið alveg eins og legusár nema bara á rassinum af of miklum setum.

sunnudagur, maí 08, 2005

Para svona að pæla

Flakar maður flak eða flekar maður flak? Og er maður þá flakari eða flagari?

Tindersticks

Ég er loksins að venjast þessari hljómsveit því tónlistin þeirra er ekki auðmeltanleg. Góð í maga samt svona eftir á. Mæli með Curtains disknum þeirra, til að mynda. Andri, þú ættir að fíla þetta, tékkaðu á þessu ef þú hefur ekki gert það nú þegar.

laugardagur, maí 07, 2005

Heiðan búin í prófum

For forever and ever and ever.

Notaði daginn í að slæpast á kaffihúsum borgarinnar, kaupa þrenn pör af eyrnalokkum og sofa. Nú ætla ég að manna mig upp í að hefja skriftir á BA-ritgerð af fullri alvöru.

föstudagur, maí 06, 2005

Góð Greining?

Það verður nú seint sagt um okkar góðu grein að það séu ekki margir vitleysingar í henni. Því miður! Ég er að lesa bók eftir fínan kall að nafni Daniels... fín bók og allt það en á einum stað er hann að segja frá því þegar kennari bað um hjálp hans með erfiðan nemanda. Daniels er Behavioristi eins og allir alvöru sálfræðingar (einn fyrir þig Gabríela ;p hehe) og þessi kennari var búin að láta einhvern skólasálfræðin, sem fékk örugglega gráðuna sína í cherrios pakka, greina krakkann. Örugglega einhver psýkkódynamiker. Jæja krakkinn átti það til að öskra annað slagið. Bara alveg uppúr þurru. Hver haldi þið að greining skólasálfræðingsins hafi verið!
,,Having a need to scream". Jahá þar hafiði það, þetta var ekki Tourette. Nei ,,having a need to scream". Hvering ætli þessi hálfviti mundi greina OCD sjúkling? ,,having a need to check"??? Álfurinn fer greinilega víða. Ég er að spá í að bjóða honum að vera gestafyrirlesari á næsta fundi akademíska hópsins míns.... hann ætti allavega vel heima þarna...
Kv Binni formaður.

ATH ATH Nýtt sálfræðiblogg!

Búið er að stofna nýja sálfræðibloggsíðu (og ótrúlegt en satt stend ég sjálf ekki fyrir henni). Ég er búin að skrá mig á hana, og í raun ykkur líka, kæru kjallararottur, hehe. Veit ekki hvort Anima tekur þá skráningu gilda. En allavega, allir 2. árs sálfræðinemar og upp úr, drífið ykkur að skrá ykkur á salnem.blogspot.com.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Hvað segir það um stöðu sálfræði

...að ég veit meira um hvað er rangt í sálfræði en hvað er rétt?

Heiða - að lesa Perrann

P.S. Krakkar, af því að við erum komnir með svo mikið af lesendum held ég að það þurfi að fara að útskýra ýmsa einkabrandara (dæmi: álfurinn og Azjid). Eða kannski yrði það þá bara ekki lengur fyndið...

mánudagur, maí 02, 2005

Myndagátur

Fyrir Vöku:





Fyrir Andra:





Brain Power!

Ertu að mygla yfir prófunum? Ertu með teflonheila? Þá er BRAIN POWER eitthvað fyrir þig! Minni kvíði! Meiri afköst! Minni þreyta! Þú getur ekki hafnað þessu brjálæðislega tilboði!*



--Nú einnig með spínatbragði--






*Of mikil notkun getur valdið höfuðkúpugliðnun.

sunnudagur, maí 01, 2005

Samsæriskenningar

http://groups.msn.com/psychbusters/psychiatry.msnw

Ég held að þeir sem standi að þessari síðu séu annaðhvort haldnir ofsóknaræði og þurfa því að fá lyfjaskammtinn sinn, eða þá að einhver hafi virkilega slæman húmor.

föstudagur, apríl 29, 2005

Ég hef áhyggjur af Heiðu

Þetta er Kjartan sem skrifar, mér var svo órótt að ég fékk að nota tölvuna hjá Brynjólfi:
Heiða mín, ég vona að það allt í lagi með þig. Að allt gangi vel hjá þér og Birni, og að þú sért sátt við lífið og hvert þú ert að stefna.
Mig dreymdi svo flókinn draum um þig í nótt, þú varst farin frá Birni og búin að hefja samband með öðrum manni. Þú virtist reyndar vera ánægð með hann, en mér finnst þú þurfa að hugsa þetta vel, okkur hinum finnst þetta svo skrítið. Gunnar Eyjólfsson er svo mikið eldri en þú. Þó þú sérð þroskuð stelpa og finnist þið eiga margt sameiginlegt þá þarftu að hugsa um framtíðina.
Ég vona að þú náir aftur sambandi við sjálfa þig.

Kjartan

laugardagur, apríl 23, 2005

Búin að finna titil á BA-ritgerðina mína

Beep beep boop: A new torture technique in psychological warfare.

Vitlausa ég

Eftir miklar vangaveltur, tilraunir og mistök, hef ég komist að niðurstöðu um hvers vegna í ósköpunum ég næ mér ekki í karlmann. Ég er of heiðarleg!
Já, elskurnar mínar, ég, annáluð “speþial person” gerði enn eitt axarskaftið dag þegar ég lét strák í vinnunni vita af áhuga mínum með því að spyrja beint út hvort hann væri í sambandi (ég er að vísu búin að spjalla við hann nokkrum sinnum, og spjallaði við hann í smá stund áður en ég spurði að þessu, en samt...). Hann er reyndar ekki í vinnunni minni, heldur öryggisvörður, og er alveg rosalega flottur. Hann kom eins og riddarinn á hvíta hestinum í dag og bjargaði mér frá tveimur ótrúlega fullum mönnum sem komu í vinnuna í dag (það er nú einu sinni hans starf) og ég launaði það með þessum hætti (þ.e. þegar hann kom til mín á kassann 25 mínútum síðar). Og til þess að bæta á ástandið, þá sagði ég upphátt, þar sem hann heyrði líklega til mín (hann var bak við vegg að fylgja fullu köllunum út á meðan ég var hinum megin við vegginn), 20 mínútum áður en ég spurði um sambandsástand hans, að mér fyndist hann ótrúlega sætur. Ætlar þessi andsk*%$#& óheppni mín að segja eitthvað vitlaust í kolvitlausum aðstæðum aldrei að taka enda??
Það er sálfræðikenning sem segir til um að ef maður sé hræddur þá er maður þeim mun líklegri til þess að bjóða aðlaðandi manneskju út sem tók þátt í þessum aðstæðum með manni og ég er víst gangandi sönnun þessarar kenningar í dag. Æm só foking speþial!! Ég er að vísu búin að reyna að hætta þessu, og hélt að ég væri hætt þessu, en NEIIII, ég verð að gera þetta einu sinni enn!
Að vísu brosti hann bara og sagði að hann væri í sambandi (*fjúkk* yfir viðbrögðunum) en þegar ég var að segja fólki frá þessu á eftir þá leit það á mig eins og ég væri einhverf og hefði gaman af því að láta slá mér í vegginn. Ég fékk bæði “Vá, hvað þú ert frökk! Ég hefði aldrei þorað þessu!” (frá stelpu) og “Nei, nei, nei, svona gerir maður ekki!” (frá strák). Ég fékk líka “Þá veit hann bara hvar hann hefur þig!” (frá strák).
Ég veit að strákar fíla þetta ekki, að ef maður er svona heiðarlegur, snúa þeir sig úr hálsliðnum á meðan þeir eru að snúa sér við til þess að geta hlaupið í gegnum veggi til þess að forðast mann OG SAMT GERI ÉG ÞETTA!! Ég heyri næstum því viðbrögðin hjá öllum vinum mínum og held að ég lýsi mig sem formlegan hálfvita í samskiptum við karlmenn sem mér finnst sætir. Svo get ég ekki einu sinni þagað yfir þessum hálfvitagangi.
Það þarf ekki að skamma mig fyrir þetta, ég er nú þegar búin að skamma mig svo mikið fyrir þessa hegðun að það þarf enginn annar að gera það. Enda var ég orðin svo pirruð í lok dagsins að ég var farin að telja upp að tíu áður en ég rétti fólki klinkið sitt, bara vegna þess að það spurði um auka poka. Ég held meira að segja að ef einhver hefði ekki haft skírteini þegar ég spurði um það, þá hefði sá sami getað átt von á því að ég hefði öskrað á hann að drulla sér út.
Ég ætla ekki að tíunda hin skiptin sem ég hef gert þetta, en í öll skiptin hef ég endað með sárt ennið og móral sem Milosevich hefði skammast sín fyrir (þ.e. ef hann hefði samvisku).
Nú er ég að velta fyrir mér hvernig atferlisstefnan útskýrir þetta, því þetta er svo sannarlega EKKI styrkt hegðun. Þetta getur ekki verið slokknunartoppur þar sem ég geri þetta ekki oft, og þetta getur ekki heldur verið hegðunarleg stökkbreyting, þar sem ég geri mig vanalega að fífli á sama hátt (þ.e. of heiðarleg). Ég hef sem sagt lært tvennt í dag, annars vegar að láta af þessum ofheiðarleik mínu, og hins vegar að atferlisstefnan getur ekki útskýrt suma hegðun. Húrra fyrir mér, eða þannig!
Lilja - á leiðinni í rauðvínsflöskuna